Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 "7----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Flugvöllur Islands Deilan um staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar er jyrst og fremst deila um byggðaþróun í landinu öllu, fremur en bara í Reykjavík. Það er hægt að færa góð rök fyrir því að Reykjavíkurflugvöll- ur ætti ekki að vera í Vatnsmýrinni. En það er líka hægt að færa góð rök fyrir því að hann eigi að vera þar áfram. Helstu rökin gegn því að flug- völlurinn sé þar sem hann er nú eru áreiðanlega þau að það er rneiri slysahætta af honum en ef hann væri fjær þéttri byggð. Þessi rök Reykvíkinga sem vilja völlinn burt eru sterk. Því hefur líka verið haldið - fram að völlurinn standi eðlilegri borgarbyggð fyrir þrifum og svo eru menn líka að hafa orð á því að það sé hávaðamengun af hon- um. Þetta tvennt eru ekki mjög góð rök. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson Helstu rök- in með því að völlurinn sé þar sem hann er eru þau að hann þjóni fyrst og fremst landsbyggðinni og jafni eftir því sem mögulegt er að- gengi landsbyggðarbúa að stofn- • unum sem þeir þurfa að sækja til rétt eins og aðrir landsmenn, en eiga sökum búsetu sinnar lengra að sækja en borgarbúar. Ef þessum rökum er fylgt eftir má halda því fram að deilan um staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar sé fyrst og fremst deila um byggðaþróun í landinu öllu, fremur en bara í Reykjavík. Vatnsmýrarvöllur er því flugvöll- ur Islands, en ekki bara Reykja- víkur. En aftur að mótrökunum og þá fyrst að meintri hávaðamengun. Hún er harla lítil ef málið er kannað nánar. Undanfarið hefur hún verið meiri en eðlilegt er sökum þess að einungis ein braut hefur verið í notkun, norður- suður brautin og það er einmitt í aðflugi úr norðri og flugtaki í norður sem vélar fljúga yfir Kvosina. Þar eð bara ein braut er £ notkun núna er flug yfir Kvosina því óvenju mikið og ekki hægt að nota það til að sýna fram á hversu mikill hávaðinn er undir venjulegum kringumstæðum. Þar að auki er umferð um Vatnsmýrarflugvöll í raun og veru mjög lítil ef miðað er við flugvelli við aðrar borgir. Sam- kvæmt tölum frá Flugmálastjórn voru svokallaðar flughreyfingar \ á flugvellinum í fyrra samtals um 75 þúsund, þar af áætlunar- og leiguflugs rúmlega 21 þúsund. Það er kannski ekki alveg sanngjarn samanburður, en í nýjarsta hefti ílugmálaritsins Airliner World er fjallað um flug- völlinn í Atlanta í Banda- ríkjunum, sem er þriggja millj- óna manna borg, en hann er sá völlur í heiminum sem hvað mest umferð er um. Þar voru £ fyrra skráðar yfir 900 þúsund hreyf- ingar (það sem heitir á ensku „aircraft operations.“) Og þessi /lugvöllur er ekki langt frá mið- borg Atlanta. Þar eru flugbrautir ekki tvær og ekki þrjár, heldur fjórar, og liggja samsíða, og þvi fleiri en eitt flugtak og ein lending í einu. Og sennilega er litið um æfinga- flug á smávélum frá þessum velli. I ljósi þess að umferð um Vatnsmýrarvöll er l£til i heildina, og þar að auki oft i og úr öðrum áttum en yfir borgina, verða rök- in um hávaðamengun harla lítil- væg. Það grefur svo enn undan þeim að næstum engin þotuum- ferð er um völlinn og hávaðasöm- ustu flugvélarnar sem um hann fara yfirleitt eru sennilega Fokk- erarnir. En þau rök, að aukin slysa- hætta fylgi vellinum, eru sterk- ari. Því er ekki nema eðlilegt að á þau sé hlustað og hugað að þeim möguleika að flugvöllurinn verði færður, eða, það sem öllu líklegra er, að innanlandsflug flytjist til Keflavíkurvallar. En rökin gegn slíkum flutningi eru ekki síður sterk, og þá fyrst og fremst þau sem að framan eru nefnd, um að tryggja verði sem jafnast aðgengi landsbyggðarbúa að opinberum stofnunum þjóðfé- lagsins sem er að finna í höfuð- borginni. Þetta er einfaldlega hluti af þeim skyldum sem á höf- uðborg hvíla, og harla nöturlegt fyrir þá sem búa úti á landi að heyra borgarbúa tala eins og um- ræddur flugvöllur varði bara Reykvíkinga. Því hefur verið haldið fram að það sé að láta tilfinningarnar ráða að segja flugvöllinn vera fyrst og fremst landsbyggðar- mál. Ekki blasir nú alveg við hvers vegna slíkt viðhorf á sér rætur í tilfinningum fremur en það viðhorf að flugvellinum fylgi hávaðamengun. Þess vegna er það ekki mjög sannfærandi mál- flutningur að saka landsbyggðar- fólk um tilfinningasemi umfram hina skynsamlega þenkjandi borgarbúa. En ef völlurinn verður færður fjær borginni og þar með fjær þeim opinberu stofnunum sem landsbyggðarmenn eiga rétt á að hafa jafnan aðgang að og borgar- búar, verður að gera aðrar ráð- stafanir til að auðvelda þann að- gang. Ef til dæmis innanlandsflug flyst til Keflavíkurvallar væri lágmarkskrafa að komið yrði upp hraðvirkum lestarsamgöngum milli vallarins og miðborgar Reykjavíkur, í ætt við það sem er milli Gardemoen-flugvallar norð- ur af Osló og nokkurra staða í borginni. Að vísu yrðu margir til að mótmæla slíku, og benda á að mikið tap er af rekstri þeirrar lestar og ekki búist við að hún hafi borgað sig fyrr en eftir fjög- ur ár. Auðvitað er ekki sjálfgefið að völlurinn eigi að vera þar sem hann er. Slysahætturökin eru sterk. En deilan er ekki aðeins milli borgarinnar og Flugmálast- jórnar, heldur liggur við að segja megi að þetta komi borgarbúum lítið við. Reykjavik er líka höfuð- staður landsbyggðarinnar, hvort sem borgarbúum líkar betur eða verr, og því hlutverki fylgja skyldur, en ekki bara þægindi. Andstaða við staðsetningu flugvallarins virðist því óhjá- kvæmilega fela í sér andstöðu við jafnt aðgengi að opinberum stofnunum fyrir fólk á lands- byggðinni. Þetta er áreiðanlega ekki með- vituð andstaða, heldur kemur hún sennilega frekar eins og óvart með í pakkanum. JÓN KR. JÓNSSON + Jón Kr. Jónsson fæddist á ísafirði 22. júlí 1922. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 19. júlí siðastliðinn. Foreldrai- Jóns voru hjónin Ásdís Katrín Einarsdóttir og Jón Ingigeir Guðmunds- son. Systkini Jóns eru: Anna, húsmóðir íHveragerði; Guðríð- ur, látin; Garðar, lát- inn; Elísabet, látin. Eftirlifandi eigin- kona Jóns er Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir, f. 5. nóvem- ber 1928. Börn þeirra eru: 1) Friðrikka Jónina, f. 16. júlí 1949, búsett í Seattle í Bandaríkjunum. Maki Steindór Harðarson. Börn hennar eru: Irene Sigríður, Allan Anthony, Brynja Kristín, Tanya Katrín. 2) Ásdís Hildur, f. 18. sept- ember 1952, búsett í Rvk., maki Sæmundur B. Árelíusson. Börn þeirra eru: Ingibjörg Þóra, Jón Óskar, Sigríður Ólöf, Ása Laufey. 3) Níels, f. 27. febrúar 1954, bú- settur á Seltjarnarnesi. 4) Þröst- ur, f. 24. apríl 1957, búsettur í Grindavík. Maki: Sigríður Gunnlaugs- dóttir, barn hans er Guðmundur Þór. 5) Jón Ingigeir, f. 21. nóvember 1958, bú- settur á Seltjamar- nesi. Sambýliskona: Anna Lísa Salómons- dóttir. Jón var búsettur á Isafirði til ársins 1983 er þau hjón fluttu til Reykjavík- ur. Jón stundaði sjó- mennsku alla sina starfsævi, á ýmsum bátum bæði fyrir vestan og einnig í Vestmannaeyjum, á stríðsárun- um var hann á togaranum Agli Skallagrímssyni og síðan á toga- ranum Gylli frá Flateyri. Um miðjan 7. áratuginn hóf hann út- gerð á rækjubát í ísafjarðardjúpi og vann við það þar til hann flutti til Reykjavíkur. Fyrir um 10 árum fór heilsu hans mjög að hraka og síðustu árin dvaldi hann á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveð ég með söknuði elsku- legan tengdaföður minn og besta vin, Jón Kr. Jónsson frá Isafirði. Jón Kr. var borinn og barnfædd- ur ísfirðingur og þangað leitaði hugur hans fram á síðasta dag, þar voru ræturnar og starfsævin. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyr- ir um 30 árum er ég réðst sem fram- kvæmdastjóri hjá rækjuverksmiðju O.N. Olsen á Isafirði, en þar lagði hann upp afla sinn, bæði rækju og hörpudisk. Jón var happasæll skip- stjóri og aflamaður alla tíð. Jón var einn af frumkvöðlum í hörpudisks- veiðum hér á landi, en hann veiddi í Breiðafirði fyrir fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi. Fljótlega eftir að við Jón kynnt- umst bauð hann mér heim í kaffi eins og svo mörgum öðrum fyrr og síðar en það má segja að ég hafi ekki farið síðan, því þar kynntist ég konu minni. Þau hjónin Jón og Sigríður voru miklir höfðingjar heim að sækja og stóð heimilið á Hlíðarvegi 26 opið fyrir gesti og gangandi og leið varla sá dagur að ekki væri gestur þar í mat og gistingu. Fólk laðaðist að þeim hjónum báðum enda afar hlýleg og elskuleg í öllu viðmóti og heimilið fallegt og rausn- arlegt. Oft hefur mér orðið hugsað til þessa heimilis og alls þess gesta- gangs sem þarna var, það var með ólíkindum hve vel gekk að fá þetta til að ganga upp og allir á heimilinu tóku þessu sem sjálfsögðum hlut. Jón var víðlesinn maður og haf- sjór af fróðleik, hann ræddi jöfnum höndum um heimspeki, sögu, landa- fræði og fiskirí og hafði mjög gaman af að kryfja málefnin til mergjar. Hann hafði sérstakt dálæti á öllum þjóðlegum fróðleik og íslendinga- sögunum. Hann var góður skákmaður og mikið teflt á heimilinu, hvert einasta kvöld um áraraðir komu sömu mennirnir á heimilið til þess að tefla, stundum var teflt á fleiri en einu borði. Teflt var fram að hátta- tíma og síðan hófst næsti vinnudag- ur á sjónum. Krakkarnir lærðu að tefla á unga aldri og síðan kenndi hann barnabörnunum manngan- ginn. Jón var lengi félagi í Skákfé- lagi ísafjarðar. Lífsbarátta almennings á fyrri hluta aldarinnar markaði lífsviðhorf Jóns og hneigðist hugur hans alla tíð að vinstri stefnu í stjórnmálum. Okkar stjórnmálaskoðanir fóru sjaldnast saman en allt var það þó á friðsömum nótum enda fannst Jóni bara gaman að rökræða við mig og gera heiðarlega tilraun til að snúa mér frá villu míns vegar, sem reyndar tókst ekki. Jón fór ungur á sjó. Á stríðsárun- um sigldi harin á Agli Skallagríms- syni en var síðan í nokkur ár á sjó frá Vestmannaeyjum, en honum lík- aði einstaklega vel í Vestmannaeyj- um og eignaðist þar góða vini sem héldu tryggð við hann alla tíð. Jón lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1951 og var eftir það stýrimaður og skipstjóri lengst af á togaranum Gylli frá Flateyri. Um miðjan sjöunda áratuginn hóf Jón eigin út- gerð á Isafirði er hann keypti bátinn Bryndísi sem reyndist mikið happa- skip, hann stundaði síðan rækju- og handfæraveiðar næstu 20 árin. Jón og Ole Olsen létu smíða rækjubát- inn Simon Olsen hjá Skipasmíða- stöð Marsellíusar Bernharðssonar á ísafirði og var hann á þeim tíma öfl- ugasti rækjubáturinn við Djúp. Einnig stóð Jón fyrir smíði tveggja 30 tonna báta hjá Vör á Akureyri en því miður reyndist ekki grundvöllur fyrir þá báta í djúpinu og voru þeir báðir seldir og reyndust eigendum sínum happafley. Útgerðarsögu Jóns lauk með útgerð á Pólstjörn- unni, báts sem hann minntist ætíð með gleði og stolti. Árið 1983 ákvað Jón að hætta sjómennsku og þau hjón fluttu búferlum til Reykjavík- ur. En sjórinn átti alltaf sterk ítök í Jóni og er ég fór þess á leit við hann að koma um borð sem stýrimaður og afleysingaskipstjóri á togara sem ég gerði út tók hann vel í það og hófst þá samstarf okkar á nýjan leik, okkur báðum til mikillar ánægju. Þá hófst stuttur en ánægju- legur kafli í lífi Jóns, siglt var með fiskinn ísaðan til Grimsby eins og forðum daga og hafði hann mjög gaman af þessum ferðum. Fyrir um 10 árum fór heilsu Jóns að hraka mikið og takmarkaðist þá mjög geta hans til að taka þátt í daglegu lífi og störfum en ekki minnkaði áhugi hans á fiskiríi og dagsins önn. „Hvað er að frétta af fiskiríi?" var gjarnan það fyrsta sem hann spurði um og síðan var spjall- að löngum stundum um gamla og nýja útgerðarsögu. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Eins og fyrr segir varð okkur Jóni vel til vina frá fyrstu stundu og fann ég alla tíð velvilja hans og vin- áttu. Hann reyndist mér sannur vel- gjörðarmaður þegar ég ókunnugur settist að á nýjum stað og ásamt fjölskyldu sinni bauð mig velkominn og tóku þau mig undir sinn verndar- væng. Tengdamóðir mín kveður nú fé- laga sinn og lífsförunaut í meira en hálfa öld, en það hefur verið aðdá- unarvert að fylgjast með elsku þeirra og tryggð við hvort annað all- an þennan tima án þess að skugga bæri á. Síðustu árin dvaldi Jón á Hjúkr- unarheimilinu Eir, hann undi hag sínum vel þar og starfsfólkið á Eir reyndist honum afar vel og kunnum við fjölskylda hans þeim kærar þakkir fyrir hlýhug og vinsemd við hann. Blessuð sé minning Jóns Kr. Jónssonar. Sæmundur Bj. Árelíusson. Kæri afi. Nú þegar komið er að kveðjustund streyma minningar gegnum huga minn. Ég minnist þess þegar þú og amma komuð hingað til Bandaríkjanna í heim- sókn þegar ég var litill drengur og þeirra ánægjustunda er við áttum saman. Þú hafðir gaman af að tefla skák og ég naut þess að fylgjast með þvi. Eins var gaman að fara með þér í verslanirnar hér, þá átt- um við saman góðar stundir enda naut ég gjafmildi þinnar þar eins og alltaf. Vinsemd þín við mig og syst- ur mínar er ómetanleg minning, afi og amma frá íslandi sem við sáum svo sjaldan en heyrðum því meira af, að kynnast þér í eigin persónu var ævintýri sem aldrei gleymist. Samband ykkar ömmu var svo gott og sérstakt. Nú þegar komið er að leiðarlokum hlýtur söknuður hennar að vera mikill, en góðar minningar lifa alltaf. Það er von mín að ég eigi eftir að eignast eins góðan lífsförunaut og þú áttir enda eruð þið mín fyrirmynd um fullkomið hjópaband. Ég og systur mínar þökkum þér allt það góða sem við höfum notið í gegnum tíðina frá þér. Tóny, Irene, Brynja, Tanya. Elsku afi Jón. Mig langar að þakka fyrir mig um leið og ég kveð þig. Þú hefur verið mér mikils virði allt mitt líf og allar minningarnar sem þú hefur gefið mér eru ómetan- legar og mun ég nú geyma þær í hjarta mínu þar sem þú átt stórt pláss. Takk fyrir allt og takk fyrir að vera afi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín Sigríður Ólöf (Sigga Lóa). Elsku besti afi minn, mér finnst erfitt að venjast því að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Ég hef hugsað mikið til þín síðustu daga. Sérstak- lega eru mér minnisstæður tíminn sem ég átti hjá þér og ömmu á Hlíð- arveginum. Ég var alltaf mikið hjá ykkur og hlakkaði alltaf mikið til að koma á sumrin, þaðan á ég svo margar góðar minningar. Ég minn- ist þess sérstaklega þegar þú smíð- aðir handa mér dúkkuhúsið og ég stóð við hlið þér allan tímann full til- hlökkunar og aðdáunar. Ég veit að nú ert þú aftur kominn með hana Perlu þína þér við hlið. Samband ykkar var einstakt, þið voruð svo góðir vinir. Ég er svo ánægð að þú gast kom- ið og verið við brúðkaup mitt og Jara hinn 20 maí sl. Afi minn, ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Ég er einnig ánægð með að Tinna hafi fengið að kynnast þér og að hún komi til með að muna eftir þér. Elsku afi, það er svo erfitt að koma öllum þessum góðu stundum okkar á blað. Minning þín mun ætíð lifa í hjarta mínu. Þín Inga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.