Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 13 Eldur í Hafnarfírði FRÉTTIR Aðflug að Reykj avíkur flugvelli ELDUR kom upp aðfaranótt laugar- dagsins í skúr áföstum Reykdals- verksmiðjunni sem staðið hefur auð um nokkuð skeið. Skúrinn hefur ver- ið notaður sem spónageymsla. Að sögn lögreglu var líklega um íkveikju að ræða. Tveir bflar frá slökkviliði voru sendir á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki var umfangsmikill þó töluverður reykur hafi fylgt hon- um. Miklar skemmdir urðu á geymslunni en unnt var að bjarga húsinu sjálfu. MORGUNBLADINU hefur borist eftirfarandi frá Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra: „í tilefni af fyrirspurn Óla Hilm- ars Jónssonar í Morgunblaðinu (Vel- vakanda) hinn 11. ágúst sl. og vegna annarrar umfjöllunar um aðdrag- anda flugslyssins á Reykjavíkurflug- velli 7. ágúst síðastliðinn er rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Umrædd flugvél var í sjónað- flugi að suðurflugbraut flugvallarins. Samkvæmt þeim reglum, sem um slíkt flug gilda, ákveður flugumferð- arstjórinn í hvaða röð flugvélum er beint inn til lendingar og veitir þeim leiðbeiningar um hvernig haga skuli aðfluginu. Flugmaðurinn ber hins- vegar ábyrgð á því að halda hæfi- legri fjarlægð frá flugvél, sem er á undan honum á leið til lendingar. Hann fær síðan sérstaka lendingar- heimild frá flugturni. 2. Þegar hægfleyg flugvél fylgir á eftir hraðfleygari vél dregur sundur með þeim. I umræddu tilviki var því bilið á milli flugvélanna heldur að aukast í aðfluginu, þótt það nægði ekki til að síðari flugvélin gæti lent óhindrað. 3. Engar aðstæður voru fyrir hendi í aðfluginu, sem kölluðu á að aðskilnaði milli flugvélanna væri haldið í lágmarki, enda gaf flugturn- inn engin slík fyrirmæli. 4. Algengt er að hætta verði við lendingu vegna hindrunar á flug- braut eða vegna þess, að veðurskií- yrði eru ekki nægilega hagstæð til lendingar. Flugmenn eru því ætíð undir það búnir og vanir að fást við slíkar aðstæður. Samkvæmt athugun flugumferð- arsviðs Flugmálastjórnar var stjórn umferðar við flugvöllinn hið afdrifa- ríka kvöld 7. ágúst að öllu leyti með eðlilegum hætti. Rannsókn slyssins er hinsvegar í höndum rannsóknar- nefndar flugslysa sem hefur síðasta orðið um alla þætti þess. Almennt fjallar Flugmálastjórn ekki um or- sakir eða aðdraganda flugslysa fyrr en niðurstaða rannsóknar liggur fyr- ir nema ekki verði hjá því komist.“ Reiðtygjum stolið LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir vísbendingum vegna þjófnaðar á reiðtygjum og fleiru úr hesthúsi við Blesavelli 7. ágúst sl. Fimm hnökk- um var stolið og voru tveir þeirra barnahnakkar með handfangi, þá voru tveir hnakkanna brúnir, annar merktur „Grödz“ og hinn „Þorvalds- hnakkur" og loks var stolið svörtum hnakki merktum „Hrafn“. Einnig var ýmsu lauslegu stolið, s.s. dýnum, úlpu, borvél, reiðstígvélum, gjörðum og reiðhjálmum. Andvirði þýfisins er um 800-900 þúsund krónur. Oruggur með sig Renault Megane er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki samkvæmt öryggisprófunum NACP Renault Mégane Berline 17.130,- á mánuði* Verð frá 1.398.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 4 loftpúðar - abs- fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Classic 19.556,- / / N* ác * a manuor Verð frá 1.598.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Break 19.920,- á mánuði* Verð frá 1.628.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar *meðalútborgun á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Grjóiliúls 1 Sími 5751200 Söludeild 575 1220 Komdu og prófaðu þann sem hentar þér % RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.