Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mission: Impossible 2 er njrjasta mynd Woo. WOO VAR aðeins fjög- urra ára þegar fjöl- skylda hans flutti fró Kína til /átækrahverf- anna í Hong Kong. I stórborginni kynntist hann og hreifst mjög af bandarískum dans- og söngvamynd- um, vestrum með John Wayne og gangstermyndum Jean-Pierre Mel- ville, Martin Scorsese og Francis Ford Coppola. Þegar hann sjálfur gerðist kvikmyndaleikstjóri voru slíkar gangstermyndir efstar á blaði hjá honum og hann hefur gert þær fjölmargar og hlotið alþjóðlega við- urkenningu fyrir. Hasar frá Hong Kong Fáar þeirra komust hingað í kvik- myndahúsin en hafa fengist á myndbandaleigum. Þær buðu upp á mikið af hasaratriðum, talsvert B- mynda ofbeldi og stjörnu sem borið gat myndirnar uppi ef slaknaði á hasarnum, Chow Yun-Fat. Þekkt- astar þessara mynda eru án efa A Better Tomorrow frá 1986, The Kill- er, sem Woo gerði þremur árum síð- ar, og Hardboiled frá 1992, sem af mörgum er talin sú besta af Hong Kong-myndum hans. Tök hans á hasaratriðum, spennu, skotbardögum og slagsmálum vöktu athygli í draumaverksmiðjunni og Woo var kallaður til Hollywood að leikstýra belgíska buffinu Jean- Claude van Damme í myndinni Hard Target árið 1993. Hún var fyrsta stórmyndin frá kvikmyndaveri í Hollywood sem Asíubúi fékk að leik- stýra og má segja að van Damme hafi hvorki fyrr né síðar haft annan betri leikstjóra að sínum myndum. En kvikmyndaverið sem borgaði brúsann, Universal, tók myndina af Woo þegar hann vann við að klippa hana saman svo hann fékk ekki að ljúka henni eftir eigin höfði og gagn- rýnendur voru sammála um að hún væri ekki eins spennandi og Hong Kong-myndimar. En Woo var kominn til Hollywood og hann var í essinu sínu. Hann gerði ágæta spennumynd úr Broken Arrow þótt handritið væri lélegt en með aðalhlutverkin fóru John Trav- olta og Christian Slater. Þetta var árið 1996. Árið eftir gerði hann Face/Off, sem breska kvikmynda- tímaritið Empire sagði besta trylli allra tíma. Enn var Travolta í aðal- hlutverki og var engu líkara en Woo hefði fundið í honum eins konar Hollywood-útgáfu af Chow Yun-Fat. Nicolas Cage lék á móti honum. Face/Off var frábær mynd og vin- sælasta mynd leikstjórans vestra fram að því. Líktu æ fleiri gagnrýn- endur hasaratriðum Woos sem eins konar ballett rétt eins og þau hefðu áhrif á fegurðarskyn áhorfenda. Og nú hefur Woo gert nýja mynd með Tom Cruise í aðalhlutverki. Mission: Impossible 2 stefnir í að vera með vinsælustu kvikmyndum þessa sumars. Hún er sjálfstætt framhald vel heppnaðrar myndar Brian De Palma og byggir á vinsæl- um sjónvarpsþáttum. Meðal ann- arra leikarar í myndinni eru Anth- ony Hopkins og Ving Rhames. Áhrifavaldur Woo er ekki eini kvikmyndagerð- armaðurinn sem flutt hefur frá Hong Kong og tekið að starfa í Hollywood. Fleiri hafa fylgt í kjöl- farið og það hefur verið eftirspurn að þeim í draumaverksmiðjunni. Leikstjórar eins og Stanley Tong, Kirk Wong og Peter Chan hafa gert myndir vestra og leikarar á borð við Fat og Jackie Chan, Jet Li og Michelle Yeoh hafa þegar sett svip sinn á bandaríska kvikmyndagerð. Hong Kong-skólinn í hasarmynda- gerð, þar sem John Woo er skóla- stjórinn, hefur haft afgerandi áhrif á leikstjóra eins og Quentin Tarant- ino, Robert Rodriguez og ekki síst þá Wachowski-bræður, sem vinna nú við The Matrix 2 og 3. I nýlegu hefti bandaríska kvik- myndatímaritsins Premiere er at- Kvikmyndin Face/Off var fyrsta myndin sem vakti verulega athygli á John Woo. Reuters John Woo ásamt Tom Cruise á frumsýningu Mission: Impossible 2. hyglisvert viðtal við John Woo. Hann er m.a. spurður að því hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að flytja til Hollywood frá því kvik- myndaumhverfi sem hann hafði alist upp við í Hong Kong og hann segir: „Myndirnar sem ég vil gera eiga að vera ríkulega búnar og fullar af ástríðu. Við reyndum að gera Hard Target með það í huga en einhvern veginn tókst okkur ekki vel upp. I upphafi var þetta svolítið ruglings- legt allt saman vegna þess að fram- leiðendumir vildu halda stílnum mínum en hasarmyndin mátti ekki vera of dramatísk. Of miklar tUfinn- ingar, var viðkvæðið. Það tók fram- leiðendurna tíma að átta sig á því hverju ég vil ná fram. Önnur mynd mín í Hollywood, Broken Arrow, gekk betur upp að þessu leyti. Framleiðendurnir veittu mér það svigrúm sem ég þurfti. Venjulega eru persónurnar í myndunum mín- um ekki einhliða góðar eða slæmar. Þær eru einhvers staðar þarna á milli.“ Face/Off var myndin sem vakti fyrst verulega athygli á Woo. „Rétt áður en ég lauk við Broken Arrow,“ segir leikstjórinn, „komu framleið- endumir Michael Douglas og Steve Reuther til mín með handritið að Face/Off. I upphafi var hún hreinn og klár vísindaskáldskapur. Ég sagði þeim að ég væri ekki góður í tæknibrellum. Eg vil frekar hlátur gleðinnar og grát sorgarinnar." Woo vann með handritshöfundin- um að því að taka út 90 prósent af tækniatriðunum og gera myndina meira um vináttu og fjölskyldu og hið góða og hið illa í aðalpersónunum tveimur, en hún fjallar um það þegar lögreglumaður og hryðjuverkamað- ur skipta um andlit og taka yfir líf hvors annars. Þegar Tom Cruise bað Woo um að leikstýra Mission: Impossible 2 gerði leikstjórinn sams konar kröfur. Honum fannst fyrri myndin vera of mikið um tölvur. „Ég vil sjá þig brosa,“ sagði hann við leikarann. „Ég vil sjá hvernig þú ert þegar þú ert heillandi, ég vil sjá þig gráta. Ef þú gerir betri sögu, mann- eskjulegri, þá skal ég gera mynd- ina.“ Tom svaraði: Ekkert mál. Woo í seinni heimstyrjöldinni Woo vann við handritið á þessa lund ásamt fjölda handritshöfunda sem sumir hverjir eru þeir merkustu í faginu vestra. Þar á meðal voru Wesley Strick, William Goldman, Michael Tolkin og Robert Towne. „Þeir breyttu sögunni algerlega til þess að hún félli að mínum stíl,“ seg- ir Woo, en hún fjallar um það þegar Cruise bjargar heiminum frá ban- vænum vírus. „Við Cruise hugsuðum eins. Okkur langaði til þess að gera klassíska, rómantíska njósnamynd. Tom vildi söguhetju af holdi og blóði sem lætur sér annt um það sem hann trúir á og elskar." Woo er orðinn einn eftirsóttasti leikstjórinn í draumaverksmiðjunni og hann er sífellt að fá beiðnir um að gera myndir. Travolta vildi að hann gerði fyrir sig kvikmyndaútgáfu af söngleik Andrew Lloyd Webbers, The Phantom of the Opera, enda leikstjórinn þekktur fyrir áhuga sinn á söngleikjum. Ekkert hefur orðið úr því. Goldie Hawn bað hann að kvikmynda annan söngleik fyrir sig, Chicago eftir Bob Fosse, en ekk- ert hefur orðið úr því heldur. Of mik- ið að gera, segir Woo. Hann vinnur hins vegar þessa dagana við mynd sem ber heitið Windtalkers og kostar 100 milljónir dollara. Það er ræða njósnasaga úr síðari heimstyrjöldinni (seinna stríð- ið er orðið mjög vinsælt í kvikmynd- unum á ný) og er Nicolas Cage í að- alhlutverki. Hefjast tökur á Hawaii í ágúst. Woos frá því hann gerði B-myndir í Hong Kong þar til hann varð hasarleikstjóri í dr aumaverksmiðj unni. Innrásin fr Hong Kon Kínverski leikstjórinn John Woo hefur gert eins manns innrás í Hollywood og breytt því hvernig hasarmyndir eru gerðar, að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoðar feril

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.