Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 15
Loftmynd af Þingnesi sem
eru merkar fornleifar og er að
finna í Heiðmörk. Þar er talið
að fyrsta héraðsþing lands-
ins hafí verið háð. Myndin
sýnir tættur oggrjóthring á
miðju svæðinu.
Ljósmyndari/Guömundur Ólafsson.
í gamla steinhúsinu að Elliða-
vatni og í 90 fm viðbyggingu er
ætlunin að koma upp fræðslu-
stofu. Gamla húsið er að mestu
hlaðið úr hraungrjóti.
gróðursnauðu söndum og melum en
rótargerlar á lúpínunni vinna köfnun-
arefni úr loftinu sem nýtist öðrum
gróðri. „Þegar má sjá svæði sem voru
gróðurlaus en lúpínan fór yfir en er
að hopa og skilur eftir sig gróinn völl.
Menn hafa haft af því áhyggjur að
lúpínan yfirtæki íslenskan gróður og
jafnvel eyddi honum en þessar
áhyggjur eru ástæðulausar.
Hefur reynst árangursríkt að
gróðursetja ýmsar víðitegundh- og
ösp í lúpínubreiður og nýta hana
þannig sem lifandi áburðaverk-
smiðju.
Ég skal þó vera fyrstur til að viður-
kenna að lúpínan á ekki heima hvar
sem er og það verður að fara varlega í
útbreiðslu hennar,“ segir Vignir.
Merkarfornminjar
á svæðinu
Við ökum áfram eftir Hjallabraut-
inni og niður í Hjalladal sem er mynd-
aður af misgengi sem einkennir
landslag víða í Heiðmörkinni. Dalur-
inn er skjólgóður með stórum grasi-
grónum flötum en fyrir tíu árum síðan
vai- hann eitt moldarflag. Þar er nú að
finna tjaldstæði með hreinlætisað-
stöðu, sorpílátum, grilli og góðum
bílastæðum. „Þetta svæði er tilvalið ef
stórir hópar eru á ferð,“ segir Vignir.
„Hér hafa til dæmis verið haldin ætt-
armót. Það stendur jafnvel til að veita
Félagi íslenskra hljóðfæraieikara
leyfi til að setja hér upp svið þannig að
hægt verði að halda tónleika og jafn-
vel vera með leiksýningar."
Fomminjar eru nokkrar í Heið-
mörk þeirra merkastar eru Þingsnes,
sem er sunnanvert við Elliðavatn.
Rannsóknir hafa leitt þar í ljós
mannvistaleifar og búðarústir frá því
um 900. Talið er að þarna hafi verið
háð fyrsta héraðsþing landsins og er
Þingsnesið því einn merkasti sögu-
staður landsins.
Rannsókn á búðarústunum hefur
legið niðri vegna fjárskorts og ann-
arra verkefna að sögn Guðmundar
Ólafssonar fornleifafræðings sem
stjómaði jannsóknum á áranum
1981-86. A undan honum eða árið
1841 rannsakaði Jónas Hallgrímsson,
skáld og náttúrafræðingur, staðinn
lítillega.
Þegar rætt var við Guðmund sagði
hann að æskilegt væri að ljúka rann-
sóknum á svæðinu og ganga betur frá
minjunum þannig að þær yrðu að-
gengilegri og sýnilegri almenningi.
Þyrfti síðan að koma upp upplýsinga-
skilti við staðinn.
Fleiri minjar eru á svæðinu og má
nefna fjárborgina Hólmsborg en hún
er u.þ.b. 200 m austan við Hraunslóð
Starfadi sem
léttadrengur við
Heiðmerkur-
girðinguna
ÞAÐ er ólýsanlegt hve miklar breytingar hafa í
raun orðið á Heiðmörk síðan ég kom þar fyrst
fyrir rúmum fimmtíu áram,“ segir Bragi Sigur-
jónsson sem ólst upp að Geirlandi við Suðurlandsveg
sem var í næsta nágrenni við Heiðmörk, en hann
starfaði sem léttadrengur við Heiðmerkurgirðinguna
þá á tólfta ári. „Mitt fyrsta verk var að fara með hesta
frá Geirlandi á Heiðmörk og reiða á þeim girðingar-
efni þar sem ekki var hægt að komast með bfla. Þegar
yfir hraun var að fara og hestamir komust ekki yfir
urðu menn að bera staura og vír á herðunum. Þetta
var oft hið mesta puð,“ segir Bragi. „En þeir sem vora
í girðingavinnuflokknum vora hraustir menn sem
bjuggu flestir á bæjunum í kring. Þeir gjörþekktu til
staðháttu og gátu því valið bestu girðingarsvæðin.
Faðir minn vann við girðingarvinnuna en hann átti
Ford 1930 með handsturtum og bróðir minn, Ólafur
Geh', sem einnig vann fyrir Skógræktarfélagið, átti
Studebaker 1941 með vökvasturtu. Þessir bílar vora
notaðir til að flytja gh-ðingarefni og möl sem sett var í
fyrstu vegarslóðana."
Á þessum áram var ekki til nein bækistöð eða skýli
fyrir starfsmennina eins og nú er. Menn fóru á
morgnana með nesti yfir daginn og á haustin fraus
stundum í nestispokunum okkar.“
Gróðursetning-
arferðirnar afar
ánægjulegar
FERÐAFÉLAG íslands hefur frá upphafi tekið
virkan þátt í því skógræktarstarfi sem hefur farið
fram á Heiðmörk. Strax árið 1950 var félaginu út-
hlutað spildu til skógræktar og þar hafa nú verið sett-
ar niður eitt hundrað þúsund plöntur.
Vegna þess hve félagsmenn hafa staðið sig vel við
ræktunarstörfin hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur
heiðrað Ferðafélagið en reitur þess á Heiðmörk þykir
einn fegursti félagsreita þar.
Margir hafa komið þar að verki. Sá sem réði lengi
ferðinni í gróðursetningarmálum Ferðafélagsins er
Sveinn Ólafsson myndskeri.
„Ég kom fyrst á Heiðmörk fyrir 24 áram síðan.
Fyrstu árin vorum við að gróðursetja en hin síðari ár
hafa störfin einkum falist í gj'isjun og snyrtingu trjáa
og ranna,“ segir Sveinn. ,Á hverju vori er efnt til
vinnuferða á Heiðmörk. Farið er af stað klukkan átta
að kvöldi á rúmhelgum dögum og eru ferðir fríar.
Bragi Sigurjónsson verktaki.
Sigurjón, faðir Braga var fyrsti umsjónarmaður
Heiðmerkur. Að sögn Braga var það meðal annars í
hans verkahring að fylgjast með því að girðingin sem
afmarkaði Heiðmörk væri fjárheld. „Kindurnar leit-
uðu stíft í sína gömlu haga og fór töluverður tími í að
koma þeim út fyrir girðinguna.
Bragi segist hafa starfað hjá Skógræktarfélaginu á
sumrin meðan hann var i skóla og eftir að hann hóf
sjálfstæðan rekstur. „Ég hef séð um að framleitt sé
allt efni í göngustíga og reiðvegi á Heiðmörk einnig
hef ég séð um viðhald vega þar. Oftast hefur framlag
til vegagerðar á Heiðmörk verið af mjög skornum
skammti. Til að halda vegunum gangandi höfum við
þurft að vera hagsýn eins og húsmóðir sem bætir
gamlar flíkur.
„Mér hefur alltaf liðið vel £ Heiðmörk,“ segir Bragi.
„Svæðið er ómetanlegur unaðsreitur fyrir Reykvík-
inga ekki aðeins á sumrin heldur einnig á vetuma."
Sveinn Óiafsson sem í 24 ár starfaði að skógrækt
íreit Ferðaféiags íslands í Heiðmörk.
Þátttaka er venjulega allgóð, frá tíu og upp í fjörtíu
manns þegar mest hefur verið. Þessar ferðir eru afar
ánægjulegar. Þegar gróðursetningu er lokið er farið í
gönguferð um reitinn og menn spjalla saman og
hressa sig á kaffisopa. Hæstu grenitrén sem við höfum
plantað eru nú orðin tólf til fjórtán metrar að hæð.“
en það er vegurinn sem liggur að
Suðurlandsvegi við Silungapoll. Er
hún hringlaga og má skríða inn í hana
u.m þröngar dyr. Fjárborg þessi er að
mestu hlaðin af Karli Norðdahl,
bónda á Hólmi, árið 1918 og þykir
með afbrigðum vel gerð og stendur
að mestu óskemmd.
Fleiri fomminjar má nefna, til
dæmis Vatnsendaborg á Hjallabrún-
um þar sem þær era einna hæstar og
sést hún vel frá Hjallabraut vestan
við veginn. Einnig má nefna Gjáar-
rétt í Búrfellsgjá þó hún sé rétt sunn-
an við Heiðmerkurgirðinguna.
Göngustígar og
reiðleiðir í Rauðhóia
Vignir segir frá því að veðurathug-
anir hafi verið stundaðar í Heiðmörk
síðan 1957 sex mánuði ársins eða frá
1. maí til 1. nóvember og sér hann um
þessar athuganir nú. „Það verður
gaman að bera saman árferði og vöxt
skógarins síðar meir,“ segir hann.
Frá Hjallabraut ökum við yfir á
Hlíðarveg sem er meðfram Vífils-
staðahlíðinni en þetta er yngsti hluti
Heiðmerkur. „Þetta svæði hefur
reynst mjög gott til skógræktar og
þar er vöxtur tijánna einna mestur,"
segirVignir.
I Vífilsstaðahlíðinni er að finna
trjásýnireit. Þar hefur verið safnað
saman mörgum trjátegundum og
þær merktar nafni, aldri og upprana.
Vignir er spurður að því hvemig
fólk gangi um Heiðmörk. Segir hann
að í flestum tilvikum gangi fólk vel
um. Alltaf sé þó eitthvað um
skemmdarverk.
Á Heiðmörk eru 2 fastráðnir
starfsmenn auk 2-4 manna sem vinna
við tímabundin störf auk unglinganna
frá Vinnuskóla Reykjavíkur. í bæki-
stöð fyrir starfsemina í Heiðmörk
vinna starfsmennirnir að því að smíða
það sem þarf til rekstursins eins og
hús, skilti, borð, bekki og ruslaflát
auk þess að annast viðhald á þessum
hlutum.
Við endum þessa skemmtilegu og
upplýsandi för okkar í jaðri Rauð-
hólanna en þeir voru friðaðir árið
1963. „Rauðhólarnir era einstæð
náttúrasýn en vora eyðilagðir af
skammsýnum mönnum," segir Vign-
h\ „Þegar liggur fyrh’ samþykkt
skipulag að göngustígum um svæðið.
Rauðhólarnir era friðlýstir af Nátt-
úraverndarráði þannig að allar fram-
kvæmdir innan svæðisins eru háðar
samþykki þess. Einnig hefur verið
samþykkt gerð reiðleiða í gegnum
hólana. Á það eflaust eftir að veita
fólki ánægju að geta ferðast um
Rauðhólana."