Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 35

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 35 ____________________LISTIR Stærsti vandinn að velja og hafna OPNUNARTÓNLEIKARNIR voru vitaskuld hápunkturinn íyrsta dag Bach-hátíðarinnar en seinna um kvöldið var slegið upp mikilli tónlist- arveislu á götum og torgum borgar- innar og hún stóð fram á nótt. Tón- listarmenn Leipzigborgar léku tónlist Bachs og annarra tónskálda af hjartans lyst fyrir fjölmarga vegfar- endur í miðborginni. Ekki svo að skilja að Bach hafi verið einráður í næturlífinu, en Leipzig var án nokk- urs vafa miðpunktur Bachheimsins þetta fallega kvöld og verður það áfram næstu daga. Ótrúlegur fjöldi framúrskarandi tónlistarmanna leggur leið sína til Leipzig á meðan á hátíðinni stendur til að syngja og leika verk meistarans. Eftirfarandi upptalning á tónleikum sem þegar hafa verið haldnir og viðburðum sem eru framundan kann að gefa ein- hverja mynd af fjölbreytileika dag- skrárinnar. Masaaki Suzuki og Bach Colleg- ium hans frá Japan flutti lipurlega tvær af hinum stórskemmtilegu og allt of lítið þekktu veraldlegu kantöt- um Bachs í hinu frábæra tónleikahúsi Leipzigborgar, Gewandhaus, á laug- ardagskvöldið. Á sama tíma beindu Ekki svo að skilja að Bach hafí verið einráður í næturlífínu, en Leipzig var án nokkurs vafa miðpunktur Bachheims- ins þetta fallega kvöld, segir Halldór Hauks- son, sem heldur hér áfram að fjalla um fyrstu viðburði Bach- hátíðarinnar í Leipzig. Hermann Max og Reinisehe Kantor- ei augum sínum að þremur af sonum Bachs í Nikulásarkirkjunni, aðal- kirkju borgarinnar á dögum Bachs. Á hlýjum og sólríkum sunnudeginum var efnt til sögugöngu á milli nokk- urra þekktra staða úr Bachsögunni. Félagar Háskólakórsins í Leipzig brugðu sér í átjándu aldar búninga og leiddu fylldnguna með söng og dansi. Göngunni lauk á jámbrautar- stöðinni, þar sem efnt var til tónleika með lúðrablæstri (Friedemann Im- mer og félagar) og kantötuflutningi. Eins og gefur að skilja var þar einnig um að ræða veraldlegar kantötur, enda rímaði klæðnaðm1 kórfélaga vel við fjöruga hyllingartóna. Aðdáendur kirkjukantatanna þurfa þó aldeilis ekki að örvænta í Leipzig. Á sunnu- dagskvöldið voru t.d. tvær þeirra fluttar í Tómasarkirkjunni af Tómas- arkómum, sem var í jafn ágætu söngstuði og á opnunartónleikunum, og hinni þróttmiklu Akademie fúr Al- te Musik í Berlín. Tónleikamir vom merkir að því leyti að kórinn söng þama í fyrsta sinn með tónlistar- mönnum sem leika á „upprunaleg" hljóðfæri og í barokkstÚlingu, eða öllu heldur í fyrsta sinn síðan á dög- um Bachs. Stóra spumingin er svo hvort hann hefði þekkt tónana sína betur í þessum búningi en þeim sem tíðkast hefur undanfamar aldir. Hollendingar og Bandaríkjamenn Ton Koopman frá Hollandi er sjálf- sagður gestur á hátíðinni. Hann flutti smáverk ásamt félaga sínum, bassa- Morgunblaðið/Ragnheiður Bach er upp um alla veggi í Leipzig þessa dagana. söngvaranum Klaus Mertens, í gamla kauphallarsalnum á sunnu- deginum en fór svo fyrir Barokkkór og -hljómsveit Amsterdamborgar í Nikulásaridrkjunni kvöldið eftir. Stærsta vandamál Baehvinarins í Leipzig þessa dagana er að velja og hafna. Á meðan Hollendingamir sungu kantötur fluttu Bandaríkja- maðurinn joshua Rifldn og félagar m.a. Magnificatið í Tómasaridrkj- unni. Rifkin er þekktur fyrir óvenju- legar hugmyndir um túlkun á tónÚst Bachs (aðeins einn söngvari í hverri rödd kórsins og þar fram eftir götum) og er einn þeirra framúrskarandi Bachtúlkenda sem taka þátt í pall- borðsumræðum í dag, þriðjudag. Þar verður einnig hinn virti Gustav Leon- hardt, sem heldur sembaltónleika á fimmtudagskvöldið. Enn lenda hátíð- argestir í vandræðum, því ólíklegt er að Jóhannesarpassían hafi mnnið sitt skeið á enda í flutningi Útvarpskórs- ins í Leipzig og Gewandhaushljóm- sveitarinnar undir stjóm Herberts Blomstedts þegar Leonhardt byrjar að töfra fram tóna úr sembalnum. Slíkir árekstrar em þó léttvægir þ'egar framundan em hápunktar eins ogTónafómin með Kuijkenbræðrun- um, Fúgulistin með Musica Antiqua Köln (sem sótti íslendinga heim í fyrra) og Matteusarpassían með Collegium Vocale og Philippe Herre- weghe. Auk alls þessa er boðið upp á einleiks-, kammer-, hljómsveitar- og kórtónleika og tónlistarguðsþjónust- ur allan liðlangan daginn, að ekki sé talað um tónleikaferðir í kirkjur og hallir í nágrenni Leipzig. Þeim sem finnst gaman að heyra gömlu stykkin hans Bachs í nýjum sveiflubúningi djassara hafa úr miklu að moða á há- tíðinni og þeir sem em búnir að fá nóg af tónlist í bili geta skoðað ein- hverjar af Bachsýningunum sem er að finna í söfnum borgarinnar. Þær em alls ellefu talsins! Það verða ekki einungis Leipzig- búar og 30.000 gestir hátíðarinnar frá öllum heiminum sem fá tækifæri til að fylgjast með þessum stóra við- burði. Ríkissjónvarpsstöðvar Evrópu hafa tekið sig saman um að sjónvarpa efni tengdu Bach í heilan sólarhring á dánardeginum 28. júlí. Hápunktur dagskrárinnar verður bein útsending frá Leipzig um kvöldið og er rétt að benda á að Ríkissjónvarpið er ein þeirra sjónvarpsstöðva sem taka þátt í þessu mikla Bachmaraþoni. Italskir tónlistarnemar TÖNLIST Langholtskirkja KÓR OG HLJÓMSVEIT Háskólakórinn og -hljómsveitin Collegium Musicum Almae Matris í Bologna á Ítalíu fluttu Sinfonia di Bologna og Ave Maria eftir Rossini, Notturno eftir Martucci, Siegfried Idyll eftir Wagner og Requiem eftir Dumflé. Kórstjóri: David Winton. Hljómsveitarstjóri: Barbara Man- fredini. Þriðjudag kl. 20.00. COLLEGIUM Musicum Almae Matris heita kór og hljómsveit há- skólans í Bologna á Italíu. Þessi hóp- ur hélt tónleika í Langholtskirkju á þriðjudagskvöldið í boði okkar Há- skólakórs, sem heimsótti Bologna KVIKMYJVDIR H á s k ó I a b í ó BLÓÐBAÐ „BLEEDER" ★ ★★ Leikstjórn og handrit: Nicolas Winding Refn. Aðalhlutverk: Kim Bodina, Rikke Louise Anderson, Levino Jensen og Mads Mikkelsen. Danmörk 1999. BLÓÐBAÐ eða „Bleeder" er önn- ur myndin í trílógíu Nicolas Winding Refn um vináttu og ást og traust en sú fyrsta var hráslagalegi eiturlyfja- tryllirinn „Pusher". I Blóðbaði fjallar Refn kannski fyrst og fremst um samskipti kynjanna, valdabaráttu milli kynjanna og vináttu og ást, sem hvort tveggja er brothætt í meira lagi. Refn er af nýrri kynslóð danskra fyrr í sumar. Bæði Reykjavík og Bo- logna eru Menningarborgir Evrópu í ár eins og varla hefur farið framhjá nokkrum manni. Fyrir hlé lék hljómsveit skólans undir stjórn Barböru Manfredini. Það var nærtækt að hljómsveitin flytti Sinfonia di Bologna eftir Ross- ini. Þetta er lítill og kátur forleikur í anda höfundarins og ekkert út á líf- legan flutninginn að setja annað en það hvað homin voru óhrein og óör- ugg í sínum innkomum. Strengirnh- voru fínir, og fyrsti klarinettuleikari sveitarinnar lék nokkrar sólóstrófur sérdeilis vel. Nætm-ljóð, eftir annan heimamann úr Bologna, Giuseppe Martucci, sem uppi var á seinni hluta síðustu aldar, var síðrómantískur kvikmyndagerðarmanna sem hafa nokkuð aðra sýn á veruleikann en eldri kynslóðin er gerði myndir þar sem danskur húmor réð ríkjum, gleð- in var við völd og mannlífið var kúnst- ugt og fyndið. Hér er eitthvað annað upp á tengingnum. Halda mætti að Refn væri reiður, ungur maður sem lægi margt á hjarta og væri sérstak- lega áfram um að koma því á fram- færi með skotvopn í hendinni. Myndin hans fjallar um fjóra vini sem allir virðast komnir á miðjan ald- ur en samt láta þeir eins og ungling- ar; hanga fyrir framan myndbanda- leiguna þar sem tveir þeirra vinna, horfa á gamlar ofbeldismyndir á fimmtudagskvöldum, rífast um hvort Fred Williams eða Steven Segal sé meiri töffari undir veðruðu auglýs- idyll; hrífandi snotur náttúrustemmn- ing sem hljómsveitarstjóranum unga tókst að byggja fallega upp að miklu klímaxi undir lok verksins. Hér voru þó homin enn í basli með innkomur sínar, en klarinettuleikarinn fékk enn að láta Ijós sitt skína í fallegum ein- leikslínum. Með Siegfried Idyll var færst fullmikið í fang, og flutningur verksins hreint ekki góður. Leikur hljómsveitarinnar var loðinn og am- öbulegur, vegna þess að hljómsveitar- stjórinn hafði augljóslega hvorki mót- að verkinu form né aðra músíkalska hugsun. Brothættur og viðkvæmur Siegfried vall þannig fram í salinn án þess að hægt væri að njóta snilldar Wagners í nokkrum mæli. Eftir hlé kom kórinn til sögunnar ingaskilti af Dynamite Dixie. Þeir eru um fertugt og það er eitthvað bros- legt við hvernig þeir láta, sorglegt líka en grátbroslegt fyrst og fremst. Þetta eru kallar sem misstu af lest- inni. Fundu aldrei brautarpallinn. Standa núna á götuhorni veðraðir og litlausir eins og gömul bíómynd sem enginn man lengur. Einn er í sambúð og líður illa vegna þess að honum finnst eins og konan hans sé að taka af honum völd- in þegar hún tilkynnir honum að hún sé ólétt eina ferðina enn og ætli ekki að láta eyða fóstrinu í þetta skiptið. Það setur hann í tröllslega fylu sem stigmagnast þar til hann sleppir sér algerlega. Bróðir konunnar er einn úr hópnum og þeir tveir takast á í blóðugu uppgjöri. Sá þriðji í hópnum og söng með orgelleik Ave Maria eftir Rossini, lítið lag sem var prýðilega flutt en nokkuð dauft. Kórinn og hljómsveitin fluttu svo ægifagra Sálu- messu eftir franska tónskáldið Duru- flé. Kórstjórinn, David Winton, hefur valið að móta kórhljómirm þannig að hann hljómi mjög ungur; ekkert víbrato á röddunum og tónninn beinn og tær. Kórinn söng hreint en tals- vert vantaði á að hljómurinn hefði nægilega fyllingu og dýnamík. Fyrir vikið var söngurinn oft daufur og lit- laus þótt margt væri vissulega fallega gert í verkinu. Bestu þættimir voru þeir þar sem mest reyndi á kórinn; þar sem hann fékk að láta heyra í sér og sýna líf og lit, eins og í Domine Jesu Christe og Libera me. Þekktasti er sérstaklega einrænn kvikmynda- áhugamaður sem hefur burði til þess að bjóða stelpu í bíó en enga burði til þess að standa við stefnumótið. Sá íjórði er hlutlaus, notar hárlakk á lubbann og passar upp á eiturhvassa bartana sína. Með þennan fína efnivið í höndun- um dregur Refn upp mjög öfgafulla, þunglyndislega og dökka mynd af mannlegum samskiptum þar sem minnsta álag á brothætt yfirborðið getur leitt til hörmunga. Hann geng- ur mjög langt þegar kemur að hefndardramanu en kemst upp með það á sinn ögrandi hátt. Leikstjórinn byggir upp þannig andrúmsloft að maður getur átt von á því versta á hverri stundu og leikurinn ýtir undir þá tilfínningu, er sérstaklega innlif- aður og þróttmikill. Tarantino gæti grátið af öfund. Arnaldur Indriðason þáttur verksins er Pie Jesu, sem að- eins er saminn fyrir einsöngvara, selló og orgelið. Einsöngvari úr röð- um altraddar kórsins söng prýðisvel eftir erfiða byijun, og leikur sellósins með söngröddinni var dásamlegur. Reyndai’ kom stór og hljómmikil rödd söngkonunnar talsvert á óvart, miðað við þann daufa hljóm sem kom annars frá altrödd kórsins. í heild má segja að meira púður hafí vantað í kórinn. Hljómurinn vai’ of daufur og linur miðað við stærð kórsins og augljósa getu. Hljómsveitin var prýðisgóð, og þegar stjórnandinn hafði tögl og hagldir í hendi sér og mótaða músík- hugsun lék hljómsveitin afbragðs vel. Það var annars ánægjuleg tilbreyting að heyra hljómsveitannúsík svona á miðju sumri, og heyra hvað unga fólk- ið á Italíu er að sýsla í tónlistinni. Bergþóra Jónsdóttir www.mbl.is Brothætt vinátta HREYSTI Skeifunni 19 ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL S. 568 1 71 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.