Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 13

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 13 Eldur í Hafnarfírði FRÉTTIR Aðflug að Reykj avíkur flugvelli ELDUR kom upp aðfaranótt laugar- dagsins í skúr áföstum Reykdals- verksmiðjunni sem staðið hefur auð um nokkuð skeið. Skúrinn hefur ver- ið notaður sem spónageymsla. Að sögn lögreglu var líklega um íkveikju að ræða. Tveir bflar frá slökkviliði voru sendir á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki var umfangsmikill þó töluverður reykur hafi fylgt hon- um. Miklar skemmdir urðu á geymslunni en unnt var að bjarga húsinu sjálfu. MORGUNBLADINU hefur borist eftirfarandi frá Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra: „í tilefni af fyrirspurn Óla Hilm- ars Jónssonar í Morgunblaðinu (Vel- vakanda) hinn 11. ágúst sl. og vegna annarrar umfjöllunar um aðdrag- anda flugslyssins á Reykjavíkurflug- velli 7. ágúst síðastliðinn er rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Umrædd flugvél var í sjónað- flugi að suðurflugbraut flugvallarins. Samkvæmt þeim reglum, sem um slíkt flug gilda, ákveður flugumferð- arstjórinn í hvaða röð flugvélum er beint inn til lendingar og veitir þeim leiðbeiningar um hvernig haga skuli aðfluginu. Flugmaðurinn ber hins- vegar ábyrgð á því að halda hæfi- legri fjarlægð frá flugvél, sem er á undan honum á leið til lendingar. Hann fær síðan sérstaka lendingar- heimild frá flugturni. 2. Þegar hægfleyg flugvél fylgir á eftir hraðfleygari vél dregur sundur með þeim. I umræddu tilviki var því bilið á milli flugvélanna heldur að aukast í aðfluginu, þótt það nægði ekki til að síðari flugvélin gæti lent óhindrað. 3. Engar aðstæður voru fyrir hendi í aðfluginu, sem kölluðu á að aðskilnaði milli flugvélanna væri haldið í lágmarki, enda gaf flugturn- inn engin slík fyrirmæli. 4. Algengt er að hætta verði við lendingu vegna hindrunar á flug- braut eða vegna þess, að veðurskií- yrði eru ekki nægilega hagstæð til lendingar. Flugmenn eru því ætíð undir það búnir og vanir að fást við slíkar aðstæður. Samkvæmt athugun flugumferð- arsviðs Flugmálastjórnar var stjórn umferðar við flugvöllinn hið afdrifa- ríka kvöld 7. ágúst að öllu leyti með eðlilegum hætti. Rannsókn slyssins er hinsvegar í höndum rannsóknar- nefndar flugslysa sem hefur síðasta orðið um alla þætti þess. Almennt fjallar Flugmálastjórn ekki um or- sakir eða aðdraganda flugslysa fyrr en niðurstaða rannsóknar liggur fyr- ir nema ekki verði hjá því komist.“ Reiðtygjum stolið LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir vísbendingum vegna þjófnaðar á reiðtygjum og fleiru úr hesthúsi við Blesavelli 7. ágúst sl. Fimm hnökk- um var stolið og voru tveir þeirra barnahnakkar með handfangi, þá voru tveir hnakkanna brúnir, annar merktur „Grödz“ og hinn „Þorvalds- hnakkur" og loks var stolið svörtum hnakki merktum „Hrafn“. Einnig var ýmsu lauslegu stolið, s.s. dýnum, úlpu, borvél, reiðstígvélum, gjörðum og reiðhjálmum. Andvirði þýfisins er um 800-900 þúsund krónur. Oruggur með sig Renault Megane er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki samkvæmt öryggisprófunum NACP Renault Mégane Berline 17.130,- á mánuði* Verð frá 1.398.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 4 loftpúðar - abs- fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Classic 19.556,- / / N* ác * a manuor Verð frá 1.598.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Break 19.920,- á mánuði* Verð frá 1.628.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar *meðalútborgun á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Grjóiliúls 1 Sími 5751200 Söludeild 575 1220 Komdu og prófaðu þann sem hentar þér % RENAULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.