Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/BFH
Fornleifafræðingar að störfum á Hofsstöðum.
F ornleifagröftur
á Hofsstöðum
Mývatnssveit - Sumarskóli Forn-
leifastofnunar Islands er nú kominn
til starfa á Hofsstöðum, þar sem á
næstu vikum fer fram þjálfun og
kennsla í norrænni fornleifafræði
fyrir erlenda nemendur, líkt og
gerst hefur á hverju sumri nú á
undanförnum árum.
Að þessu sinni er grafið í aðal-
skálatóftina stóru, einnig í fornan
kirkjugarð sem þar er skammt frá.
Jafnframt þessu er unnið að upp-
greftri á litlum skála í Sveigakoti
skammt sunnan Grænavatns. Sam-
tals vinna að þessum rannsóknum
28 manns og er meirihluti þeirra er-
lendur. Hópurinn verður í sveitinni
við rannsóknir fram til 20. ágúst.
Djassað í Deig'lunni
TRÍÓ Björns Thoroddsen, með
kanadíska trompetleikaranum
Richard Gilles, leikur á Tuborgdjassi
nr. 5 á „heitum íimmtudegi" í Deigl-
unni í kvöld. Tónleikamir hefjast kl.
21:30. Auk Bjöms og Richards leik-
ur bassaleikarinn góðkunni Jón
Rafnsson. Á efnisskránni eru þekkt
síung djasslög og em amerískir
söngvar í meirihluta, en þó kemur
Richard með nokkur lög sjálfur.
Djasstrompetleikarinn dr.
Richard Gilles er prófessor í tromp-
etleik við Manitoba-háskóla í Winni-
peg og aðalstjórnandi djasshljóm-
sveitar skólans. Hann hefur notið
mikillar viðurkenningar og leikur
reglulega með hljómsveitinni Brass
Encounter og Stórsveit Rons Paleys.
Þess má geta að hann er af íslensku
bergi brotinn, því þrjú af öfum hans
og ömmum voru íslensk.
Björn Thoroddsen gítarleikari
hefur verið í röð framámanna í ís-
lensku djasslífi síðan í lok áttunda
áratugarins. Hann hefur leikið inn á
sex einkaplötur og diska. Bjöm hef-
ur leikið með mörgum erlendum
tónlistarmönnum, m.a. Niels Henn-
ing Órsted-Pedersen.
Jón Rafnsson kontrabassaleikari
er klassískt menntaður með rætur í
poppi og rokktónlist. Hann hefur
spilað með fjölda innlendra og er-
lendra tónlistarmanna. Hann starf-
aði um árabil sem kennari við Tón-
listarskólann á Akureyri og var einn
helsti drifkraftur Jazzklúbbs Akur-
eyrar.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis
og er fólki bent á að koma tímanlega
til að ná í sæti.
Akureyrarbær
auglýsir
Um sölutjöld og söluvagna
Bæjarráð hefur samþykkt, samkvæmt 8. grein
reglna um útimarkaði og sölutjöid á Akureyri, að
taka frá alla sölureiti sem ekki eru í fastri útleigu
á göngugötunni í Hafnarstræti og á Ráðhústorgi
dagana 3. ágúst til og með 7. ágúst nk. Jafn-
framt er Miðbæjarsamtökunum heimilað að
ráðstafa sölureitum til einstakra söluaðila og
fella þá þar með undir skipulag verslunar-
mannahelgarinnar 2000.
Byggingafulltrúi Akureyrar.
Norrænir bændur
skoða eyfirsk fjós
ÞING norrænna nautgriparækt-
enda og áhugamanna um naut-
griparæktun, NÖK, hefur staðið
yfir á Akureyri síðastliðna daga.
Þinggestir hafa þó ekki eingöngu
setið á rökstólum og hlýtt á talað
mál úr pontu, heldur hafa þeir
einnig sinnt félagslegu hliðinni.
Flestir ráðstefnugestir taka með
sér maka og börn og í gær var far-
ið í skoðunarferð um eyfirsk fjós.
Fólki var skipt í þrjá hópa, fór einn
út á Árskógsströnd og í Svarfaðar-
dalinn, annar hópurinn í Þórisstaði
og Laufás en sá þriðji fór í Eyja-
fjarðarsveitina og heimsótti m.a.
Sigurgeir Hreinsson, foimann
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, og
fjölskyldu hans á Hríshóli.
Á Hríshóli skoðuðu gestir fjósið í
krók og kima og þáðu síðan léttar
kaffiveitingar, snæddu m.a. hinar
séríslensku kleinur. Sigurgeir sagði
að sér fyndist einn mikilvægasti
þáttur þingSins vera að hitta aðra
bændur, spjalla við þá og mynda
tengsl. „Það er ekki nóg að hlusta
bara á fyrirlestra, það er svo mikil-
vægt að hittast og spjalla, það gef-
ur miklu meira,“ sagði Sigurgeir.
Morgunblaðið/Kristján
Norrænir kúabændur heimsóttu Sigurgeir Hreinsson og fjölskyldu
hans að Hríshóli. Eftir skoðunarferð um fjósið var boðið upp á kaffi og
kleinur og gerðu gestirnir því góð skil.
Sjúkraflutningamenn á Akureyri
hafa farið í 106 sjúkraflug á árinu
Fleiri sjúkraflug í ár
en allt árið í fyrra
SJÚKRAFLUTNINGAMENN frá
Slökkviliði Akureyrar hafa haft í
nógu að snúast við sjúkraflug á ár-
inu. Það sem af er árinu hafa þeir
farið í 106 sjúkraflug sem eru fleiri
sjúkraflug en allt árið í fyrra, að
sögn Birgis Finnssonar vara-
slökkvistjóra Slökkviliðs Akureyr-
ar.
Af þessum 106 sjúkraflugum
ársins eru sjö þeirra á milli landa
en að auki tvo flug innanlands á
Grænlandi en í þeim tilfellum var
Flugfélag íslands beðið um aðstoð
vegna sjúkraflugs og var sjúkra-
flutningamaður frá Akureyri með í
för. „Það hefur verið mikið um
sjúkraflug að undanförnu og ný-
lega voru þrjú slík flug sama dag-
inn og eina vikuna voru samtals 11
sjúkraflug. í nokkrum tilfellum
hefur komið upp sú staða að tvö
sjúkraflug hafa verið í gangi á
sama tíma,“ sagði Birgir en lang-
flest flugin eru með Flugfélagi Is-
lands en nokkur með Mýflugi.
Birgir sagði að flestir hafi verið
fluttir með sjúkraflugi þegar rútu-
slysið varð við Hólsselskíl á Fjöll-
um á dögunum. Þá fóru fjórir
sjúkraflutningamenn frá Akureyri
ásamt lækni frá Heilsugæslustöð-
inni með Twin Otter-vél Flugfélags
íslands til Grímsstaða. Fjórir slas-
aðir voru fluttir með vélinni til
Reykjavíkur og fóru tveir sjúkra-
flutningamenn frá Akureyri, einn
frá Reykjavík og hjúkrunarfræð-
ingur úr Mývatnssveit með vélinni
suður.
Gott samstarf milli aðila
Birgir sagði Slökkvilið Akureyr-
ar hafa verið með mikinn viðbúnað
vegna slyssins á Hólsfjöllum og
fóru alls 10 sjúkraflutningamenn á
staðinn á tveimur sjúkrabílum og í
flugvélinni. Auk þeirra var svo við-
bótarmannskapur á slökkvistöð ef
á þyrfti að halda í bænum, m.a. til
BJÖRN Þór Ólafsson frá Ólafsfirði
tók sig til og hjólaði vítt og breitt í
gær til að safna fjártnunum fyrir
skiðadeild Leifturs í Ólafsfirði, en
Björn hefur verið viðriðinn skíða-
íþróttina lengur en elstu menn
muna.
Þegar Morgunblaðið hitti á kapp-
ann í gær var hann kominn inn að
að taka á móti slösuðum við þyrlu-
pallinn á FSA.
„Sjúkraflutningamenn á Akur-
eyri eru mjög ánægðir með þá
ákvörðun ríkisvaldsins að miðstöð
sjúkraflutninga verði á Akureyri.
Samstarf milli starfsmanna liðsins,
starfsmanna á Akureyrarflugvelli
og flugmanna er mjög gott og allir
leggja sig fram við að sinna sjúkra-
fluginu af metnaði, þannig að hægt
sé að bregðast fljótt og vel við þeg-
ar beiðni um sjúkraflug berst.
Kjarnaskógi og engan bilbug á hon-
um finna. Þess má geta að Björn
Þór er 59 ára gamall en hraðinn á
honum við hjólreiðarnar var slíkur
að erfitt var að festa hann á filmu.
Björn Þór reiknaði með að verða
kominn til ÓlafsQarðar um kl. 19 í
gærkvöldi og vera þá búinn að
leggja að baki um 130 kflómetra.
Morgunblaðið/Kristján
Björn Þór Ólafsson hjólar framhjá afleggjaranum upp í Kjarnaskóg og
sem leið liggur fram í Eyjafjarðarsveit.
Kraftmikill
hjólreiðamaður