Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
fNtfgmiypIflifeife
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Ái’vakur hf., Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKÝRSLA FJÁRMÁLAEFTIRLITS
Morgunblaðið birti í heild í gær
skýrslu Fjármálaeftirlits
um viðskiptahætti Kaup-
þings. Tvær ástæður voru fyrir því að
Fjármálaeftirlitið tók skýrsluna sam-
an. Hin fyrri var sú að þann 27. ágúst
1999 óskaði Kaupþing eftir því við
Fjármálaeftirlitið að rannsakað yrði
hvort Kaupþing hefði brotið lög við
kaup og sölu á hlutabréfum í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins hf., þar
sem við sögu komu aðilar sem voru í
svonefndri fjárvörzlu hjá Kaupþingi.
Hin síðari var að Fjármálaeftirlitið
sjálft tilkynnti forsvarsmönnum
Kaupþings að það hygðist taka fjár-
vörzlu Kaupþings til skoðunar.
Aðdragandi óska Kaupþings sjálfs
um rannsókn var sá að í opinberum
umræðum hafði því verið haldið fram
að fyrirtækið hefði notfært sér að-
stöðu sína með því að kaupa hlutabréf
í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. í nafni einstaklinga sem voru í
fjárvörzlu hjá fyrirtækinu. Síðan
hefði fyrirtækið selt sjálfu sér þessi
bréf að verulegu leyti en þó ekki að
öllu leyti á nokkru hærra gengi,
þannig að viðkomandi einstaklingar
hefðu fengið nokkurn hagnað í sinn
hlut. Sá hagnaður viðskiptavina
Kaupþings hefði hins vegar verið
smámunir samanborið við hagnað
Kaupþings sjálfs af því að eignast
þessi bréf eins og verð hlutabréfanna
hefði þróazt.
A þeim tíma sem þessar ásakanir
komu fram á hendur Kaupþingi héldu
forráðamenn fyrirtækisins því fram
að viðskiptavinir þeirra hefðu hagn-
ast á viðskiptunum án þess að taka
nokkra áhættu og er það staðfest í
skýrslunni. Fyrirtækið sjálft hefði
tekið alla áhættuna og ekki hefði ver-
ið hægt að sjá fyrir á þeim tíma að
verð bréfanna mundi hækka svo
mjög.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær má segja að niðurstaða skýrslu
Fjármálaeftirlitsins hafi verið tví-
þætt. Annars vegar kemur þar fram
að framkvæmd og skipulag fjárvörzlu
Kaupþings sé í traustum farvegi og
geta forráðamenn fyrirtækisins aug-
ljóslega verið ánægðir með þá um-
sögn.
Hins vegar er að finna í skýrslunni
alvarlega gagnrýni á viðskiptahætti
Kaupþings hinn 12. nóvember árið
1998, þegar viðskiptin með hlutabréf-
in í FBA fóru fram. Um þau viðskipti
segir í skýrslu Fjármálaeftirlitsins:
„Með hliðsjón af framangreindu telur
Fjármálaeftirlitið að viðskipti Kaup-
þings hf. fyrir eigin reikning við fjár-
vörzluþega á þess vegum, þann 12.
nóvember 1998, hafi ekki verið í sam-
ræmi við eðlilega og heilbrigða við-
skiptahætti sbr. 15. gr. laga nr. 13/
1996 og almennar reglur um góða við-
skiptahætti.“
Með þessum orðum gengur Fjár-
málaeftirlitið ekki svo langt að segja,
að Kaupþing hafi brotið tilvitnaða
lagagrein en engu að síður felst í
þessum orðum hörð gagnrýni á við-
skiptahætti Kaupþings þennan til-
tekna dag.
í 15. gr. laga um verðbréfaviðskipti
frá 1996 segir m.a. svo: „Fyrirtæki í
verðbréfaþjónustu skulu kappkosta
að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart
viðskiptamönnum sínum í starfsemi
sinni og ber þeim ávallt að haga störf-
um sínum þannig, að viðskiptamenn
njóti jafnræðis um upplýsingar, verð
og önnur viðskiptakjör í verðbréfa-
viðskiptum. Skulu viðskiptamönnum,
að teknu tilliti til þekkingar þeirra,
veittar greinargóðar upplýsingar um
þá kosti sem þeim standa til boða.“
Það er sjálfsagt lengi hægt að rök-
ræða um það hvernig líta beri á við-
skipti Kaupþings við þá aðila sem
voru í fjárvörzlu hjá fyrirtækinu
þennan dag í ljósi fyrrnefndrar laga-
greinar. Oumdeilt er að viðskiptavin-
ir Kaupþings högnuðust á þessum
viðskiptum en jafn óumdeilt er að fyr-
irtækið sjálft hagnaðist meira.
Ekki fer á milli mála að það er
sannfæring forsvarsmanna Kaup-
þings að þeir hafi haft allan rétt til að
stunda viðskiptin með þessum hætti
og sjái ekkert óeðlilegt við þau.
Aðrir munu spyrja hvar það verð-
bréfafyrirtæki sé á vegi statt sem láti
ekki hagsmuni viðskiptavina sinna
vera ofar öllum öðrum hagsmunum
og þá ekki sízt eigin hagsmunum fyr-
irtækisins.
Það er niðurstaða Fjármálaeftir-
litsins að einmitt þessir viðskipta-
hættir hafi ekki verið „í samræmi við
eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti“
og í því sambandi er vitnað til áður til-
vitnaðrar lagagreinar.
Kaupþing hf. kemst ekki hjá því að
horfast í augu við þessa niðúrstöðu
Fj ármálaeftirlitsins.
Önnur megingagnrýni Fjármála-
eftirlitsins er sú að ólíkri starfsemi
innan vébanda fyrirtækisins hafi ekki
verið haldið nægilega aðskildri. For-
svarsmenn Kaupþings eru ósammála
þeirri gagnrýni. Umræddan við-
skiptadag, 12. nóvember 1998, hafi
svonefndir sjóðsstjórar, sem ráðstafa
og ávaxta fé fjárvörzluaðila, tekið
sjálfstæðar ákvarðanir óháðar öðru
sem var að gerast í fyrirtækinu þenn-
an dag.
Einmitt vegna þessarar röksemdar
veldur lýsing Fjármálaeftirlitsins á
atburðarásinni innan Kaupþings
þennan tiltekna dag fyrir tæpum
tveimur árum verulegum áhyggjum.
Sú lýsing gefur til kynna að þessi að-
skilnaður sé ekki jafn afdráttarlaus
og skýr og haldið hefur verið fram.
Á undanförnum mánuðum hafa
komið upp nokkur mál sem benda til
þess að nauðsynlegt sé að setja skýr-
ari ramma utan um starfsemi fjár-
málafyrirtækjanna. Auk skýrslu
Fjármálaeftirlitsins um Kaupþing má
minna á miklar umræður fyrr á þessu
ári um verklagsreglur í fjármálafyr-
irtækjum, sem í sumum tilvikum,
t.a.m. í Búnaðarbankanum, höfðu
verið brotnar með þeim hætti að óvið-
unandi var talið og það sjónarmið sett
fram af Fjármálaeftirliti að umrædd
viðskipti ættu að ganga til baka.
Fjármálafyrirtækin, sem mörg eru
ung að árum, hafa átt mikinn þátt í
þeim gífurlegu breytingum sem orðið
hafa í íslenzku viðskipta- og atvinnu-
lífi á þessum áratug. Það er ótvírætt
hagur þeirra sjálfra að gera nú í ljósi
þess sem fram hefur komið nýjar og
ákveðnar ráðstafanir til þess að bæta
úr því sem bersýnilega er ábótavant í
rekstri fyrirtækjanna.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Áfellisdómur
yfír fyrirtækinu
DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra segir
að skýrsla Fjármála-
eftirlitsins sé áfellis-
dómur yfir Kaupþingi
hf. í tveimur veiga-
miklum atriðum.
„Annars vegar
kemur fram að nokk-
ur grundvallaratriði
laga um starfsemi
fj ármálafyrirtækj a
eru brotin og hins
vegar að fyrirtækið
gekk á svig við al-
menna og heiðarlega
viðskiptahætti," segir
hann.
Forsætisráðherra segir að einnig
í þeim þáttum málsins sem hljómi
eins og fyrirtækið hafi hreinan
skjöld komi í ljós við nánari skoðun
að gengið hafi verið fram með eigin
hagsmuni að leiðarljósi, ekki hags-
muni viðskiptavinarins.
„Jafnvel þótt talað
sé um að viðskipta-
menn félagsins hafi
hagnast er ljóst að sá
hagnaður var óveru-
legur, miðað við hagn-
að fyrirtækisins
sjálfs," segir Davíð.
Davíð segir að þýð-
ingarmikið sé að þess-
ar staðreyndir liggi
fyrir. „Skýrslan var
unnin að beiðni þessa
fyrirtækis. Sögunni
fylgdi að óskað væri
eftir afsökunarbeiðni
frá forsætisráðherra
þegar skýrslan lægi
fyrir. Mér sýnist að einhverjir aðrir
ættu að biðjast afsökunar og þá
fyrst og fremst beina orðum sínum
til viðskiptavina sinna og viðskipta-
lífsins í heild,“ segh' hann.
Davíð segir yfirlýsingu Kaup-
þings í Morgunblaðinu í gær koma
sér á óvart. „Mér finnst eins og for-
ráðamenn fyrirtækisins séu veru-
leikafirrtir og lifi í draumaheimi.
Þeir virðast ekki átta sig á þeim
þunga áfellisdómi sem kemur fram
í skýrslunni. Ég vonaðist til þess að
fyrirtækið myndi af þessu læra.
Það hefur staðið sig vel í ýmsum
málum á sínu sviði og hefur á að
skipa mörgu góðu og hæfu starfs-
fólki. Þarna varð því illilega á í
messunni og því ættu forsvars-
menn þess að lofa bót og betrun,
frekar en berja höfðinu við stein-
inn,“ segir forsætisráðherra.
Hann segir Fjármálaeftirlitið
fara mjög mjúkum höndum um fyr-
irtækið, miðað við aðdragandann í
skýrslunni. „Ég tel að það hafi ver-
ið eftir atvikum rétt; markaðurinn
er ungur hér á landi, en þá er fárán-
legt að forsvarsmenn átti sig ekki á
skilaboðunum sem í skýrslunni fel-
ast,“ segir Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra.
Davíð Oddsson
Valgerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra
Tekið á álitaefnum
í drögum FME
VALGERÐUR Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, seg-
ir að í 3. kafla að drög-
um nr. 1/2000 að verk-
lagsreglum, sem
Fjármálaeftirlitið hafi
birt á heimasíðu sinni
og óskað eftir umsögn-
um um, sé fjallað um
verðbréfaviðskipti fjár-
málafyrirtækja fyrir
eigin reikning. „Þar er í
14. mgr. tekið á því at-
riði, þegar eigin hags-
munir fjármálaíyrir-
tækis af viðskiptum við
íjárvörsluaðila eru fyr-
h'fram til þess fallnir að valda vafa
um óhlutdrægni íyrirtækisins, eða
vafa á að hagsmunir fjárvörsluaðil-
ans séu í fyrirrúmi," segir ráðheira.
Valgerður segir að samkvæmt
lögum nr. 13/1996 um verðbréfavið-
sMpti eigi fyrirtæki í verðbréfaþjón-
ustu að setja sér reglur um tilteMn
atriði, en tilgangur þessara reglna sé
að koma í veg fyrir hagsmuna-
árekstra í starfsemi fjármálafyrir-
tækja og draga úr hættu á hlut-
drægni við meðferð og afgreiðslu
mála. Reglurnar séu háðar staðfest-
ingu Fjármálaefth-litsins. „Við-
sMptaráðuneytið kemur því ekM
með beinum hætti að setningu þess-
ara reglna en fylgist að sjálfsögðu
náið með gangi málsins. Fjármála-
eftirlitið hefur sérfræðiþekMngu á
þessu sviði og geri ég ráð fyrir því að
við setningu reglnanna verði teMð
mið af málum sem upp hafa komið að
undanförnu," segir Valgerður.
Hún segist telja þá reglu sem
fram kemur í 14. mgr. draganna vera
af hinu góða og til þess fallna að auka
trúverðugleika markaðarins. „Regl-
an byggist að nokkru leyti á mati
fjármálafyrirtækis hverju sinni, en
eins og fram kemur í athugasemdum
Fjármálaeftirlitsins eru gerðar ríkar
kröfur til fjármálafyrirtækja um mat
á þessum hagsmunum. Að öðru leyti
treysti ég því að Fjármálaeftirlitið
muni sjá til þess að þær reglur sem
settar verða muni tryggja vönduð
vinnubrögð og starfshætti fjármála-
fyrirtækja," segir hún.
„Síðastliðið vor lagði ég fram
frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 13/1996, um verðbréfavið-
sMpti, sem samþykkt voru á vor-
þingi sem lög nr. 99/
2000. Tilgangur þess-
ara lagabreytinga var
m.a. að styrkja enn
frekar verldagsreglur
fjármálafyrirtækja,
t.d. ákvæði um Mna-
múra, sbr. nú 15. gr.
laga nr. 13/1996, um
verðbréfaviðsMptí,"
segir Valgerður. Hún
segir að það sé hlut-
verk Fjármálaeftírlits-
ins að fylgja því eftir
að nánari reglur verði
settar um þessi mál-
efni.
Að sögn Valgerðar
samþykkti Alþingi þingsályktun á
vorþingi um setningu siðareglna í
viðskiptum á fjármálamarkaði.
„Samkvæmt ályktuninni skal við-
sMptaráðherra kanna hvort stofnan-
ir og fyrirtæki á fjármálamarkaði
hafi sett sér siðareglur í samræmi
við tOmæli framkvæmdastjómar
ESB frá 25. júlí 1977 um siðareglur
um viðsMpti með framseljanleg
verðbréf og almennt viðurkenndar
meginreglur FIBV um viðsMpta-
hætti í verðbréfaviðskiptum frá
1992. Ráðherra skal skila Alþingi
skýrslu um niðurstöðu könnunarinn-
ar í upphafi haustþings."
Valgerður segir að markmið tU-
mæla ESB séu að gefa viðmið fyrir
siðlegt athæfi innan sambandsins og
greiða með því fyiir virkri starfsemi
verðbréfamarkaða og gæta al-
mannahagsmuna. „ViðsMptaráðu-
neytið hefur óskað eftir upplýsing-
um frá fjármálafyrirtækjum í
skýrslu um þetta mál sem ég hyggst
leggja fram í haust; Fjármálafyrir-
tækin hafa verið beðin um upplýs-
ingar fyrir 25. ágúst næstkomandi,
þar sem fram skal koma hvort fjár-
málafyrirtæM hafi sett sér siðaregl-
ur eða aðrar reglur um heiðarlega og
eðlUega viðsMptahættí; aðrar en þær
siðareglur sem_ gilda fyrir þingaðila
sbr. reglur VÞÍ nr. 5 frá 1. júlí 1999
og verMagsreglur skv. 15., 21. og 24.
gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfavið-
sMpti. Hafí fjármálafyrirtæM sett
sér siðareglur, hvert sé þá megin-
inntak þeirra reglna." Hún segist
vona að sú skýrsla sem lögð verður
fram í haust verði til þess að tryggja
enn frekar vönduð vinnubrögð og
starfshætti fjármálafyrirtækja.
Valgerður
Sverrisdóttir
Ekki þörf
á ítarlegri
reglum
VILHJÁLMUR
Egilsson, for-
maður efnahags-
og viðskipta-
nefndar Alþing-
is, segist ekM
telja að þörf sé
nánari og ítar-
legri reglna en
drög Fjármála-
Vilhjálmur eftirlitsins að
Egilsson verMagsreglum
hafi að geyma.
„Ég sé ekM að
endUega sé þörf
á þeim. Mér sýn-
ist hafa verið
teMð á þeim at-
riðum sem FME
gagnrýnir hjá
íyrirtækinu,"
segir Vilhj álmur.
Vilhjálmur
telur ekM að
málið kalli á sérstaka lagasetningu.
„í reglum er kveðið á um að starfs-
menn fjármálafyrirtækja eigi að
gæta fyllstu óhlutdrægni og hafa
hagsmuni viðsMptavinarins að leið-
arljósi. Þetta ákvæði var styrkt síð-
astliðið vor,“ segir Vilhjálmur, „ég
held að reglugerðarþættinum hafi
ekki verið ábótavant í þessu máli,“
bætir hann við.
Hann segir að svo virðist sem
málið liggi ljóst fyrir. „Fjármálaeft-
irlitið segist ekki ætla að aðhafast
frekar og þá er það auðvitað fyrir-
tæMsins og viðskiptavina þess að
ákveða framhaldið," segir Vilhjálm-
ur.
Guðjón Rúnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Verslunarráðs,
segir að skýrsla Fjármálaeftirlitsins
kalli ekki á sérstaka lagasetningu
um verklagsreglur. Hann segir að
innan Verslunarráðsins hafi verið
settir á stofn fjórir verkefnahópar á
sviði fjármagnsmarkaðar í vetur.
„Þessir hópar skiluðu skýrslum í
vor og verður því starfi haldið áfram
í haust. Drög Fjármálaeftirlitsins að
veridagsreglum eru að hluta til af-
rakstur þessarar vinnu,“ segir hann.
Hann segir VerslunaiTáð fagna
því að tekið hafi verið á þessum mál-
um. „Hvort reglurnar eru nákvæm-
lega eins og þær bestai’ geta orðið er
erfitt að segja til um, en þær eru
fagnaðarefni. Þær munu vafalaust
þróast með markaðnum í framtíð-
inni.“ Hann segist ekM telja að
skýrsla Fjármálaeftirlitsins um við-
sMptahætti Kaupþings gefi tilefni
til sérstakrar lagasetningar.
VIORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 37
\ p,.w -w
HHi liSllllllf Wm^7mrniM'í:WÍ-. 1 i rfíutí 17 s u
Flestir talsmenn fjár-
málafyrirtækja telja
reglur fullnægjandi
í FRAMHALDI af skýrslu Fjármálaeftirlitsins (FME)
um skoðun á fjárvörslu Kaupþings hf„ sem birt var
hér í blaðinu í gær ásamt athugasemdum Kaupþings
hf„ leitaði Morgunblaðið álits forsvarsmanna íjár-
málafyrirtækja á því hvort skýrslan gæfi tilefni til
þess að frekari og nákvæmari reglur verði settar um
vinnubrögð og starfshætti fjármálafyrirtækja en gert
er ráð fyrir í drögum FME að nýjum verklagsreglum.
Eins og fram hefur komið safnaði Kaupþing áskrift-
um (kennitölum) til að kaupa í útboði FBA hf. fyrir
eigin reikning hinn 12. nóvember 1998. Óskað var eft-
ir skoðun manna á því hvort frásögn skýrslunnar af
atburðarásinni innan Kaupþings þennan dag sé vís-
bending um, að aðskilnaður ólíkrar starfsemi þar sem
hagsmunir geta rekist á, þ.e. Kínamúrar, sé ekki eins
skýr í starfsemi fjármálafyrirtækja og nauðsynlegt er,
Loks var leitað eftir áliti á því hvernig túlka bæri
15. grein laga númer 13 frá 1996 um verðbréfavið-
skipti, þar sem reynt er að tryggja hagsmuni við-
skiptamanna gagnvart fyrirtæki í verðbréfaþjónustu.
í umræddri grein kemur m.a. fram að verðbréfafyrir-
tæki skuli kappkosta að gæta fyllstu óhlutdrægni
gagnvart viðskiptamönnum sínum og gæta þess að
þeir njóti jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur
viðskiptakjör í verðbréfaviðsMptum. Sérstaklega var
innt álits á því hvenær fjármálafyrirtæki teldist hafa
brotið þessa lagareglu þegar upp komi álitamál þar
sem hagsmunir viðskiptavina og fjármálafyrirbekis-
ins vegna eigin fjárfestinga kunni að stangast á.
► Viðbrögð talsmanna fleiri fjármálafyri rtæ kj a/12
Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans
Reglurnar taka nægi-
lega á slíkum málum
„ÉG fæ ekM séð
annað en verklags-
reglur Fjármálaeftír-
litsins, eins og þær
hafa verið kynntar,
innihaldi eðlilegar
reglur til að taka á
málum sem þessum.
Hugsanlega eru
reglurnar of afmark-
andi þó við séum í
aðalatriðum sammála
þeim.
Ég held að þær
taki á öllum þeim at-
riðum sem mest voru
til umræðu síðastlið-
U
uui v ciui, oagði
Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóri
Landsbankans.
„Hins vegar vil ég
ekki tjá mig um ein-
stök atvik sem varða
samkeppnisaðilana,"
bætti hann við, „því
ég tel ekM rétt af
samkeppnisaðila að
gera það og sam-
sMpti út af einstökum
málum eigi að vera f
milli Fjármálaeftir-
litsins og þess fyrir-
tækis sem í hlut á.“
Halldór J.
Krisfjánsson
Jafet Olafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar hf.
Reglur nógu
ítarlegar
JAFET Ólafsson,
framkvæmdastj óri
V er ðbréfastofunnar
hf„ segir það sitt mat
að skoðun Fjármála-
eftirlitsins hafi tekið
alltof langan tíma.
Athuganir af þessu
tagi mættu vart taka
•lengri tíma en einn til
einn og hálfan mán-
uð. Jafet segir að þau
drög Fjármálaeftir-
litsins að nýjum verk-
lagsreglum fjármála-
fyrirtækja, sem fyrir
liggi, séu afar ítarleg
og taki á öllum þátt-
um í starfsemi fjármálafyrirtækja.
„Það hafa verið ágætar reglur
til að styðjast við og það er verið
að skerpa á þeim sem er aðeins til
góða fyrir markaðinn. Ég held að
reglurnar séu að öðru leyti alveg
nógu ítarlegar," segir Jafet. Hann
segir það jafnframt sitt mat að
reglur geti aldrei tekið á öllu sem
upp kunni að koma. Þar skipti líka
máli hvernig staðið sé að fram-
kvæmd mála. Fjármálaeftirlitið
hafi kveðið upp úr um það að
Kaupþing hafi starfað innan þeirra
heimilda sem fyrirtækið hafði og
samninga sem gerðir höfðu verið
við fjárvörsluþega þess.
Jafet telur ekki að frásögn í
skýrslu Fjármálaeftirlitsins, af
kaupum Kaupþings á hlutabréfum
í FBA fyrir fjárvörsluþega sína og
sjálft sig, sé til marks um að að-
skilnaður ólíkrar starfsemi, þar
sem hagsmunir geti rekist á, sé
ekki eins skýr í starfsemi fjár-
málafyrirtækja og
nauðsynlegt er.
„Þessi aðskilnaður er
skýr. Spurningin er
aðeins sú hversu
þéttir kínamúrarnir
eru þegar menn eru
með mjög fjölþætta
starfsemi. Spurning-
in er sú hvort þarna
hafi verið reistir nógu
háir múrar,“ segir Ja-
fet.
. Jafet setur fram
þá spurningu hver
eigi að túlka það hve-
nær 15. greinin sé
brotin. „Öll fjánnála-
umsýsla byggist á trausti og
hvernig menn fara með það traust.
Telji menn á sér brotið leita þeir
réttar síns. Mér vitanlega hafa
fjármálafyrirtækin komið til móts
við aðila hafi þau gert mistök. Við-
skiptavinurinn er fyrst og fremst
að leita eftir góðri og traustri
ávöxtun og það er niðurstaðan hjá
honurn." Jafet segir það ekki
skipta viðskiptavininn meginmáli
hvernig hans ávöxtun komi jafn-
framt fyrirtækinu til góða.
Jafet fullyrðir að í öllum fjár-
málafyrirtækjum leitist menn við
að fara eftir þeim heimildum sem
þeir hafi frá viðskiptamönnum sín-
um.
„Eins og ég þekki til er staðan á
þessum markaði góð en það er
ekki vanþörf á því að skerpa á
reglum um kínamúra og aðskilnað
ólíkrar starfsemi vegna hugsan-
legra hagsmunaárekstra," segir
Jafet.
Jafet Ólafsson
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hdl.
15. gr. afar vand-
meðfarið ákvæði
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ segir
í skýi-slu sinni að viðsMpti Kaup-
þings fyrir eigin reikning við fjár-
vörsluþega á þess vegum hafi ekki
verið í samræmi við eðlilega og
heilbrigða viðsMptahætti, sbr. 15.
gr. laga um verðbréfaviðskipti.
Morgunblaðið leitaði álits Jó-
hannesar Rúnars Jóhannssonar
héraðsdómslögmanns á því
hvemig túlka beri ákvæði 15. gr.
laganna. Hvenær fjármálafyrir-
tæM teljist hafa brotið þá reglu
þegar upp komi álitamál tengd
hagsmunavörslu þess fyrir við-
sMptamenn og eigin viðskiptum
fyrirtækisins.
Endanleg túlkun í
höndum dómstóla
Jóhannes Rúnar segir að 15. gr.
verðbréfaviðskiptalaga sé afar
vandmeðfarið ákvæði. Um sé að
ræða almennt orðað lagaákvæði
sem feli í sér nokkurs konar vísi-
reglu um það hvemig gott og
gegnt verðbréfafyrirtæki eigi að
haga störfum sínum. Sökum þess
hversu orðalag ákvæðisins sé al-
mennt og matskennt kunni inntak
reglunnar að breytast frá einum
tíma til annars, en það geti meðal
annars ráðist af tíðaranda á hverj-
um tíma og aðstæðum hverju
sinni. Skoðanir manna kunni þar
af leiðandi að vera skiptar um ein-
stök mál, en hið endanlega úr-
skurðarvald um túlkun ákvæðis-
ins sé ávallt í höndum dómstóla.
„Ég er þeirrar skoðunar að
fjármálafyrirtækjum beri að fara
með sérstakri gát er þau eiga við-
skipti fyrir eigin
reikning við þá aðila
sem hafa falið þeim
að gæta fjármuna
sinna með fjárvörslu-
samningum eða á
annan hátt. í 15. gr.
verðbréfaviðsMpta-
laganna eru talin upp
nokkur atriði, sem
fjármálafyrirtækjum
ber að hafa að leiðar-
ljósi í starfsemi sinni,
þar með talið að við-
skiptamenn skuli
njóta jafnræðis um
upplýsingar, verð og
önnur viðsMptakjör í
verðbrófaviðsMpt-
um,“ segir Jóhannes Rúnar.
Að hans sögn fela þau atriði
sem upp eru talin í lagaákvæðinu í
sér veigamiklar vísbendingar um
það hvers konar atriði koma til
skoðunar við mat á því hvort brot-
ið hafi verið gegn lagaákvæðinu í
tilteknu tilviki eða ekki. Verði
misbrestur á því að fjármálafyrir-
tæM virði þau atriði sem greinin
nefnir, t.a.m. með þeim hætti að
viðskiptamenn njóti ekki jafnræð-
is um upplýsingar, verð og önnur
viðsMptakjör, þ.e. ef einum við-
skiptamanni væri hampað en öðr-
um ekki, þá sé um að ræða skýrt
brot á 15. gr. laganna.
Lagagreinin ekki tæmandi
„Til viðbótar þeim atriðum, sem
sérstaklega eru nefnd í laga-
ákvæðinu sjálfu, kunna ýmis önn-
ur atriði að koma til athugunar við
mat á því hvort eðli- _
lega hefur verið
staðið að málum í til-
teknu tilviM eða
ekM. Lagagreinin er
því ekki tæmandi að
þessu leyti. Þannig
gæti það t.a.m. skipt
máli hvort tilteMn
viðsMpti eru eðlileg
með hliðsjón af
markaðsaðstæðum á
þeim tíma er þau
fara fram, til dæmis
hvað varðar kaup-
verð,“ segir Jóhann-
es Rúnar. Hann
bætir við að einnig
kunni að hafa þýð- ,
ingu hvort tiltekin viðskipti brjóti
í bága við efni fjárvörslusamnings
og/eða hvort þau eru viðsMpta-
manninum til fjárhagslegs tjóns
eða ekki.
„Við getum tekið ímyndað
dæmi af fjármálafyrirtæM sem
kaupir tiltekin hlutabréf af fjár-
vörsluaðila á genginu 80. Ef al-
mennt gengi í því félagi væri á
þeim tíma 120 teldust kaupin
vafalaust brot gegn 15. gr. verð-
bréfaviðskiptalaganna að mínu
mati. í síðastnefnda tilvikinu
mætti halda því fram að fjármála- -
fyrirtækið hefði misnotað það
trúnaðarsamband sem eðli máls
samkvæmt er á milli þess og ein-
stakra fjárvörsluaðila, sjálfu sér
til ávinnings og viðskiptamannin-
um til tjóns. Slík háttsemi felur
augljóslega í sér brot gegn um-
ræddu lagaákvæði.“
Jóhannes Rúnar
Jóhannsson hdl.