Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 48
,48 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Brottkast afla og siðferði- leg ábyrgð UMRÆÐA um brottkast afla er ekki ný af nálinni, þrátt fyrir fullyrðingar þar — um. Allan síðasta ára- tug var brottkast afla rætt. Sérstök nefnd um bætta umgengni við auðlindir hafsins hefur verið starfandi og allir málsmetandi menn innan sjávarút- vegsins vilja í ein- lægni bæta ástandið í þessum efnum. Ég ætla heldur engum að vilja ekki að umfang brottkasts sé upplýst. Brottkast afla er stað- reynd og hvort sem það er mikið eða ekki geta allir verið sammála um að það þarf að minnka. yx Það er einnig staðreynd að brottkast afla varðar við lög. Sjó- menn gerast brotlegir við lög ef þeir fleygja afla og útgerðarmenn gerast einnig brotlegir við lög ef þeir stuðla að brottkasti. Lög af þessu tagi eru sett á Alþingi og ég fullyrði að þessi lög eru í samræmi við hug almennings í þessu efni. Is- lendingar vilja ekki að afla sé hent og því eru sjómenn og útgerðar- menn sammála. Það er fullyrt að sjómenn og út- gerðarmenn séu neyddir til þess að ^-y fleygja físki. Ástæðan er annars vegar sögð sú að viðkomandi hafí ekki aflaheimildir í þeim tegundum sem fiskast og hins vegar að kvóti hafí verið það dýru verði keyptur að viðkomandi tapi fjárhagslega á því að hirða aðra fiska en þá sem seljast á hæsta verði. Standast þessi rök? Þeir sem róa til fiskjar vita að einhver meðafli kemur um borð og að eitthvað af aflanum verður smærra en svo að hann seljist við hæsta verði. Er ekki ábyrgðarlaust að gera ekki ráð fyrir því að þurfa að afla sér heimilda fyrirfram vegna líklegs meðafla? Er ekki einnig ábyrgðar- laust að greiða það hátt verð fyrir : kvótann að vonlaust sé að hluti afl- ans geti staðið undir því verði? Er ekki ábyrgðarlaust að koma sér í þá stöðu að lögbrot sé nærri óum- flýjanlegt, ef hugsað er um eigin hag? Staðreyndin er auðvitað sú að enginn er neyddur af fjárhags- ástæðum eða öðrum að fleygja fiski eða brjóta lög. Menn geta hins vegar komið sér í klandur í þessari grein eins og öðrum. Kaupmaður, sem kaupir inn vöru svo dýru verði að hann getur ekki selt hana með hagnaði, er ekki neyddur til þess að svíkjast um að borga virðisaukaskattinn. Hann þarf að ígrunda innkaup sín betur. Einstaklingur, sem lif- ir það hátt að laun hans nægja ekki fyrir útgjöldum, er ekki neyddur til skattsvika. Hann þarf að endurskoða sinn lífs- máta. Það er siðferðileg krafa til allra þjóðfélagsþegna - sem búa Afli Brottkast afla er stað- reynd, segír Pétur Bjarnason, og hvort sem það er mikið eða ekki geta allir verið sammála um að það þarf að minnka. við sæmilega réttlátt stjórnarfar eins og við Islendingar - að laga verk okkar að gildandi lögum og slíkar siðferðilegar kröfur eru gerðar til þátttakenda í íslenskum sjávarútvegi eins og til annarra. Fiskveiðar við ísland eru að langmestu leyti stundaðar í sam- ræmi við lög og reglur og í fullri sátt við siðgæðisvitund þjóðarinn- ar. Langflestir þeirra, sem eitthvað koma að sjósókn og útgerð við Is- land standast allar þær siðferði- legu kröfur, sem gerðar eru til þeirra varðandi umgengni við auð- lindina. Sjávarútvegurinn er ekk- ert á lægra siðferðilegu plani en aðrir atvinnuvegir í landinu. Að því leyti gefur umræðan um brottkast afla ranga mynd af raunveruleik- anum. Höfundur erframkvæmdastjóri Fiskifélags íslands. Pétur Bjarnason MAUVIEL Koparpottar og -pönnur Frönsk gæðavara (uppáhald fagmanna) PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 * Sími 562 3614 J, ‘E‘533 4800 #M1ÐB0RG Veitingahús Einn stærstl matsölu- og vlnveitinga- staður I Reykjavik til sölu. Staðurinn er vel tækjum búinn og er glassilega inn- réttaður I sérhönnuðu húsnæði. Allar nánari upplýsingar veitir Karl á skrifstofu Miðborgar. Akrasel - einbýli Vorum að fá I sölu þetta stórglæsilega tæplega 300 fm einbýli með aukalbúð, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Vandaðar innréttingar. Arinn I stofu. 4 svefnherb. Tvær stofur. Suðurgarður. Innbyggður bllskúr. 2ja herb. aukaíb. m/sérinngangi. Óskum eftir Leitum að 100-120 fm sérhæð I Hlíðun- um eða Norðumýrinni. Staðgreiðsla fyrir rétta eign. Upplýsingar gefa Kari eða Friðrik. Biðröðin mikla BIÐROÐIN eftir plássi í betrunarvist- inni á hótelinu á Litla- Hrauni lengist ört þessa dagana. Fyrst dæmdi Hæstiréttur dugnaðarmann á Pat- reksfirði til þriggja mánaða íhugunarvist- ar í svonefndu Vatn- eyrarmáli. Sá hafði farið á sjó án veiði- kvóta. Hæstiréttur gat ekki gert neitt annað. Hann dæmir aðeins eftir lögum settum af Alþingi. Staðan er eins og hjá ríkisstjóranum og for- setaframbjóðandanum George Bush yngri, sem hefir orðið að synja um náðun yfir dauðadæmd- um föngum. Það verður að fylgja eftir dómum, sem dæmdir eru eftir settum lögum. Síðan hafa um 20 manns verið dæmdir til betrunar fyrir dópsölu og/eða dópsmygl. Margir fleiri fylgja í kjölfarið. Nú kemur Fiskistofa og krefst rann- sóknar og refsinga yfir 15 til- greindum „scrvöidum" útgerðum vegna meints brottkasts á fiski þótt upplýst sé að allar útgerðir landsins hafi verið til neyddar með sömu kvótalögum að fleygja smá- fiski undir 70 cm stærð. Þetta er harður heimur og sýnilegt að allir eru ekki jafn jafnir fyrir lögunum. En öllum er skítsama. Það verður bara að stækka hótelið á Litla- Hrauni. Kvótakerfið skal standa, hvað sem tautar og raular. Glæpurinn er ekki að veiða fisk. Glæpurinn er þeirra stjórnsýslu- og al- þingismanna sem setja menn á Litla- Hraun fyrir að veiða fisk. Þessu verður að breyta. Alþingismenn eiga ekki að þvinga Hæstarétt til að dæma saklaust fólk í fangelsi. Einmitt núna, þeg- ar játningarnar liggja fyrir hjá fjölda manna um mikið brottkast hjá fjölda útgerða, er kannski leyfilegt að spyrja hver beri ábyrgð á öllum þessum glæpaverkum? Auðvitað vitum við öll, að það er Alþingi sem heflr sett lögin og að þar situr valin- kunnur maður í hverju hinna 63ja sæta. Þeir eru friðhelgir og verða því ekki sóttir til saka þótt þeir bregðist okkur. En Alþingi samdi aldrei kvótalögin. AJþingi er nefni- lega aðeins afgreiðslustofnun fyrir þá sem þar kunna til verka. Kvóta- lögin voru samin af LIÚ og fylgifiskum þeirra samtaka og hafa tekið ótal breytingum á þeim 17 árum sem þau hafa verið í gildi. Allt þetta hefir verið samþykkt af Alþingi og þeir eru snöggir að því eftir að atkvæðavélarnar komu þar. Menn eru endalaust að deila um hversu mikið brottkastið sé. Sumir Kvótinn Kvótalögin voru ------------7—?------- samin af LIU, segir Onundur Asgeirsson, og fylgifiskum þeirra samtaka. nefna töluna 50.000 tonn árlega, sem er fáránlega lágt. Það hefir aldrei verið meiri sókn á miðum hér. Stærri og öflugri skip með betri búnaði en nokkru sinni fyrr. Góður ársafli með gömlu aðferðun- um var um 450-500 þúsund tonn. Eðlilegt væri því að nú veiddust amk. 600.000 tonn, en útgefinn árskvóti er aðeins fyrir rúm 200.000 tonn, sem koma má með að landi. Brottkast nemur því 400.000 tonnum eða 67% af heildarafla. Það sem skiptir hér mestu máli er fjöldi fiskseyða sem fara í brottkastið. Það tekur þorskseyði 5-6 ár að ná 70 cm stærð, en þá er búið að veiða smá- seyði í brottkast úr árganginum samfellt í 3-4 ár. Sjónvarpið hefir margsinnis sýnt, að þegar hellt er úr trollpokunum er þar mestmegn- is smáfiskur, sem síðan fer beint í gegnum tætarana og slógdælurnar fyrir borð. Framkvæmdin sýnir að menn hafa ekki treyst sér til að nota seyða- eða smáfiskiskiljur á tog- Ásgeirsson Pólitískir fimleikar VÆRU veittar viðurkenningar fyrir fímlegar pólitískar sveiflur, fengi Arni Þór Sigurðsson áreið- anlega veglega orðu. Arni Þór hefur stöð- ugur staðið með R- listanum að margvís- legum aðgerðum gegn stefnuyfirlýsingum hans og í engum mál- um andmælt hægri sinnaðri markað- shyggju sem tröllríður vinnubrögðum hans. Arni Þór hefur verið afar handgenginn hin- um hægri sinnaða borgarstjóra R-listans og hvergi hreyft opinberlega andmælum gegn svikum R-listans við stefnu jafnaðar og félagshyggju. Einkavæðing Andstaða R-listans við einka- væðingu fólst í því að breyta SVR úr hlutafélagi í borgarstofnun en síðan ekki söguna meir, utan nú síðast vangaveltur eins borgarfull- trúa R-listans í Mbl., um enn nýja stefnu í rekstri almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæðinu sem rústaði SVR sem borgarstofnun en félli aftur í móti vel að stefnu markaðsmanna. Þá seldi R-listinn Pípugerð borg- arinnar sem sjálfstæðismenn höfðu reyndar breytt í hlutafélag í sölu- skyni. Einnig breytti R-listinn mal- bikunarstöð og grjótnámi í hlutafé- lag, stofnaði hlutafélag um rekstur leiguíbúða borgarinnar og hefur lýst vilja sínum til að stofna líka hlutafélag um rekstur annarra fasteigna borgarinnar. Þessi svik við stefnumálin kallaði markaðs- maðurinn Helgi Hjörvar ekki einkavæðingu heldur nútímavæð- ingu. Ekki andmælti Arni Þór. Lýðræðisleg vinnubrögð verða ástunduð, var eitt loforða R-listans. Undir stjórn formanns fræðsluráðs Sigrúnar Magnúsdóttur og Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra var starfsfólki skóla sagt upp einhliða og án samráðs við félög þess. Þess- ar breytingar voru svo gerræðis- legar að formenn tveggja verkalýðsfé- laga rituðu heila opnu- grein í DV til að mót- mæla þessum vinnubrögðum. Ekki andmælti Ai-ni Þór. í stað nægjanlegs lóðaframboðs í borg- inni stóð fyrir R-list- inn lóðaskorti og setti í anda markaðsmanna lausar lóðir á uppboð. Af ótrúlegri ósvífni fullyrti borgarstjórinn að þetta væri í anda jafnaðar enda hefðu nú allir jafna mögu- leika á að fá lóð. Niðurstaðan varð fyrisjáanlega sú sem sjá mátti fyr- ir, lóðaverð hækkaði um allan Stjórnmál Mér virðist liggja í aug- um uppi, segir Kristinn Snæland, að R-listinn hefur í flestu fylgt frem- ur markaðshyggju en jafnaðar- og félags- hyggju. helming og efnaminna fólk átti þess engan kost að ná sér í lóð. Að- gerð þessi hækkaði einnig fast- eignaverð í borginni og leiddi til hækkunar húsaleigu, allt gegn hug- sjónum jafnaðar og félagshyggju. Ekki andmælti Arni Þór. Flóttinn hafínn Sú fimlega list að hörfa til nýrra stöðva hefur oft reynst vel og kynni að eiga við í harðri baráttu stjórnmálanna. Árni Þór virðist sjá fall sitt og R-listans framundan. Sá einkavinur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra sem hann er, þá hafa þau hugsanlega fundið út að trúlega væri meirihluti R- listans allur ef Vinstri-grænir byðu fram í Reykjavík í komandi sveita- stjórnarkosningum. Best til ráða í því óefni væri að Árni Þór gengi til liðs við Vinstri-græna og krefðist þar forystu í krafti reynslu. Þessi fimlega aðgerð hófst með því að Ámi Þór sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu sem hafði komið hon- um til starfa í borgarstjórn. Eðlileg og siðferðisleg krafa Álþýðubanda- lagsins var auðvitað sú að þar með segði hann sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Því andmælti Árni Þór. Kominn i skjól? Árni Þór Sigurðsson sem nú var flokkslaus leitaði svo sem ráð var fyrir gert til Vinstri-grænna og gekk þar í flokk. í viðtali við ein- hvern fjölmiðilinn lýsti hann svo ágæti sínu og reynslu í borgar- málefnum. Auk þess lagði hann til að Vinstri-grænir sameinuðust Samfylkingunni um framboð í næstu Borgarstjórnarkosningum. Ekki virtist Arni Þór treysta sam- starfsfólki úr Framsóknarflokkn- um til samstarfs í komandi kosn- ingum. Miðað við hversu digurbarkalega Árni Þór talaði um væntanlegt framboð hefði enginn hrokkið við, ef hann hefði bætt við, - og vegna reynslu minnar og áhuga á að vera í fremstu röð við jötuna, væri vitanlega sjálfsagt að setja mig í öruggt sæti fyrir hönd Vinstri-grænna. Ekki myndi Árni Þór andmæla því? Mér virðist liggja í augum uppi að R-listinn hefur í flestu fylgt fremur markaðshyggju en jafnaðar og félagshyggju. Helstu talsmenn hennar innan R-listans hafa verið markaðsmennirnir Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnarson og ekki hafa þeir haft lélegan lærisvein í borgarstjóranum. Innan þessa markaðshyggjuhóps hefur Árni Þór kosið að starfa og það alger- lega án þess að kveða sér hljóðs á annan veg. Þessvegna fer vel á því að Árni Þór Sigurðsson starfi áfram með R-listanum í Reykjavík en lítið er- indi á hann meðal Vinstri-grænna meðan svo er. Höfundur er ieigubílstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.