Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
>
&
ALmAt
FYRIR STUTTU kom út diskurinn Ástar-
kveðja frá Keflavík með hljómsveitinni Fálkum
frá Keflavík. Á skífunni eru leikin lög eftir ýmsa
erlenda höfunda þótt mörgum veitist eflaust
erfítt að þekkja lögin aftur, svo nýstárlegar eru
útsetningar á mörgum þeirra.
Hljómsveitin Fálkar varð til í gn'ni og glensi er þeir félagar
tóku að spila létt ástarpopp og nafnið valið í samræmi
við það. Þá voru liðsmenn skólafélagar og segja að þeir hafi
séð fyrir sér hljómsveit sem skipuð væri „algjörum fáikum".
Nafnið þótti þeim alltaf betra og betra, ekki síst eftir því sem
hljómsveitin breyttist í meiri alvöru, og þegar þeir voru að
spila á Gauknum eitt sinn var heitið skrifað Fálkar frá Kefla-
vík, sem þeim þótti enn betra.
Þrír liðsmenn sveitarinnar eru úr Dan Modan, þeir Karl
Óttar Geirsson, Sigurður H. Guðmundsson og Guðmundur
Freyr Vigfússon, en þeir Guðmundur og Sigurður voru einnig
í sveitinni Urð hurð hurð auga. Fjórði maður Fálka er svo
Guðm. Kristinn Jónsson.
Eftir að hafa spilað létt popp um hrið sem Fálkar tóku þeir
félagar sér árs leyfi frá störfum. Ári síðar komu þeir saman til
að spila á Rokkstokk, þá með nýjan trommara, og voru þá
komnir í aðra gerð af tónlist. Ekki stóð til að gera meira en að
leika á tvennum eða þrennum tónleikum í þeirri lotu en þeir
segja að það hafi verið svo gaman að vera byrjaðir aftur að
þeir ákváðu að halda áfram, enda var komin meiii dýpt í tón-
listina, hún var þyngri og því skemmtilegri að spila fyrir vikið.
Á plötunni sem getið er leika þeir félagar ýmis erlend lög
en mörg í svo breyttri útsetningu að erfítt gæti reynst
höfundunum að þekkja þau aftur. Dæmi um það er gamla
lumman Green Onions, en þeir félagar segjast hafa verið
búnir að spila það svo oft að þeir hafi nánast verið búnir að
fá nóg. „Þá gerðist það á einhverri æfingunni að við ákváð-
um að breyta algjörlega um andrúmsloft og þá varð svo
gaman að spila það aftur. Við gerðum þetta svo við önnur
lög eins og heyra má á plötunni. Það má segja að þetta sér
fyrsta skrefið í að senda frá okkur frumsamin lög í stað
laglína sem fengnai’ eru að láni, og þannig stefnum við á að
gefa út stuttplötu síðar í sumar með frumsaminni tónlist
sem gæti eins orðið allt öðruvísi; við erum hljómsveit í örri
þróun.“
Platan var tekin upp í tveimur áföngum. Fyrst tóku þeir
félagar upp fjögurra laga kynningarplötu að ósk Banda-
ríkjamanna sem báðu um að fá með sveitinni kynningar-
efni eftir að hafa heyrt í henni. „Það hljómaði svo vel að við
ákváðum að taka meira upp. Við urðum líka að prufukeyra
nýja hljóðverið hans Kidda,“ segja þeir og kíma.
Það er mikill kraftur í þeim Fálkum eins og er, nýkom-
inn diskur, útgáfutónleikar í vikunni, og væntanleg stutt-
skífa með fleiri lögum, en fjörið stendur ekki lengi, því þeii-
félagar eru að fara í frí í haust, er þeir Guðmundur og Sig-
urður fara til Ítalíu í listnám. „Við erum þó fráleitt hættir,
förum bara í pásu, og vonandi getum við spilað hér í jólafrí-
inu og síðan tökum við upp þráðinn á fullu næsta vor.“
- . H ■
• -«■ :• "
NORSKI tónlistarmaðurinn Geir Jenssen, sem kallar sig Bio-
sphere, hefur smám saman unnið sér orð sem einn helsti amb-
ient-listamaður Evrópu. Hann hefur ekki verið ýkja afkastamikill
og þannig liðu þrjú ár á milli fyrstu skífu hans og annarrar, en
fyrir skemmstu kom út ný skífa hans, Cirque.
Biosphere / Geir Jenssen er
upp alinn í Þrándheimi og
býr þar enn, eftir að hafa reynt að
búa í Ósló og Brussel. Hann var á
sínum tíma meðal liðsmanna
norska nýaldartríósins Bel Canto
og fluttist með félögum sínum til
Brussel þar sem útgáfa sveitar-
_________innar var
enda átti að
gera Bel
Canto að al-
þjóðlegum
poppstjöm-
um. Bio-
sphere segir
Matthíasson svofráaðhann
hah kunnað þvi
illa að þurfa að búa til rými fyrir
raddir í lögum sínum og alls ekki
líkað popstjömulífið með sífelld-
um ferðalögum.
Dvölin í Bmssel átti líka ekki
við hann; hann segist hafa saknað
náttúrunnar heima í Þrándheimi
og einangrunarinnar. „Mér er
það nauðsynlegt að vera fjarri því
sem aðrir era að gera og í Þránd-
heimi kemst ég næst því þó í raun
sé hvergi hægt að vera útaf íyrir
sig.“
Meðfram Bel Canto gaf Bio-
sphere út undir nafninu Bleep, að
sögn vegna þess að hann vildi ekki
láta lögin í poppmeðferð með söng
innan Bel Canto. 1990 sagði hann
svo endanlega skilið við Bel Canto
til að vera aðeins Bleep. Snemma
árs 1991 las hann aftur á móti um
lífhvolf sem gerðar vora tilraunir
með í Arizona og hreifst svo af að
hann tók sér nafnið Biosphere.
Bleep hafði verið nánast hreint
techno, en með nýju nafni breytti
hann nokkuð um stefiiu og þó tón-
listin væri techo-kennd bar meira
á ambient-hljómum og stemmn-
ingum.
Fyrsta Biosphere-platan kom
út hjá norskri útgáfu 1991 og ekki
leið á löngu að fyrirtæki utan Nor-
egs tóku við sér. Þrátt fyrir góðar
viðtökur var Biosphere ekkert að
flýta sér og eins og getið er hðu
þrjú ár þar til næsta plata, Path-
asnik, kom út. Sú gekk bráðvel og
eitt lag af henni rataði meira að
segja inn í Levi’s-auglýsingu.
Ekki er gott að meta hvort sá ár-
angur hafi orðið til þess að Bio-
sphere ákvað að breyta um stíl,
því upp frá því hefur taktur nán-
ast horfið úr tónlist hans nema
sem draumkennd hrynjandi sem
frekar er gefin í skyn en spiluð.
Þremur áram eftir að Pathasn-
ik kom út komu tvær skífur á
markað með stuttu millbili. Önn-
ur, Insomnia, var með kvik-
myndatónlist en hin, Substrata,
var eiginlegt framhald af Path-
asnik, byggð á upplifum Bio-
sphere í löngu ferðalagi um Nep-
al. Fyrir stuttu kom svo út skífan
Cirque, sem er kveikja þessara
skrifa. Biosphere hefur verið
ófeiminn við að nýta sér innblást-
ur úr ólíkum áttum og þannig er
Cirque meðal annars byggð á
áhrifum sem hann varð fyrir við
lestur á bók Jons Krakauers, Into
The Wild, sem segir frá ævintýra-
manninum og heimskautafaran-
um Chris McCandless. Norður-
slóðir heilla Biosphere reyndar
mjög og hefur lýst í viðtölum
áhuga á því að draga upp hljóma-
myndir til að fanga kyrrðina og
fegurðina í stillum norður undir
heimskautsbaug.
Ponkið er c
ÞÖTT PÖNKIÐ sé löngu dautt
kunna menn enn aó metahá-
væra, hraða rokktónlistelns
og sannast hefur af regfu-
legum hátiðum, svonefndum
pönkhátíðum. Fyrir
skemmstu kom svo útdiskur
með safni hljómsveita sem
komið hafa við sögu á hátíó-
unum og heitir þvt' lýsandi
nafni Pönkið er dautt.
Pönkhátíðahald hófst i
Norðurkjallara MH1996 og
var haldið næstu tvö ár þar á
eftir. Fjölmargar hljómsveitir
komu vió sögu á pónkhátfðun-
um og svona rétt etns og til að
minna á pönkið kom út diskur
fyrir skemmstu með safni
laga með nokkrum sveitanna.
Örkumlútgáfan gefur disk-
inn út en Ólafur Guðsteinn
Örkumlsmaður er meðal
helstu skipuleggjenda Pönk-
hátiðanna tittnefndu. Á disk-
inum nýja ei^lneðal annars
upptökör ff® pön^átíóunum
en einnig samtínitfgur úr
ýmsum áttum. Á diskinum
eru upptökur með Maunum,
Örkumli. Saktmóðigi, Roði,
Dr. Gunna, Forgarði helvttis,
Kumli, Spitsign, Bisund og
Faflegu gulrótlnni. Elstu upp-
tökumar eru frá 1991 (Maun-
ir) og þær nýjustu frá 2000
(Örkuml). Flestar sveitanna
sem lög eiga á diskinum eru
hættar en aðrar hætta ekki úr
þessu, tii að mynda Örkuml.
Saktmóðigur og Forgarður
helvítis.
í vor var haldin útgáfuhátíð
vegna disksins og ekki Ijóst
hvort fleiri uppákomur eru í
vændum en aukinn áhugi á
pönklegri tönlist hlýtur að ýta
undir frekari spilamennsku.