Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vignir Slgurðsson er umsjónarmaöur Helðmerkur. Hér sltur hann í lundin- um Undanfara sem var gróðursettur árið 1949. Torgeirsstaðlr er eitt af kennileitum Heiðmerkur. Myndirnar afhúsinu eru teknar frá svipuðu sjónarhorni ogsést hve s myndin var tekin árið 1975. Er breytingin dæmigerð fyrir þróun skógræktar á svæðinu öllu. FERÐ okkar um Heið- mörk hófst á hlaðinu á Elliðavatni þar sem Vignir Sigurðsson, um- sjónarmaður Heið- merkur, býr. Hann byrjar á að sýna blaða- manni gamla steinhúsið á Elliðavatni þar sem Benedikt Sveinsson, alþingismaður og yíir- dómari í Landsyfirrétti, lét hlaða úr tilhöggnu grjóti á árunum 1860-1862. í þessu húsi er Einar Benediktsson skáld fæddur og átti hann heima þar til tíu ára aldurs. í húsinu er ætlunin að koma upp fræðslustofu fyrir gesti og gangandi en þar eiga þeir að hafa aðgang að upplýsingum, kortum og öðrum gögnum um svæðið. Með því að gera þetta hús að fræðslustofu er bæði verið að vemda húsið sem hefur sérstakt bygginga- sögulegt gildi og hafa af því not. Við setjumst síðan upp í bflinn hjá Vigni og ökum sem leið liggur upp Heiðarveg en akvegir um Heiðmörk eru um 35 kílómetrar innan svæðis- ins. Flestir eru vegimir malarvegir en gert er ráð fyrir að malbika vegar- kaflann frá Suðurlandsvegi að brúnni við Elliðavatn og endumýja þá brú. Þá á að malbika Hlíðarveginn frá Víf- ilsstaðavegi. Vignir segir að ástæðan fyrir því að notað verður malbik í stað klæðning- ar er að vegimir era í nágrenni vatnsbóla. Neysluvatn til Vatnsveitu Reykjavfltur og Garðabæjar kemur eins og kunnugt er af Heiðmerkur- svæðinu. Umgengnisreglur í Heið- mörk era því settar með hliðsjón af vatnsvemdarsjónarmiðum og allar framkvæmdir þar og umferð taka miðafþeim. Þeir sem leggja leið sína í Heið- mörk era fljótir að átta sig á hve þetta svæði hefur upp á mikla fjöl- breytni að bjóða hvað varðar landslag og gróður, sérstaklega eftir að allur sá trjágróður hefur náð sér á strik sem gróðursettur hefur verið. Víða má sjá skjólgóðar lautir og vöxtulega lundi sem gestir og gangandi geta notið. Vilja auka flölbreytni trjátegunda innan svæðisins Við stöðvum bflinn á svokölluðu Borgarstjóraplani, á flöt sem er þar austur af planinu fór fram formleg vígsluhátið Heiðmerkur 25. júní fyrir 50 áram með því að Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri gróðursetti sitka- greniplöntu á svokallaðri Vígsluflöt að viðstöddu miklu fjölmenni. Er hún nú hið vöxtulegasta tré. Þar er líka að finna lund sem kall- ast Undanfari en árið 1949 fóra nokkrir starfsmenn Skógræktarinn- ar upp í Heiðmörk. Þá voru engir vegir komnir og reiddu þeir á hestum plöntur og verkfæri. Voru þá gróð- ursettar fimm þúsund trjáplöntur. Vignir segir að fyrstu árin sem Skógræktin starfaði í Heiðmörk hafi ekki verið ljóst hvaða tegundir ættu best við. „í fyrstu var leitað ráðgjaf- ar, einkum til Noregs. Mest var þá gróðursett af skógarfura, sitkagreni, birki og rauðgreni. Fljótlega kom í ljós að tegundir eins og skógarfura og rauðgreni þrifust illa og var leitinni eftir réttum tegundum haldið áfram og má segja að henni sé ekki lokið enn. Þær tegundir sem hafa vaxið best í Heiðmörk era frá Alaska eins og sitkagreni og stafafura og víða era komnir vöxtulegir lundir og sum trén að nálgast 15 m hæð,“ segir Vignir. „Birki og ýmsar víðitegundir hafa meira verið notaðar til uppgræðslu á rýrara landi og gefist vel. En alls hafa verið gróðursettar fimm milljónir plantna í Heiðmörkinni frá upphafi. í kjölfar friðunarinnar hefur annar gróður einnig tekið miklum fram- fbram eins og birki, víðir og allur blómgróður. Annars er stefnan í gróðursetn- ingamálum Heiðmerkur sú að auka fjölbreytnina í trjátegundum og nota skjólið sem þegar hefur myndast til að planta viðkvæmari tegundum af tijám og rannum." Stór hluti skógarins hefur verið gróðursettur af unglingum Þegar Heiðmörk var gerð að úti- vistarsvæði var ákveðið að úthluta skyldi svokölluðum landnemaspild- um til félagasamtaka og áhugahópa um skógrækt og landgræðslu. Þessi landnemafélög leggja til vinnuna en Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem hefur umsjón með framkvæmdum á svæðinu í umboði Reykjavíkurborg- ar, leggur til plöntur, verkfæri, áburð, leiðsögn og ráðgjöf. Vignir segir að strax á fyrstu ár- unum hafi verið mikill áhugi á skóg- rækt og fimmtíu reitum úthlutað. „Hver reitur er um einn hektari. Eitt- hvað dró úr áhuganum á áranum 1965-1980 en eftir það hefur félögum fjölgað geysilega og era landnema- spildumar nú orðnar 132. Þeir sem geta sótt um að fá reiti úthlutaða verða að hafa heimilisfang í Reykja- vík eða vera landssamtök. I tengslum við þetta sjálfboðastarf koma árlega 1000-1200 manns í Heiðmörk. Annars hefur starfsemin í Heið- mörk breyst veralega á síðastliðnum áram. Hér áður fyrr var nánast ein- göngu unnið við skógrækt og land- græðslu en nú fer mesti tíminn í alls konar þjónustu og umhirðu á svæð- inu.“ Það kemur fram í frásögn Vignis að stór hluti skógarins hefur verið gróðursettur af unglingum. Það var strax árið 1956 sem Vinnu- skóli Reykjavíkur kom til starfa í Heiðmörk. Fyrstu árin vora það 50- 100 unglingsstúlkur sem unnu að gróðursetningunni. Síðustu 10 árin hafa verið blandaðir hópar og fjöld- inn hefur verið breytilegur eftir at- vinnuástandi í borginni mest tæplega 500unglingar. „Vinna ungmenna í Heiðmörk er gott dæmi um það hverju er hægt að áorka með unglingum því hér hafa þau unnið þrekvirki,“ segir Vignir. „Unglingamir hafa einnig lagt göngustíga um Heiðmörk sem era yf- ir 30 km að lengd og þeir vinna við áburðargjöf, hreinsun eftir grisjun og önnur störf sem falla til.“ Fræðslustígur og göngubrautir fyrir skíðagöngufólk Þegar ekið er eftir Heiðarveginum má sjá göngustígana hlyklqast þaðan og inn í skóginn. Vignir segir að þeg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.