Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 E 3 HUGUR leitar eftir öflugum liðsmönnum Hugur er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins. Starfsemin er í Kópavogi og á Akureyri. Starfsmenn eru rúmlega eitthundrað, flestir háskólamenntaðir. Helstu verkefni eru þjónusta og þróun viðskiptalausna fyrir atvinnulífið sem byggja á Damgaard Axapta, Damgaard XAL og Ópusallt. Einnig er unnið að þróun og þjónustu tíma- og viðverukerfa auk hugbúnaðargerðar fyrir handtölvur. Viðskiptavinir fyrirtækisins skipta hundruðum, bæði innlendir og erlendir, þar á meðal mörg stærstu fyrirtæki landsins. Hugur er traustur vinnuveitandi sem leggur áherslu á sveigjanlegt, fjölskylduvænt og skapandi starfsumhverfi. Fagleg þekking og hæfni auk persónulegra eiginleika starfsmanna eru lykilþættir í rekstri fyrirtækisins. Starfsumhverfið er síbreytilegt og helgast af þörfum viðskiptalífsins. Starfsmenn þurfa þvi stöðugt að tileinka sér og miðla nýrri þekkingu sem miðar að því að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og þjónustu. Það reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika til að starfa með öðrum. Viltu breyta til? ...mótaðu framtíðina með okkur Við þjónum kröfuhörðum viðskiptavinum. Verkefni okkar er að uppfylla síauknar þarfir þeirra á sviði upplýsingatækni á árangursríkan og faglegan hátt. Okkur vantar því fleiri liðsmenn. Störfin felast í forritun, ráðgjöf, þjónustu, viðskiptaumsjón og verkefnastjórn. Rekstrarstjóri Rekstrarstjóri stýrir hópi sérfræðinga í að þróa, viðhalda og veita þjónustu við þær lausnir sem Hugur býður á hverjum tíma. Hann úthlutar verkefnum og mannafla og situr í framkvæmda- og verkefnaráðum. Rekstrarstjóri vinnur að áætlun deildarinnar og sér um að koma henni í framkvæmd. Hann sér um að tryggja gæði verkefna og að öll sértæk sérfræði- og tækniþekking sé til staðar við úrlausn þeirra. RÁðGJAFAR Á SVlðl FJÁRMÁLA-, VÖRUSTJÓRNUNAR OG VERKBÓKHALDS Ráðgjafar taka þátt í þróun og þjónustu á þeim lausnum sem Hugur býður. Þeir starfa með verkefnahópum innanhúss og viðskiptavinum. Ráðgjafar annast einnig greiningu á þörfum viðskiptavina og eru þeim til halds og trausts sem sérfræðingar, hver á sínu sviði. Forritarar Forritarar vinna í verkefnahópum við úrlausn þróunar- og þjónustuverkefna. Þeir fást við greiningu, hönnun, prófanir og gangsetningu hugbúnaðarlausna fyrir viðskiptavini. VlðSKIPTAUMSJÓNARMAðUR Viðskiptaumsjónarmaður er tengiliður milli viðskiptavina og Hugar. Hann þarf að hafa (eða vera fær um að afla sér) þekkingu á markaðsstöðu og fagsviði viðskiptavina auk þekkingar á vörum og þjónustu Hugar. Viðskip- taumsjónarmaður þarf að þekkja þarfir viðskiptavina og hafa til að bera frumkvæði til að uppfylla þær. Frumkvæði, ábyrgðartilfinning, árangursþörf, starfsreynsla og hæfileikar til að starfa með öðrum eru kostir sem við metum umfram aðra. Við leitum eftir fólki sem hefur háskólamenntun á sviði viðskipta-, rekstrar-, markaðs-, vörustjórnunar-, hag-, tækni-, kerfis- eða tölvunarfræða. Upplýsingar um ofangreind störfveita Erna Arnardóttir, starfsmannastjóri Hugar (ernaa@hugur.is) í síma 540 3000 og Ragnheiður S. Dagsdóttir hjá Gallup (ragnheidur@gallup.is) í síma 5401000. Umsóknir sendist til Gallup fyrir 21. ágúst merkt Hug hf. og viðeigandi starfi. öllum umsóknum verður svarað og þœr meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. www.hugur.is GALLUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.