Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 E 35 v en hinsvegar dró hann tertu mikla í happdrætti sem efnt var til. Það sem hér er ritað er frásögn af glettni og gamansemi unglinga. Sumt kynni að teljast til eineltis þeg- ar nánar er aðgætt. Albert sýndi þó með starfi sínu öllu að hann var trúr menntaköllun sinni og lét hvergi hrekja sig af menntabraut þeim sem hann hafði haslað sér í upphafi náms- ára. Mændi sperrtur meyjar á, mannorðskertiíanda, hugðist Berti í hringþöll ná, enhrepptitertuíjanda. Fyrir kæti karl ei réð sér, kominn var á ferðaslark, einn því hafði Albert með sér afbragðs kamb frá Trademark. Úti í bílnum Albert tér: „Égvilráðaleita. Heillakarlinn, herm þú mér, hvað heitir þessi feita.“ Ekki er pen sá andskoti - oft þó kvenfólk gladdi - ernúslenáAIberti, aldrei Lenu kvaddi. DrauguríÞjóðsögu. Baldur Einisson {Dvergur) og Öm Snorrason (Aquila). Guðmundur landlæknir Guðmundur Bjömsson landlæknir var einn nafnkunnasti maður á fyrri hluta 20. aldar. Honum var flest til lista lagt. Hann var fjölhæfur og fluggáfaður, einn Guðmundanna þriggja, húnvetnskur bóndasonur, sem naut styrks úr föðurgarði, er Coghill, skoskur sauðakaupmaður, reið um sveitir og lagði gull í lófa bænda, en dró sér fé þeirra á fæti og flutti til Bretlands. Guðmundur Bjömsson lauk læknisprófi og helg- aði líf sitt heilbrigðismálum, en hann lét sér ekki nægja að bregða hlustpípu á brjóst sjúklinga, eða skrifa lyfseðil á „mixtúra nervina" eða hóstasaft, hann vildi byrgja brunninn í þess orðs fyllstu merk- ingu. Þess vegna var hann hvatamað- ur að Vatnsveitu í Reykjavík. Eins og söngvarinn sækist eftir því að finna hreinan tón, eins var það keppikefli Guðmundar landlæknis að leita uppi lindina tæm og hreinu, en byrgja óhreina bmnna og loka Móakotslind. Það gerði hann, og einangraði með þeim hætti uppsprettu óhroða og sóttveiki, er herjað hafði á Reykvík- inga og valdið þeim búsifjum. Guðmundur var skáldmæltur, en tók þann kost að kveða ljóð sín undir dulnefni. Hann kallaði sig Gest. Heiti ljóðabókar hans lýsir skapgerð mannsins, heiti kvæðasafnsins er „Undir ljúfum lögum“. Þar má finna margar perlur er þjóðin geymir í hugskoti. Flestir kannast við sönglög sem heyrast í útvarpi og á samkomum, „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“, og „Dísa mín góða“. Til er saga af heimsókn tónskáldsins er samdi lög- in við ljóð Guðmundar, það var Þór- arinn Guðmundsson fiðluleikari. Þór- arinn hreifst af ljóðum Gests og gekk á fund landlæknis, hingað í þetta hús. Skáldið fagnar komu hljómlistar- manns er sest við hljóðfærið og biður að mega leika lög sín. Undur þýðir hljómar óma út um gluggann við Amtmannsstíg. Vegfarendur nema staðar í brekk- unni. Inni situr landlæknir, alþingis- forseti, stórtemplar, vínhneigður góðtemplari, sem vill hafa „land- lækniskaffið sterkt“ og hlýðir hug- fanginn á tónskáldið spila lag sitt við ljóð gestgjafans: „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“. Þegar tónskáldið hafði lokið lagi sínu rís landlæknirinn á fætur, kyssir Þóraiin beint á munn- inn og segir: „Má ekki bjóða yður whisky, þér hljótið að vera orðinn dauðleiður á hundaskömmtunum.“ „Hvaða hundaskömmtum?" spyr Þórarinn. „Nú, það kemur alltaf maður einu sinni í viku sem er send- ur frá yður að sækja resept, fyrir hundaskömmtum." Það má segja að þarna hafi komist upp um strákinn Tuma, það sannaðist að það var hljóðfæraleikari, félagi Þórarins, sem hafði notfært sér nafn hans, til þess að hafa út úr landlækni resept á hundaskammta. Þórarinn sjálfur var eindreginn reglumaður. „Þú ert ósk, þú ert óskin mín,“ þannig lýkur ljóðinu. Yngsta bam Guðmundar var Þórdís Ósk, til henn- ar er ljóðið kveðið. Þórdís giftist bandarískum manni, fluttist vestur um haf og er nú látin. <• Þú mátt bara eiga lagið Annað Ijóð sem hér varð til er Dísa mín góða, Þórarinn samdi einnig lag við það. Góðvinur Þórarins, sem var söngvís og músíkalskur sölumaður kom til Þórarins og játaði yfirsjón sína. Hann sagðist vera nýkominn úr sölutúr um allt landið. í hverju plássi eignaðist hann að minnsta kosti eina Dísu og hjalaði við hverja þeirra lengi nætur. „Og allt var þetta út á lagið þitt Þórarinn, ég sagðist hafa samið það sjálfur." „Já blessaður góði,“ sagði Þórarinn, „haltu þessu ' bara áfram, þú mátt bara eiga lagið.“ Martin Smith konsúll og kaupmað- ur eignaðist þetta hús þegar seinni kona Stefáns Gunnlaugssonar var borin þaðan út með miklu brambolti. Smith bjó þar síðar í mörg ár og var það þá talið skrautlegasta húsið í bænum. Smith var umsvifamikill og hugkvæmur kaupmaður. Hann var konsúll Hollendinga, en þótti í hópi íhaldssamari kaupmanna. Hann var kvæntur íslenskri konu, Ragnheiði Bogadóttur, sem jafnan bjó í húsinu. Elsti sonur þeirra var Bogi snikkari, tengdafaðir Magnúsar Guðmunds- sonar ráðherra, en Magnús sá var afi Magnúsar Thoroddsens dómara. Síst skyldi því gleymt að Hannes Hafstein bjó hér um skeið þegar hann var ritari landshöfðingja, hér hefur hann trúlega ort mörg sín bestu ljóð. Héðan flyst hann til ísa- fjarðar. Til er skemmtilegt bréf, sem Jónas þinghúsvörður „plausor“ ritar kunningja sínum, þegar Hannes er á förum til Isafjarðar, þá er mikið um- rót í garði Péturs biskups við Aust- urstræti, þar á að reisa nýtt verslun- arhús, Ensku verslunina og eru þá rifin upp fögur reyniviðartré í garði biskupsfrúarinnar. Hannes fékk sýslumannsembættið eftir Skúla -F- Thoroddsen og það fræga mála- stapp. Jónas segir í bréfi sínu, að mælt sé að Hannes Hafstein hafi fest kaup á trjánum og ætli „að nota þau sem sófl á ísfirðinga." Ég vil ekki láta hjá líða að beina þakklæti til Gísla Jónssonar á Akur- eyri, Ásgeirs Bjamasonar og Guð- mundar Ingva Sigurðssonar sem veittu mér margar gagnlegar upp- lýsingar. Höfundur er þulur. SMAAUGLYSING A DULSPEKI Skyggnilýsingafundur Margrét Hafsteinsdóttir miðill verður með skyggnilýs- ] ingafund á Soga- I vegi 108, Rvík, 2. hæð (fyrir ofan I Garðsapótek) þriðjudags- kvöldið 15. ágúst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Miðaverð kr. 1.200. |P % ?p Námskeið í Reiki 1 AÉh Eldri nemendur, ■ sem vilja taka þátt í frekari þjálfun með haustinu, vinsamlega hafið sam- band. Guðbergur Björnsson, Reikimeistari, sími 898 0277. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag íslands Sálarrannsókn- arfélagið Sáló 1918-2000, Garðastræti 8, Reykjavík Gönguferð og hugleiðsla mánudaginn 14. ágúst, kl. 20.00 verður farin stutt göngu- og hugleiðsluferð í umsjá Frið- bjargar Óskarsdóttur. Allir velkomnir. Hittumst bakvið Olís bensínstöð- ina í Mosfellsbæ. SRFÍ. Áruteiknimiðillinn Guðbjörg Guðjónsdóttir tekur f einka- tíma. Teikna áru eða leiðbeinanda, gef andlegar og veraldlegar upp- lýsingar. Uppl. í síma 897 9509. FÉLAGSLÍF cvöld kl. 20.00: álpræðissamkoma í umsjón skars Jónssonar. Séra Lárus slldórsson talar. erið velkomin! KROSSINN Sunnudagur: Eldleg einingar- samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Himnesk blessun- arsamkoma kl. 20.30. Miðvikudagur: Bænastund með öllu kl. 20.30. Fimmtudagur: Unglingarnir kl. 20.00. Föstudagur: Sameiginleg ung- lingasamkoma í Fíladelfíu eða Klettinum kl. 20.30 Laugardagur: Drottinn kemur okkur á óvart kl. 20.30. www.cross.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Sunnudagssamkoma Fjölskyldusamkoma kl. 17.00. Hilmar og Linda og 30 manna hóp- ur eru nýkomin heim frá Sikiley á Italíu þar sem um 2700 manns leituðu frelsis í kristi. Þau segja frá því sem gerðist þar. Dans, prédikun og vitnisburð- ir. Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Bibliukennsla. Miðvikudagskvöld kl. 19.00 Alfanámskeið. Miðvikudagskvöld kl. 20.00 Stuðningsfundur Sóknar gegn sjálfsvígum. Fimmtudagskvöldkl. 20.00 Jesúhópar. Föstudagskvöld kl. 21.00 Styrkur unga fólksins. Trúboð frá Grófinni kl. 23.30. „Uppskeran er mikil en verka- menn fáir". Matt. 9:37 www.frelsi.com Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Erling Magnússon. Aliir hjartanlega velkomnir. Mán.: Marita samkoma kl. 20.00. Mið.: Biblíulestur kl. 20.00. Lau.: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. www.gospel.is. Islenska 'ð _/ KIUSTS KIRKJAN ■ ...1 r.n í.i lúllicrsk rríkirkja Bíldshöfða 10 Samkoma kl. 20.00. Heilög kvöldmáltið. Predikun: Friðrik Schram. Mikil lofgjörð og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. www.kristur.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Göngudegi F.f. og Spron, sem átti að vera f dag, sunnu- dag 13. ágúst, er frestað vegna veðurs til 27. ágúst. Laugavegsgöngur 16. og 18. ágúst. Helgarferð f Dalina og sigling um Breiðafjörð 25. - 27. ágúst með Árna Björnssyni. www.fi.is, textavarp RUV, bls 619. Smíðjuvegi 5, Kópavogi. Samkomur f kvöld kl. 20.00. Högni Valsson predikar. Brauðsbrotning. Allir hjartanlega velkomnir. Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. www.vegurinn.is J L hlu Ferkið á nýrri öld I hlulvcrkid(á bolmaiI.com KIRKJA JESÚ KRISTS Ásabraut2 Garðabæ Samkomur á sunnudögum Sakramcntissamkoma kl. 11:10 Sunnudagaskóli kl. 12:30 Aðildafélög og prestdæmi kl. 13:20 Allir velkomnir Mán.: Fjölskyldukvöld í heimahúsum Þri.: Pilta og stúlkna félög kl. 18:00 Mið.: Ættfræðisafn frá kl. 20:00 Aðalstödvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma í kvöld kl. 20.00. Fréttir frá starfinu í Vatnaskógi. Ræöu- maður Hreiðar Örn Stefánsson forstöðumaður. Allir velkomnir. ÝMISLEGT Mömmur athugið, ef barnið pissar undir Undraverður árangur með nýrri uppgötvun í óhefðb. aðferðum. Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.