Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
'm----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
Daggarbrá og Brachychrome ‘Blue’ í veggpotti. Vökva þarf daglega.
Margarita og bergflétta eru í
stórum pottum. Þær þurfa vökv-
un einu sinni í viku, oftar ef
mjög sólríkt er.
Listin að vökva rétt
MAÐUR gæti haldið að
hér á landi væri nægi-
leg rigning til að vökva
fyrir okkur garðana, en
skrælnuð og sólþurrk-
uð runna- og blómabeð
síðasta mánuðinn gefa
til kynna að svo sé ekki.
Það er ennfremur ekki
sama hvernig er vökv-
að, vatnið nýtist plönt-
unum misvel eftir því
hvernig er vökvað. Ai-
gengustu mistökin við
ViEkvun eru að vökva of
oft og oflítið í einu. Slík
vökvunaraðferð veldur
því að plönturnar
mynda mikið af rótum
við yfirborð jarðvegs-
ins þar sem þær taka við því vatni
sem við gefum þeim sparlega. Komi
löng þurrkatímabil á meðan við er-
um í burtu í sumarfríi eða mikið er
að gera í vinnunni lenda plönturnar í
vandræðum með vatnsupptöku,
vegna þess að rótakeríi þeirra ligg-
"r ekki nægilega djúpt. Það er hægt
* koma í veg fyrir þetta með því að
dreifa trjákurli ofan á jarðveginn
eftir að við höfum vökvað hann ríku-
lega. Þetta sparar einnig vinnu við
vökvun, sérstaklega á stærri og sól-
ríkari lóðum.
Það er ekki sama hvernær sólar-
hringsins vökvað er. Best er að
vökva snemma á morgnana eða
seint á kvöldin þegar loftið er farið
að kólna og uppgufun er lítil. Ef við
notum úðara til að vökva garðinn er
sniðugt að setja lítinn
bakka eða skál í
blómabeðið til að fylgj-
ast með vatnsmagninu
sem notað er. Þegar
vatnsborðið í skálinni
er orðið 2,5 til 3 senti-
metrar er hæfilega
mikið vökvað.
Úðarar eru mis-
kraftmiklir, og skiptir
gerð þeirra miklu máli
við vökvun. Afkasta-
litlir úðarar eru heppi-
legri en afkastamiklir
vegna þess að hæg
vökvun fer betur með
plönturnar og jarðveg-
inn en kraftmikil.
Vatnið nær þá að
seytla niður í jarðveginn í stað þess
að renna á yfirborðinu og skola
burtu næringarefnum jarðvegsins.
Vatnið hitnar ennfremur lítillega ef
það berst af minni krafti á jarðveg-
inn. Bestu vökvunaraðferðirnar eru
svokölluð seytl-vökvun og dropa-
vökvun. Seytlslöngur og dropa-
slöngur eru látnar við plöntumar,
og vatnið úr þeim nýtist þeim plönt-
um sem eiga að fá það, og vatnið
skolar ekki í burtu jarðvegi frá
plönturótunum. Að auki er notað
minna magn af vatni, og er það ótví-
ræður kostur á svæðum þar sem
skortur er á vatni. Þetta er aftur á
móti dýr aðferð.
Eins og ég nefndi í innganginum
er mjög gott að nota jarðvegsþekj-
andi efni til að spara vökvun. Við það
vinnst tvennt; í fyrsta lagi þarf
sjaldnar að vökva og í öðru lagi verð-
ur minni hætta á að jarðvegurinn og
smásæjar lífverur hans verði fyrir
áhrifum veðurs og vinda fyrir utan
það að þekjuefnið rotnar smátt og
smátt og verður að jarðvegsbæti.
Matjurtabeðið í garðinum þarf
einnig að vökva. Það er best gert
með því að planta matjurtunum í
upphækkað beð með lægðum á milli,
og vökva aðallega í lægðirnar. Þann-
ig vaxa ræturnar niður og ná í
vatnslinsuna sem myndast undir
lægðinni og út í beðið til hliðanna.
Matjurtabeðið má einnig þekja með
t.d. kurli eða nýslegnu grasi, til að
minnka uppgufun frá jarðvegsyfir-
borðinu.
Potta og önnur ílát sem plöntur
eru ræktaðar í þarf oft að vökva
daglega í sólríku veðri. Það þarf líka
að vökva á rigningartímabilum, því
oft hrinda laufblöðin vatninu út fyrir
pottinn. Fylgist því með pottunum,
sérstaklega þegar þeir eru upp við
hús þar sem þeir eru í regnvari. Mér
hefur reynst vel að nota leirkúlur
sem jarðvegsþekju í potta, en það
kemur í veg fyrir uppgufun á sama
hátt og trjákurl í blóma- og runna-
beðum.
Ég hef nú í stuttu máli sagt frá því
hvernig best sé staðið að vökvun;
gæta þarf þess að vökva hæfilega
mikið, og nota jarðvegsþekjandi efni
til að halda jarðveginum rökum og
minnka uppgufun frá honum.
Heiðrún Guðmundsdóttir,
líffræðingur.
BLOM
VIKUMAR
437. þáttur
llmsjón Sigríður
lljartar
FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR
:5. Framsóknarfélög- i
in . Reykjavík
Sumarferð norður Kjöl
verður farin laugardaginn 29. júlí nk.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00
Verð kr. 3.500.
Skráning í símum 552 4020 og 562 4480.
Stjórn fulltrúaráðsins.
m SMÁAUGLÝSINGAR
Snmhjólp
Almenn samkoma i Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Fjölbreyttur söngur.
Sérstakir gestir eru Jóhann Páls-
son og Hulda Sigurbjörnsdóttir.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
www.samhjalp.is.
Lofgjörðarsamkoma í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Kafteinn Miriam Óskarsdóttir
stjórnar og talar.
Allir velkomnir.
Stóri-stígur — Trússferð
dagana 8. til 12. ágúst 2000.
Ný fjögurra daga gönguleið frá
Landmannahelli um stórbrotið
landslag Laufaleita að Stokka-
læk á Rangárvöllum.
Gist I skálum.
Upplýsingar I síma 487 8636.
Velferðir ehf./velferdir@vel.is
Formaður Félags
leiðsögumanna
Hafa ekki
lokið
námi í
Leiðsögu-
skólanum
BORGÞÓR Kjærnested, for-
maður Félags leiðsögumanna,
vill taka fram vegna fréttar í
Morgunblaðinu í gær um vél-
sleðaslys á Langjökli að leið-
sögumaðurinn sem fylgdi
ferðahópnum fór ekki upp á
jökulinn. Hann vill einnig
koma því á framfæri að leið-
sögumenn eða hópstjórar á
vegum Langjökuls ehf. hafa
ekki lpkið námi við Leiðsögu-
skóla íslands en sá skóli starf-
ar eftir námskrá frá mennta-
málaráðuneytinu og hefur
Lánasjóður íslenskra náms-
manna metið námið lánshæft.
Borgþór segir að Félag
leiðsögumanna hafi á undan-
förnum árum beitt sér fyrir
því að auka þekkingu og þjálf-
un leiðsögumanna. Félagið
hafí barist fyrir því að leið-
sögumannsstarfið verði lög-
verndað starfsheiti en sú bar-
átta hafi enn ekki skilað
árangri.
Fjórtán Islend-
ingar á tékk-
neska meist-
aramótinu
SKAK
Pardubice,
Tékklandi
OPNA
TÉKKLANDSMÓTIÐ
13.-30. júlí 2000
ÓTRÚLEGUR fjöldi íslenskra
skákmanna lagði leið sína á tékk-
neska meistaramótið í skák, sem nú
stendur yfir í Pardubice. Alls taka
14 íslenskir skákmenn þátt í þessari
skákhátíð, sem hefur laðað til sín
1.300 keppendur frá u.þ.b. 50 lönd-
um. Gengi íslensku keppendanna
hefur verið misjafnt, en Hannes
Hlífar Stefánsson er í toppbarátt-
unni með fjóra vinninga að loknum
fimm umferðum. Hann er í 6.-20.
sæti á mótinu, einum vinningi á eftir
efsta manni, Mikhail Gurevich, sem
hefur unnið allar sínar skákir. Staða
íslensku skákmanna í efsta flokki er
þessi:
6.-20. Hannes H. Stefánss. 4 v.
64.-103. Stefán Kristjánss. 3 v.
64.-103. Jón V. Gunnarss. 3 v.
158.-209. Róbert Harðars. 2 v.
257.-261. Einar K. Einarss. V4 v.
257.-261. Sævar Bjarnason lA v.
257.-261. Guðm. Kjartanss. Vz v.
I b-flokki er staða Islendinganna
þessi:
151.-215. Halldór Halldórss. 214
v.
151.-215. Stefán Bergsson. 214 v.
151.-215. Dagur Arngrímss. 2V4 v.
216.-279. Guðni Péturss. 2 v.
216.-279. Kjartan Guðmundss. 2
v.
280-328. Ólafur Kjartansson H4
v.
Birgir Berndsen teflir í d-flokki
mótsins og er í 38.-61. sæti með 3V4
vinning.
fslendingar sleipir í atinu
Áður en sjálft aðalmótið í Tékk-
landi hófst fór fram afar sterkt at-
skákmót sem níu íslenskir skák-
menn tóku þátt í. Alls voru
þátttakendur 196, þar af tugir stór-
meistara og alþjóðlegra meistara.
Árangur íslensku skákmannana var
góður, en bestum árangri náði Helgi
Ass Grétarsson er hann lenti í 2.-3.
sæti ásamt hinum þekkta stórmeist-
ara Mikhail Gurevich með 7V4 vinn-
ing af 9 mögulegum. Tékkneski
stórmeistarinn Sergei Movsesjan
sigraði með 8 vinninga. Stefán
Kristjánsson stóð sig einnig vel, en
hann og Helgi Áss áttust við í síð-
ustu umferð þar sem Helga tókst
hægt og sígandi að snúa á hann.
Þetta þýddi að Stefán fékk 6VÍ> vinn-
ing, en honum tókst að leggja
marga alþjóðlega meistara að velli.
Annars var árangur Islendinganna
þessi:
2.-3. Helgi Áss Grétarss. 7V4 v.
12.-17. Stefán Kristjánss. 6V4 v.
18.-35. Jón V. Gunnarss. 6 v.
58.-90. Halldór Halldórsson og
Guðmundur Kjartansson 5 v.
91.-110. Guðni Pétursson 4V4 v.
111.-138. Dagur Arngrímsson og
Stefán Bergsson 4 v.
139.-155. Ólafur Kjartanss. 3V4 v.
í sjöttu umferð beið Helgi Áss
lægri hlut fyrir tékkneska stór-
meistaranum Marek Vokac, en í
næstu skák hans gegn ungum rúss-
nesku meistara gerðist þetta:
Hvítt: Nikolai Kabanov
Svart: Helgi Áss Grétarsson
Vínarleikur
1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Bc4 Bc5 4.
d3 c6 5. Rf3 d6 6. Bg5 h6 7. Bh4 g5
8. Bg3 b5
Svartur þenur út stöðu sína of
mikið með þéssu. Varkárari sálir
hefðu leikið 8...Bg4 strax.
9. Bb3 Bg4 10. h4 Hg8 11. hxg5
hxg5 12. De2 Rbd7 13. Rdl Rh5!
Hvítur hefur ekki teflt af miklum
þrótti, en staða hans er engu að síð-
ur traust. Svarta staðan býr yfir
meiri krafti og síðasti leikur hans
undirstrikar það.
14. Re3 Bxe3 15. Dxe3 Rf4 16.
Kfl Df6 17. c3
17. Hh7 yrði svarað með 17...Be6
17.. .Ke7 18. Rh2
18. a4 hefði sett svartan í meiri
vanda.
18.. . Be2+ 19. Kgl Bh5 20. f3
Rc5!
Til lengri tíma litið vill hvítur
opna taflið með d3-d4 og virkja
biskupaparið. Svartur þarf að berj-
ast gegn þessu eða skapa sér gagn-
færi sem vega upp á móti áætlunum
hvíts. Textaleikurinn gerir það og
brátt munu riddarar svarts valda
miklum usla í herbúðum hvíts.
21. d4 Rcd3!
Nauðsynlegt til að berjast fyrir
frumkvæðinu. 21...exd4 22. cxd4
Dxd4 hefði ekki gengið upp sökum
23. Bxf4. Núna hinsvegar er það
hótun í stöðunni.
22. a4? exd4 23. cxd4
23.. .Dxd4!
Án efa gleymdi hvítur að ridd-
arinn á d3 valdar hinn á f4 sem gerir
þessa fléttu mögulega.
24. Bxf4
111 nauðsyn þar sem eftir 24.
Dxd4 Re2+ 25. Kfl leikur svartur
ekki 25...Rxd4 heldur
25...Rxg3+!26. Kgl Re2+ og verð-
ur hann þá manni yfir.
24.. .Rxf4 25. Dxd4 Re2+ 26. Kf2
Rxd4 27. Bdl Hgb8 28. Rfl Bg6 29.
a5 Hh8 30. Hgl f6 31. b4 c5 32.
bxc5 dxc5 33. Re3 Bf7 34. a6 Hab8
Um síðir tókst svörtum að nýta
umframpeðið og betri stöðu til sig-
urs.
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson