Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 23 Krítarkort Kynjasög’ur úr sólinni Jæja, þá er komin viðvörun frá grísku veðurstofunni. Ekki vera úti í sólinni, haldið ykkur innandyra, setjið loft- kælinguna á, farið í skuggann og for- sæluna, hitinn fer upp í 39 stig í dag og þannig verður það yfir alla helgi- na. Minnir á stormviðvörun á norð- urslóðum bara með öfugum for- merkjum. Fyrsta þjóðhátlð ís- lendinga á Krít í vændum og eitt er alveg víst, það verður ekki rigning. íslendingar eru svo hvekktir á rign- ingunni að ef þeir sjá skýhnoðra á himni fá þeir akút tortryggniskast og eru vissir um að þeir hafi verslað hjá vitlausri ferðaskrifstofu. Þeir eiga ei-fitt með að trúa því að á Krít eru að jafnaði 300 sólardagar á ári og yfir sumartímann rignir ekki nema tvisar til þrisvar sinnum. íslendingar eru líka svo hvekktir á veðrinu heima hjá sér að þeir spyrja strax í svefnrofun- um í sumarfríinu, hvernig veðrið sé úti, eiga erfitt með að skilja að það er alltaf eins, sól og hiti, alltaf tilbúnir að klæða sig í pollagallann en sleppa þó bomsunum, koma frekar blautir á blankskónum í vinnuna. Skrítið annars hvað Islendingar eru mikið á móti bomsum. Sem minn- ir mig á hvað íslendingar eru ólíkir öðram norrænum þjóðum, ekki bara þegar bomsur era annars vegar. Það kemur berlega í ljós þessar vikumar þegar þeir leggja land undir fót um alla Krítey. Um gervallt Haniahérað fara fréttir af íslendingunum eins og eldur í sinu. Á kaffihúsunum þar sem kallamir spjalla yfir sínu frappéglasi (sem er kaldur kaffihristingur með klaka, mjólk og sykii eftir smekk) era íslendingamir aðalumræðuefnið. Og hvað er svona mikið verið að tala um? Jú, þeir eiga svo mikið af peningum og eyða svo miklu af þeim að ferða- mannaiðnaðurinn hefur tekið stökk- breytingu eftir að þeir hófu landnám sitt um miðjan aprfl. Allir græða á ís- lendingunum, jafnt hótelbarónar og gullkallar sem fátækir leigubflstjórar og feimnar ræstingakonur, því ís- lendingar borga ekki bara fyrir sinn snúð, þeir tipsa líka, þeir era heims- menn. Það eina sem bjátar á í sældar- lífi íslendingsins hér á Krít er að það vantar fleiri hraðbanka, því þeir nota krítarkort jafnt til að ferðast um krít- arkort og skrifa krítarkort. Þeir era sem sagt ekki eins og hinir Norður- landabúarnir sem hafa heimsótt Krít í áraraðir og jafnvel ár eftir ár. Þessir sem eru aldir upp í áralöngum sparn- aði og hundleiðinlegu heimilisbók- haldi, læra strax á bamaheimilinu að gera áætlun um hvuija einustu neyslutítlu sem þeir mega í framtíð- inni eyða kaupinu sínu í. Það er næst- um dauðasynd hjá Svíum að spand- era á sig leigubfl, jafnvel þótt hann sé tíu sinnum ódýrari en heima hjá þeim. Hóteleigandi einn sagði mér frá norskum hjónum í þokkalegum efn- um sem eyddu sumai-fríinu aðallega inni á herbergi við að reikna hvað það kostaði að fara út úr herberginu. Þeim fannst það svo dýrt, aðallega að fara saman út, svo þau fóru bara út til skiptis. Það bjargaði alveg fríinu og hjónabandinu það árið. En svo era það íslendingamir, sem era svo hræðilega fegnir að vera loks- ins lentir á strönd að þeir kasta af sér flíshamnum í sandinn, þykjast þola sólina betur en allir hinir, munar ekki um að brenna smá og eru svo æstir í allt kalt og svalandi að þeir spyija ekki einu sinni hvað örþunn sneið af vatnsmelónu kostar þegar óprúttnir sígaunar hafa af þeim dagslaun upp úr einni sneið. Auðvitað era þetta allt lygasögur og goðsagnir sem myndast um ferðamennina og þjóðimar. Kjaftasagan lifir hvergi eins góðu lífi og í sól og hita og tekur á sig ýmsar kynjamyndir. Á Krít hefur hún dafn- að svo vel að allur ferðamannaiðnað- urinn stendur og fellur með henni eins og Sigurður A. bendir á í Grikk- landsgaldri sínum, þar sem hann fjallar um kenningar Arthurs Evans sem hóf fomleifauppgröftinn í Knos- sos um aldamótin 1900. Frægasta „kjaftasagan" frá Knossos fjallar auðvitað um þau hjónin Mínos og Pasife en frúin varð fyrir því óláni að verða ástfangin af tarfi einum hvítum og ala af sér Mínotárasinn ægilega sem komið var í felur í Völundarhús- inu í Knossos. Aumingja konan, hún lenti í rimmu milli tveggja karlkyns, sjávarguðsins Póseidons sem vildi gefa Mínosi konungi tarfinn hvíta til fómar en Mínos vildi ekki þiggja. Þá varð hann að hefna sín rækilega og sætasta hefndin var auðvitað að nið- urlægja konunginn með því að láta konu hans eiga mök við tarfinn.Sagan um afkvæmið sem varð að fela og loka frá umheiminum er svo mergjuð að það verður að skrifa annað Krítar- kort um hana. Það er svo sem ekkert skrítið að það verði til skringiiegar sögur í 39 stiga hita, ég tala nú ekki um þar sem engin er loftkælingin. Þá fara hugmyndir og orð að flakka á milli heilahvela og mynda furðulega og ýkta flækju. Þegar síðan létt svefhleysi bætist við er við öllu að búast. Þau hjónin í Knossos sváfu nú samt við náttúrulega loftkælingu eftir því sem Evans heldur fram og hefðu því átt að vera þokkalega normal en frúin baðaði sig að vísu upp úr asna- mjólk. Það skýrir kannski ýmislegt. ............ l Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!" „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina." Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Nýjar vörur Verðdæmi:_________________ Jakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 1.500 Kvartbuxur kr. 2.500 Stuttbuxur og bermudabuxur frá kr. 1.900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Baðherbergisflísar, gólfflísar, útiflísar, eldhúsflísar o,fl... ijy Gott úrval! íjr Góð þjónusta! Gottverð! traust undirstaða fjölskyldunnar REYKJAVÍK I AKUREYRI Borgartún 33 I Laufásgata 9 GOLFEFN ABUÐIN iv*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.