Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir hefur menning- arlíf verið með líflegasta móti í land- inu, m.a. í tilefni af menningarborg- arhlutverki Reykjavíkur árið 2000 og nýafstaðinni iistahátíð. Tónlistin er stór þáttur í öllu þessu. Svo mikið hefur verið um að vera að stundum spyr maður sig þegar blöðunum er flett: Hver sækir alla þessa tónleika? Ekki verður þó séð að áheyr- endur skorti; þeir þyrpast í tónleikasali og hlusta þar á einsöng, kórsöng, píanótónleika, sinfóníutónleika, popptónleika og fleira og fleira. Það er sannarlega af sú tíð er íslending- ar undu við langspil og fimmundarsöng í torf- kirkjum - nú eigum við fjölda hæfileikaríkra og hámenntaðra manna á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar. Allt þetta hefur gerst á undra- skömmum tíma; elsti tónlistarskólinn í landinu, Tónlistarskólinn í Reykjavík, er ekki nema 70 ára gamall, var stofnaður árið 1930. Varla var sá ágæti og merki skóli tekinn til starfa þegar dagsins ljós leit lítill drengur sem átti eftir að verða áhugasamur nemandi hans og síðar kennari. Með veganestið úr Tónlistarskóla Reykjavíkur hélt söguhetja okkar í þessu við- tali, Fjölnir Stefánsson, út á akurinn og byggði upp merkilegt tónlistarstarf í næsta bæjarfé- lagi, Kópavogi. Þar var hann um áratugaskeið skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs en lætur nú af störfum í haust fyrir aldurs sakir. „Ég fæddist 9. október 1930 á Sjafnargötu 12 í Reykjavfk," segir Fjölnir. „Það var svo 1932 að foreldrar mínir fluttu að Laufásvegi 25 þar sem ég átti mín æskuár. Þetta var sama ár og Tónlistarfélagið í Reykjavík tók við rekstri Tónlistarskóla Reykjavíkur en faðir minn, Stefán Ki'istinsson, var einmitt einn af postul- unum tólf sem stofnuðu Tónlistarfélagið á sín- um tíma. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Toll- stjóraembættinu en var alla tíma afar áhugasamur um tónlist - ekki síður en móðir mín Hanna Guðjónsdóttir sem var píanókenn- ari og mikil músíkkona. Hún tók virkan þátt í kórstarfi hér, var m.a. heiðursfélagi í Fílharm- óníukórnum og spilaði undir hjá söngvurum. Ég man að þegar ég var strákur leysti hún Aage Lorange af á jólaballi og lék fyrir dansi en hún gerði dálítið af slíku fyrr á árum. Hún tók einnig þátt í uppfærslu á söngleikjum í Iðnó. Hún var, ef svo má segja, á kafi í tónlist - hún var hennar líf og yndi. Ég er elstur fimm systkina en var einbirni foreldra minna í níu ár. Þá fæddist mér systir. Ég hef stundum sagt við systkini mín að þetta hafi verið góð níu ár - þá hafi ég fengið að vera í friði. Systurnar urðu þrjár en við strákarnir tveir." Listir voru í hávegum hafðar á æskuheimilinu „Pabbi spilaði ekki sjálfur á hljóðfæri en þess meira yndi hafði hann af að hlusta á tónlist. Hann átti mikið plötusafn og ábyggilega besta grammófón í heimi, hann gekkst upp í því að eiga fullkomnustu hljómflutningstæki sem voru á markaðnum hverju sinni. Hann hlustaði á sígilda tónlist, barokktónlist, Vínarklassíkina og fleira. Hann las tímaritið Grammofon þar sem fjallað var um plötuupptökur og hljóm- ílutningstæki, hann vildi alltaf vera með það nýjasta og besta. Ég er sem sagt alinn upp í miklu tónlistarumhverfi. Raunar höfðu foreldr- Tónlistarlíf hefur tekiö hamskiptum á íslandi und- anfarna áratugi. Einn þeirra manna sem eiga stóran þátt í þeirri þróun er Fjölnir Stefánsson tón- skáld og skólastjóri Tón- listarskólans í Kópavogi. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá ýmsu af starfi sínu og námi en um þessar mundir lætur hann af störfum sem skólastjóri eftir 32 ára feril sem slíkur. Fjölnir átti um árabil sæti í stjórn STEF, hann stofnaði með fleirum Musica Nova og var heið- urslistamaöur Kópavogs áriö 1994. ar mínir mikinn listáhuga að öðru leyti líka. Þau lásu mikið og höfðu áhuga á myndlist og höggmyndalist og voru fundvís á hvar eitthvað var að hafa. Löngu áður en listamennirnir urðu þekktir keyptu þau verk þeirra og urðu vinir þeirra, svo sem Þorvaldar Skúlasonar, Gunn- laugs Scheving og Asgríms Jónssonar. Ekki spillti fyrir að við leigðum íbúð af prófessor Einari Amórssyni sem átti húsið á Laufásvegi 25. Hann var giftur Sigríði Þorláksdóttur. Dóttir þeirra Inga og maður hennar Halldór Laxness bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur og við vorum með sameiginlegan inngang. Sonur þeirra er Einar Laxness, við urðum miklir vinir og vorum mikið saman og milli okkar hefur ríkt gróinn vinskapur síðan. Faðir minn stofnaði ásamt ellefu öðrum tón- listaráhugamönnum Tónlistarfélagið í Reykja- vík. Ragnar í Smára var einn þessara manna. Hann kom oft heim, hann var kannski allt í einu kominn inn í stofu, drakk kaffisopa eða vínskál, lagði stórfengleg plön um það sem ætti að gera og hægt væri að gera og svo var hann allt í einu horfinn og stofan varð tómleg fyrst á eftir. Nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur Tónlistin var höfð í slíkum hávegum á heimil- inu að ég held að varla hafi liðið sá dagur í æsku minni að ég hlustaði ekki á Bach, þetta situr svo í mér að enn líða aldrei margir dagar milli þess sem ég hlusta á Bach. Með tilliti til þessa er ekki undarlegt að ég væri fljótlega viss um hvaða stefnu væri eðlilegast fyrir mig að taka í lífinu.“ „Ég hóf tónlistamám þegar ég var 13 ára við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var þá í Hljómskálanum. Ég lagði stund á sellóleik, lík- lega vegna þess að við þekktum vel Hans Edel- stein sem kenndi á selló við skólann. Ég fékk fljótlega svo mikinn áhuga á sellóinu að mér fannst ekkert annað koma til greina. Svo kom Jón Þórarinsson heim frá námi í Ameríku og ég fór að læra hjá honum tónfræði. Þá var skólinn fluttur í Þjóðleikhúsið og síðan flutti hann í Þrúðvang. Smám saman gaf ég mig meira og meira í tónfræðina. Ég hélt þó áfram tryggð við sellóið og sótti tíma hjá Einari Vig- fússyni vini mínum en við höfðum báðir lært hjá Édelstein. Ég spilaði líka í nemendahljóm- sveitinni hjá Bimi Ólafssyni um tíma. Björn var einstakur maður. Mér finnst, þegar ég hugsa til baka, að þeir menn sem þá kenndu við Tónlistarskólann í Reykjavík hafi verið miklir snillingar, hver á sínu sviði. Þeir sinntu starfi sínu af hugsjón og veltu ekki fyrir sér kaupi eða kjörum í því sambandi. Það er ekki fyrr en á síðari tímum að tónlistarkennarar hafa orðið sér meira meðvitandi um þá hluti og er ekkert nema gott um það segja. Ég held hinsvegar að tónlistarlífið í dag stæði ekki í þeim sporum núna sem það er í ef þessir menn hefðu ekki lagt sig svona fram og unnið eins og þeir gerðu. I skólanum myndaðist andrúmsloft sem erf- itt er að lýsa, þama vom samankomnir til starfa allir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar. Þeir sem vom með mér í tónlistarskólanum áttu ótrúlega margir eftir að vekja athygli og hasla sér völl i tónlistarheiminum hér á landi - og það var eins gott því þróunin varð svo ör að maður sá það alls ekki fyrir, svo mjög fjölgaði tónlistarskólunum. Ég var í Miðbæjarskólanum og eftir að námi þar lauk hóf ég nám í Verslunarskóla íslands. En þar kom að mér fannst ég verða að velja, ég gat ekki sinnt bæði náminu þar og tónlistinni - ég hafði ekki heilsu í það. Ég var ekki sterk- byggður frá náttúmnnar hendi og eftir fertugt fékk ég loksins greiningu á því sem háði mér, ég er með sjúkdóm í úttaugakerfi. Sjálfum fannst mér ég aftur á móti lifa eðlilegu lífi, ég gerði það sem mig langaði til og fékk stuðning til þess að heiman. Ég fékk að helga mig tón- listinni þótt það hafi kannski ekki þótt mikil framtíð í slíku á þeim tíma. Ég hætti sellóleikn- um og fór fyrir alvöm í tónsmíðanám hjá Jóni Þórarinssyni. Ég skrifaði árið 1951 tríó fyrir blásturshljóðfæri sem var flutt á nemendatón- leikum í Trípolíbíói, það var ógleymanleg stund. Ýmisleg fleiri tónverk skrifaði ég. Ég út- skrifaðist 1954 og prófverkefnið var fiðlusónata fyrir fiðlu og píanó. Gísli Magnússon og Ingvar Jónasson fluttu það verk og Jómnn Viðar var prófdómari. Lærði og menntaðist í London Ég er sannfærður um það að Jón Þórarins- son á stórmerkilegan þátt í því hvernig þróunin varð í tónlist hér á þessum tíma. Hann kom með Hindemith-áhrifin, það vom nýjar hljóma- uppbyggingar, nýjar hljómatengingar, nýjar melódíur þar af leiðandi, ný hugsun, dúr- og moll-kerfið var brotið upp. Þetta kom eins og ferskur andblær með Jóni og ég held að við sem vomm hjá honum höfum fengið þama fyrstu innsýn í samtímatónlist þá.“ „Fyrir hvatningu frá Jóni Þórarinssyni með- al annars fór ég svo út til London til þess að læra þar. Ég fór með eitthvað af verkum eftir mig í töskunni minni út og þegar þangað kom kynntist ég Þorsteini Hannessyni ópem- söngvara. Hann var tilbúinn að veita mér alla þá aðstoð sem hann gat og ég var ákveðinn í að taka inntökupróf í Royal College of Music, þar sem Þorsteinn og fleiri í slendingar höfðu verið. Ég lagði fram blástui'stríóið, nokkrir menn mynduðu hálfhring til að fjalla um það og fóru að taka út einstaka takta úr verkinu og spyrja hvað þetta væri og hitt. Ég var sannfærður um að þeir þekktu ekki fyrrnefndan stíl Hindemith °g ég gaf ekki mikið fyi'ir menn sem ekki kunnu skil á honum. Ég vildi líka komast til ákveðins kennara; Gordon Jacob, en hann var einmitt þá að hætta að kenna. Að öllu saman- lögðu missti ég allan áhuga á að fara til náms við þennan skóla - svona var hofmóðurinn í manni á þeim dögum. Ég hafði heyrt talað um Matthyas Seiber sem var af ungversku bergi brotinn og búinn að starfa lengi í London. Hann var þekkt tónskáld og eftirsóttur kennari. Hann tók fáa nemendur og kenndi helst þeim sem voru búnir með nám en voru að slípa sig til. Hann bjó í litlum bæ á Norður-Englandi sem heitir Caterham. Ég sagði Þorsteini þette, hann hringdi í Seiber og við fórum til hans. Ég var svo kvíðinn á leiðinni að Þorsteinn sagði mér hvem brandarann á fætur öðmm. Þorsteinn var orðinn kunnur óp- erusöngvari og hann þekkti Seiber. Þegar við komum til hans leit hann á nóturnar og sá að þetta var skrifað af manni sem ekki hafði mikla yfirferð. En hann sagðist eigi að síður ætla að kenna mér sem var mikið lán fyrir mig og þar naut ég vafalaust Þorsteins. Þetta var maka- laus stund og þegar við vomm á leiðinni heim var ég svo glaður að það kjaftaði á mér hver tuska en þá þagði Þorsteinn - hann var búinn með þrekið. Ég hitti Þorstein og konu hans, Kristínu Pálsdóttur, oft meðan ég var í London og þau reyndust mér mjög vel. Ég fór svo til Seiber hálfsmánaðarlega og hann setti mér fyrir verkefni. Hann var ljúfur maður og góður en jafnframt mjög nákvæmur. Hann gerði mér grein fyrir því að ég yrði að gera meira en að sitja og leysa verkefni, ég yrði að kynnast heimsmenningunni. Hann sagði mér að sækja bæði leikhús og ballettsýningar, fara á tónleika og sjá góðar bíómyndir - og ég tók þessum ábendingum. Þetta var mér mikil menntun. Hann yfirheyrði mig svo um hvað ég hefði séð meðan við drukkum saman te í náms- hléum. I London var ég samtímis tveimur góðum vinum mínum, Kristni Gestssyni píanóleikara og Steinunni Briem píanista sem bæði voru þar við nám. Við höfðum eitt og annað saman að sælda í London. Ég á góðar minningar frá þessum fjórum árum sem ég dvaldi í London við nám. Ég bjó í West Kensington um tíma og húsnæðið var ekki glæsilegt í samanburði við það sem fólk átti að venjast hér heima. Skrif- borðsstóllinn minn var t.d. með aðra löppina niður úr gólfinu, ég skaut þá einhverju yfir rif- una og þá var því bjargað. Ég skipti reyndar oft um húsnæði vegna húskuldans. Þegar ég kvartaði við Seiber sagði hann alltaf: Þú skalt flytja strax. Stundum var svo kalt að maður varð að fara út að ganga til að halda á sér hita. Fólkinu í húsinu þótti oft einkennilegt þegar Islendingurinn skalf. Ég skipti oft um húsnæði þar til ég keypti mér olíuofn til að halda á mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.