Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Einu gestirnir sem
við losnum ekki við
✓
Fuglafána Islands hefur
löngum þótt fábreytt og
einangrun landsins
kennt um. Þó kennir
ýmissa grasa og margt
merkilegt er þar að
fínna. Á Hofí í Öræfum
er t.d. lítill staðbundinn
stofn gráspörva; fugla
sem enginn veit hvaðan
komu og verpa hvergi á
íslandi utan tún-
garðsins í Hofi. Guð-
mundur Guðjónsson
ræddi við Ara Magnús-
son ferðaþjónustubónda
á Hofi í Öræfum.
ÞAÐ ER margt undarlegt
við gráspörvana í Hofi.
Sem fyrr segir veit eng-
inn nákvæmlega hvaðan
þeir komu og raunar veit enginn
heldur hvað þeir munu verpa
þarna lengi. Aður hafa örsmáir
staðbundnir stofnar skotið upp
kollinum í gegn um árin, m.a. í
Reykjavík og á Borgarfirði eystra,
en á báðum stöðum liðu þeir undir
lok af völdum manna og katta.
Spörvastofninn á Hofi virðist þó
stærri og öflugri þótt smár sé og
hugsanlegt að hann eigi lengri líf-
daga auðið.
Gestir sem ekki
verður losnað við
Ari Magnússon, bóndi á Hofi,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að fyrstu gráspörvarnir, par, hafi
komið að Hofi haustið 1984 og vor-
ið eftir höfðu þeir þraukað vetur-
inn og orpið. „Þetta sama sumar
byrjuðum við hérna í Hofi með
ferðaþjónustuna og segja má að
þetta séu einu gestirnir sem við
höfum ekki losnað við,“ sagði Ari.
Ari sagði að heimilisfólkinu í
Hofi þætti ákaflega vænt um grá-
spörvanna og litu á þá sem heimil-
isdýr. Þannig hafa þeir haft að-
gang að gömlum torfbæ til skjóls á
vetrum og Ari hefur hengt feitt
hangikjöt, „sem enginn lítur við“
upp í tré og sprövarnir hafa gert
Fleygur ungi í lófa Ara bónda.
Ljósmynd/Bjöm Araarson
kræsingunum góð skil. Ari segir
þetta skjólsækna fugla sem ekki
þoli mikla vosbúð og því sé nauð-
synlegt að styðja við þá mánuðina
löngu milli hausts og vors.
Gráspörvunum fjölgaði nokkuð
ört framan af, hvert par verpir
þrisvar á sumri þannig að viðkom-
an er mikil. Eitt sumarið voru ell-
efu verpandi pör, en seinni árin er
um 5-7 pör að ræða. Þetta er mikill
hópur síðsumars, líklega vel á ann-
að hundrað fuglar, en þeir tína töl-
unni þannig að á vorin eru varla
eftir nema varppörin.
Eru þeir ekki bara að dreifa sér
um sveitina?
„Nei, ekki er það nú,“ segir Ari,
„þeir sjást nokkuð í útihúsunum á
Litla-Hofi, sem er hér í kjarnan-
um, en annars er eins og þeir fari
ekki frá húsunum. Þeir sjást ekki á
næstu bæjum, dreifa sér ekkert og
eru hér staðfuglar eins og í heim-
kynnum þeirra í Evrópu og á
Norðurlöndum.
í „prívatherbergjum“
Fyrsta parið verpti í þakbrún-
inni heima á bænum hjá Ara og
fjölskyldu hans. Arum saman urpu
fuglarnir einungis þar, í tómum
loftraufum, þar sem hvert par
hafði „prívatherbergi á milli
sperra,“ eins og Ari lýsir því.
Seinni árin ber aðeins á því að
spörvarnir verpi í útihúsum, en
Ljósmynd/Bjöm Araarson
Karlfugl tekur lagið á dráttavélardekkinu.
Ljósmynd/Bjöm Amarson
Kvenfugl gefur Ijósmyndaranum auga.
þakbrúnin á aðalbænum hefur þó
alltaf sitt aðdráttarafl. Ari segist
telja 14 til 15 fugla hafa lifað af
veturinn, það séu nokkur hreiður í
vor, fyrstu ungarnir eru að flögra
um bæjarhlaðið og engir kettir eru
til að gera usla. Smyrlar vitja
veiðilenda í Hofi þegar líður á
sumarið og fram eftir hausti og
taka eflaust sinn skammt, en ann-
ars eru það náttúruöflin sem
höggva skörð í hópinn. En viðkom-
an virðist duga til að halda stofnin-
um nokkuð stöðugum.
Skrýtinn fugl
Gráspör sást fyrst á Islandi árið
1959 og var þar á ferðinni par með
unga. A næstu árum verptu grá-
spörvar bæði í Reykjavík og Vest-
mannaeyjum, en þau vörp liðu
undir lok. Herma fregnir að höfuð-
borgarbúar hefðu óttast að grá-
spörvar yrðu að plágu, en einhverj-
ar fréttir um slíkt höfðu borist
utan úr hinum stóra heimi og voru
gráspörvar einmitt að bæta við út-
breiðslusvæði sitt á þeim árum.
Var því vísvitandi spillt fyrir varpi
og gráspörvinn varð starri síns
tíma. A árunum 1971-80 verptu allt
að fimm pör á Borgarfirði eystra
árlega, en útigangsköttur sá á end:
anum fyrir þeim tilraunum. I
kjölfarið kom varpið í Hofí sem
nýtur nokkurrar verndar og því
kannski meiri ástæða til bjartsýni
með framtíð þess.
Ekki hafa íslenskir gráspörvar
verið rannsakaðir sérstaklega, en
áhugamenn hafa fylgst grannt með
gangi mála. í þeim hreiðrum sem
skoðuð hafa verið kemur strax eitt
séríslenskt einkenni í ljós, eggin
eru oftast 6 til 8, en erlendis eru
þau oftast 4 til 5.
Þótt íslenskur almenningur
þekki lítt eða ekkert til þessara
sérkennilegu og sjaldgæfu varp-
fugla íslensku fuglafánunnar hafa
þó afar margir þeirra séð grá-
spörva án þess að gefa því sérstak-
an gaum. I mörgum stórborgum
Evrópu eru þeir geysilega algengir
og tína korn á torgum innan um
dúfur og aðra smáfugla.
Grásp örvaskítur
og heitt öl
Eins og gefur að skilja þá á ís-
lensk þjóðtrú ekki stafkrók um
gráspörvann, en erlendis gegnir
öðru máli, enda algengur og þekkt-
ur fugl. Eitt og annað um það má
lesa í bókinni „ísfyglu" eftir Sig-
urð Ægisson guðfræðing og blaða-
mann. Meðal þess sem þar má lesa
er eftirfarandi: „Aska þessara
fugla átti aukinheldur að lækna
gulu og blóð þeirra að duga á
ákveðna augnsjúkdóma. Við tann-
pínu þótti gott að blanda grá-
spörvaskít í heitt öl. Og gegn nið-
urfallssýki voru mulin
gráspörvabein sögð duga vel;
gengu þau í lækningabókum undir
nafninu „spænska duftið".
Einnig stendur í ísfyglu að á
Skáni væri haft á orði að gráspörv-
inn væri þingmaður fuglaríkisins
og þá tekið mið af „aragrúa hans
og látum á vorin“.