Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JULI2000
UMRÆÐAN
Á aldamótaári
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
I DÖGUN nýrrar aldar er margt
sem leitar á hugann. Minningar um
liðna tíð sem er um garð gengin.
Umhverfi líðandi stundar og óræð-
ar gátur um það, sem menn þykjast
sjá handan hinna miklu tímamóta.
Staða lands og þjóðar, byggð og
búseta, framtíðarhorfur.
í Morgunblaðinu á næstsíðasta
degi gamla ársins voru sagðar
fréttir af íbúum landsins og birt
kort um íbúafjölda einstakra svæða
1999 og þróun frá 1989. Þar segir:
„Á þeim tíma hefur fjölgun einungis
orðið í Eyjafirði, Austur-Skafta-
fellssýslu, Árnessýslu og á Suður-
nesjum, auk höfuðborgarsvæðisins,
þar sem fjölgunin er mest bæði
hlutfallslega og í tölum. Fólksfækk-
un er hins vegar mest á Vestfjörð-
um, í Dölum og á sunnanverðum
Austfjörðum."
Augljóst má því vera að fólks-
straumurinn á höfuðborgarsvæðið
er mjög þungur nú um sinn. Hefur
svo raunar lengi verið. Það er ekki
uppörvandi fyrir byggðir landsins
að sjá á eftir fólkinu suður. En ekki
verður hjá því komist að veita þessu
athygli. Stöðug fækkun í einni
byggð er uggvænleg og erfið þeim
sem eftir verða og reyna að hamla
gegn þróuninni og snúa vörn í sókn.
Þegar fylgst er með fólksfjölda á
ákveðnu svæði er ekki sama við
hvaða ár er miðað, eða frá hvaða
I -
Förum varlega með rafmagnið
- vangá veldur slysum
Tíu ráð um rafmagnið
1. Munið eftir að slökkva á eldavélinni strax eftir notkun.
2. Takið raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
3. Látið skipta strax um skemmdan rafbúnað.
4. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gerður fyrir.
5. Hendið gömlum rafbúnaði sem er farinn að láta á sjá.
6. Reynið ekki að gera það sem aðeins fagmenn ættu að gera.
7. Prófið lekastraumsrofann nokkrum sinnum á ári.
8. Gætið þess að raftæki sem eiga að vera jarðtengd séu það.
9. Varist að staðsetja Ijós of nálægt brennanlegu efni.
10. Gefið gaum að merkingum raftækja.
Þú berð ábyrgð á ástandi þess rafbúnaðar sem er
á þínu heimili. Ef þú hefur minnsta grun um að
eitthvað sé athugavert skaltu leita hjálpar
hjá löggiltum rafverktaka
I______
LOGGILDINGARSTOFA
Rafmagnsöryggisdeild
sjónarhóli er horft. Sé
greinin í Mbl., sem vitn-
að er í hér að framan,
lesin áfram segir svo í
beinu framhaldi: „Jafn-
framt kemur fram, að ef
íbúaþróun síðustu fimm
ára er borin saman við
fimm árin þar á undan
er ástandið nú verra á
öllum landsvæðum
landsbyggðarinnar
nema á Akranesi og í
Dalasýslu." (Leturbr.
mín.)
Þannig er þá umhorfs
þegar litið er til baka
yfir síðustu áratogin
fram að því aldamótaári, sem nú
rennur fram og í rauninni ber hæst
allra tímamóta á vegferð þeirra
sem nú lifa. Segja má að allar
byggðir landsins utan
Byggdaþróun
Ráðamenn þjóðarinnar,
segir Friðjón
Þórðarson, hafa ærnu
hlutverki að gegna og
að mörgu að hyggja í
byggðamálum.
Stór-Reykjavíkursvæðisins eigi í
vök að verjast.
Snemma í febrúar bárust fréttir í
Mbl. frá eftirlitsnefnd með fjármál-
um sveitarfélaga. Þar er greint frá
því að fjárhagsstaða sjö sveitarfé-
laga sé alvarleg og fjármál þeirra
virðist stefna í verulegt óefni. Auk
þess hafi verið gerðar alvarlegar at-
hugasemdir við fjárhagsstöðu tólf
annarra sveitarfélaga. Það vekur
Friðjón Þórðarson
athygli að í þessufn
hópi er lítið um fá-
mennar jaðarbyggð-
ir, sem svo eru kall-
aðar, heldur öflugar
og blómlegar byggð-
ir, sem enginn skyldi
ætla að stæðu hölíum
fæti eða þyrftu að
glíma við sérstök
vandamál.
Af framansögðu er
deginum ljósara, að
ráðamenn þjóðarinn-
ar hafa ærnu hlut-
verki að gegna og að
mörgu að hyggja í
byggðamálum. Það
eitt að sitja á suðvesturhorni lands-
ins og láta fara vel um sig dugar
ekki þegar á heildina er litið. En
efling byggðar í landinu getur kost-
að allmikið fé. Þá kemur upp í hug-
ann að margir hafa á orði að íslend-
ingar séu nú komnir í hóp tíu
ríkustu þjóða í heimi. Það ætti að
teljast nokkuð gott. Á e.t.v. að
keppa um fyrsta sætið, þ.e. að
verða allra ríkasta þjóð í veröld-
inni?
Það er að sjálfsögðu meginmál að
standa í skilum, greiða skuldir sín-
ar og stuðla að jöfnuði þegnanna og
hagsæld. En keppni um peninga og
ríkidæmi, auðhyggja ein og sér, er
varla mikils virði. „Svá er auður
sem augabragð. Hann er valtastur
vina.“
Sveitarfélög landsins eiga flest
við svipuð vandamál að glíma og
sömu hagsmuna að gæta. Hlutverk
þeirra er margþætt og mikilvægt.
Um hag þeirra og horfur almennt
og í einstökum málum hafa margar
skýrslur verið skráðar seint og
snemma. Sé enn minnst á Dala-
byggð, sem ekki lenti þó í hópi
þeirra nítján sveitarfélaga, sem að
framan getur, skal nefnd skýrsla
A að rjúfa
friðhelgi
Hallormsstaðar?
Hallormsstaður hef-
ur löngum þótt með
fegurstu stöðum á ís-
landi og á þessari öld
hefur hann orðið eins
konar ígUdi þjóðgarðs.
Senn verða hundrað ár
liðin frá því staðurinn
varð þjóðjörð, falin
Skógrækt ríkisins til
vörslu ogumsjár. Síðan
hefur Hallormsstaða-
skógur verið eitt helsta
djásn skógræktar-
manna sem leiða þang-
að innlenda og erlenda
menn til að sýna þeim Hjörleifur
mátt íslenskrar mold- Guttormsson
ar. Á sumrum nýtur
fjöldi ferðamanna skjóls í þessum
reit, gengur um skóginn og ferðast
Virkjanir
Til að kóróna sköpunar-
verk stóriðjustefnunn-
ar, segir Hjörleifur
Guttormsson, er fyrir-
hugað að skipta um lit
og lögun Lagarfljóts.
um Fljótsdalshérað, „...er ángar ljúft
við Fljótsins dreymnu ró...“ svo vitn-
að sé til alþekkts kvæðis Halldórs
Kiljans Laxness.
En ekki er allt sem sýnist. Um
þessar mundir eru opinberar stofn-
anir og fyrirtæki studd af valds-
mönnum að undirbúa herför að þess-
um unaðsreit.
Forráðamenn Landsvirkjunar
ætla að leggja raflínur af stærstu
gerð yfir Hallormsstaðaháls og
hengja þær upp í möstur allt að 37
metra há. Verði þessir
gálgar reistir mun þá
bera við himin ofan
skógar til stórkostlegra
lýta á umhverfi. Skipu-
lagsstofnun hefur þeg-
ar lagt blessun sína yfir
þessi áform en um-
hverfisráðherra á þess
kost að gera þau aftur-
ræk.
En þetta þykir ekki
nóg að gert. Vegagerð
ríkisins undirbýr nú
braut fyrir þungaflutn-
inga vegna Kára-
hnjúkavirlg'unar aust-
an Lagarfljóts um
Hallormsstaðaskóg.
Henni fylgir ný brú yfir Jökulsá í
Fljótsdal skammt inn af botni Lag-
arfljóts. Þessi kostur hefur verið val-
inn þótt endurbygging Lagarfljóts-
brúar sé á dagskrá og auðvelt væri ef
vilji er til staðar að Ijúka þeirri
brúargerð í tæka tíð miðað við virkj-
anaáform svo og vegi með bundnu
slitlagi inn Fell norðan Fljóts að
virkjunarsvæði. Með fyrirliggjandi
áformum er hins vegar verið að sól-
unda almannafé og jafnframt er
margföldum umferðarþunga að
þarflausu beint gegnum Hallorms-
staðaskóg.
Til að kóróna sköpunarverk stór-
iðjustefnunnar er síðan fyrirhugað
að skipta um lit og lögun Lagarfljóts
með því að veita í það Jökulsá á Dal.
Undan Hallormsstað er Fljótið
breiðast og töfrar þess mestir.
Hvaðan kemur mönnum vald til að
stórspilla helgum reit eins og Hall-
ormsstaðaskógi? Er íslensk þjóð svo
aum í allri sinni velsæld að hún uni
slíku óátalið?
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.