Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSLYSIÐ í FRAKKLANDI „Þýzkaland er harmi slegið“ Berlín, Hannover, Mönchengladbach. AFP, Reuters, AP. ÞJÓÐVERJAR voru harmi slegnir í gær eftir hinn hörmulega dauð- daga 96 þýzkra ferðalanga sem um borð voru í frönsku Concorde-þot- unni sem fórst utan við París í fyrradag. „Þýzkaland er agndofa," sagði Gerhard Schröder kanzlari í ávarpi í guðsþjónustu í Hannover sem efnt var til í tilefni af hinu mann- skæða slysi. „Við lútum í virðingu fyrir hinum látnu og vottum aðst- andendum þeirra samúð okkar,“ sagði hann. Guðsþjónustan fór fram í „skála Krists“ á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover, þar sem þýzka ríkisstjórnin var saman komin á síðasta formlega fundi sínum fyrir sumarleyfi. Flestir ráðherrar þýzku stjórnarinnar voru því einn- ig viðstaddú- athöfnina. Fréttirnar af slysinu vöktu Þjóð- verja með harkalegum hætti upp úr værukæru andrúmslofti sumar- leyfistímans. „Harka skyndilegra dauðsfalla gerir okkur höggdofa," sagði kaþólski biskupinn Josef Homeyer í ávarpi sínu við minn- ingarguðsþjónustuna. „Hugur okk- ar er hjá aðstandendunum, harmi þeirra og missi,“ sagði Horst Hirschler, biskup mótmælenda. Þjóðfáninn blakti í hálfa stöng á ráðhúsum og öðrum byggingum út um allt landið í gær. Áfallahjálp fyrir aðstandendur á flugvellinum Gunter Pleuger, formaður neyð- arnefndar sem sett var upp á veg- um þýzka utanríkisráðuneytisins í Berlín til að sinna samhæfingu að- gerða þýzkra stjórnvalda í tengsl- um við slysið, sagði að tekizt hefði að ná sambandi við nánustu að- standendur svo til allra þeirra sem fórust. Farþegar þotunnar, sem hrapaði eftir flugtak frá Charles de Gaulle-flugvelli við París, voru allir á leiðinni í tveggja vikna lúxussigl- ingu suður til Karíbahafsins. Til hafði staðið að þeir stigju um borð í fímm stjarna skemmtiferðaskipið „MS Deutschland" í New York- höfn. Sérstakri neyðarmóttöku, skip- aðri fólki sérhæfðu í áfallahjálp, var komið upp á Charles de Gaulle- flugvelli til að sinna syrgjandi að- standendum hinna látnu. Peter Deilmann, eigandi skemmtiferðaskipaútgerðarinnar á hvers vegum allt fólkið var að ferð- ast, sagði í gær að hinum farþeg- unum, 410 talsins, sem bókað höfðu siglinguna frá New York en voru ekki í Concorde-þotunni, hefði ver- ið boðið að hætta við sér að kostn- aðarlausu, en enginn hefði tekið því tilboði. Af þessum 410 voru 33 Þjóðverj- Reuters Slökkviliðsmenn ganga með börur framhjá braki úr þotunni þar sem greina má hluta úr merki Air France. ar, sem höfðu viljað komast með Concorde-þotunni til New York en urðu að ferðast þangað eftir öðrum leiðum þar sem ekki var pláss í vél- inni fyrir fleiri. Ferðafólkið þýzka hafði allt hafið ferðalagið í Frank- furt am Main, en það kom frá öll- um landshornum Þýzkalands. Staðfest var að 99 af farþegunum 100 voru á leiðinni í siglinguna. Þar af voru 49 karlar, 47 konur og þrjú börn. Flestir munu hafa verið yfír sextugt. Auk Þjóðverjanna 96 voru um borð tveir Danir, einn Austur- ríkismaður og einn Bandaríkja- maður, en sá síðastnefndi mun hafa verið Air France-starfsmaður á eftirlaunum. Níu manna áhöfn þotunnar var frönsk. Listinn sem þýzk stjórnvöld birtu um þýzku farþegana sýndi hve margir hefðu verið frá sér- hverju héraði landsins, en nánari upplýsingar um þá voru ekki veitt- ar að svo stöddu. 39 voru frá Nord- rhein-Westfalen, 11 frá Hessen og 10 frá Bæjaralandi. Hinir voru frá Berlín, Neðra-Saxlandi, Hamborg, Slésvík-Holtsetalandi, Mecklen- burg-Vorpommern, Baden-Wiirt- temberg og Brandenburg. Reinhard Klimmt, samgönguráð- herra Þýzkalands, sem flaug strax á vettvang eftir að fréttist af slys- inu í gær, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að tekizt hefði að finna og bera kennsl á lík um 80 manna sem í flugvélinni voru. Vandasamara yrði að bera kennsl á jarðneskar leifar annarra sem fórust í eldhaf- inu er þotan skall til jarðar og splundraðist. Safna myndum af flugvélum Parfs. Reuters. TVEIR ungverskir flugáhuga- menn á ferðalagi um evrópska flugvelli urðu vitni að þv/ þegar Concorde-þota Air France fórst, og annar þeirra tók mynd sem hefur farið um allan heim, og var m.a. á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Andras Kisgergely, t.v., tók myndina, en hann var í för með fé- laga sínum, Szabolcs Szalmasi. „Eiffelturninn er áreiðanlega áhugaverður, en við höfðum meiri áhuga á flugvellinum," sagði Szal- masi. „Sumir safna frímerkjum eða mynt, við söfnum myndum af flugvélum." Þeir félagarnir hafa ekki efni á því sjálfír að ferðast með flugvél- um, og í tvær til þrjár vikur fara þeir um á bílnum sfnum og sofa f honum líka til þess að geta skoðað flugvélar. Þeir eru verkfræðinem- ar við Tækniháskólann í Búdapest og hafa saman safnað mörg þús- und myndum af flugvélum. Reuters „Eg er lifandi, ég er lifandi“ TUTTUGU og eins árs bresk stúlka, sem talið var að hefði látist þegar Concorde-þotan fórst á þriðjudag, sagði frá því hvernig hún komst naum- lega lffs af með þvf að stökkva út um glugga á hótelinu sem þotan lenti á. „Ég sagði viðsjálfa mig aftur og aftur: Ég er lif- andi, ég er lifandi, ég er lif- andi,“ sagði stúlkan, Alice Brook- ing, f viðtali við breska blaðið Evening Standard. Hún er sögð hafa stokkið út um glugga á ann- arri hæð Hotelissimo-hótelsins, en eldur kom upp í því er þot- an lenti á því. „Ég var í símanum að tala við systur mfna og við heyrðum ofboðslegan hvell. Herbergið hristist ofsalega. Ég sleppti sím- tólinu og fór út að dyrum en stigapallurinn var al- elda. Eg hrópaði á mót- Alice tökustjórann: Hvað á ég Brooking að gera, hvað á ég að gera? Hann sagði mér að stökkva svo að ég gerði það og hljóp eins langt frá hótelinu og ég gat. Hefði glugginn ekki verið opinn væri ég dáin.“ AP Farþegi í bifreið sem ekið var nærri de Gaulle-flugvelli á þriðjudag náði upptöku af flugtaki Concorde- þotunnar á myndband en á ljósmyndinni sést eldhafíð aftur úr væng vélarinnar. Augnablikum sfðar fórst þotan. Rannsókn beinist að hreyflum þotunnar ÞEIR sem rannsaka flugslysið í Frakklandi sl. þriðjudag munu að öllum líkindum einbeita sér að meintum hreyfílbilunum, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í gær. Útilokað er talið að um skemmdarverk hafi verið að ræða og einnig þykir ólíklegt að mistök flugmanna hafi valdið slysinu, að því er sérfræðingar segja. Þotan var í eigu franska flugfé- lagsins Air France og segja tals- menn félagsins að svo virðist sem eldur í einum íjögurra hreyfla þot- unnar hafi verið orsökin. I flugtaki logaði í hreyflinum, en Concorde- þota er innan við hálfa mínútu að fara á loft. John Hutchinson, fyrrverandi Concorde-flugmaður, tjáði BBC að undir venjulegum kringumstæðum ætti eldur í hreyfli ekki að valda þvi að þotan farist. „Þessi gífurlegi eld- strókur ... bendir til einhverskonar allsherjarbilunar, líkt og að hreyf- illinn hafi brotnað í sundur og sprungið," sagði hann. Finna þarf út hvað nákvæmlega kveikti eldinn. Komið hafa fram getgátur um fjölda hugsanlegra or- saka, að því er BBC greinir frá, til dæmis að fugl hafi lent í loftinntaki hreyfilsins, eða að tæknileg bilun hafi orðið, en langt er um liðið síðan hreyflarnir voru hannaðir. Con- corde flaug fyrst 1969, en farþega- flug með henni hófst ekki fyr en sjö árum síðar. Virtist skorta afl Sjónarvottar hafa sagt að svo hafi virst sem vélina hafi skort afl í flugtakinu. Sagði flugmálasérfræð- ingurinn Michael Barr að það bendi til vandræða með hreyflana. „Svo virðist sem flugvélin hafi ofrisið," sagði Barr, sem er yfirmaður flug- öryggissviðs Háskólans í Suður- Kaliforníu. Algengt er að fuglar lendi í hreyflum flugvéla, en það veldur yf- irleitt ekki miklum skemmdum. Bil- un í sprengiholi eða túrbínu er að áliti sérfræðinga sennilegri skýr- ing. Þá verður hugað að aukabrenn- um þotunnar, en einungis Concorde og orrustuþotur hafa slíkan búnað. Brennarnir dæla eldsneyti inn í aft- asta hluta hreyflanna til þess að gefa aukaþrýsting við flugtak og á flugi gera þeir mögulegt að fljúga vélinni hraðar en hljóðið. Brak hreyflanna verður rannsak- að ef finnast skyldu vísbendingar um bilun. Fjórir Rolls Royce 01- ympus-hreyflar knýja Concorde, og voru þeir hannaðir af franska fyrir- tækinu Snecma. Hefur það löngum verið álit flugmálasérfræðinga að þetta væru einhverjir bestu flug- vélahreyflar sem til eru, en nú hafa heyrst vangaveltur um að hönnun þeirra sé úrelt. Air France aflýsti öllu flugi Concorde-þotna sinna í kjölfar slyssins, og British Airways aflýsti tveim ferðum á þriðjudag. Hóf fé- lagið áætlunarflug aftur í gær eftir að frumniðurstöður rannsókna á slysinu í Frakklandi lágu fyrir, að því er Sky-sjónvarpið greindi frá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.