Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 11
Góður sigur
Jóhanns
Hjartarsonar
SKAK
Menntaskólinn við
Hamrahlfð
Minningarmót um Guð-
mund Arnlaugsson
22.6.2000
FJÓRÐA minningarmótið um
Guðmund Arnlaugsson var haldið
í hátíðarsal Menntaskólans við
Hamrahlíð fimmtudaginn 22. júní.
Keppendur voru 16 talsins og
kepptu allir við alla. Tefldar
voru 5 mínútna hraðskákir. Meðal
þátttakenda voru 5 stórmeistarar.
Lárus H. Bjarnason, rektor MH,
setti mótið. Mótið var æsispenn-
andi og úrslit réðust ekki fyrr en í
síðustu umferð. Það var stór-
meistarinn Jóhann Hjartarson
sem að lokum stóð uppi sem sig-
urvegari og hlaut 13‘/2 vinning í 15
skákum. Hann fór taplaus í gegn-
um mótið og gerði einungis þrjú
jafntefli, en sigraði í 12 skákum.
Jóhann var eini taplausi kepp-
andinn á mótinu. í 2.-3. sæti urðu
þeir Hannes Hlífar Stefánsson og
Helgi Ass Grétarsson. Þeir urðu
einum vinningi á eftir Jóhanni og
hlutu 12i4 vinning. Helgi Áss
missti einungis niður hálfan vinn-
ing gegn 13 neðstu mönnum!
Hann tapaði hins vegar fyrir
Hannesi í fyrstu umferð og síðar í
mótinu fyrir Jóhanni. Jón Viktor
Gunnarsson, sem er eini skák-
maðurinn í hópi okkar yngstu
manna sem hefur náð alþjóðlegum
meistaratitli, varð í fjórða sæti,
með 11 vinninga. Helgi Ólafsson
fékk 10 vinninga, en hafði þá sér-
stöðu meðal efstu manna, að gera
ekki eitt einasta jafntefli. Það sem
kom mest á óvart í mótinu var
slakur árangur Margeirs Péturs-
sonar, en hann lenti í níunda sæti
með 6V2 vinning. Margeir hefur
nefnilega haldið styrkleika sínum
ótrúlega vel þó hann sé hættur at-
vinnumennsku. T.d. sigraði hann
á þessu móti í fyrra og flestum er
enn í fersku minni frammistaða
hans á Evrópumótinu í skák þar
sem hann lagði sjálfan Morozev-
ich að velli.
Skákstjórar voru Ríkharður
Sveinsson og Kristján Örn Elías-
son.
Kasparov og Anand efstir á
Fujitsu-Siemens-mótinu
Tveimur umferðum er lokið á
Fujitsu-Siemens-mótinu í Frank-
furt í Þýskalandi. Úrslit í fyrstu
umferð urðu þessi:
Gary Kasparov - Viswanathan Anand
Vladimir Kramnik - Peter Leko V2-V2
Aiexei Shirov - Alexander Morozevich
0-1
Önnur umferð:
Alexander Morozevich - Viswanathan
Anand 0-1
Peter Leko - Gary Kasparov 0-1
Aiexei Shirov - Vladimir Kramnik V2-V2
Staðan á mótinu er þannig:
1.-2. Viswanathan Anand IV2 v.
1.-2. Gary Kasparov IV2 v.
3.^4. Vladimir Kramnik 1 v.
3.-4. Alexander Morozevich 1 v.
5.-6. Peter Leko í4 v.
5.-6. Alexei Shirov lk v.
Breska Ólympíuliðið
Ólympíumótið í skák er einn af
hápunktum skáklífsins í heiminum
og gríðarlegur fjöldi skákáhuga-
manna fylgist með mótinu meðan
það stendur yfir. Það er misjafnt
hversu tímanlega þjóðir tilkynna
Ólympíulið sín. Þær skipulögðustu
hafa þegar valið sín lið, þar á
meðal Bretar, en Ólympíumótið
verður haldið í Istanbúl í Tyrk-
landi 27. október til 13. nóvember.
Jóhann Hjartarson, sigurvegari mótsins, teflir við Stefán Briem.
Breska liðið, sem hefur staðið sig
mjög vel á undanfömum Ólympíu-
mótum, verður þannig skipað:
1. Michael Adams
2. Nigel Short
3. Julian Hodgson
4. Jon Speelman
1. vm. Tony Miles
2. vm. John Emms
Búast hefði mátt við að Matth-
ew Sadler væri í liðinu, en hann
hefur ákveðið að hætta atvinnu-
mennsku í skák og gefur því ekki
kost á sér. Ein styrkasta stoð
landsliðsins, John Nunn, getur
ekki teflt með liðinu vegna ann-
arra skuldbindinga.
Liðsstjóri verður Adam Raoof,
sem er einn virkasti skipuleggj-
andi skákmóta í Bretlandi og
mætti helst líkja við Jóhann Þóri
Jónsson, sem var í sérflokki hér á
landi meðan hans naut við.
Kvennalið Breta verður þannig
skipað:
1. Harriet Hunt
2. Susan Lalic
3. Jovanka Houska
4. Heather Richards
Þess má geta, að Ólympíumótið
fer fram á sama tíma og fyrirhug-
að einvígi þeirra Kasparovs og
Kramniks, sem haldið verður í
London.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson hefur fundið rótta leikinn gegn Helga Áss
Grétarssyni. Ingvar Ásmundsson og Lárus H. Bjarnason, rektor MH,
fylgjast spenntir með.
Minningarmót um Guðmund Arnlaugsson, 22. Júní 2000
Nafn Stiq 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Vinn.
1 Jóharm Hiartarson 2640 1 1 'A 1 A 1 1 1 'A 1 1 1 1 1 1 13 'A
2 Hannes H Stefánsson 2640 0 1 % 1 1 1 1 1 1 'A 1 % 1 1 1 12%
3 Helqi Áss Grótarsson 2540 0 o ■ 1 1 . 'A 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 121/*
4 Jón Viktor Gunnarss. 2375 'A !4 0 0 1 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 11
5 Helqi Ölafsson 2520 0 0 0 1 1 1 1 0 1 0 1 1 1 1 1 10
6 Stefán Kristiánsson 2300 'A 0 'A 0 0 1 1 1 1 1 0 1 'A 1 1 9 'A
7 Arnar Gunnarsson 2305 0 0 0 0 0 0 1 1 1 1 1 0 1 'A 1 7%
8 Braqi Þorfinnsson 2275 0 0 0 1 0 0 0 1 1 1 0 1 1 0 1 7
9 Margeir Pétursson 2615 0 0 0 0 1 0 0 0 1 1 'A 0 1 1 1 6 'A
10 Berqsteinn Einarsson 2305 'A 0 0 0 0 0 0 0 0 u 1 'A 1 1 1 6
11 Róbert Harðarson 22bU 0 'A 0 0 1 0 0 0 0 0 1 1 0 1 1 5%
12 Sigurður P. Steindórss. 2240 0 0 0 0 0 1 0 1 'A 0 0 0 1 1 1 5/4
13 Þorsteinn Þorsteinss. 2310 0 V4 0 0 0 0 1 0 1 'A 0 1 0 1 0 5
14 Björqvin Víqlundsson 2160 0 0 0 0 0 'A 0 0 0 0 1 0 1 0 1 3'A
15 Guðmundur Kjartanss. 1880 0 0 0 0 0 0 ’/# 1 0 0 0 0 0 1 0 2'A
16 Stefán Briem 2045 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 2
Suðurhraun 3 - Garðabæ
Glæsilegt, fullfrágengið og nýlegt ca 4886 fm þjónustu- og framleiðsluhúsnæði ásamt 12.773 fm lóð.
Húsnæðið samanstendur af 3800 fm framleiðslu-, iðnaðar- og lagerhúsnæði á einu gólfi og 1100 fm
í skrifstofurými, starfsmannaaðstöðu og mötuneyti. Mikil lofthæð. Byggingarréttur.
Lán til 25 ára með 7-8% föstum vöxtum, allt að 80% af kaupverði.
• Eignin selst/leigist í heild eða minni einingum.
• Ótrúlegt verð, aðeins kr. 66.000 fm.
Meðalverð í leigu ca 660 kr. fm.
• Stór lóð, góð gámaaðstaða.
Möguleiki á eignaskiptum.
• Laust strax.
-■ ■'Tr'S
*..
FASTEIGNASALA
Þetta er frábært tækifæri fyrir fyrirtæki í öflugum rekstri eða nokkra aðila sem
geta sameinast um husnæðið, t.d verslunar/þjónustufyrirtæki, líkamsræktar-
stöðvar, dreifingar-/heildsölufyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, bifreiðaumboð
- svo eitthvað sé nefnt. 40 myndir á netinu (www.holl.is/holl2.htm).