Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Inga Bjarnason leikstjóri
hefur virkilega fengið að
finna fyrir því hvað það
þýðir að ganga í gegnum
mögur ár. Þau eru nú
orðin sex og segist hún
því eiga eitt eftir. En það
er enga uppgjöf aó heyra
á henni og hér segir hún
Súsónnu Svavarsdóttur
frá harkalegri lífsreynslu
sinni á síðustu árum og
þeirri framtíð sem hún
er nú þegar byrjuð að
byggja upp.
ÍAÐ er á erfiðleikatímum
sem styrkur hvers ein-
k staklings verður ekki
|i aðeins mælanlegur,
f heldur blátt áfram
sýnilegur. Það hefur
hver sinn drösul að
draga, segir máltækið
en minnist hins vegar ekki á að sá
drösull getur spymt við fótum af svo
miklum þunga á stuttum tíma að
nánast ógerlegt er að komast skrefið
með hann eftir það.
Þetta hefur leikstjórinn Inga
Bjamason fengið að reyna í gegnum
makamissi og baráttu við krabba-
mein og hefði kannski ekki komið á
óvart að finna hana volandi af sjálfs-
meðaumkvun einhvers staðar úti í
þjóðfélagshorninu.
En, ónei. Það hefur aldrei verið
hennar stíll. Það er í nógu að snúast
hjá Ingu þessa dagana. Hún er kom-
in í skólarekstur; það er að segja hún
hefur komið á laggirnar fomámi fyr-
ir leiklistarskóla sem hún rekur
ásamt Jóni Viðari Jónssyni, auk þess
sem hún er aftur komin í leikstjóm
eftir nokkurt hlé og fleira er á döf-
inni. Og það er eins og ekkert mark-
vert hafi gerst, því Inga er lítið
breytt. Hefur að vísu öðlast meiri
kyrrð og íhygli en skopskynið er
ennþá mest áberandi þátturinn í fari
hennar, ekki síst hæfileikinn til að
gera grín að sjálfri sér. En hvers
vegna fomám fyrir leiklistarskóla?
„Það er forskóli í öllum listgrein-
um nema leiklist,“ svarar Inga.
„Þegar maður fer að hugsa um það
hveijir komast inn í leiklistarskól-
ann hér, þá eru það aðallega böm
leikhúsfólks sem hafa leikið sem
böm og unglingar, auk krakka sem
hafa leikið hjá áhugaleikfélögum úti
á landi. Þau hafa jafnvel fengið að
leika stór hlutverk undir handleiðslu
reyndra leikstjóra.
Síðan er eitthvað um að krakkar
sem hafa tekið þátt í leiklistarstarf-
semi framhaldsskólanna komist inn.
Aðrir hafa engan vettvang til þess að
kynnast þessari listgrein og búa sig
undir inntökupróf í leiklistarskóla.
Ég var að hlusta á geisladiska með
Maríu Callas vegna þess að ég er að
fara að setja upp útvarpsleikrit þar
sem tónlist með henni kemur mikið
við sögu og í þeirri útgáfu af tónlist
hennar sem ég hef undir höndum er
vitnað í viðtöl við hana þar sem hún
talar um það hvað grunnurinn skipt-
ir miklu máli þegar að listum kemur.
Og þegar við lítum í kringum okkur
sjáum við að það þýðir ekkert að
sækja um nám í Myndlistar- og
handíðaskólanum nema hafa lokið
forskólanámi. Það segir sig sjálft að
það kemur enginn sem fullsköpuð
stjama inn í leiklistamám, fremur
en annað listnám.
Önnur ástæðan fyrir því að við fór-
um af stað með þetta fomám er sú að
okkur Jóni Viðari finnst að fólk sem
hefur ást á leikhúsi eigi að fá tæki-
færi til þess að kynnast listgreininni
innan frá. Það hafa allir gott af því að
sjá að þetta er ekki eitthvað sem ger-
ist af sjálfu sér.
Ég hef mikið stundað kennslu í
gegnum tíðina, bæði hér heima og
nóg að vera
erlendis, meðal annars kenndi ég
raddbeitingu við háskólann í Cardiff
í þijú ár og hér heima hef ég kennt
framsögn. Ég hef líka sett upp
áhugaleiksýningar úti á landi, en þar
verður leikstjórinn að kenna hvert
skref og ég hef alltaf haft mikla
ánægju af því að opna fólki dyr að
þessum heimi.“
Rifrildi örvar hugsun
Eins og margt þekkt fólk hafa þau
Inga og Jón Viðar staðlaða ímynd úti
í samfélaginu. Inga hefur verið opin
og ófeimin við að tjá sig um allt milli
himins og jarðar en Jón hefur verið
kyrrari og aðeins haft skoðun á því
sem hann er ráðinn til að hafa skoð-
un á - með þeim furðulegu afleiðing-
um að vera álitinn fúllyndur. Það
liggur því beinast við að spyrja Ingu
hvemig þeim Jóni gangi að vinna
saman þegar þau hafa svo ólíkt skap-
lyndi.
„Þeir sem álíta Jón fúllyndan eða
grimman þekkja hann ekki og þessi
ímynd er algerlega á skjön við vera-
leikann. Hann er gull af manni og
óhemju klár á sínu sviði. Ég held að
við Jón græðum mikið á því að vinna
saman. Ég kann margt sem hann
kann ekki og hann kann margt sem
ég kann ekki. Við blöndum saman
„intellektúal" hugsun og tækni, er-
um sammála um margt og ósammála
um ýmislegt. Við rífumst mikið og
nemendur okkar rífast við okkur og
hver við annan - sem er mjög hollt
vegna þess að það örvar þá til að
hugsa, mynda sér eigin sýn og láta
ekki segja sér hvað þeim á að finn-
ast.
Þegar við Jón Viðar fóram að
vinna saman kom það okkur á óvart
hvað við virkuðum vel sarnan," segir
Inga og bætir við af sinni eðlislægu
kímni, „þótt við væram ekkert alltaf
kurteis hvort við annað.“
Inga og Jón Viðar héldu fyrsta
forskólanámskeiðið síðastliðið vor.
Það námskeið var tilraun til að bjóða
upp á forskóla í leiklist, í sex tíma á
viku í tíu vikur, og segir Inga að þau
hafi aðallega einbeitt sér að verkum
Jóhanns Siguijónssonar á því
námskeiði. „En núna höfum við
hugsað okkur að á fyrstu önninni
verði 50 tímar. Hún hefst 4. október
og henni lýkur 9. desember. Við höf-
um líka fengið Helgu Jónsdóttur,
leikkonu og leikstjóra, til liðs við
okkur. Við Helga höfum unnið mikið
saman og það er mikill fengur að því
að fá svo góða leikkonu til liðs við
okkur. Hún lék Andrómökku í Tróju-
dætram Evripídesar í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar sem ég setti á svið
fyrir fjóram árum. Helga er því alvön
að fást við slíkan texta, sem kemur
sér vel, því við leggjum mikla áherslu
á textameðferð á námskeiðinu."
Textameðferö ábótavant hjá
ungum lelkurum
Hvers vegna?
„Það er eitt sem fer sífellt meira í
taugarnar á mér í leikhúsinu hér. Ég
hélt að ég væri farin að tapa heyrn
og lét heymarmæla mig vegna þess
að ég heyri orðið svo illa í ungum
leikuram almennt. Samkvæmt
heyrnarmælingunni er allt í lagi með
eyran á mér en það er staðreynd að
framsögn hefur hrakað í leiklistar-
kennslunni hér. Mér finnst þetta
svipað því að maður heyri ekki í
flautunni eða óbóinu í sinfónísku
verki. Þegar maður missir út heilu
kaflana í klassískum verkum hlýtur
maður að spyrja hvers vegna sé ver-
ið að hafa texta. Mér finnst tónlist og
leiklist vera mjög skyldar listgreinar
og ég get lofað þér því að það myndi
enginn sætta sig við þessa meinsemd
í öðram listgreinum. Það myndi eng-
inn sætta sig við einn fjórða af mál-
verki, eða að fá aðeins að heyra ann-
an hvern tón í tónverki.
Ég er alin upp í svokallaðri Grot-
owski-tækni sem gengur út á það að
nota röddina og líkamann sem eitt
hljóðfæri. Hann spurði hvað væri
nauðsynlegt í leikhúsi þegar búið
væri að fjarlægja alla umgjörð. Svar-
ið er: leikarinn - sem er að þjóna höf-
undinum en ekki sjálfum sér. Það er
ekki nóg að hafa vald á líkamanum.
Leikari verður líka að hafa vald yfir
röddinni. Ef hann notar orð verða
þau að skiljast.
Það kemur því af sjálfu sér að
áherslan hjá okkur er á framsögn.
Síðan lesum við leikrit og „analýser-
um“ þau. Áherslan er líka að kenna
nemendum að flytja ljóð svo og rétta
öndun. Við föram með nemendurna í
leikhús og þeir þurfa að skrifa gagn-
rýni og standa fyrir máli sínu.“
Hvað era margir nemendur á
hverju námskeiði og era einhver ald-
urstakmörk? „Á hveiju námskeiði
era í hæsta lagi tólf nemendur og
þeim er síðan skipt upp í tvo sex
manna hópa. Við tökum ekki inn
Ég
1
'
I