Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 1
169. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aðstandendur þeirra sem fórust með Concorde-þotunni halda til Frakklands Flugstjórinn sagðist ekki geta hætt við flugtak Gonesse. Reuters, AFP. Reuters Ættingjar og ástvinir farþega og áhafnar Concorde-þotunnar sem fórst skammt norðan við París á þriðjudag komu saman til minningarathafnar skammt frá slysstað í gær. SAMKVÆMT hljóðritunum af sam- tölum flugstjóra Concorde-þotunnar sem fórst skammt norðan við París á þriðjudag og flugumferðarstjórnar á Charles de Gaulle-flugvelli tilkynnti flugturn um eld í þotunni 56 sekúnd- um eftir að leyfi til flugtaks var gefið, að sögn franskra rannsóknarmanna í gær. Flugstjórinn greindi þá frá vél- arbilun í hreyfli númer tvö. Nokkr- um sekúndum síðar tilkynnti flug- umferðarstjóri að eldurinn hefði stigmagnast. Á þeh-ri stundu sagðist flugstjórinn ekki lengur vera í að- stöðu til að hætta við flugtak. „Vélin fór því í loftið og flugstjór- inn, Christian Marty, að ég held, eða aðstoðarflugstjórinn, Jean Marcot, gáfu í skyn að vélinni væri stefnt að sléttlendi við Le Bourget," sagði Pierre Graf, yfirmaður frönsku flug- málastjórnarinnar, við fréttamenn í gær. Til þess hefði flugstjórinn þurft að beygja. Nokkrir sjónarvottar sögðust hafa séð vélina taka sveig nokkru áður en hún hrapaði. Rannsóknarmenn tilkynntu í gær að mikilvægum upplýsingum um til- drög flugslyssins yrði náð úr svörtu kössunum svonefndu í dag og munu þær varpa ljósi á síðustu mínútumar í flugi Concorde-þotunnar áður en hún brotlenti á akurlendi í útjaðri bæjarins Gonesse með þeim afleið- ingum að 113 manns létust, þar af fjórir á jörðu niðri. Franska flugfélagið Air France, sem gerði út þotuna sem fórst, hafði greint frá því fyrr í gær að skipt hefði verið um hlut í hreyfli númer tvö skömmu áður en vélin lagði upp frá Charles de Gaulle flugvelli um 15 mínútum fyrir 3 að ísl. tíma í leigu- flug til New York, klukkustundu á eftir áætlun. í yfirlýsingu Air France sagði að flugstjórinn hefði farið fram á að skipt yrði um hlutinn, Jerúsalcm, Washington. Reuters, AFP. EHIJD Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, héldu heim á leið í gær frá Camp David í Bandaríkjun- um eftir að hafa mistekist að knýja fram friðarsamning, fyiir milligöngu Bandaríkjastjórnar, í áratugalöng- um átökum þjóðanna. Jafnvel þótt friðarhorfur fyrir botni Miðjarðar- hafs séu nú afar óljósar var Arafat fagnað sem hetju við heimkomuna vegna staðfestu sinnar. Hvorugur deiluaðila hefur þó lok- að fyrir möguleikann á frekari frið- arviðræðum á næstu vikum og í gær lýsti talsmaður Bills Clintons Banda- ríkjaförseta því yfir að forsetinn hyggist halda áfram friðarumleitun- um. Joe Lockhart, talsmaður forset- ans, sagði ekki loku fyrir það skotið m.a. vegna þess að flugvélin var full af farþegum, og tæknimenn hafi þá skipt um hlutinn í innri hreyflinum vinstra megin. Vélin hafði komið úr flugi frá New York á mánudag og var þá knývend- ir á þessum hreyfli bilaður, en knývendar eru notaðir til að hægja á flugvélum við lendingu. Varahlutur hafi ekki verið við höndina, en hafi verið tekinn úr annarri þotu. Sam- að efnt yrði til samningaviðræðna á næstu vikum. „Eg ímynda mér að nokkrir dagar muni líða áður en næstu skref verða ákveðin." Skuldinni skellt á Arafat „Ég er ákveðinn í að láta þetta ekki draga úr mér kraft og held áfram á leiðinni til friðar,“ sagði Bar- ak við komuna til ísraels í gær er hann tjáði sig um vonbrigði vegna fundarins. Forsætisráðherrann hef- ur skellt skuldinni á Arafat fyrir að hafa ekki hvikað í afstöðu sinni til skiptingar Jerúsalem-borgar á sama tíma og ísraelska samninganefndin hefði gert sögulegar tilslakanir hvað borgina varðar. Varaði Barak jafn- framt Palestínumenn við því að hefja ofbeldisaðgerðir. „Ég sagði Palest- kvæmt reglum framleiðandans hefði vélin getað flogið án viðgerðar. Minningarathafnir Síðdegis í gær óku langferða- bifreiðir með nánustu aðstandendur farþega og áhafnarmeðlima Con- corde-þotunnar til Jacques Brel- menntaskólans í Gonesse þar sem tregafull minningarathöfnin var haldin. 96 þeirra sem fórust voru af ínumönnum að við værum ekki að leitast eftir átökum, en ef þeir ógna okkur munum við verjast, eins og réttur okkar er.“ Arafat var sigri hrósandi við heim- komuna og sagðist munu halda uppi baráttunni um Jerúsalem sem myndi verða höfuðborg ríkis Palestínu er þýsku bergi brotnir og þ. á m. var heil fjölskylda, hjón og tvö börn þeirra, sjö og tíu ára. Talið var að foreldrar eiginkonunnai- hafi einnig verið um borð í Concorde-þotunni. Minningarathöfn var einnig haldin í Hannover í Þýskalandi í gær og ráðgert er að halda athöfn í kirkju Magðalenu í París í dag. ■ Flugslysið/26 sjálfstæði verði lýst yfir í september. „ Jerúsalem er höfuðborg palestínsks ríkis, hvort sem ykkur líkar það bet- ur eða verr. Hverjum þeim sem mis- líkar það, látum hann fara og drekka úr hafinu við Gaza.“ ■ Leiðin frá/24 Fídjí-eyjar Speight hnepptur í varðhald Suva. Reuters. GEORGE Speight, leiðtogi valda- ræningjanna á Fídjí-eyjum, var í gær hnepptur í varðhald af hernum vegna gruns um að hafa brotið vopnalög og hótað forseta landsins. Talsmaður hers Fídjí-eyja sagði í gær að friðhelgi sú sem Speight var heitið er hann leysti gísla sína úr haldi fýrir skömmu hefði enn ekki tekið gildi. George Speight var í gær stöðvað- ur við vegatálma hersins í bænum Kolabu, um 18 km austur af höfuð- borginni Suva, þar sem nokkur fjöldi stuðningsmanna hans hafði safnast saman. „Það eru nokkrar ásakanir sem okkur hafa borist vegna vopnaburð- ar Georges Speights og lífvarða hans, í og í grennd við Suva, og vegna hótana í garð forseta lands- ins,“ sagði Filipi Tarakinikini, tals- maður hersins. Ekki hefur verið greint nánar frá ásökunum um hót- anir í garð forsetans, hins 79 ára gamla Ratu Josefa Iloilo. Tarakinikini sagði við fréttamenn í gær að friðhelgin sem Speight hafði verið lofað gegn því að hann leysti gísla sína úr haldi myndi ekki taka gildi uns öll vopn Speights og félaga hans yrði komið í hendur lög- reglunnai-. Ofbeldis- myndir ala á ofbeldis- hneigð Washington. AP. FERN samtök, bandarísku læknasamtökin, samtök barna- lækna og tvenn samtök banda- rískra sálfræðinga, lýstu því yf- ir í gær að rannsóknir í 30 ár sýndu á óyggjandi hátt að of- beldi í sjónvarpi, kvikmyndum og tölvuleikjum hefði afar slæm áhrif á börn og unglinga. I yfirlýsingu samtakanna segir að ofbeldisfullt myndefni ýti undii- ofbeldishneigð í börn- um og komi stundum í veg fyrir að þau tileinki sér með eðlileg- um hætti þau siðferðilegu gildi sem þeim séu nauðsynleg í líf- inu. Hafa þessi samtök eða önnur aldrei tekið jafn afdráttarlausa afstöðu í þessum efnum og líkja sumir henni við yfirlýsingu bandarískra lækna á sínum tíma þegar þeir tóku af skarið og sögðu að reykingar gætu valdið krabbameini. Talsmenn kvikmynda- og sjónvarpsiðnað- arins neituðu að tjá sig um yfir- lýsinguna. MORGUNBLAÐIÐ 27. JÚLÍ 2000 Arafat fagnað sem hetju við heimkomuna Salim Al-Bourdani, aðstoðarlögreglustjóri á Gaza-svæðinu, fagnaði komu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.