Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Leiðin frá Camp David tor-
sótt og hættumar margar
Hætturnar eru ærnar og óvissan mikil eftir
✓
að friðarviðræður Israela og Palestínu-
manna í Camp David fóru út um þúfur. Von-
ast er til að viðræðurnar geti hafíst á ný áð-
ur en fresturinn til að ná friðarsamningi
rennur út í september en veik staða Ehuds
Baraks getur sett strik í reikninginn.
MIKIL óvissa ríkir nú um
framvinduna í friðarum-
leitunum ísraela og Pal-
estínumanna eftir mis-
heppnaðar viðræður Ehuds Baraks,
forsætisráðherra ísraels, og Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna,
og samningamanna þeirra í Camp
David í Bandaríkjunum. Leiðin frá
Camp David er grýtt og svo gæti far-
ið að næsta lota uppgjörsins yrði háð
á götunum áður en leiðtogarnir snúa
aftur að samningaborðinu.
Arafat fagnað sem hetju
Arafat styrkti stöðu sína heima
fyrir með því að neita að fallast á til-
slakanir í deilunum um framtíð Jerú-
salem og örlög milljóna palestínskra
flóttamanna. Þessar torleystu deilur
urðu til þess að viðræðunum var slit-
ið í fyrradag.
Fyrir viðræðurnar naut Arafat
minni stuðnings en nokkru sinni fyrr
meðal Palestínumanna en honum
var fagnað sem hetju þegar hann
sneri aftur til Gaza í gær.
Barak á hins vegar enn í vök að
verjast í ísrael og óvíst er hvort
stjórn hans heldur velli eftir að hafa
fallist á tilslakanir sem andstæðing-
ar hans segja öldungis óverjandi.
Stjórnmálaskýrendur í Israel eiu
flestir efins um að hægt verði að
hefja friðarviðræður að nýju á næst-
unni og efna til nýs leiðtogafundar
áður en síðasti bráðabirgðasamning-
ur Israela og Palestínumanna fellur
úr gildi 13. september. Palestínu-
menn ætla þá að lýsa yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis, óháð því hvort end-
anlegt friðarsamkomulag næst fyrir
þann tíma, og ísraelska stjórnin hef-
ur hótað að innlima hernumin svæði
í ísrael verði Palestínuríkið stofnað
án samþykkis hennar.
Þjóðstjórn hafnað
Yaron Dekel, stjómmálaskýrandi
ísraelska ríkisútvarpsins, sagði að
Barak kæmi tómhentur heim þótt
hann hefði komið til móts við kröfur
Palestínumanna um að þeir fengju
yfirráð yfir ákveðnum hverfum ar-
aba í Austur-Jerúsalem, sem ísrael-
ar náðu á sitt vald árið 1967. „Hann
líkist æ meira manni sem lætur alltaf
í minni pokann, getur ekki leitt frið-
arviðræðumar við Palestínumenn til
lykta, rétt eins og honum tókst ekki
að semja við Sýrlendinga fyrr á ár-
inu,“ sagði Dekel.
Avraham Burg, forseti ísraelska
þingsins og félagi í Verkamanna-
flokki Baraks, sagði að forgangs-
verkefni forsætisráðherrans væri að
mynda trausta stjórn.
Fyrir viðræðumar í Camp David
höfðu flestir stjórnmálaskýrendur í
ísrael spáð því að Barak myndi
reyna að mynda þjóðstjórn ef við-
ræðumar færu út um þúfur. Ariel
Sharon, leiðtogi Likud, stærsta
stjómarandstöðuflokksins, sagði
hins vegar í gær að þjóðstjóm kæmi
ekki til greina og boða ætti til nýrra
þingkosninga „nú þegar hulunni hef-
ur verið svipt af raunvemlegri af-
stöðu beggja leiðtoganna". „Ehud
Barak getur ekki lengur sagt íyrir
kosningar að hann vilji ekki skipta
Jerúsalem, að hann hafni því að pal-
estinskir flóttamenn fái rétt til að
snúa aftur til ísraels og hann vilji
ekki fóma Jórdandal,“ sagði Sharon.
Fregnir herma að Barak hafi sam-
þykkt að Palestínumenn fengju yfir-
ráð yfir tilteknum hverfum í austur-
hluta Jerúsalem og Jórdandal, auk
þess sem þúsundir flóttamanna
fengju að flytja búferlum til fyrri
heimkynna sinna í Israel.
57% Israela andvíg
tilslökunum Baraks
Barak sagði eftir að viðræðurnar
fóru út um þúfur að þessar tilslakan-
ir væm nú „ógildar og marklausar".
Ólíklegt er þó að margir ísraelar séu
sama sinnis. „Það sem lagt var á
samningaborðið verður ekki tekið
aftur," sagði Yossi Sarid, leiðtogi
Meretz-flokksins, sem er hlynntur
friðarviðræðunum.
Líklegt þykir að Barak reyni að
mynda nýja samsteypustjórn með
aðild þriggja flokka sem slitu stjórn-
arsamstarfinu skömmu fyrir viðræð-
urnar í Camp David. Stjórn Baraks
nýtur nú aðeins stuðnings 42 af 120
þingmönnum ísraels og getur ekki
haldið velli til lengdar nema hún
AP
Yasser Arafat myndar sigur-
merki með fingrunum við kom-
una til Gaza í gær eftir viðræð-
urnar í Camp David.
tryggi sér stuðning meirihluta
þingsins.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í gær telja 57% ísraela að
Barak hafi fallist á of margar tilslak-
anir í Camp David. Aðeins 30% sögð-
ust styðja tillögur hans í viðræðun-
um og 7% sögðu að hann hefði ekki
gert nóg til að tryggja friðarsamn-
ing.
Hætta á átökum
Yfirvöld í Israel og á sjálfstjórnar-
svæðum Palestínumanna gerðu í
gær ráðstafanir til að afstýra átök-
um á hemumdu svæðunum þar sem
óttast er að þau stigmagnist og leiði
til mikilla blóðsúthellinga.
Israelska leyniþjónustan óttast að
palestínsk ungmenni hefji nýja upp-
reisn eða „intifada" líkt og á árunum
1987-93. Uppreisnin byggðist þá
einkum á grjótkasti á ísraelska her-
og lögreglumenn en leyniþjónustan
óttast nú að ungmennin beiti skot-
vopnum þar sem byssum hefur fjölg-
að mjög á svæðum Palestínumanna.
Þá hefur verið varað við því að pal-
estínskir öfgamenn kunni að gera
sprengjuárásir á rútur og mann-
marga útimarkaði í ísrael. Líkumar
á slíkum hermdarverkum eru þó
taldar hafa minnkað eftir að viðræð-
urnar í Camp David fóru út um þúf-
ur. Herskáir liðsmenn Hamas-hreyf-
ingarinnar gerðu slíkar sprengju-
árásir til að grafa undan bráða-
birgðasamningum Palestínumanna
og ísraela en þeir hafa nú enga
ástæðu til að mótmæla friðarsamn-
ingum.
Andlegur leiðtogi Hamas, Ahmed
Yassin, skoraði þó á Palestínumenn
að hefja vopnaða baráttu til að knýja
ísraela til að láta öll hernumdu
svæðin af hendi. „Valdbeiting er eina
tungumálið sem ísraelar skilja,“
sagði hann.
Ottast er einnig að öfgamenn úr
röðum gyðinga á hemumdu svæðun-
um grípi til ofbeldisaðgerða vegna
óánægju með að Barak skyldi hafa
verið tilbúinn að fórna nokkrum af
byggðum þeirra.
Israelska lögreglan kveðst vera
„við öllu búin“ ef til átaka kæmi.
Shaul Mofaz yfirhershöfðingi sagði
fyrir viðræðurnar í Camp David að
hann teldi ekki óhugsandi að beita
þyrfti skriðdrekum og herþyrlum á
Vesturbakkanum ef átök blossuðu
upp.
Saeb Erekat, einn af helstu samn-
ingamönnum Arafats, reyndi að sefa
Palestínumenn og hvatti þá til að
„grípa ekki til örþrifaráða" þótt við-
ræðurnar í Camp David hefðu farið
út um þúfur. „Líkumar á friðar-
samningi eru nú meiri en nokkm
sinni fyrr. I Camp David var sáð
fræjum sem vaxa mjög hratt.“
Erekat vildi ekki svara því hvort
Arafat stæði við þá ákvörðun sína að
lýsa yfir stofnun Palestínuríkis 13.
september og sagði aðeins að hann
teldi að friðarsamningar næðust fyr-
ir þann tíma.
Viðbúið er þó að spennan magnist
smám saman eftir því sem frestur-
inn til að ná samkomulagi styttist.
Arafat leitar eftir stuðningi
arabaleiðtoga
Líklegt er að Arafat ferðist milli
höfuðborga arabaríkja á næstu vik-
um til að leita eftir stuðningi leiðtoga
þeirra við þá kröfu að Palestínu-
menn fái full yfirráð yfir Austur-Jer-
úsalem sem hann vill að verði höfuð-
borg palestínska ríkisins.
Bandaríkjastjóm hefur reynt að
fá bandamenn sína í arabaheiminum
til að telja Arafat á að vera sveigjan-
legri en óvíst er hvort nokkur leið-
togi múslimaríkis geti stutt það að
Palestínumenn fallist á að ísraelar
haldi yfirráðum yfir Gömlu borginni
í Jerúsalem og þar með mörgum af
helgum stöðum múslima, kristinna
manna og gyðinga.
Áróðursstríð í uppsiglingu
Líklegt er að Israelar og Palest-
ínumenn freistist til að heyja áróð-
ursstríð í fjölmiðlunum og kenni
hvorir öðmm um þráteflið í viðræð-
unum. Bill Clinton var þó sagður
hafa skorað á samningamenn þjóð-
anna að forðast slíkan áróður og
halda þeim tillögum, sem ræddar
vom í Camp David, leyndum. Lítið
er vitað um þessar tillögur, einkum
vegna fréttabanns sem sett var í
Camp David, en bandarískir emb-
ættismenn óttast að viðkvæmum
upplýsingum verði lekið í fjölmiðla á
næstu dögum og það verði til þess að
enn erfiðara verði en áður að ná frið-
arsamkomulagi.
Bill Clinton tók fram þegar hann
skýrði frá því að viðræðunum í
Camp David hefði verið slitið að Bar-
ak hefði fallist á meiri tilslakanir en
Arafat. Bandarískir embættismenn
sögðu að Barak hefði gengið eins
langt og hann hefði mögulega getað í
viðræðunum og nú væri komið að
Arafat að endurskoða afstöðu sína.
Arafat tók talsverða áhættu með
því að hvika hvergi í Camp David en
hugsanlegt er að Arafat hafi talið sér
akk í að fresta því fram á síðustu
stundu að semja við Barak í von um
að geta knúið fram meiri tilslakanir.
Hættan á að stjórn Baraks falli gæti
orðið til þess að Arafat gæfi loks eft-
ir þar sem hann veit að mjög ólíklegt
er að hann nái betri samningi við
annan ísraelskan leiðtoga, að
minnsta kosti í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Arafat er orðinn 71 árs og vitað
er að honum er mikið kappsmál að
láta drauminn um stofnun sjálfstæðs
Palestínuríkis rætast.
Lýsi Arafat yfir stofnun Palest-
ínuríkis á Gaza-svæðinu og 40%
Vesturbakkans í september án sam-
þykkis Israela verður það máttvana.
Ríkið yrði þá í tveimur aðskildum
hlutum og efnahagur þess nær al-
gjörlega háður Israel. Arafat þarf
því á Israel að halda til að láta draum
sinn rætast. Israelar þurfa einnig á
Arafat að halda til að tryggja varan-
legan frið. Hugsanlegt er að þeir nái
að lokum saman þótt viðræðumar
hafi farið út um þúfur í Camp David.
Bannhelgin rofín
Ef til vill var það of mikil bjartsýni
að halda að hægt yrði að leysa 52 ára
deilur ísraela og Palestínumanna á
hálfum mánuði í Camp David. Ljóst
er þó að viðræðurnar mörkuðu
þáttaskil í friðarumleitunum Israela
og Palestínumanna því þetta var í
fyrsta sinn í sögunni sem leiðtogar
þeirra og helstu samningamenn setj-
ast niður til að reyna að semja um
erfiðustu deilumálin, framtíð Jerú-
salem, örlög flóttafólksins og landa-
mærin. Með því að takast á við þessi
mál var ákveðin bannhelgi rofin.
„Einu sinni þorðu menn ekki að
nefna PLO [Frelsissamtök Palest-
ínumanna] á nafn; það var eins og
bölvun. Nú tala allir um PLO,“ sagði
Rami Elhanan, grafískur hönnuður í
ísrael sem missti 14 ára dóttur sína í
sprengjutilræði palestínskra hermd-
arverkamanna í Jerúsalem fyrir
þremur árum. „Einu sinni gátu
menn ekki talað um að herinn færi af
nyrðra öryggissvæðinu [í Suður-
Líbanon]. Nú er það horfið. Núna er
komið að goðsögninni um Jerú-
salem. Og þetta er í fyrsta sinn í sög-
unni sem fólk talar opinskátt um
skiptingu Jerúsalem - og himinninn
hrundi ekki.“
nfatnaður - barnafatnaður - herrafatnaður
íþróttafatnaður - undirfatnaður og marat fleira.
| Risalagerútsaian
"Laugarvegi 164, við hliðina á Snælandsvideo. Opið Fimmtudag og Föstudag frá kl. 16-22 og Laugardag kl. 13-18.