Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 24
24 E SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, Kjalarnesi, 116 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á fastar næturvaktir frá 1. september. Yfirumsjón meðtveimur hjúkrunardeildum. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeildir frá 1. sept- ember. Vaktafyrirkomulag og starfshlutfal sam- komulag. Aðhlynningarstörf Starfsfólk óskast á hjúkrunardeildirtil aðhlynn- ingar aldraðra frá 1. september. Vaktafyrirkomulag og starfshlutfall samkomu- lag. Víðines er nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Heimilið er staðsett á fallegum og friðsælum stað u.þ.b. 10 km fyrir utan Mosfellsbæ og 20 km frá Reykjavík. Á heimilinu eru tvær hjúkrunardeildir fyrir 19 og 18 íbúa. Við leitum að áhugasömu starfsfólki með góða samskiptaeiginleika sem vill starfa með öldruðum þar sem áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi. Bflastyrkur er greiddur samkvæmt reglum þar um. Allar nánari upplýsingar veita hjúkrunarfor- stjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8803 frá kl. 8—16 virka daga. Akureyrarbær Skóladeild Glerárgötu 26, 600 Akureyri sími 460 1456 bréfsími 460 1460 Fulltrúi á skóla- deild Akureyrarbæjar Laus er til umsóknar 75% staða fulltrúa á skóladeild Akureyrarbæjar Helstu verkefni fulltrúa eru að annast umsjón og þjónustu fyrir vistunarmál og blönduð störf í grunnskólum, eftirlit með rekstri og faglegu starfi, upplýsingaöflun og skýrslugerð, aðstoð við fjárhagsáætlunargerð, og önnur þau verk- efni sem honum eru falin. Þess er krafist að umsækjandi hafi háskóla- menntun á uppeldissviði og góða kunnáttu á tölvur. Æskilegt er að hann hafi reynslu af starfi í grunnskóla, góða skipulagshæfileika og gott vald á mannlegum samskiptum. Tekið verður tillit til samþykkta bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Upplýsingar um starfið og launakjör veita Gunnar Gíslason deildarstjóri í síma 460 1456 eða Karl Guðmundsson sviðsstjóri í síma 460 1488. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst nk. og skulu umsóknir berast til upplýsingaanddyris Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. HOTEIy REYKJAVIK Óskað er eftir hressum og jákvæðum starfskröftum á Grand Hótel Reykjavík Leitað er eftir: Metnaðarfullum framreiðslumanni, aðstoðar- fólki við þjónustu í sal, starfmanni í eldhústil að sjá um morgunmat frá kl. 6— 12,15 daga mánaðarins, röskum starfskrafti í uppvask. Nánari uppiýsingar gefur Elías Hartmann á stadnum. Sölumaður óskast til framtíðarstarfa Heildverslun með þekkt vörumerki á sviði hjúkrunarvara óskar eftir að ráða sölumann til framtíðarstarfa. Fyrirtækið er þekkt innflutn- ings og dreifingarfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi. Um erað ræða annað aftveim störf- um í þeirri deild sem fer með sölu og þjónustu vara á heilbrigðis og hjúkrunarsviði. Starfið felst í heimsóknum til heilbrigðisstofn- ana og apóteka við að kynna og selja vörur fyrirtækisins og viðhalda viðskiptasambönd- um. Viðkomandi þarf að geta farið í söluferðir út á land (ekki stór þáttur) og að hafa bíl til um- ráða innanbæjar. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur mikla sölu- mannshæfileika, er sjálfstæður í vinnubrögðum og leggur metnað í að ná árangri í starfi. Um er að ræða hlutastarf í byrjun (70—80%), sem hentar vel framsæknum hjúkrunarfræðingi með hæfileika til að starfa í kröfuhörðu viðskiptaum- hverfi, vinnutími ervirka daga. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti, vera þjónustulundaður, snyrtilegur í framkomu og skipulagður í vinnubrögðum. Enskukunnátta er nauðsynleg. Umsóknir óskast sendartil Mbl. fyrir 22. ágúst merktar: „Sölumaður hjúkrunarvara 2000". All- ar umsóknir verða meðhöndlaðar sem fyllsta trúnaðarmál og öllum umsækjendum verður svarað. SÖLUMAÐUR ÓSKAST Hún Björk er að hætta hjá okkur eftir áralanst og farsælt starf Okkur vantar því sem fyrst duglegan og áhugasaman sölumann ÁFyLLING (VERSLUNUM Jafnframt ætlum við að ráða starfskraft til að sjá um áfyllingar á vörum okkar í verslunum á stór-Reykjavíkursvæðinu Góð starfsaðstaða, hresst samstarfsfólk og reyklaust fyrirtæki. Umsóknareyðublöð má sækja á netið á http://korund.is, fá þau send á faxi eða sækja á skrifstofuna í Þverholti 15 Kórund ehf Sími: 520 6100 Mosfellsbær Leikskólinn Reykjakot Okkur vantar fjóra leikskólakennara eða aðra uppeldismenntaða starfsmenn í 50% stöður e.h. Leikskólinn er í fallegu umhverfi með fjöll og skóla í göngufæri. Við vinnum samkvæmt Hjallastefnunni og er náttúran og opinn efniviður okkar aðal leikefni. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi F.Í.L. og Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt sérsamn- ingi leikskólakennara í Mosfellsbæ við bæjaryfirvöld. Upplýsingar veita María, skólastjóri, og Gyða, aðstoðarskólastjó- ri, í síma 566 8606 Mosfellsbær er tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag. Á vegum bæjarins eru starfandi fjórir leikskólar. Leíkskólarnir búa við þá sérstöðu að vera stað- settir í afar fögru umhverfi. Fjölbreytileiki náttú- runnar skartar sínu fegursta við bæjardyrnar og er endalaus efniviður til uppbyggingar, þroska og sköpunar. Líta má á þessa sérstöðu sem forrétt- indi og greina má áhrifin í uppeldisstefnu og markmiðum allra leikskólanna. Skólafulltrúi Fjölbrautaskólinn í Garðabæ viö Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520 1600, fax 565 1957, vefslóð: http:www.fg.is netfang: fg@fg.is Kennara vantar Vegna fjölgunar nemenda næsta vetur vantar kennara í þessar kennslugreinar í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ: Eðlisfræði, enska, stærð- fræði og verslunarréttur. Um er að ræða hluta- störf eða heilar stöður, allt eftir samkomulagi. Allur aðbúnaður er fyrsta flokks í nýju húsnæði skólans. Nánari upplýsingar veita Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari og Gísli Ragnarsson, aðstoðarskóla- meistari í síma 520 1600. Skólameistari. KÓPAVOGSBÆR FÉLAGSÞJÓNUSTA KÓPAVOGS Hjá Félagsþjónustu Kópavogs er laus 100% staða deildarfélagsráðgjafa í fjölskyldudeild. Starfið grundvallast á 4. grein barnaverndar- laga um forvarnir, eftirlit og beitingu úrræða til að tryggja hagsmuni og velferð barna í bæjarfélaginu. Deildarfélagsráðgjafi er meðal annars ábyrgur fyrir að innra starf deildar- innar sé skipulegt og skilvirkt. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir dugnaði, frumkvæði, jákvæðni og góðum skipulagshæfileikum. Reynsla af barnaverndarstarfi mjög æskiieg. Umsækjandi skal hafa starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Launakjör skv. kjarasamningum Starfsmanna- félags Kópavogs eða Stéttarfélags ísl. félags- ráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir yfirmaður fjölskyldu- deildar og deildarfélagsráðgjafi í síma 570 1400. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsþjón- ustunnar Fannborg 4, og skal skilað þangað eigi síðar en 28. ágúst nk. Starfsmannastjóri PASTA BM Klapparatig 38 • S.661 31 31 Veitingahúsið Pasta Basta óskar eftir metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki í eftirfarandi stöður: • Framreiðslumaður, 100% starf. • Aðstoðarmaður í sal, 100% starf. • Barþjónar, helgarvinna. • Aðstoðarfólk í sal, helgarvinna. Reynsla æskileg. Lágmarksaldur 20 ár. Tekið verður á móti umsóknum á staðnum til 13. ágúst. Umsóknareyðublöð fást hjá veitinga- stjóra sem einnig gefur nánari upplýsingar. Veitingahúsið Pasta Basta, Klapparstíg 38, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.