Morgunblaðið - 24.09.2000, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters ## Presslink
Nokkrir leikaranna í IJ-571. Frá vinstri: Jack Noseworthy, Derk Cheetwood, Jon Bon Jovi, Önnur fræg kafbátamynd var Leitin að Rauðum október með þeim Sean Connei-y og Alec
Erik Palladino ogHarvey Keitel. Baldwin í aðalhlutverkum. Hér stendur Baldwin í ströngu.
Bretar gerðu kafbátamyndir á árunum eftir'
stríð og eru tvær þeirra kunnustu með John
Mills í aðalhlutverki. Morning Departure er
frá árinu 1950 og er eftir Roy Ward Baker en
Richard Attenborough fór með lítið hlutverk í
henni. Segir frá því þegar einn af kafbátum
Breta sekkur til botns og situr þar fastur á
meðan menn í landi reyna hvað þeir geta að
bjarga honum og áhöfninni áður en súrefnið
þrýtur. Minnir söguþráðurinn óneitanlega á
hörmulegt kafbátaslysið í Rússlandi fyrir
nokkru.
Mills var einnig kafbátaforinginn í Above Us
the Waves, sem gerð var af Ralph Thomas
fimm árum síðar. Myndin er byggð á sögu eftir
James D. Benson og sagði frá því þegar bresk-
ir dvergkafbátar gerðu árásir á þýska orustu-
skipið Tirpitz í norskum fii'ði í síðari heims-
styrjöldinni. James Robertson Justice fór með
áberandi hlutverk.
Sjötti áratugurinn var áratugur kafbáta-
myndanna í Hollywood. 20.000 Leagues Under
the Sea frá 1954 var ævintýramynd byggð á
sögu Jules Verne með Kirk Douglas og James
Mason í aðalhlutverkum en á næstu árum var
gerð hver kafbátamyndin á fætur annarri.
The Enemy Below frá 1957 í leikstjórn Dick
Powells var með Robert Mitchum og Curt
Jurgens og sagði frá bardaga á milli þýsks kaf-
báts og bandarísks herskips.
Ari seinna voru frumsýndar myndimar Run
Silent, Run Deep eftir Robert Wise og Torp-
edo Run eftir Joseph Pevney. í fyrmefndu
myndinni fóru stórstjörnurnar Clark Gable og
Burt Lancaster með aðalhlutverkin en hún
sagði frá átökum á milli yfirmanns um borð í
bandarískum kafbáti og undirmanna hans en
stjórinn er staðráðinn í því að sökkva ákveðnu
japönsku herskipi. í síðarnefndu myndinni fór
Ernest Borgnine með aðalhlutverkið en mynd-
in fjallaði um kafbátaforingja sem neyðist til
þess að sprengja upp japanskt fangaskip.
Operation Pettycoat frá 1959 er gaman-
mynd með Cary Grant og Tony Curtis, sem
gerist um borð í kafbáti í Suður-Kyrrahafi í
síðari heimstyrjöldinni. Blake Edwards leik-
stýrði en myndin sagði frá því þegar hópur af
hjúkrunarkonum kemur um borð í kafbát
Grants og veldur talsverðu uppnámi. Up Peri-
scope frá sama ári var öllu alvarlegri mynd.
James Garner og Edmond O’Brien fóru með
aðalhlutverkin undir leikstjóm Gordon Dougl-
as en myndin sagði frá kafbátsforingja sem
komast þurfti að japanskri eyju að taka
njósnamyndir.
U-571
U-571 er nýjasta stykkið í flota kafbáta-
mynda og byggir eins og sjá má á gamalli hefð.
Heiðurinn að henni á handritshöfundurinn og
leikstjórinn Jonathan Mostow, sem lengi hafði
dreymt um að gera kafbátamynd. „Þótt það
hafi verið mitt helsta markmið með myndinni
að lýsa lífinu um borð í bandarískum kafbáti í
síðari heimsstyrjöldinni, vildi ég líka sýna
hvernig ungir menn sigruðust á ótta sínum og
unnu hetjuleg afrek,“ er haft eftir Mostow.
Hann fékk hinn sögufræga framleiða Dino
De Laurentiis í lið með sér. Mostow vissi af
áhuga Laurentiis á stríðsmyndum og að hann
hefði lengi verið áhugasamur um að gera mynd
úr stríðinu. Framleiðandinn las handritið og
ákvað að leggja fé í myndina. Smíðaðar voru
eftirhkingar af bandarískum og þýskum kaf-
bátum, sem hægt var að sjósetja, og framleið-
endurnir réðu til sín sérstaka ráðgjafa sem
hjálpuðu til við smíði á innviðum kafbátanna.
Sami leikmyndahönnuður og starfaði við Das
Boot, Götz Widner, var fenginn til þess að
hanna leikmyndimar.
Mostow hafði einnig hjá sér menn sem höfðu
gegnt herþjónustu um borð í bandarískum kaf-
bátum í heimsstyrjöldinni. „Raunin er sú,“
segir leikstjórinn, „að ungt fólk hefur enga
hugmynd um það í dag hvað gerðist í síðari
heimsstyrjöldinni, hvað þá um það sem sneri
að kafbátahernaði. Það er von mín að það muni
læra sitthvað af þessari mynd.“
U-571 er með Matthew McConaughey og Bill
Paxton í aðalhlutverkum og segir frá því þegar
bandamenn komust yfir dulmálslykil Þjóð-
verja i síðari heimsstyrjöldinni. Myndin vakti
nokkrar deilur í sumar vegna þess að í raun
voru það Bretar en ekki Bandaríkjamenn sem
náðu lyklinum en U-571 þykir að öðm leyti
gefa mjög raunsanna lýsingu á lífinu um borð í
kafbáti í síðari heimsstyijöldinni. „Þeir höfðu
öll smáatriði kórrétt," er haft eftir William D.
Smith, kafbátaforingja á eftirlaunum. „Tilfinn-
inguna fyrir innilokuninni. Samskiptin á milli
kafbátastjórans og undirmannanna. Hvernig
vatnið gusaðist inn þegar sjónpípan var látin
síga. Eg hef aldrei séð raunsannari kafbáta-
hernað á hvíta tjaldinu."
Spennandi sögusvið
Kafbáturinn hefur löngum þótt ákjósanlegt
tæki til að knýja áfram spennumynd og er
U-571 gott dæmi um það. Hún er þriðja kaf-
bátamyndin sem gerð er vestra á einum áratug
en hinar tvær em Crimson Tide og The Hunt
for Red October eða Leitin að Rauðum októ-
ber, sem er bygg á metsölubók eftir Tom
Clancy. Tony Scott gerði fyrmefndu myndina
Úr nýjustu kafbátamyndinni, U-571.
og tókst að notfæra sér sögusviðið, kafbátinn,
til hins ýtrasta með því að byggja upp innilok-
unarkennd og vaxandi spennu á milli yfir-
mannanna. Þungavigtarleikarar vom í aðal-
hlutverkum, Denzel Washington, sem hikaði
við að beita kjarnorkuvopnum, og Gene
Hackman, sem helst vildi sprengja Rússana af
landakortinu.
Leitin að Rauðum október er sömuleiðis
prýðilegur tryllir. Hann gerist í lok kalda
stríðsins og segir frá rússneskum kafbátafor-
ingja sem stefnir kafbáti sínum til Bandaríkj-
anna en óvíst er hvort hann ætlar sér að gerast
liðhlaupi eða hrinda af stað þriðju heimsstyrj-
öldinni. Sean Connery var sérstaklega ábúðar-
mikill við sjónpípuna undir stjórn hasarleik-
stjórans John McTiernan og Alec Baldwin var
brattur sem leyniþjónustumaðurinn Jack
Ryan (Ryan þessi var leikinn af Harrison Ford
í næstu myndum um hann, Patriot Games og
Clear and Present Danger). Um var að ræða
pólitíska spennumynd sem byggðist meira á
sálrænni spennu en hasaratriðum.
Presslink
Það gerði einnig besta kafbátamynd síðari
tíma, Das Boot, eftir Wolfgang Petersen en
hún er þýsk frá árinu 1981. Jiirgen Prochnow,
er síðar reyndi fyrir sér í bandarískum bíó-
myndum, fór með hlutverk kafbátaforingjans
sem sigldi í gegnum síðari heimsstyrjöldina
með lífið í lúkunum. Báturinn varð eins konar
tákn fyrir líkkistu þar sem hann klauf undir-
djúpin með mennina bjargarlausa um borð.
Aldrei áður hafði lífinu um borð í kafbáti á
stríðstímum verið gerð eins raunveruleg skil
og það jók jafnvel enn á vægi myndarinnar að
hún fjallaði um óvininn í þrengingum sínum,
Þjóðverjana, sem fram að því höfðu í besta falli
verið byssufóður í stríðsmyndum.
Áratugur kafbátamyndanna
Wolfgang Petersen hefur síðan notið nokk-
uð gifturíks ferils sem einn af fremstu spennu-
myndaleikstj órum draumaverksmiðj unnar
Hollywood. Hann snéri fyrir skemmstu aftur á
haf út með myndinni The Perfect Storm, þótt
ekki hafi hann kafað í undirdjúpin í það skiptið.
Kafað í undirdjúpin
*
I Hollywood hafa kafbáta-
myndir löngum þótt
vinsælt efni en sú nýjasta
er U-571 og gerist í
síðari heimsstyrjöldinni.
Arnaldur Indriðason
kynnti sér nokkrar
kafbátamyndir frá
stríðsárunum og segir
stuttlega frá þeim
ásamt þeirri nýjustu.