Morgunblaðið - 27.07.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 9
FRÉTTIR
Elding komin til
L’anse aux Meadows
SEGLSKÚTAN Elding kom til
Quirpon í grennd við L’Anse aux
Meadows á Nýfundnalandi síðdegis á
þriðjudag. Leiðangurinn Vínland
2000 hafði þá verið sambandslaus við
umheiminn frá því lagt var af stað frá
Grænlandi fóstudaginn 20. júh' en um
borð er aðeins h'til talstöð sem dregur
um tuttugu sjómílur. Siglt var í hæg-
um byr og svartaþoku og var nokkuð
um stóra ísjaka á stangli við strendur
Nýfundnalands.
Skipverjamir sex, sem eftir eru í
leiðangrinum, munu á laugardag
samfagna eyjarskeggjum á
Nýfundnalandi við komu víkinga-
skipsins íslendings til L’Anse aux
Meadows. Daginn eftir afhendir
áhöfn Eldingar Debbie Anderson,
forstöðumanni víkingasafnsins á
staðnum, fjóra áletraða steinhnull-
unga við hátíðlega athöfn. Steinar
þessir voiu teknir um borð á slóðum
víkinga á Hörðalandi í Noregi, úr
rústum fornrar víkingabyggðar á
Dynrastamesi á Hjaltlandi, úr vík-
ingabyggð í Kvivik í Færeyjum, frá
Brattahlíð í Grænlandi og frá Eyrar-
bakka á Islandi, heimaslóðum Bjama
Herjólfssonar sem tahnn er hafa
13 erlendir starfsmenn við ræstingar á Grund
Boðið upp á
íslenskukennslu
ÞRETTÁN erlendir starfsmenn
vinna við ræstingar á elliheimilinu
Grund og hefur heimilið ákveðið að
bjóða upp á íslenskukennslu fyrir þá
sem þess þurfa. Að sögn Kristínar
V. Ellertsdóttur, ræstingastjóra á
Gmnd, fást Islendingar ekki til að
vinna þessi störf og hafa þau því
verið mönnuð með erlendu vinnu-
afli. „Meirihlutinn af fólkinu sem við
eram með í vinnu hjá okkur er frá
Taílandi, en einnig starfar hjá okkur
fólk frá Japan, Kína, Filippseyjum,
Sri Lanka, Póllandi og Finnlandi,"
sagði Kristín í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Að sögn Kristínar var
fyrsta kennslustundin á fimmtudag-
inn síðasta. „Allir virtust mjög
ánægðir með kennsluna,“ sagði
Rristín, en kennt er tvisvar í viku í
klukkustund í senn. „Þegar fólk
byrjar hér og skilur ekki islensku
geta komið upp samskiptaörðugleik-
ar, bæði á milli starfsfólks og svo við
heimilisfólkið, en þetta kemur hægt
og rólega og íslenskukennslan auð-
veldar öll samskipti. Þetta er verð-
ugt framtak hjá Grand,“ sagði
Kristín, en erlendir starfsmenn
heimilisins taka sér frí frá störfum
til að læra íslensku og fá laun fyrir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þær Chitrani Kanthi Perena frá
Sri Lanka og Alicia Dinquiz
Trinidad frá Filippseyjum hafa
hafið nám í íslensku á vegum
Grundar.
Ljósakrónur 'Ssv Bókahillur
Borðstofusett / //T \ íkonar
UZlnm \
i .uiofnnð ip74- munfr •
Urval af borðstofuhúsgögnum
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
fundið Ameríku fyrir þúsund áram,
fyrstur Evrópubúa.
Sigling Eldingar hófst í Noregi í
vor og var í fyrsta áfanga siglt til ís-
lands með viðkomu á Hjaltlandi og í
Færeyjum. Frá íslandi var siglt af
stað til Grænlands 4. júh. Loka-
áfangastaður leiðangursins verður
borgin Québec í samnefndu fylki Kan-
ada en margir telja að þar hafi verið
„Vínland hið góða“ sem Leifur heppni
á að hafa nefnt svo fyrir 1000 árum.
Þeir sem sigldu Eldingu til Ný-
fundnalands frá Grænlandi era Haf-
steinn Jóhannsson skipstjóri, Rúnar
H. Sigdórsson leiðangursstjóri,
Valdemar I. Sigurjónsson, Viktor
Sigurðsson, Armann Dan Árnason og
Daniel Rpyrvik.
Elding er 18,5 m á lengd og er í
eigu Hafsteins sem hefur siglt henni
um öll heimsins höf frá því hann lauk
smíði hennar fyrir tíu árum. Leiðang-
urinn Vínland 2000 nýtur engra opin-
berra stvrkja en hefur notið velvildar
í viðskiptum og stuðnings hjá fyrir-
tækjum á Islandi og í Noregi.
Jörmundur Ingi Hansen allsherj-
argoði er vemdari leiðangursins.
Útsalan heldur áfram!
Alvarlegt slys í
ánni Fáskrúð
KARLMAÐUR á sjötugsaldri
slasaðist alvarlega þegar hann
féll um sex metra ofan í ána Fá-
skrúð í Hvammsfirði í Dalasýslu
á þriðjudag. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Landspítalanum í
Fossvogi fékk hann áverka á
höfði og brjóstholi. Hann er nú í
öndunarvél á gjörgæsludeild.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
manninn á slysstaðinn en hann
hafði verið við veiðar í ánni við
annan mann.
Að sögn lögreglunnar í Búðar-
dal er líklegt að manninum hafi
skrikað fótur. Varð félagi manns-
ins þess strax var að maðurinn
hafði fallið í ána og hljóp hann til
og bjargaði honum í land, upp á
háa syllu og þaðan upp á bakka.
AFMÆLISTILB
í TILEFNI AF 35
AFMÆLI Ol
BJÓÐUI
SPORTSKOM
KRA DAGA
SKÓVERSLUN
KÓPAV0GS
HAMRAB0RG 3 • SIMI 5541754
Þjónusta í 35 ár
UTSALAN
hefst á morgun
Velkomin um borð
OF SCANDINAVIA
LAUGAVEGI 1, S. 561 7760.