Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 42,
■»»»»»»»»■»»»■»■»»»»» i ...
Takk fyrir allt, elsku Ásta, og
megi Guð gefa okkur öllum styrk
og æðruleysi til að sætta okkur við
þá staðreynd sem við blasir.
Sælt var að sjá þig og heyra
og samfunda njóta,
margs er að minnast og þakka
mig oft þú gladdir.
Yndi þitt var að veita
vinum gleði.
Tryggð þín sem vorgeisli vermdi
viðkvæmar sálir.
(G.G. frá Melgerði.)
Sveinn Jóhannsson.
Elskuleg ömmusystir mín er
fallin frá. Stórt skarð hefur mynd-
ast í fjölskylduna sem ekki verður
fyllt. Ásta frænka var miklu meira
en ömmusystir mín. Hún var eins
og önnur amma, alltaf tilbúin að
gera allt fyrir fjölskylduna sína,
góð og rausnarleg í einu og öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Nú
siðast í Stigahlíðinni á 17. júní, þar
sem fjölskyldan hefur hist á
hverju ári í afmæliskaffi eftir að
hafa tekið þátt í hátíðarhöldum í
bænum.
Frá því ég var lítil stelpa á ég
margar góðar minningar og þá
sérstaklega frá þvi uppi í „sumó“
með ömmu Kristveigu, Ástu
frænku og langafa, þar sem ég og
frændsystkini mín fengum oft að
gista og þar var sko margt
skemmtilegt gert.
Fjölskyldan þar saman að gera
slátur og þá var Ásta iðulega hálf
ofaní bala að hreinsa sviðahausa.
Við í berjamó þar sem Ásta fór
eins og stormsveipur um brekk-
urnar og tíndi ber á við heila her-
deild. Fjölskyldan samankomin í
Stigahlíðinni fyi-ir hver jól að
skera út og steikja laufabrauð.
Jólaboðið á jóladag hjá Ástu
frænku sem hefur verið fastur lið-
ur frá því að ég man eftir mér. Það
er skrítið að hugsa um alla þessa
föstu liði í tilverunni án hennar.
Þegar ég var 5-6 ára fór Ásta
frænka með mig í fjallgöngu sem
er sú fyrsta sem ég man eftir. Við
lögðum af stað með nesti og nýja
skó. Þegar á ferðina leið mættum
við hestastóði sem ég var hálf-
hrædd við. Þá ætlaði unga daman
að snúa við, en Ásta hafði einstakt
lag á litlu frænku sinni. Við gáfum
hestunum appelsínubörkinn og
komumst klakklaust á tindinn. Það
var ansi montin dama sem setti
stein í vörðu þann daginn.
Ég fékk líka stundum að gista
hjá Ástu frænku og langafa. Þá
spiluðum við hjónakapal, lásum
Perlur og fórum alltaf með kvöld-
bænir áður en ég fór að sofa. Hjá
henni fékk ég brauð með útlendri
spægipylsu eða danska skinku í
stórri áldollu. Þetta var það besta
sem ég vissi og enginn átti svona
nema Ásta frænka. Hún steikti
líka frábærar kleinur með kúmeni
sem litlum frændsystkinum henn-
ar þótti alltaf gott að fá.
I bæinn fór ég ekki öðruvísi með
mömmu nema að koma við í Út-
vegsbankanum á Lækjatorgi hjá
Ástu. Það þótti mér alltaf mjög
spennandi, því að í augum lítillar
stúlku var bankinn heilt völundar-
hús og ekkert vissi ég skemmti-
legra en að fá að skoða skrifstof-
una þar sem hún vann, fara upp
með lyftunni á kaffistofuna og ég
tala nú ekki um að fara á jólaball
bankans.
Minningarnar eru óþrjótandi og
endalaust væri hægt að halda
áfram. En allt tekur enda og það
gerir líka þetta líf. Við vitum að nú
líður Ástu frænku vel og guð og
englarnir vaka yfir henni.
Eg fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Gunnar, Ásthildur, Gunn-
hildur , Stefanía og amma Krist-
veig. Megi algóður guð styrkja
ykkur á þessari erfiðu stund.
Bryndís og Rúnar.
Elskuleg frænka mín er látin.
Hún lagði af stað í hinstu ferðina á
fegursta tíma ársins. Lát hennar
kom okkur öllum á óvart, þótt hún
hafi oft á tíðum átt við vanheilsu
að stríða. Hún leit inn til mín
tveimur dögum áður en hún lést
og var þá hress og glöð. Við sátum
saman smástund og spjölluðum og
hún fékk lánaða hjá mér bók, sem
hún hlakkaði mikið til að lesa. Er
bókin ólesin og aldrei datt mér í
hug að þetta yrði okkar síðasta
samverustund.
Já, við áttum margar stundirnar
saman. Þegar ég kom fyrst hingað
til Reykjavíkur að norðan bjó ég
hjá foreldrum hennar á Fjölnis-
vegi 13. Þá voru þær systur Ásta
og Kristveig enn í Kvennaskólan-
um en ég fór að vinna hjá SÍS.
Þarna vorum við allar frænkurnar
í góðu yfirlæti og höfum ætíð síðan
verið eins og systur, enda syst-
kinadætur í báðar ættir.
Svo líða árin og ég gifti mig og
síðan þær systur báðar og þá
fækkar samverustundunum, ég
flyt til Isafjarðar og bý þar í mörg
ár. En þegar ég kom suður í heim-
sókn voru þær systur oft fyrstu
manneskjurnar sem ég heimsótti.
Ásta lét sér sérstaklega annt um
foreldra sína. Móðir þeirra veiktist
af mænuveiki meðan þau bjuggu
enn fyrir norðan og þær systur
voru kornungar. Var hún bundin
við hjólastól til æviloka. Það má
því nærri geta að heimilishald for-
eldranna var mjög erfitt en allt
var lagt í sölurnar til að gera þeim
kleift að halda því gangandi. Og þá
er það Ásta sem fórnar sér al-
gerlega fyrir bæði heimili sitt og
þeirra. Þá hefur hún slitið samvist-
ir við mann sinn og býr ein með
Gunnari, syni þeirra. Annars var
Kristjana Olöf, frænka okkar,
ómetanleg hjáparhella í sambandi
við drenginn en þær frænkur
leigðu þá íbúð saman. Ásta vann
öll þessi ár í Utvegsbankanum og
síðar í íslandsbanka allt til starfs-
loka. Það er því ekki erfitt að geta
sér til um ósérhlífnina og um-
hyggjuna sem hún sýndi alla tíð í
hvívetna. Þegar svo móðir hennar
deyr er það Ásta sem flytur með
föður sínum í Stigahlíð og heldur
heimili fyrir þau tvö og sér um
hann þar, af sömu fórnfýsi allt þar
til hann varð að fara á hjúkrunar-
heimili. Og ég veit að þá ákvörðun
tók hún sér óskajdega nærri.
Þær systur Ásta og Kristveig
voru alla tíð mjög nánar og tóku
sérstaklega mikinn þátt í lífi hvor
annarrar. Öll fjögur börn Krist-
veigar voru eins og Ástu eigin
börn og ég fullyrði að þau reynd-
ust henni næstum eins og eigin
móður. Ásta eignaðist tvær sonar-
dætur, Gunnhildi og Stefaníu, dæt-
ur Ásthildar og Gunnars. Þær
elskaði hún og dáði og vildi allt
fyrir þær gera, enda hændust þær
mjög að ömmu sinni.
Ásta heimsótti mig oft til ísa-
fjarðar, gjarnan í fylgd með föður
sínum, og voru þau hjá okkur um
páskana á „skíðaviku". Voru þær
heimsóknir alltaf mikið tilhlökkun-
arefni fyrir mig. Eitt sinn kom
Gunnar sonur hennar með henni
og notuðu synir okkar þá tímann
og voru á skíðum alla daga uppi á
Dal. Bjarni heitinn, maðurinn
minn, var ólatur að keyra þá fram
og til baka. Stundum fórum við öll
á skíði, höfðum nesti meðferðis og
nutum útiverunnar í ríkum mæli.
Þessar stundir eru ógleymanlegar
eins og allar aðrar stundir með
Ástu frænku. Fyrir þær vil ég
þakka og allt annað gott sem við
nutum saman í gegnum árin. Ásta
var einhver sú fórnfúsasta mann-
eskja sem ég hef þekkt og vildi
ævinlega allt fyrir alla gera.
Ég votta Gunnari, Asthildi og
litlu stúlkunum þeirra, ásamt
Kristveigu og öllum hennar börn-
um, mína dýpstu samúð. Blessuð
sé minning frænku minnar, Ástu
Björnsdóttur.
Gunnþórunn Björnsdóttir.
Endurminningin merlar æ
í mána silfri hvað, sem var,
yfír hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg.
Svipþyrping sækir þin
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen.)
Okkur setti hljóðar þegar fregn-
in um lát elskulegrar vinkonu okk-
ar, Ástu, barst skyndilega. Við
ætluðum að hittast fljótlega og
gleðjast saman, gamli sauma-
klúbburinn, sem stofnaður var fyr-
ir nær fimmtíu árum og kenndur
við Tjarnargötuna.
í þessum hópi voru frá upphafi
Ásta og Kristveig, systir hennar,
ásamt æskuvinkonum þeirra á
Fjölnisveginum. Aðrar bættust í
hópinn nánast af einskonar tilvilj-
un.
Ásta bjó á þeim árum í Tjarnar-
götu 10 C ásamt Haraldi Guðjóns-
syni, eiginmanni sínum. Hjá þeim
leigðum við þrjár ungar stúlkur
utan af landi. Ástu þótti tímabært
að við settumst saman við hann-
yrðir til að búa okkur undir bú-
skapinn. Við féllumst á það og
fengum inngöngu í klúbbinn. Á
tímabili vorum við 10 talsins.
Kannski var það skemmtilegast
við þennan saumaklúbb að þarna
mættust einstaklingar frá ólíkum
byggðarlögum og úr mismunandi
atvinnugreinum og heimavinnandi
húsmæður. Meðal okkar var ljós-
móðir, tannsmiður, tækniteiknar,
bankastarfsmaður, gjaldkeri,
verslunarfólk og kennari.
Á góðum stundum var mikið
unnið, fylgst með uppvexti barn-
anna og miðlað áhugamálum sem
voru á breiðum gi’unni eins og
áhugamál og störf okkar voru ólík.
Ásta vann lengst af sem banka-
starfsmaður og veitti okkur því
fúslega leiðsögn um fjármál ef á
þurfti að halda.
Traust vináttubönd mynduðust í
hópnum sem hafa varðveist síðan
þó handavinnuáhuginn hafi minnk-
að með árunum höfum við notið
samverustundanna, yljað okkur við
gamlar minningar, farið í sumar-
bústaðarheimsóknir og fylgst bet-
ur með högum hverrar einnar.
Ásta okkar var glæsileg kona,
frændrækin, listfeng, vinnusöm,
mikill vinur vina sinna og lét sér
alla tíð sérstaklega annt um fjöl-
skyldu sína. Á síðari árum naut
hún einstakrar hjálpsemi Krist-
veigar, systur sinnar, og barna
hennar, sem voru í raun eins og
hennar börn.
Þann 17. júní sl. hélt Ásta að
vanda upp á afmæli sitt á fallegu
heimili sínu að Stigahlíð 2. Þar var
mikill fagnaður fjölskyldu og vina-
hóps. Gunnar sonur hennar, Ást-
hildur tengdadóttirin og litlu son-
ardæturnar, Gunnhildur og
Stefanía, áttu hug hennar allan og
hún geislaði af gleði og væntum-
þykju í návist þeirra og allra hinna
sem tóku þátt í að gera henni dag-
inn eftirminnilegan.
En skjótt skipast veður í lofti og
nú kveðjum við hana, þá þriðju í
hópnum sem fellur frá. Hinar eni
Sigríður Steingrímsdóttir, verslun-
areigandi Dömunnar, og Sigurveig
Jónsdóttir Austford tannsmiður.
Við kveðjum kæra vinkonu og
sendum fjölskyldunni allri samúð-
arkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kristjana, Ása, María
Anna, Margrét og
Bryndís.
I dag kveðjum við góða konu,
samviskusama og vandaða.
Þar sem gott fólk fer eru guðs
vegir. Oft er talað um það, hvað
þessi eða hinn hafi fengið í vöggu-
gjöf. Ég tel að Ásta hafi fengið þar
mikið, sem við konur í páskanefnd
Kvenfélagsins Hringsins fengum
svo sannarlega að njóta, og verður
hennar sárt saknað í okkar hópi.
Við sendum hennar nánustu
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. páskanefndar Kvenfélags-
ins Hringsins,
Ólöf S. Magnúsdóttir.
ÞÓRARINN
JÓNSSON
+ Þórarinn Jónsson
fæddist á Húsa-
vík 20. nóvember
1966. Hann lést á
hcimili sínu 17. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar eru Jón Þórarins-
son frá Borg í Mý-
vatnssveit, f. 28.
janúar 1916, og Unn-
ur Baldursdóttir frá
Fagraneskoti í Aðal-
dal, f. 1. maí 1924.
Þórarinn var yngstur
sex systkina: Laufey,
f. 14. september
1949, maki Hafliði
Jósteinsson, og eiga þau fjögur
böm. Búsett á Húsavík. Hólmfríð-
ur, f. 24. nóvember 1951, maki
Kormákur Jónsson. Búsett í
Reykjadal. Valgerður, f. 17. ágúst
1956, maki Hákon Þórðarson, og
eiga þau tvo syni. Búsett á Egils-
stöðum. Guðmundur Ágúst, f. 29.
júní 1959, maki Hólmfríður Þor-
kelsdóttir, þau eiga þrjú börn.
Búsett í Fagranes-
koti. Þórdís, f. 22.
maí 1962, maki Jón
Gauti Böðvarsson,
þau eiga tvö börn.
Búsett í Aðaldal.
Þórarinn kvæntist
Helgu Þuríði Árna-
dóttur frá Garði í
Mývatnssveit. For-
eldrar hennar: Árni
Amgarður Halldórs-
son, f. 25. febrúar
1934, og Guðbjörg
Jónfna Eyjólfsdóttir,
f. 20. ágúst 1930.
Þórarinn og Helga
eignuðust saman tvö börn. Egg-
ert, f. 3. febrúar 1997, og Ruth, f.
28. febrúar 1999. Helga átti áður
tvö börn, Bergljótu Friðbjamar-
dóttur, f. 3. júlí 1986, og Sigurð
Ólaf Friðbjarnarson, f. 19. desem-
ber 1987.
Utför Þórarins fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
í dag kveðjum við Tóta, eins og
hann var alltaf kallaður. Það er
margt sem kemur upp í hugann á
þessum tímamótum.
Ég minnist þess sérstaklega
þegar hann og Helga eignuðust
Rut, annað barn sitt. Tóti var að
spila á þorrablóti í sveitinni og ég
var hjá börnunum á meðan. Þegar
hann kom heim var Helga búin að
fæða og ég sagði við hann „þú hef-
ur eignast litla stelpu" þá sá ég
fallegasta bros sem ég hef séð,
þarna var stoltur faðir. Ég veit að
hann vakir yfir þeim núna og
styrkir þau við þennan mikla
missi. Það er stórt skarð höggvið í
þessa samheldnu fjölskyldu.
Það var um síðustu páska að
Helga sagði mér að Tóti hefði
greinst með þennan illkynja sjúk-
dóm og ég bað fyrir þeim og von-
aði að þau myndu sigrast á honum.
En þegar þau komu suður í byrjun
júní síðastliðinn var sjúkdómurinn
að ágerast og mikið farið að sjá á
Tóta, en hann lét það ekki aftra
sér frá að fara með mér og Helgu í
bíó og á kaffihús. Þá sá ég að
þarna var mikill baráttumaður á
ferð. Þessi tími var mér dýrmætur
og ég mun aldrei gleyma honum.
Sjúkdómurinn hélt áfram að
ágerast og að lokum lét Tóti und-
an, en hann var hetja í þesÁu
stríði.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að sldlja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hérna lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Ur inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða,
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Elsku Helga mín, Eggert, Rut,
Bergljót, Siggi og aðrir aðstand-
endur, ég bið góðan guð að styrkja
ykkur við þennan mikla missir.
Anna María Þórðardóttir.
SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Bl
ómabúðitv
,om
v/ Fossvogski^kjuga^ð
Sími: 554 0500
öatðsk
ixjxxc
H
h
h
H
h
h
h
h
h
h
h
h
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
H
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
H
□rrrrrmTrrrrrrrc
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Eitmrsson
útfararstjóri,
sími 8% 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is