Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Utivistarskógar hafa
sannað gildi sitt
OHÆTT er að segja að útivistarskógar
Reykvíkinga, sem borgin hafði frumkvæði
að á sínum tíma með Heiðmörk, hafl sann-
að gildi sitt. Heiðmörk er nú eitt af vinsælustu
útivistarsvæðum landsins en þangað koma ár-
lega um tvö hundruð þúsund manns,“ segir Sig-
urður G. Tómasson, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur, en félagið hefur
umsjón með starfseminni í Heiðmörk í umboði
Reykjavíkurborgar.
Sigurður tók við starfí framkvæmdastjóra 1.
ágúst á síðastliðnu ári. Hann segir starfið afar
áhugavekjandi en hann hafi lengi haft áhuga á
skógrækt, umhverfisvernd og útivist.
„Skógræktarfélagið er með mörg járn í eldin-
um og enn er töluvert starf óunnið í Heiðmörk,“
segir hann.
„Það þarf að efla og bæta þar útivistarmögu-
leika allt árið. í því sambandi kæmi til greina að
byggja þjónustuhús opið almenningi einhvers
staðar inni á mörkinni. Svo þarf að sinna skógin-
um og grisja því skógræktinni lýkur ekki með
gróðursetningunni eins og sumir halda. Þá er
ekki síður þörf á að auka fjölbreytni tegunda,
bæði trjáa og runna, svo skógurinn verði sá un-
aðsreitur sem hann hefur burði til þess að verða.
Skógrækt til borgarnytja
Forverar okkar í skógrækt hér á landi áttu í
upphafi við skilningsleysi og fordóma að etja en
nú ríkir bjartsýni og einlægur skógræktaráhugi
og margir spyijast fyrir um lönd tO ræktunar,"
heldur Sigurður áfram máli sínu.
„Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur það að
markmiði að auðvelda almenningi að stunda
skógrækt og útivist. í því skyni er mikilvægt að
Reykjavíkurborg leggi hentug lönd til skóg-
ræktar sem félagið myndi þá sjá um að skipu-
leggja og úthluta til landnema í svipuðum dúr og
gert hefur verið um áratugaskeið á svæðum fé-
lagsins, þar á meðal Heiðmörk.
Eigi borgin ekki hentugt svæði til skógræktar
leggjum við til að kaup verði fest á þeim.
Nýlega tók félagið við útmörk jarðanna Kolla-
fjarðar og MógUsár sem við köllum Esjuhlíðar.
Landið er um eitt þúsund hektarar. Þar er ætl-
unin að halda áfram uppbyggingu útivistar-
svæðis fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar hefur um
áratugaskeið verið unnið að skógrækt, bæði af
starfsmönnum Rannsóknarstöðvarinnar á Mó-
gOsá og fleirum. Á síðustu árum hefur hópur
sem kallar sig Esjuvini verið driffjöðurin í upp-
byggingunni. Þar koma líka til fjrirtæki eins og
SPRON og Landsvirkjun.
Þá teljum við hjá félaginu mikilvægt að gerð
verði skógræktaráætlun Reykjavíkur til nokk-
urra ára sem hafi það að markmiði að endur-
heimta að sem mestu leyti þau landgæði á höf-
uðborgarsvæðinu sem hafa tapast vegna
aldalangrar rányrkju. Viljum við sjá að haldið
verði áfram að byggja upp „Græna trefilinn“
svokallaða og svæði sem bæst hafa við og sem
leggjast kunna tO Reykjavíkur á næstu árum.
En uppgræðsla á vitaskuld ekki að takmarkast
við Reykjavík, þetta er sameiginlegt verkefni
allra sveitarfélaganna á svæðinu og kostnaður
ætti að skiptast eftir íbúafjölda.
En það hefur verið snar þáttur í starfi Skóg-
ræktarfélagsins og umsvifum að efla skógrækt
til borgarnytja. Með því hugtaki er átt við trjá-
rækt inni í borginni, til skjóls og fegurðar, bæði
á opnum svæðum innan byggðar og á lóðum ein-
staklinga.
Heimspeki skógræktarmanna
- sjálfsögð siðfræði
Skógræktarfélag Reykjavíkur plantaði sem
kunnugt er og hirti um áratuga skeið víðlend-
ustu trjáreiti í Reykjavík, svo sem Öskjuhlíð,
Elliðaárhólma og Breiðholtshvarf svo aðeins
séu nefnd stærstu svæðin. Þessi umsjón var
reyndar tekin af félaginu nánast fyrirvaralaust
og án formlegrar tilkynningar. Þess ber þó að
geta að félagið gekk í gegnum mikla erfiðleika á
þessu tímabili og ekki dugir að sýta það sem lið-
ið er. Skógræktarfélagið leggur allt kapp á að
koma samskiptum við Reykjavíkurborg um um-
sjón útmerkur í eðlilegt horf að nýju og við höf-
um náð góðum áföngum í því að undanförnu."
Sigurður segir að Skógræktarfélag Reykja-
víkur hafi lengi haft áhuga á fræðslustarfi um
skógrækt og náttúruna almennt og hafi þeir
kallað það skógaruppeldi. „Með því er átt við að
börn tileinki sér þá heimspeki skógræktar-
manná að landbætur með uppgræðslu, trjá- og
skógrækt sé sjálfsagður hluti siðfræðinnar í um-
gengni okkar við landið," segir hann. „Á nýjum
tímum hefur það runnið upp fyrir Vesturlanda-
búum að virðing fyrir landinu og náttúrunni er
fullt eins mikilvæg og þær reglur sem við höfum
innrætt börnum okkar um gagnkvæma virðingu
í mannlegum samskiptum.
Fræðslu- og skógræktarferðir skólanna í
Reykjavík á Heiðmörk hafa lengi tíðkast og hafa
Sigurður G. Tómasson, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur á
Heiðmörk annast leiðsögn og séð um að útvega
plöntur og verkfæri. Nú hefur félagið hafið end-
urbyggingu gamla steinhússins á Elliðavatni,
sem félagið áformar að gera að Fræðslustofu.
Nýlega veitti Orkuveita Reykjavíkur Heiðmörk
tíu milljón króna framlag til að halda áfram
framkvæmdum við Fræðslustofuna. Mun stofan
nýtast sem miðstöð fræðslu í náttúrufræðum og
umhverfisvernd. í tengslum við Fræðslustofu
ætti að skipuleggja námskeið í skógrækt, sögu
og náttúrufræði fyrir grunnskólabörn Reykja-
víkur. Æskilegt væri að fræðslan í náttúrufræði
færi fram í tengslum við önnur félög svo sem
Fuglavemdarfélagið, Hið íslenska náttúru-
fræðifélag o.fl. I sögufræðslunni, sem fram gæti
farið í samstarfi við Minjasafn Reykjavíkur,
væri lögð áhersla á upphaf Reykjavíkur,
Reykjavík sem vöggu íslensks þingræðis, sögu
Einars Benediktssonar og fleiri þætti íslenskrar
menningar- og stjómmálasögu sem tengist
staðnum."
Reykjavíkurborg nánast hætt
skipulegri skógrækt
Það kemur fram í máli Sigurðar að Skógrækt-
arfélagið hafi rekið um árabil ræktunarstöð fyr-
ir skógarplöntur í Fossvogi. Nú hafi mál skipast
þannig að þessi starfsemi hafi verið lögð niður.
„Er það miður því þar hafði byggst upp verk-
þekking og aðstaða sem er eflaust ein sú besta á
landinu," segir Sigurður. „Tvennt hefur valdið
þessu. Annað er að Reykjavíkurborg hefur nán-
ast hætt skipulegri skógrækt, en borgin keypti
árlega hundrað þúsunda skógarplantna fyrir ör-
fáum áram. Langmest af þessum plöntum var
keypt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þannig
keypti Reykjavíkurborg skógarplöntur í Foss-
vogsstöðinni fyrir þijátíu og níu milljónir árið
1995 en aðeins rúma eina milljón árið 1997 og
viðskipti borgarinnar höfðu ekki flust annað.
Borgin var einfaldlega hætt að kaupa skógar-
plöntur.
Þá hefur stórgallað útboðsfyrirkomulag hjá
ríkinu undanfarin ár átt þama hluta að máli.
Lítt hefur verið hirt um gæði plantnanna sem
keyptar hafa verið og þær fáu skógræktarstöðv-
ar í landinu sem framleitt geta nothæfar skóg-
arplöntur hafa nánast verið sniðgengnar en
samið um kaup við framleiðendur sem alls ekki
hafa getað staðið við kröfur um lágmarksgæði.
Vilja meira samstarf við
nágrannasveitarfélögin
Sú spurning hefur vaknað hvort rangsnúin
byggðarsjónarmið hafi valdið einhverju hér um.
Eg álít að taka þurfi útboð og kaup á plöntum til
gagngerrar skoðunar. Kanna þarf hvemig út-
boð síðustu ára hafa reynst og hvað mætti betur
fara. Þá þarf að setja í útboðsskilmála ákvæði
um mat á því hvort bjóðandi hafi burði til að
framleiða þær plöntur sem um er beðið og setja
tryggingar ef þannig ákvæði era ekki fyrir
hendi, fylgja ákvæðunum eftir og hafa síðan
reglubundið eftirlit á framleiðslutímanum.
Þó að skógarplöntuframleiðslan í Fossvogin-
um leggist niður er vonast til þess að það takist
að halda þar áfram vefjaræktun plantna.
Sigurður sagði að Skógræktarfélag Reykja-
víkur væri að vinna að því að gera þjónustu-
samning við Reykjavíkurborg til nokkurra ára i
senn, þar sem verkefni félagsins fyrir borgina
verði skilgreind. „Við höfum einnig áhuga á að
taka upp meira samstarf við nágrannabyggðar-
lögin þá sérstaklega hvað varðar Heiðmörk.
Þótt Reykjavíkurborg sjái um reksturinn þá er
Heiðmörk í raun útivistarsvæði allra á höfuð-
borgarsvæðinu. Teljum við því að fleiri sveitar-
félög gætu komið að rekstrinum. Við höfum
fengið styrk til einstakra framkvæmda frá
Garðabæ en ekki til rekstrar Heiðmerkur. Það
er von okkar að í framtíðinni verði Heiðmörk
enn betri til útivistar en nú er og sannkallaður
sælureitur þeirra þúsunda sem þangað koma.
drepandi sveppir en sumar tegundir
era óætar. Við höfum því boðið upp á
leiðsögn hvað varðar greiningu á
sveppategundum.
Heiðmörk er ágætt berjaland en
berjaspretta getur verið dyntótt.
Draumurinn er að koma hér upp fjöl-
breyttum berjarannum, þannig að
fólk geti fundið hér sólber, stikkilsber
og rifsber."
Og á vetuma kemur það fyrir að
við tökum á móti bömum á leikskól-
um borgarinnar til þess að velja sér
jólatré fyrir leikskólann sinn.
Boðið upp á ódýra og
skemmtilega stangaveiði
Á vorin ber mikið á hestamönnum,
sérstaklega við Elliðavatn og ná-
grenni en lagðar hafa verið reiðgötur
austan Elliðavatns og suður með
Hjöllum sem er eina sérlagða reið-
leiðin um svæðið. I öðram tilfellum
hafa menn notast við akvegina sem er
ekki gott,“ segir Vignir. „Við teljum
æskilegt að gera meira fyrir hesta-
menn í Hólmsheiðinni þar sem hún er
utan vatnsvemdarsvæða. Þar ætti að
byggja upp viðeigandi aðstöðu með
reiðgötum, áningagerðum og skýlum
en það er þegar orðið ljóst að það þarf
að aðgreina umferð hesta, ökutækja
oggangandi fólks.
I Elliðavatni er hægt að stunda
ódýra og skemmtilega stangaveiði í
fögra umhverfi. Veiðifélag Elliða-
vatns var stofnað árið 1964 og hóf
þegar að sleppa seiðum og rækta fisk.
Því var fljótlega hætt enda sýndu
rannsóknir að fiskistofnar Elliða-
vatns era í mjög góðu ástandi og ekki
þörf á seiðasleppingum nema þá laxa-
seiðum vegna minnkandi laxagengd-
ar í Elliðaámar. I Elliðavatni veiðist
urriði, bleikja og er algengasta stærð
þeirra um 1-2 pund og stöku lax
seinni hluta sumars.
Til veiða koma 4-5 þúsund manns
yfir veiðitímabilið sem er frá 1.
maí-15. september.
I maí síðastliðnum var mokveiði og
vora dæmi um það að menn fengju 50
fiska yfir daginn en vorveiðin er yfir-
leitt meiri. Samkvæmt rannsóknum
veiðimálastjórnar er vatnið í mjög
góðu jafnvægi og algengasta veiði-
stærð fiskanna er 1-2 pund.“
Það má geta þess að veiðileyfi fást
á Elliðavatni og Vatnsenda. Lífeyris-
þegar, 67 ára og eldri, öryrkjar og
unglingar á aldrinum 12-16 ára úi’
Reykjavík og Kópavogi geta fengið
útgefin veiðileyfi án greiðslu og er
það samkvæmt samningi sem þessi
bæjarfélög hafa gert við veiðifélagið.
Annars kostar dagsleyfi 800 krónur.
Hægt er að kaupa leyfi sem gildir allt
tímabilið og kostar það 9.000 krónur
upplýsir Vignir.
Þarf að fjölga áningarstöðum
Við höldum áfram för okkar og ök-
um fram hjá Torgeirsstöðum, reisu-
legu bjálkahúsi sem era í eigu Nord-
mannslaget í Reykjavík en húsið er
eitt af kennileitum Heiðmerkur. Að
sögn Vignis var gert ráð fyrir því í
upphafi að menn gætu reist lítil skýli
á landnemaspildunum en síðan var
horfið frá því. Norðmenn sem vora
með þeim fyrstu til að sækja um
spildu til skógræktar fengu fljótlega
tilsniðið efni i norskt bjálkahús og var
húsiðreistárið 1951. Húsið hefurver-
ið notað af fjölskyldum Norðmanna á
íslandi til styttri dvalar enda ekki að-
gangur að vatni eða rafmagni. Stjóm
Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur
ósjaldan fengið það lánað til funda
eða annars samkomuhalds.
Sett hafa verið upp grill, útbúin
leiksvæði og áningarstaðir með til-
heyrandi aðstöðu hér og þar í Heið-
mörk. „Þessir áningarstaðir era mik-
ið notaðir af hópum og fyrirtækjum.
Vignir bendir á að fólk geti komið upp
í Heiðmörk, veitt sér silung eða lax úr
Elliðavatni, kryddað hann með birki,
blóðbergi eða hvönn, grillað fiskinn
og sveppi og haft bláber í eftirrétt.
„Það þarf að fjölga áningarstöðum
á svæðinu. Þau svæði sem era fyrir
era farin að láta á sjá vegna ágangs.
Vignir sýnir blaðamanni nýjan áning-
arstað eða fjölskyldurjóður eins og
hann kallar hann og er við Heiðar-
veginn. Þetta er mjög skemmtilegt
svæði með sérhönnuðum leiktækjum
fyrir böm og þar eru bekkir, borð og
útigrill.
Uppgræðsla með lúpínu
hefur gefist vel
Við ökum sem leið liggur upp á
Strípsveg í gegnum Strípshraun. Það
sem einkennir Heiðmörk jarðfræði-
lega eru einkum þrjú atriði. Fyrst
skal nefna hin miklu misgengi og
sprangur sem skera landið, sérstak-
lega vestan til. Svo era það hraunin
að sunnan og austan og síðast era það
jökulmelarnir sem era sérstaklega
áberandi við Hjallabrautina sunnan-
verða en hafa verið græddir upp.
Þegar Heiðmörk var gerð að úti-
vistarsvæði hafði uppfok blásið jarð-
vegslaginu ofan af melnum svo eftir
stóð grár og grýttur jökulmelur. Á
áranum 1964-1965 var dreift þar til-
búnum áburði úr flugvél Sandgræðsl-
unnar og bar áburðargjöfin undra-
verðan árangur.
Vignir segir að alaskalúpínan hafi
einnig reynst mjög vel á þessum