Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 6
b JS SUNNUDAtiUK 25. JUJSJl 2000 MOKUUNHLADltí ;Morgunblaðj3/Ámi Sæberg Karlreraban á flugi í 1-2 metra hæð, en alls þurfti að fljúga henni þannig í fimm klukkustundir til að ganga úr skugga um að allt virkaði eðlilega. Karl- remban hafin til skýj anna Þar sem þær standa hlið við hlið í skýlinu, þyrlurnar tvær, stóra þyrla Gæslunnar og „Karlremban“, heimasmíðuð smáþyrla tíu manna félagsskapar, minnir sú litla nokkuð á sædjöfulshænginn sem hangir pervisinn og ræfilslegur utan á risavaxinni hrygn- unni. En eins og hængurinn litli, þá stendur „Karlremban“ vaktina óaðfínnanlega. Guðmundur Guðjónsson ræddi við nokkra þeirra ofurhuga sem ætla að fljúga smáfarinu sér til skemmtunar við íslenskar aðstæður. Við höfum skýrt félags- skapinn Karlrembu- klúbbinn og er hann svar okkar við öllum saumaklúbbum lands- ins. Kona mun aldrei fá að ganga i klúbbinn, en þetta er tveggja manna far og það bannar ekkert að kona sé farþegi. Við stöndum meira að segja í nokkurri þakkarskuld við kvenþjóðina, því við kynntumst sprautunarsérfræðingum okkar með því að einn okkar er læknir á bráðavakt sem lenti í að binda um handleggsbrot bílamálara sem eldri kona ók á. Við vitum ekki hver þessi kona er, en viljum gjaman hitta hana og bjóða henni í loftið. Við eigum henni margt að þakka, þyrlan væri ekki söm án þeirra kynna sem þarna tókust,“ segja þeir félagar glottandi. Gamall draumur rætist Karlrembuklúbburinn er skipað- ur tíu einstaklingum og tengjast sjö þeirra Landhelgisgæslunni. Þessir menn eru Páll Halldórsson yíirflugstjóri, Sigurður Ásgeirsson flugmaður, Bjöm Brekkan flug- maður, Jón Pálsson yfirtæknistjóri, Jón Erlendsson, flugvirki og yfir- smiður þyrlunnar, Þengill Oddsson læknir, Friðrik Sigurbergsson læknir, Bjöm Rúríksson ljósmynd- ari og athafnamaður, Björn Brekk- Búið að taka upp úr fyrstu kössunum og grindin skrúfuð saman í bílskúr suður í Kópavogi. Umbúðirnar liggja allt um kring. an eldri, flugstjóri hjá Flugleiðum, og Árni Sæberg, ljósmyndari og út- litshönnuður þyrlunnar. Það er sá síðastnefndi sem er að- alhvatamaður að smíði þyrlunnar, en hópurinn segir að þó sé með þessu gamall draumur þeirra allra að rætast. Þeir segja að hugmynd- in sé byggð á áræðni Þorgeirs Ingvarssonar sem keypti á sama hátt ósamsetta þyrlu fyrir að minnsta kosti 15 áram, en varð síð- an fyrir slysi og náði aldrei að ljúka verkefninu. Ámi Sæberg fór á flugsýningu í Flórída árið 1997 og sá þá þessa líka forláta Rotorway Exec smá- þyrlu sem framleidd er hjá Rotor- way í Arizona. Fyrirtækið fram- leiðir einungis ósamsettar smá- þyrlur sem uppfylla þó allar ströngustu kröfur um öryggi og flughæfni. Eftir að hafa kynnt sér málið lét Ámi vin sinn Pál Hall- dórsson vita af þyrlunni og verksmiðjunni og Páll fór utan til Arizona árið 1998. Sama ár fæddist hópurinn og fékk sitt sérstæða nafn og þeir strákarnir festu sér þyrlu sem nú hefur verið smíðuð og fóra í það að minnsta kosti 1.500 klukkustundir. Hingað komin í fimm pökkum og samsett hefur verkið kostað hópinn um það bil 6 milljónir. Er Karlremban ein af fimm hundruð þyrlum af þessu tagi Jón Pálsson flugvirki stillir af drifskaftið gagnvart vélinni, sem er sér- sem seldar hafa verið frá verk- smfðuð 150 hestafla Boxervél. smiðjunni, en 400 þeirra era „fljúg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.