Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Með
fátíðum
hlj dmsty rk
Reykjalundarkórínn ákvað í vetur að fara
í tónleikaferð til Austurríkis. Þáverandi
stjórnandi kórsins, Lárus Sveinsson,
hlakkaði mikið til ferðarinnar en í janúar
féll hann skyndilega frá. Þrátt fyrir þetta
áfall ákvað kórinn að halda fyrrí áætlun
og fara þessa tónleikaferð til minningar
um Lárus og var Simon H. Ivarsson
fenginn til að stjórna kórnum. Hér
segir hann ferðasöguna.
EFTIR vel heppnaða
tónleika á Listahátíð
Varmárþings í Mos-
fellsbæ 11. júní sl. var
haldið af stað um kvöld-
ið til Austurríkis. Flog-
ið var með næturflugi
til Miinchen og þaðan
farið með rútu til Salz-
burgar. Þar fengum við
morgunhressingu og
miðbærinn var skoðað-
ur í blíðskaparveðri
meðan hótelið undirbjó
móttöku gestanna að
norðan. Um miðjan
daginn var reynt að ná
smásvefni, því um
kvöldið voití haldnir tónleikar í Ried
im Innkreis, sem er spölkom fyrir ut-
an Salzburg. A leiðinni var tíminn
notaður og raddimar hitaðar upp í
rútunni. í Ried tók gamall vinur Lár-
usar, Robert Mayrhofer, á móti kóm-
um, en hann hafði hlakkað mikið til
þessara tónleika og annaðist hann
allan undirbúning þeirra eins og best
verður á kosið. Tónleikamir vom
haldnir í ákaflega fallegri kirkju með
himneskum hljómburði í miðbæ
Riedsem sem heitir Stadtpfarrkirche
St. Peter und Paul. Tónleikamir tók-
ust miklu betur en stjómandinn
þorði að vona, því kórfélagar vom lít-
ið hvíldir eftir langt og strangt ferða-
lag. Það var engu líkara en kórinn
njdi einhverrar aukaorku, en þess má
geta að kórinn var dyggilega studdur
af klappliði sem sam-
anstóð af mökum kórfé-
laga og vinum. Eftir
tónleikana var að sjálf-
sögðu farið á veitinga-
stað sem var opnaður
sérstaklega fyrir okkur
og þar fengum við vel
útilátna máltíð og þökk-
uðum fyrir oklcur með
söng eins og hefðin seg-
ir til um. Látum um-
fjöllun frá Ried um tón-
leikana lýsa þeim
nánar: „12. júní heim-
sótti kór frá íslandi
Stadtpfarrkirkjuna í
Ried í fyrsta sinn.
Reykjalundarkórinn hélt áhrifamikla
tónleika sem tókust mjög vel, en á
efnisskránni vom m.a. íslensk þjóð-
lög, verk eftir A. Bmckner, J. Arca-
delt og E. Grieg. Hreinleika og skýr-
leika raddanna, einkum hjá
sólósópraninum (Ásdísi Amalds),
kunnu áheyrendur vel að meta og
þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófa-
klappi. Þó svo að kórmeðlimir séu að-
eins 25 hefur hann þróað með sér
hljómstyrk sem er fátíður. Öll tilhög-
un tónleikanna tókst sérstaklega vel.
Kórinn kom syngjandi inn í kirkjuna.
Hluti tónleikanna var sunginn ofan af
svölunum við undirleik Judith Þor-
bergsson á orgel. Kórstjórinn kynnti
hvert verk með nokkrum orðum.
Einkar áhrifaríkt var þegar kórinn
gekk syngjandi ofan af svölunum nið-
Lárus Sveinsson.
Reykjalundarkórinn syngur í Austuríki.
ur að altarinu við undirieik bjöllu.
Sérstaka athygli vakti framúrskar-
andi einleikskafli Símonar H. ívars-
sonar á gítar og Judith Þorbergsson-
ar á fagott, en þau sýndu einstaka
færni á hljóðfærin í þáttunum úr
„Misa Flamenca". Reykjalundarkór-
inn söng aftur lagið um Nelson
Mandela sem aukalag og myndaði
þaðskemmtilegan hápunkt á þessum
einstöku tónleikum. Er þess vænst að
kórinn haldi fljótlega í aðra tónleika-
ferð til Austurríkis og syngi í Ried.“
Sungið við minnismerki gömlu
meistaranna
Daginn eftir, hinn 13. júní, var lagt
af stað til Vínarborgar en á leiðinni
var komið við í Wachauertal eða Dón-
árdal eins og hann er stundum kall-
aður. Stutt stopp var gert við klaustr-
ið Melk og kirkjan heimsótt.
Austurríski maturinn vakti athygli
og var Vínarsnitsel oftast pantað en
það kom á óvart hvað margir heilluð-
ust af Schweinsbraten með súrkáli og
knödel. Dónárdalurinn er frægur fyr-
ir hvítvínið sitt og heimsóttum við
vínbónda sem framleiðir eðalvín til að
smakka á framleiðslu hans. 14. júní
var fijáls dagur hjá kórnum og var
farið í gönguferð um miðborg Vínar-
borgar og helstu byggingar skoðað-
ar. Stefánsdómkirkjan var heimsótt
og borðað í Augustinuskeller fyrir
aftan Staatsoper. Um kvöldið fóru
flestir í óperuna og nutu listagyðj-
unnar eins og hún gerist best.
Dagurinn eftir var tekinn snemma
og farið í frekari skoðunarferðir, m.a
að sumarhöll keisarans, Schönbrunn,
og í Stadtpark. Við hvert tækifæri
var sungið við minnismerid gömlu
meistaranna þeim til heiðurs. Um
kvöldið voru svo haldnir tónleikar í
Vín á vegum Austurrísk-íslenska fé-
lagsins og íslensk-austurríska fé-
lagsins og fer umfjöllun sem birtist
um þá í Klostemeuburger Zeitung
hér á eftir: „Tónskáldið og íslands-
vinurinn Helmut Neumann er forseti
Austurrísk-íslenska félagsins og
beitti hann sér fyrir því að Reykja-
lundarkórinn frá íslandi héldi tón-
leika í Vínarborg, nánar tiltekið í
Waisenhauskirche. Kirkjan er þekkt
fyrir að við vígslu hennai’ var frum-
flutt Messa í c-moll eftir W.A. Mozart
og stjómaði Mozart flutningnum
sjálfur, aðeins 12 ára gamall. Tónleik-
ar Reykjalundarkórsins voru haldnir
í tilefni af þjóðhátíðardegi íslendinga
og þúsund ára hátíð vegna kristni-
töku Islendinga. Boðið var upp á
mjög fjölbreytta efnisskrá, en þar gaf
að heyra íslensk þjóðlög ásamt verk-
um eftir A, Brackner, E. Grieg, I.
Stravinsky o.fl. Það sem vakti sér-
staklega athygli var að kórinn hefur
mjög góðar þjálfaðar raddir, bjartan
og skýran samhljóm og stjómandi
kórsins, Símon H. Ivarsson, túlkaði
hvert verk fyrir sig af miklu næmi.
Sérstaklega athyglisverð vora kórall-
inn Heyr himnasmiður eftir Þorkel
Sigurbjömsson, Locus iste eftfr A
Brackner og Vorið eftir E. Grieg, en í
því vakti Asdís Amalds athygli í
sópraneinsöngskafla verksins.“
Hingað ætla ég
að koma aftur
Eftir tónleikana var farið í
Grinzing - vínþorp í útjaðri Vínar -
sem margir ferðamenn heimsækja til
þess að eiga góðar stundir, borða og
bragða á Heurigen-víni, sem er vín-
framleiðsla bænda frá síðustu upp-
skeru. Þar var fagnað af öllum lífs og
sálar kröftum, sungið og hlegið. 16.
júní var haldið af stað til syðsta hluta
Austurríkis sem heitir Kámten. Þar
var gist í fallegum bæ sem heitir
Klagenfurt sem við sáum því miður
reyndar lítið, því kórinn hélt tónleika
þetta sama kvöld í nálægri borg sem
heitir Villach. Þar tóku á móti kóm-
um Orthulf Pranner, sem starfaði í
mörg ár við Háteigskirkju í Reykja-
vík, og kona hans, Ellen Martin
sópransöngkona. Tónleikamir vora
haidnir í Evangelische kirche in
Stadtpark, fallegri en lítilli kirkju
sem hafði fallegan hljómburð. Kóm-
um var veí fagnað í lok tónleikanna
og kór á staðnum óskaði eftir sam-
starfi við okkur í framtíðinni. Eftir
tónleikana var kfrkjan sem Orthulf
starfar við heimsótt og hljómburður-
inn kannaður með einu Ave Maríu-
lagi og var hann himneskur. Það
leyndi sér ekki að fólkið var orðið dá-
lítið þreytt eftir strangan dag og var
setið aðeins stutta stund úti við á veit-
ingastað í annars Ijómandi fallegum
miðbæ Villach.
Daginn eftir var keyrt aftur til
Munchen, en ekið var um stórkost-
legt landslag Alpanna og mátti oft
heyra fólk andvarpa og segja: „Hing-
að ætla ég að koma aftur.“ Á leiðinni
hélt hópurinn upp á 17. júní með fán-
um og blöðram og þjóðsöngurinn var
að sjálfsögðu sunginn. Keyrt var
meðfram bökkum Wörtersee, fallegs
vatns í nálægð við Klagenfurt, og
Hallstadt heimsótt, sem er heillandi
fjallaþorp í Salzkammergut sem
stendur við rætur hárra fjalla og á
bökkum stöðuvatns, algjör drauma-
staður, en stoppað var allt of stutt við.
Að kvöldi 18. júní var flogið heim en
dagurinn notaður til að skoða mið-
borgina í Munchen og fangabúðir
nasista í Dachau vora einnig skoðað-
ir. í ferðinni höfðu allir farþegar ein-
hver hlutverk til að skemmta hópn-
um, sem ekki er hægt að gera skil í
stuttri grein, en fullyrða má að ferðin
gekk í alla staði mjög vel og allir
flugu heim sælir og glaðir.
HL J ÓMMIKILL
BÁSÚNULEIKUR
TOJVLIST
Listasafn Sigurjóns
() I a f s s o n a r
SAMLEIKUR Á BÁSÚNU
OG PIANÓ
Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Jud-
ith Þorbergsson fluttu verk eftir
Besozzi, Jargensen, Tomasi, Jong-
en og C.M. von Weber. Þriðjudag-
urinn 25. júlí, 2000.
BÁSÚNAN er eitt af elstu
hljómsveitarhljóðfæranum og
fyrst til að fá á sig endanlega
mynd og var framgerð hennar á
miðöldum nefnd Sacbut, sem mun
vera dregið af spánska orðinu
„sacabuche", dragrör. Trombone-
nafnið er dregið af nafni tromp-
etsins en básúna sækir upprana
sinn í latneska heitið „buccina“, er
var lúður sem þekktur var meðal
Rómverja. Bjallan á elstu básún-
unum var minni en nú gerist og
því var hljómur slíkra hljóðfæra
frekar mjúkur, enda tóku menn
snemma að nota þetta hljóðfæri
til flutnings alvarlegrar tónlistar,
á meðan trompetar og horn vora
meira notuð til að leika „signal“-
strófur. Giovanni Gabrieli var
fyrstur alvarlegra tónskálda til að
skrifa sérstaklega fyrir básúnu
um 1600 og Praetorius tilgreinir
þrjár gerðir básúna; alt, tenor og
bassa. Bach og Hándel notuðu
lítillega básúnur og þá aðallega
samtóna við söngraddir en fyrstur
til að nota básúnur samhljómandi
undir söng varð Gluck, í aríunni
„Divinite du Styx“ í óperunni Al-
ceste. Beethoven varð fyrstur til
að nota básúnu í sinfóníu, þ.e. í
lokakafla fimmtu sinfóníunnar, og
síðan þá og sérstaklega eftir 1850,
er Berlioz og Wagner höfðu tekið
hana upp á arma sína, hefur bás-
únan verið mikilvægt hljóðfæri í
sinfónískri tónlist, þar sem mikil
not hafa verið fyrir þrumandi
dómsdagskraft og seiðmagnaða
hljómmýkt, sem er aðal þessa
merkilega hljóðfæris.
Á tónleikum Ingibjargar Guð-
jónsdóttur og Judith Þorbergsson
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
sl. þriðjudag var básúnan í aðal-
hlutverki og hófust tónleikarnir á
sónötu í B-dúr fyrir altbásúnu og
píanó eftir Alessandro Bezozzi
yngri (1702-93), er var frægastur
ættingja sinna, sem allir voru
sérfræðingar í óbóleik. Alessan-
dro yngri samdi fjöldann allan af
sónötum og er sónatan, sem Ingi-
björg og Judith fluttu, ágætt verk
sem Ingibjörg lék þó einum of
sterkt, en sterkur og stundum
„sprunginn“ tónn einkenndi meg-
inhluta flutnings hennar, sem er
einkennilegt, því fáir lúðrar búa
yfir eins mikilli tónmýkt og bás-
únan þótt þrama hennar geti ver-
ið ógnþrangin.
Rómansa eftir Axel Jprgensen
var að mörgu leyti fallega flutt og
sömuleiðis fyrsti kafli úr konsert
eftir Henri Tomasi (1901-71),
Rómarverðlaunahafa árið 1927 í
tónsmíðum og hljómsveitarstjóra
og var þarna um að ræða tónsmíð
er var kröfuharðari fyrir píanóið
en fyrri verkin. Sama má segja
um Aríu og pólónesu eftir Joseph
Jongen (1873-1953), er einnig
hlaut Rómarverðlaunin 1897 og
vora þessar tónsmíðar að mörgu
leyti vel fluttar, þó með allt of
miklum styrk á básúnuna.
Lokaverk tónleikanna var Róm-
ansa eftir Carl Maria von Weber
(1786-1826). Hann var upphafs-
maður þýsku óperunnar með
Töfraskyttunum og samdi mikið
af konsertum, sem margir hverjir
hafa notið vinsælda fram á okkar
daga. Þetta fallega lag eftir
Weber var best leikna verkið á
tónleikunum og þar mátti heyra á
köflurn þá „syngjandi“ sem básún-
an býr yflr.
Ingibjörg er efnilegur básúnisti
og lék af öryggi, þótt styrkurinn
og þar með hljómblærinn hafí ver-
ið helst til einlitur, þegar til heild-
arinnar er litið. Af því að listin er
lífstíðarviðfangsefni verður fróð-
legt að fylgjast með því hvernig
Ingibjörgu tekst að vinna úr því
sem hún hefur þegar tileinkað
sér. Judith Þorbergsson lék af
öryggi, enda reyndur undirleikari
og hafði hún oft töluvert umleikis,
sérstaklega í verkunum eftir Tom-
asi og Jongen, sem voru í raun
meginviðfangsefni tónleikanna
hvað snertir gæði tónsmíðanna.
Jón Ásgeirsson