Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 E 29 Heimilisvöru- verslun Óskum eftirtil samstarfs manneskju með aðal- ábyrgð á afgreiðsluborði verslunarinnar, auk þess að vera liðtæk í sölunni. Hún þarf að hafa ríka þjónustulund og frumkvæði ásamt grunnþekkingu á tölvum. Agæt laun fyrir rétta manneskju. Vinsamlega hafið samband við Hallgrím eða Elly, sími 568 9400, eða skilið inn umsókn til auglýsingadeildar Mbl., merkta: B — 9899", eða á E-mail hing@isholf.is byggtogbúió Kringlunni Lagerstarf með útkeyrslu Heildverslun óskar eftir að ráða starfsmann á lager, þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Snyrtileg vara, góður starfsandi. Reyklaus vinnustaður. Hæfniskröfur: • Góð almenn menntun. • Tölvukunnátta. • Heilsuhraustur. • Létt lundarfar. • Eiga auðvelt með • Heiðarlegur. mannleg samskipti. Vinnutími alla virka daga frá kl. 8.30—17.00. Tilfallandi aukavinna. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „M —10000", fyrir fimmtudaginn. 17. ágúst. Ritstjórastarf í boði Stórt útgáfufyrirtæki óskar að ráða ritstjóra að nýju tímariti sem fyrirtækið hyggst hefja útgáfu á. Tímaritinu er ætlað að fjalla um áhugasvið ungra karlmanna. Umsóknir um starfið leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. ágúst nk. merktar „Ritstjóri — 9997". ÍSLENSK FYRIRTÆKI a r K i t e h, . i s--------- Óskum eftir að ráða arkitekt til starfa sem fyrst Æskilegt er að viðkomandi hafi færni í tölvu- teiknun og reynslu af gerð vinnu-teikninga og verklýsinga. Umsóknir sendist á netfang gudmundur@arkitektur.is, merktar „Starfsumsókn". Allar umsóknir verða með- höndlaðar sem trúnaðarmál. arkitektur.is er ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar, skipulags, mann- virkjaframkvæmda og umhverfismála. arkitektur.is er reyklaus vinnustaður með teiknistofu á Akureyri og í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa tíu manns. Kennara vantar við Grunnskólann á Tálknafirði Kennara vantar í almenna kennslu og smíði. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð, m.a. tölvu- ver og hljóðver til tungumálakennslu. Nem- endur við skólann eru um 60. Tálknafjörður er skjólgóður, lygn og gróðursæil fjörður miðja vegu á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, í um 18 km fjarlægð frá hvorum stað. í kauptúninu búa um 360 manns i sjálfstæðu og vel reknu sveitar- félagi. Boðið er upp á lága húsaleigu, flutningsstyrk o.fl. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 456 2537 og 456 2538 og 862 2865. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar tvær stöður lögreglu- manna við embætti lögreglustjórans í Kópa- vogi. Umsóknum skal skilaðtil lögreglustjóra, Þorleifs Pálssonar, fyrir 24. ágúst nk. á sérstök- um eyðublöðum sem fást á öllum lögreglu- stöðvum. Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn, veitir nánari upplýsingar um stöð- urnar. Umsækjandi um stöðu í lögreglu ríkisins skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Heimilt er þó, skv. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, að ráða menn án lögregluskóla- menntunar til afleysinga ef enginn með próf frá lögregluskólanum sækir um. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattartil að sækja um. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI, Flatahrauni 12, 220 Hafnarfirði, sími 585 3600, fax 585 3601. Kennara vantar! Vegna mikillar fjölgunar nemenda vantar kenn- ara í eftirfarandi kennslugreinar á haustönn: Enska - 24 kennslustundir. Stærðfræði - 12 kennslustundir. Lífsleikni - 18 kennslustundir. Launakjör samkvæmt kjarasamningum KÍ. Allar nánari upplýsingar í síma 585 3600 og skulu umsóknir hafa borist undirrituðum fyrir 17. ágúst nk. Jóhannes Einarsson skólameistari. Þelamerkurskóla Enn vantar kennara að Þelamerkurskóla í Hörgárdal. Um er að ræða kennslu í eftirtöldum greinum: ★ Almenn kennsla á yngra stigi. á Hannyrðir. ★ Sérkennsla. Við Þelamerkurskóa er í gildi sérkjarasamning- ur við sveitarfélögin sem reka skólann. Ef þú ert kennari sem hefur áhuga á að kenna í fámennum skóla (nemendafjöldi u.þ.b. 90) sem er einungis í 10 km fjarlægðfrá Akur- eyri og býður upp á mjög góða starfsaðstöðu, litla námshópa, sveigjanlega kennsluhætti, jákvætt viðhorffrá sveitarstjórnum og vinnu með frábærum nemendum, þá skaltu hafa samband við okkur. Upplýsingar gefa Karl Erlendsson skólastjóri, í sfmum 462 6555 og 891 6295 og Unnar Eiríksson aðstoðarskóla- stjóri, í símum 462 6224 eða 462 1772. Kennarar — kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar kennara í eftirfarandi greinar: Almenn kennsla, kennsla yngri barna, mynd- og handmennt, heimilis- fræði, raungreinar, danska og tónmennt. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar er einsetinn og verða nemendur um 120 næsta ár og einn bekkur í árgangi. í skólanum er góð vinnuað- staða fyrir kennara. Kennarar eru 13 auk skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra. Góð kjör, ódýrt húsnæði og flutningur greiddur. Upplýsingar veitir Hafsteinn Halldórsson, skólastjóri, í símum 475 1224, 475 1159 og 861 1236. Netfang hafhall@itn.is. Skólastjóri. Símsvörun Laust starf við símsvörun upplýsinsasjöf os ýmis skrifstofustörf fyrir mörg fyrirtæki Vinnutími 9 til 18 virka daga Framtíðarstarf á góðum, reyklausum vinnustað Umsækjandi þarf að hafa góða símarödd, mjög góöa íslensku- og enskukunnáttu og góóa almenna tölvuþekkingu Umsóknareyðublað er hægt sækja á slóóinni http://korund.is, fá það sent í faxi, eða sækja á skrifstofuna. (Befíu Símamœr eftf 5205123 5629165 Kjötvinnsla Starfsfólk óskast hið fyrsta í vinnslu og pökkun. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 565 6599 mánudag milli kl. 10.00 og 14.00. Verslun afgreiðsla Ólympia Kringlunni óskar eftir hressri, líflegri og reglusamri starfsstúlku á aldr- inum 25—50 ára til afgreiðslustarfa. Umsækjandi komi til viðtals á skrifstofu verslunarinnar á mánudag og þriðjudag milli kl. 10 og 14. -L lympí Fasteignasala ritari Umsvifamikil fasteignasala óskar eftir að ráða duglegan og áreiðanlegan ritara í fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða og geti hafið störf sem fyrst. Frábær vinnuaðstaða mið- svæðis í bænum. Áhugasamir skili inn umsóknum á aug- lýsingadeild Mbl. merkt: „F-9999" fyrir 17. ágúst nk. LANDSBÓKASAFN fSLANDS HÁSKÓLABÓKASAFN Veitingastofa Rekstraraðili veitingastofu óskar eftir að ráða starfsfólk í 90% vaktavinnu. Vinnutími er mjög < góður. í starfinu felst afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini. Nánari upplýsingar veitir Hörður Valdimarsson matreiðslumaður í síma 525 5663. Ritarastarf Lögmaður við störf sem einkum tengjast vöru- merkjum og einkaleyfum og erl. viðskiptum, óskar eftir að ráða ritara í a.m.k. hálfsdagsstarf. Starfið felst einkum í tölvuvinnu (PC), með Word, Excel, Lotus Notes og skjalavörslu. Góð móðurmáls- og enskukunnátta áskilin, og tölvu- og bókhaldsþekking nauðsynleg. Enn- fremur stúdentsmenntun (helst úr raungrein- < um) og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt prófskírteini, skilist á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „Ritarastarf — 9964" fyrir 18. ágúst. MÝRDALSHREPPUR Mýraittraut 13. 870 Vík í Mýrdal íþróttakennarar Nú er boltinn hjá ykkur Okkur bráðvantar íþróttakennara næsta skólaár við grunnskóla Mýrdalshrepps. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri, Kolbrún Hjörleifsdóttir, í síma 487 1287 eða 487 1400 og sveitarstjóri, Haf- steinn Jóhannesson, í síma 487 1210. Heimasíða Grunnskóla Mýrdalshrepps: http://gsm.ismennt.is Hótel í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir matreiðslumeistara eða faglærðum matreiðslumanni á fastar vaktir. Einnig er óskað eftir þjóni eða starfsmanni, vönum þjónustu í sal, á fastar vaktir. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „H — 10002", fyrir 18. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.