Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 6
MORUUNBLAÐIÐ
6 B SUNN UDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
Þegar kerlingin lenti með æti stukku ungarnir að henni.
Við fálka-
hreiður
Fálkinn er einn tígulegasti fugl íslands og
var konungsgersemi fyrr á öldum. Daníel
Bergmann ljósmyndari fékk leyfí til að
fylgjast með valshreiðri norður í landi.
FÁLKI eða valur er stór og
tígulegur ránfugl með
langa, breiða, odddregna
vængi og stél, stærsti
fugl fálkaættarinnar og var
konungsgersemi fyrr á öldum og
um tíma í skjaldarmerki
Islendinga.“ las ég í Fuglavísi
Jóhanns Óla Hilmarssonar þar
sem ég sat yfir kaffibolla í
ónefndri þjóðvegasjoppu á
leiðinni norður. Förinni var heitið
í Þingeyjarsýslur sem eru
höfuðvígi fálkans og tilgangur
ferðarinnar var að dvelja við
fálkahreiður til ljósmyndatöku.
Eina þekking mín á þessum
tiltekna fugli hafði komið úr
bókum eins og þeirri sem ég hélt
á. Vissulega hafði ég séð þeim
bregða fyrir á ferðalögum um
landið en þó aldrei í návígi, og
þær fáu tilraunir sem ég hafði
reynt til að nálgast fálka höfðu
reynst árangurslausar þar sem
þeir eru varir um sig. Eg vissi að
besta von mín til nálgunar væri í
grennd við hreiður en til að dvelja
í námunda við fálkahreiður þarf
sérstakt leyfi frá umhverfis-
ráðuneytinu. Eftir að hafa aflað
mér þess var því ekkert til
fyrirstöðu og ég lagði af stað.
Hreiður fundið
Þegar norður var komið hitti ég
fyrir Ólaf Karl Nielsen, fugla-
fræðing hjá Náttúrufræðistofnun,
sem er sérfræðingur í fálkum.
Hann hafði nýverið ferðast um
svæðið, vitjað um hreiður og
merkt unga þar sem mögulegt
var. Ólafur gaf mér upplýsingar
um hreiðurstaði og þó nóg sé af
þeim í þessum landshluta voru fá
sem komu til greina því fálkinn
verpur oftast á mjög
óaðgengilegum stöðum, í klettum
eða gljúfrum. Eftir nokkrar
vangaveltur ákvað ég að reyna
við hreidur sem virtist samkvæmt
lýsingum Ólafs vera óvenjulega
aðgengilegt þar sem nánast var
hægt að aka upp að því.
Leiðarlýsingarnar voru
nákvæmar og það gekk greiðlega
að finna staðinn. Ég ók vegar-
Hreiðrið var ekki vistlegt um þær mundir sem ungarnir
voru orðnir fleygir.