Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þekkirðu
þennan mann?
Alltof margt folk gefur sér ekki tíma til að kynnast
____jeirri persónu, sem næst því stendur, skrifar
Ellert B. Schram, heldur er rokið til í fússi og
fýlu, þegar hið minnsta bregður út af og skilnaðir eru
orðnir eins og útsölurnar.
• •
LL ÞEKKJUM við þau
örlög okkar að verða
hraðanum að bráð.
Hafa aldrei tíma til
neins. Nú heyra heimsóknir sög-
unni til, nú er það æ fátíðara að sest sé nið-
ur í afslöppuðu spjalli, nú er það ekki leng-
ur í tísku að hafa áhyggjur af eða bera
umhyggju fyrir öðrum en sjálfum sér.
Og þessari tímans tönn fylgir önnur af-
leiðing. Fólk er hætt að þekkjast. Ég varð
fyrir þeirri lífsreynslu um daginn að ég hitti
konu sem sagði mér að hún hefði aldrei
þekkt pabba sinn, fyrr en hún las um hann
minningargreinarnar.
Þetta þótti mér skrítið. En svo bar við að
um líkt leyti horfði ég á bíómynd í sjónvarp-
inu sem fjallaði um leit að ungum Banda-
ríkjamanni sem hafði verið rænt af stjórn-
völdum í Suður-Ameríku og afdrif hans
voru ókunn, þannig að faðir hans hóf að
grennslast fyrir um son sinn, ásamt með
konu hins horfna. Greinilegt var að ekki
hafði verið mikill samgangur milli þeirra
feðga og litlir kærleikar, einkum vegna mis-
munandi lífsskoðana og lífshátta. Þetta
skiptir ekki máli, heldur hitt að í leit sinni
að sameiginlegum ástvini, uppgötvuðu fað-
irinn og eiginkonan, og þó einkum sá fyrr-
nefndi, betur og betur, hver hann raunveru-
lega var, sonurinn og eiginmaðurinn. Þau
vissu ekki fyrr en hann var týndur og allur,
hvaða mann hann hafði haft að geyma, þessi
einstaklingur, sem þó stóð hjarta þeirra
næst.
Sem leiðir hugann að því aftur hvers kon-
ar samband og tengsl eru á milli fólks, sem
þó er bæði náið í blóðböndum og kærleika.
Milli hjóna, milli foreldra og barna, milli
vina og vandamanna.
Konan sem ég vísa til í upphafí þessa
pistils, hafði aldrei búið með föður sínum,
hún var ekki hjónabandsbarn og foreldrar
hennar höfðu aldrei átt samleið,
sem er kannske skýring á fálæti
og ókunnugleika á báða bóga.
Slíkum tengslum fer fjölgandi.
Og þá ekki síður þeim tilfellum,
þar sem þó er um hjónabönd að ræða, en
síðan koma skilnaðir og nýir makar og nýtt
fjölskyldumynstur og er ekki stór hluti
þjóðarinnar, þeirrar kynslóðar sem nú er að
alast upp, undir þetta jarðarmen seldur?
Fyrir utan öll þau flóknu samskipti og
sálarflækjur sem fylgja mismunandi erfið-
um hjónaskilnuðum og sambúðarháttum,
fer væntanlega þeim einstaklingum snar-
fjölgandi, sem þekkja lítið sem ekkert til
beggja foreldra sinna. Foreldrar eignast ef
til vill ný börn og lifa í sínum eigin heimi,
fjai-ri þeim heimi, sem eldri börnin alast
upp í. Og bömin eiga í mesta lagi
sunnudagspabba og kynnast því foreldri,
sem ekki heldur með þeim heimili, nánast í
skötulíki. Þekkja yfirborðið, glansmyndina,
eða þá myndina sem gefm er af því for-
eldrinu, sem situr uppi með söknuðinn og
biturðina eða hatrið, vegna óuppgerðra til-
finninga.
Alltof margt fólk gefur sér ekki tíma
til að kynnast þeirri persónu, sem
næst þvi stendur, heldur er rokið
. til i fússi og fýlu, þegar hið
minnsta bregður út af og skilnaðir eru orðn-
ir eins og útsölumar. Það er gripið til þeirra
jafnskjótt og farið er að slá í lagerinn. Tísk-
an er tragedía vors lífs. Það er ekki spurt
um gæði eða innihald, ef útlitið lætur á sjá
og hver hefur þá tíma til að vita hvaða
mann þeir hafa að geyma, sem saman lögðu
af stað í lífsgönguna? Eða áttu þig í eina tíð.
Þekktir þú hann föður minn? spurði dótt-
irin. Þekktir þú son minn? spurði Amer-
íkaninn í bíómyndinni. Jú, við þekkjum öll
þennan svip, sem kemur úr ættinni, við
HUGSAÐ
UPPHÁTT
IJr kvikmyndinni Veislunni.
þekkjum og vitum, hvað hann eða hún eru
dugleg í skóla og hvað þau hafa komið sér
vel áfram og mikið er gaman hvað þau eiga
falleg börn. En hvert er þetta fólk? Hvaða
tilfinningar bera þau, hugsanir, langanir,
hvaða ástríður hafa þau, áhugamál, leyndar-
mál, hvatir eða þrár?
arna stendur þessi myndarlega
fjölskylda í fermingarveislunni eða
afmælisboðinu og spjallar um
heima og geima, innihaldslausar
samræður á yfirborði kurteisinnar og
falskrar uppgerðar um áhuga og forvitni á
högum hvers annars, en það er sjaldnast
kafað inn í sálardýpið og undir skelina og
grímuna, sem sett er upp. Það er aldrei leit-
að svars við þeirri spurningu: hver ertu eig-
inlega?
Flest þekkjum við væntanlega þá harm-
leiki, sem algengir eru í fjölskyldum, þar
sem nákomnir talast ekki við, rífast út af
erfðagóssi eða deila um minniháttar tittl-
ingaskít. Enginn getur sett sig í annars
spor, af því að þeir hafa aldrei reynt né vilj-
að gera sér far um að skilja það sem erfíð-
ast er í fari annarra. Þeir þekkja ekki sína
nánustu.
Dásamlegasta og grátlegasta skáldverk,
sem lýsir þessu sjónarspili er danska mynd-
in Veislan, sem sýnd var hér í bíóum um ár-
ið. Og Ibsen gerði þessu líka góð skil. Þess-
ari hræsni og þessu yfirskini, þessari
hrópandi eyðimörk mannlegra samskipta,
þar sem ytri umgjörð, prjálið og feluleikur-
inn er þægilegastur, af því að enginn vill né
þorir að skyggnast bak við tjöldin.
Og svo má líka spyrja, hvers vegna
menn eigi yfirleitt að vera að
skyggnast á bak við tjöldin og
skoða það sem í manneskjunni
býr? Gengur ekki allt út á að vera flottur og
fínn og eiga peninga og vera frægur og af-
greiða krakkana á sunnudögum með því að
fá frið frá þeim með gúmelaði og gotteríi?
Ekki kæmi mér á óvart þótt hundarnir
þekktu betur húsbændur sína, heldur en
aðstandendur hundaeigandans! Og skyldu
ekki vinnufélagarnir pabba þíns þekkja
hann betur en þú sjálfur. Eða mamma þín?
Þeir á vinnustaðnum, eru þó alténd með
karlinn á hreinu, þegar hann fær útrás í
bræðinni eða gleðinni. Hundarnir eru næm-
ari á geðslag eigandans, heldur en barnið
hans, sem sér hann bara uppábúinn um
helgar!
Og svo fellur hann frá, blessaður, einn
daginn og um hann birtast minningargrein-
ar frá gömlum félögum og samferðamönn-
um og skyndilega er dregin upp mynd af
þessum nána ættingja þínum, jafnvel pabba
þínum eða systur, sem þú hafðir aldrei hug-
mynd um, vissir ekki að væri til.
En þá er líka orðið of seint að kynnast
henni.
NÝJAR VÖRUR
• Leðurjakkar (rauðir & svartir)
• Leðurkápur (þrjár síddir)
• Regnkápur
• Ullarkápur
• Úlpur
• Stuttkápur
• Alpahúfur (2 stærðir)
• Hattar
Haustvörurnar komnar
Verðdæmi:
Jakkar
Stuttir jakkar
Pils
Buxur
Bolir
Stuttbuxur
Kvartbuxur
Pils - Kjólar
frá kr. 4.900
frá kr. 5.900
frá kr. 2.900
frákr. 1.690
frá kr. 1.500
frá kr. 2.500
frá kr. 1.900
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Félagsfundir
Matvæla-
og veitingasamband
íslands
20% aukaafsláttur
af útsöluvörum
Litir: rautt,
Félagsfundur fyrir
Matvísfélaga á
höfuðborgarsvæðinu
verður haldinn þriðjudaginn
26. september kl. 15.00
á Stórhöfða 31., 1. hæð,
gengið inn að norðanverðu.
Fundarefhi:
Kjaramál.
Trúnaðarmenn.
Félagsfundur fyrir
Matvísfélaga á
Norðurlandi
verður haldinn fimmtudaginn
28. september kl. 15.00
í sal Fiðlarans á Akureyri.
Fundarefhi:
Kjaramál.
Trúnaðarmenn.