Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 6

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 6
6 FIMMTUDAGUR27. JÚLI2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mannvirki um fornarlömb umferðarslysa afhjúpað við Suðurlandsveg A að undirstrika blá- kaldan veruleikann Morgunblaðið/Sverrir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, afhjúpar mann- virkið í Svínahrauni sem á að vekja athygli á þeim hættum sem Ieynast á götum og vegum. 15 einstaklingar hafa Iátist í umferðinni á árinu sem er þó rétt aðeins hálfnað. Allt árið í fyrra lést 21 í umferðinni. Annað strandið í þessari viku BIRGIR RE-323, sem er 14 tonna handfærabátur, strandaði í innsiglunni í Grindarvíkurhöfn um klukkan 2 í fyrrinótt. Bátur- inn losnaði af strandstað um klukkustund síðar. Báturinn er ekki talinn hafa skemmst mikið. Mikil þoka var á strandstað. Síðdegis á mánudaginn strandaði Sindri GK-42 á grynn- ingum við Grindavíkurhöfn. Það hafa því tvö skip strandað við höfnina það sem af er þessari viku. Sverrir Vilbergsson, hafn- arstjóri í Grindavík, segir þetta undarlega tilviljun. Sverrir segir að aðstæður hafi verið afar góðar á mánudaginn þegar Sindri strandaði en í fyrr- inótt hafi svartaþoka byrgt báts- verjum á Birgi sýn. „í báðum þessum tilvikum er farið gróf- lega út úr merkjunum og það þýðir ekki hér.“ Sverrir segir innsiglinguna í Grindavíkurhöfn tiltölulega auðvelda við góðar aðstæður. Menn verði þó að fara eftir merktum siglingaleiðum. I fyrra var innsiglingunni í höfnina breytt og innsiglinga- stefnum fækkað úr þremur í eina. Fyrst eftir breytingarnar urðu nokkur óhöpp en síðan hef- ur ekkert borið á þeim, þangað til á mánudaginn. Fjöldi íbua á Islandi nálg- ast 280.000 FJÖLDI íbúa á íslandi var 278.717 þann 1. desember sl., þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur skráðir íbúar samkvæmt endanlegum út- reikningum Hagstofunnar á mannfjölda á Islandi á síðasta ári. Miðað við bráðabirgðatöl- ur sem Hagstofan gaf út í desember sl. hækkaði íbúa- talan um 15 manns. Landsmönnum hefur því fjölgað um 3.453, eða 1,25%, á milli ára, en árið 1998 voru íbúar landsins alls 275.264. Fjölgun á milli áranna 1997 og 1998 var 1,01%. Sveitarfélög voru 124 á landinu 1. desember 1999, sem er sami fjöldi og árið 1998. Þann 1. desember 1989 voru sveitarfélög hins vegar 213 á landinu, og fækkaði því um 89 á þessum áratug. MANNVIRKI um fórnarlömb um- ferðarslysa á Islandi var í gær af- hjúpað við Suðurlandsveg í Svína- hrauni, skammt frá Litlu kaffistofunni. Á það að vekja at- hygli ökumanna og annarra sem um veginn fara á þeim hættum sem leynast í umferðinni. Hér er um að ræða pall með tveimur bifreiðum sem lent hafa í tjóni. Þar hefur einnig verið komið fyr- ir áberandi skilti, þar sem sjá má stóran svartan kross og í hann er letruð tala látinna í umferðarslys- um hér á landi, en þeir eru 15 það sem af er árinu og eru þó rúmir fimm mánuðir eftir. Til samanburð- ar hafa á síðastliðnum tíu árum 20 manns að meðaltali látið lífið árlega í umferðarslysum á íslandi. Að gerð þessa nýja mannvirkis standa annars vegar Samband ís- lenskra tryggingafélaga og aðildar- félög þess og hins vegar Umferðar- ráð. Stefnt er að því að sýna á skiltinu tölu látinna í umferðinni eins og hún er á hverjum tíma inn- an ársins, en menn vonast jafn- framt til að aldrei þurfi að fara upp í Svínahraun til að hækka núver- andi tölu. Umrætt mannvirki er gert í tengslum við umferðaröryggisátak, sem dómsmálaráðherra í samstarfi við ýmsa aðila er að hleypa af stokkunum um þessar mundir. Athöfnin hófst með því að Sig- mar Ármannsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, bauð gesti velkomna og reifaði stuttlega tilurðarsögu mannvirkisins. A eftir honum tók til máls Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. I máli hennar kom m.a. fram að tilgangur- inn með þessu mannvirki væri ekki sá að hræða einn né neinn, heldur að undirstrika blákaldan veruleika. íslendingar þyrftu samstillt þjóð- arátak til þess að stuðla að bættri umferð og framtak af þessum toga væri liður í því. Flest dauðaslys í umferðinni væru af völdum hrað- aksturs, ölvunaraksturs eða vegna þess að bílbeltin hefðu ekki verið spennt. Orðrétt sagði ráðherra: „Ég hef nýjar tölur um umferðarbrotamál fyrstu sex mánuði ársins fyrir allt landið. Tilvik um meinta ölvun við akstur voru 1.201 sem er 40% aukn- ing frá síðasta ári. Kærur vegna hraðakstur voru 8.651 sem er 10% aukning frá síðasta ári. Mál þar sem bílbelti voru ekki notuð voru 900 sem er 100% aukning frá síð- asta ári. Þetta eru alvarleg tíðindi um aukningu umferðarlagabrota. Ökumenn bera mikla ábyrgð. Þeir hafa ekki aðeins eigið líf í höndun- um, heldur einnig farþeganna og annarra vegfarenda. Það mannvirki sem hér stendur er í senn áminning til ökumanna um þessa ábyrgð og hvatning til að rísa undir henni.“ Eftir að ráðherra hafði lokið máli sínu flutti herra Karl Sigurbjörns- son biskup hugleiðingu, sem vakti mikla athygli. Gerði hann að um- talsefni töluna á skiltinu, töluna 15. Bað hann áheyrendur um að hafa það hugfast, að þetta væri ekki bara tala, heldur annað og meira. Orðrétt sagði hann: „Á bak við þessa tölu eru mannslíf, manneskj- ur, ungar og gamlar, konur og karl- ar, fólk eins og þú og ég, fólk sem beið bana í slysum á götum og þjóð- vegum landsins á þessu yfirstand- andi ári. Þetta var fólk með sín sérkenni, sína sögu, hæfileika, væntingar, drauma. Að baki þess- ari tölu er saga, örlög, oft mikil skelfing, sársauki og kvöl. Og síð- ast en ekki síst sorg þeirra sem eft- ir lifa og þurfa að lifa við söknuðinn og missinn og sár sem seint eða aldrei gróa. Á bak við þessa tölu er líka fólk sem lifði af, en berst við af- leiðingar slysa sem hefðu ekki átt að verða. Nei, þetta er ekki bara tala, alltof há tala, þetta er fólk, einstaklingar, þar sem hver og einn er óendanlega mikils virði. Og þetta er áminning til okkar allra, hvar sem við erum og hvar sem við erum á ferð; við getum ekki og við meg- um ekki sætta okkur við þetta. Þessum mannfórnum á vegunum verður að linna. Leggjum okkur fram um það hvert fyrir sig að stöðva þessa óheillaþróun. Það þarf samstillt þjóðarátak. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvert og eitt að við höfum það í okkar valdi. Það sem þarf er að hvert og eitt okkar göngum fram með það að leiðarljósi sem gullna reglan segir: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Sú tillitssemi sem þú vilt að þér sé sýnd á veginum, sýndu hana. Sú aðgæsla sem þú vilt að aðrir sýni, þar sem þeir eru á ferð, sýndu hana sjálfur.“ Að svo mæltu lýsti biskup friði yfir minningu hinna' látnu og bað um styrk til handa: þeim sem eiga um sárt að binda. Athöfninni lauk svo með því að Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóriUmferðarráðs, flutti nokkur orð og afhjúpaði mannvirkið. Frá afhendingu styrkja úr rannsúknarsjóðum Krabbameinsfélagsins. Sigurður Björnsson, formaður félagsins, Sigríður Valgeirsdóttir, Hrefna K. Jóhannsdóttir (tók við styrk fyrir hönd Rósu Bjarkar Barkardóttur), Sigurð- ur Ingvarsson, Þórunn Rafnar, Evgenía K. Mikaelsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Helga M. Ögmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri félagsins, og Valgerður Jóhannesdóttir, fjárrnálastjóri félagsins. Krabba- meinsfélag- ið veitir 12 rannsókn- arstyrki KRABBAMEINSFÉLAG fslands veitti nýlega 12 rannsóknarstyrki úr tveimur rannsóknarsjóðum f vörslu félagsins, rannsóknarsjóði Krabbameinsfélagsins og rann- sóknar- og tækjasjóði Ieitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Heildar- upphæð styrkjanna var 9,5 milljón- ir króna. Mörg rannsóknarverkefnanna, sem styrkt voru í ár, fjalla um sam- eindaerfðafræði og athygli margra vísindamanna beinist að brjósta- krabbameini, enda hafa fslending- ar verið fararbroddi í rannsóknum á því sviði, eins og segir í tilkynn- ingu frá Krabbameinsfélaginu. Aðalgeir Arason, Iíffræðingur, og samstarfsmenn hans hlutu styrk til þess að leita að leita að BRCA3, þriðja áhættugeni brjósta- krabbameins. Dr. Eiríkur Steingrímsson, pró- fessor, og samstarfsmenn hlutu styrk til þess að rannsaka hlutverk fosfórýleringar í starfsemi Mitf próteinsins í mús. Evgenía Kristín Mikaelsdóttir, líffræðingur, og samstarfsmenn hlutu styrk til þess að rannsaka tjáningu og virkni BRCA2 999del5 genaafurðarinnar. Dr. Helga M. Ögmundsdóttir, yf- irlæknir, og samstarfsmenn henn- ar fengu styrk til að rannsaka við- brögð eðlilegs og afbrigðilegs brjóstaveljar við súrefnisleysi og tengsl við p53 varnarkerfið. Dr. Helga M. Ögmundsdóttir, yf- irlæknir, fékk einnig styrk til að rannsaka svipgerð frumna sem eru arfblendnar um BRCA2 stökk- breytingu með tilliti til viðbragða við genaskemmandi áreiti og stjórnar á frumuhring. Katrín Guðmundsdóttir, líffræð- ingur, og samstarfsmenn hennar fá styrk til þess að rannsaka arf- genga áhættuþætti í brjósta- krabbameini. Rósa Björk Barkar- dóttir, líffræðingur, og samstarfsmenn hlutu styrk til þess að kortleggja erfðabrenglanir á völdum litningasvæðum í brjósta- æxlum frá sjúklingum sem bera stökkbreytt BRCA2 og til rann- sókna á tjáningu og leit að stökk- breytingum í líklegum áhrifagen- um krabbameinsþróunar. Sigríður Klara Böðvarsdóttir, sameindaerfðafræðingur, og sam- starfsmenn hlutu styrk til þess að greina litningaóstöðugleika í brjóstakrabbameinsæxlum með til- liti til stökkbreytigerðar. Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, sameindaerfðafræðingur, og sam- sarfsmenn fengu styrk til að at- huga hlutverk BRCAl og BRCA2 próteina í brjóstafrumum og hugs- anlegt samspil þeirra við p300/ CPB og Stat5. Dr. Sigurður Ing- varsson, sameindaerfðafræðingur, og samstarfsmenn hlutu styrk til að greina erfðaefnisbreytingar í brjóstakrabbameini. Dr.Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir, og samstarfsmenn hennar fengu styrk til að leggja mat á einkenni sjúklinga í líknarmeðferð og þarfir fjölskyldna þeirra. Dr. Þórunn Rafnar, sam- eindaerfðafræðingur, og sam- starfsmenn fengu styrk til að rannsaka ónæmissvar og HPV undirtegundir í leghálskrabba- meini. Þetta er í tólfta sinn sem út- hlutað hefur verið úr úr rannsókn- arsjóði Krabbameinsfélagsins og í tíunda sinn sem úthlutað hefur verið úr rannsóknar- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.