Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 12

Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 13 Björk bregður a leik í kynningarmynd vegna Myrkradansarans. "m/F" IKMYND K Lars Von Triers, jBB Dancer in the mSjd&L Dark eða Myrkra- dansarinn eins og & hún nefnist á ís- lensku, var opnun- aaJHkar armynd kvik- myndahátíðarinnar í New York sem hófst á föstudaginn. Björk Guðmundsdóttir sem bæði lék aðal- hlutverkið í myndinni og samdi tónlist myndarinnar, Selmasongs, var í New York þegar myndin var kynnt þar fyrir fjölmiðlum og gagnrýnendum á miðvikudag. Björk hefur dvalið mikið í New York undanfarna mánuði en hún vinnur að gerð nýrrar plötu þar sem mun væntanlega líta dagsins ljós næsta vor. Björk segir að það sé ekkert eitt sem skýri hvers vegna New York varð fyrir valinu þegar hún ákvað að vinna að plötunni þar en ekki á ís- landi eða London líkt og fyrri plötur. „Stundum ákveður maður íyrir- fram alla hluti en þrátt fyrir það vilja hlutimir fara öðruvísi heldur en mað- ur áætlar. Pað er eins og hlutimir læðist aftan að manni og maður gerir eitthvað allt annað án þess að hafa nokkurn tíma ætlað sér að þeir fæm á þennan veg. Hjá mér virðist þetta gerast á sjö ára fresti. Að hlutirnir taka aðra stefnu en ég hef ætlað mér. Fyrir sjö áram gerði ég Debut eftir að hafa hætt í Sykurmolunum. Sjö ár- um fyrr hafði ég hætt í Kuklinu og Sykurmolarnir urðu að veraleika ásamt Smekkleysu og öllu sem því fylgdi. Sjö áram þar á undan átti ég að gera aðra barnaplötu en breytti al- gjörlega um og fór í pönkhljómsveit. Það er þetta með mig og sjö árin. Nú er ég í New York í stað þess að vera heima á Islandi eða í London og er að vinna með öðram tónlistarmönnum en ég vann hinar plötumar með.“ Tími til að breyta til Að sögn Bjarkar er það ekkert skrýtið að hún hafi söðlað um nú því þrátt fyrir að henni h'ði mjög vel í London og hún hafi unnið þar með frábæru fólki og eignast yndislega vini þá hafi verið kominn tími til að gera eitthvað nýtt. „Þegar ég fór að vinna við myndina fóra samstarfs- menn mínir í London að gera aðra hluti enda vann ég við myndina í þrjú ár. Eftir að gerð hennar lauk var ég í níu mánuði á íslandi að ná áttum, sem var frábært þar sem ég hafði til dæm- is ekki upplifað árstíðaskiptin á ís- landi frá því að ég var unghngur. Ég var orðin ákveðin í að setjast að á ís- landi og vinna við gerð tónlistar með tölvu enda hélt ég að ævintýra- neistinn væri slokknaður. En þegar ég var orðin úthvíld eftir myndina fékk ég fiðringinn á ný. Ég hugsaði með sjálfri mér; kannski að það sé eitt ævintýri eftir. Hvert framhaldið verð- ur veit ég ekki og hvort ég verð að upplifa ævintýri langt fram eftir aldri veit ég ekki en ég er ákveðin í því að á síðari hluta ævinnar verð ég á íslandi enda er ég íslendingur í húð og hár,“ segir Björk. Þrátt fyrir að hún vinni mikið með nýju fólki núna er það alltaf sami kjaminn sem vinnur með henni og sumir hafa unnið með henni allt frá því að hún var unglingur. „Ég hef hins vegar lært svo margt um ævina að ég get orðið gert svo marga hluti ER ÞJANI sjálf og það er mjög gott enda miklu auðveldara heldur en ef ég er að reyna að ráðskast með fólk.“ Sögursem sœrðu Björk hélt sig fjarri kastljósi fjöl- miðlanna þau þijú ár sem hún vann að Myrkradansaranum og þá níu mánuði sem hún var á íslandi eftir að vinn- unni við hana lauk. Á þeim tíma gengu miklar sögur um samstarfserf- iðleika Bjarkar og leikstjóra og fram- leiðanda myndarinnar, Lars Von Tri- ers. Björk segir að þessar sögur hafi haft mikil áhrif á hana til að byrja með. „Þegar ég tjáði mig ekki við fjöl- miðla þá níu mánuði sem liðu frá gerð myndarinnar og þangað til ég var búin að jafna mig fóra hræðilegar sögur af stað um mig og samstarf mitt við Lars Von Trier. Það var svo margt ósatt sagt og það særði mig virkilega. Að vísu endaði það með því að ég gat gert grín að þessu enda ekki hægt annað þegar sögurnar voru orðnar þannig að ég átti að hafa borðað fötin mín og annað í þeim dúr.“ - En hveijir koma sögum sem þessum af stað? „Myndin er dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum og ég held að þeir sem fjármögnuðu hana að einhveiju leyti hafi hreinlega farið á taugum þegar ég tilkynnti að ég myndi ekki tjá mig um myndina eða veita viðtöl. Ég held að þeir hafi stað- ið á bak við ýmsar af þessum hræði- legu sögum sem sagðar vora og birt- ust í ómerkilegum fjölmiðlum. Þetta var mjög leiðinlegt meðal annars vegna þess að þetta snerist ekki bara um mig og Lars heldur lögðu um eitt hundrað manns líf og sál í þessa mynd sem allt í einu snerist um einhvem sápuóperakýting. Ég hef aldrei verið manneskja sem velti mér upp úr svona hlutum og þá sér í lagi ekki fjölmiðlum. Ég tel að fjölmiðlar séu ekki rétti vettvangur- inn fyrir skítugan þvott. Þegar maður er með einhvern skítugan þvott þvær maður hann sjálfur en ekki í fjölmiðl- um. Við Lars útkljáðum okkar ágrein- ingsmál jafnóðum og þau komu upp og ég viðurkenni að við eram óskap- lega ólíkir einstaklingar og með ólíkar skoðanir. En við eram bæði mjög hrein og bein og kláram okkar mál þegar vandamálin koma upp en ekki á þann hátt sem ýjað hefur verið að í sumum fjölmiðlum." Eins oggott íslenskt sveitaheimili Björk segir að þrátt fyrir að hafa unnið myrkranna á milli þegar gerð myndarinnar stóð yfir þá hafi hún aldrei litið á það sem vinnu enda hafi hún verið að gera eitthvað sem henni fannst skemmtilegt. Eins hafi hún notið þess að hafa Sindra son sinn ásamt vinum þeirra beggja hjá sér. „Fimm vinir hans vora hjá okkur allt sumarið og mjög margir vinir okkar líka. Við voram um tuttugu í heimili þannig að þetta var eins og gott ís- lenskt sveitaheimili þar sem vinna og leikur blönduðust saman. Það gaf mér mjög mikið að hafa svona marga sem mér þykir vænt um nálægt mér á meðan ég vann að myndinni og það var virkilega notalegt að hlusta á hlátrarsköllin frá þeim á meðan ég vann við tónlistina á kvöldin eftir að hafa verið í tökum yfir daginn.“ Sindri býr núna á íslandi hjá pabba sínum og gengur í íslenskan skóla en í sumar hefur hann verið mjög mikið hjá Björk. Að sögn Bjarkar tóku hún og Þór, faðir Sindra, þá ákvörðun að hann myndi vera á Islandi í vetur. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðstæður fyrir ungling heldur en að alast upp í Reykjavík auk þess sem það er mjög gott fyrir strák á hans aldri, en hann er 14 ára, að vera með pabba sínum. Þegar ég hugsa um það eftir á þá hef ég verið mjög heppin að njóta þeirra forréttinda að hafa son minn alltaf hjá mér í stað þess að þurfa að senda hann mjög ungan til dagmömmu í allt að átta tíma á dag líkt og margir foreldrar þurfa að gera. Þegar ég var í Sykurmolunum var hann hluti af hópnum og það þótti alltaf sjálfsagt mál.“ Allt öðruvísi en samt eðlilegt framhald Björk segir að kynningartöminni út af Myrkradansaranum Ijúki i októ- ber en hún hefur staðið allt frá Kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr á þessu ári. Þá ætlar Björk að einbeita sér að nýju plötunni sem hún er að vinna að. Björk segir að hún sé öðravísi en fyrri plötur og jafnvel ólík Selmasongs þrátt fyrir að hún sé eðlilegt framhald af henni. Hún segir að það sé allt öðruvísi að gera kvikmyndatónlist en aðra tón- list. Hún segir að hins vegar hafi hún verið tilbúin að stíga það skref þegar vinnan við Myrkradansarann hófst. „Ég var búin að gera þrjár plötur um mig sjálfa og mínar tilfinningar og þetta var orðið ágætt. Að horfa sífellt í spegil og tjá sig um sjálfan sig og sínar tilfinningar. Það var gott að byggja utan um tilfinningar einhvers annars en manns sjálfs og í raun var þetta ákveðið frelsi því þá gat ég fengið mikla útrás tónlistarlega séð. Að geta komið með alls konar hug- myndir og hugdettur sem ekki þurftu að byggjast á einhverju sem ég upp- lifði sjálf. Það er líka gaman að gefa sig á ekk- ert ósvipaðan hátt og ég gerði þegar ég var í Kuklinu og Sykurmolunum þegar ég vann með hóp. Textarnir hjá Sykurmolunum og Kuklinu vora aldrei um mig og Einar heldur vora þeir miklu meira um okkur sem hóp. Ég upplifði mjög svipaða tilfinningu þegar ég vann að tónlistinni í mynd- inni og það var mjög góð tilfinning,“ segir Björk. Úr Selmu yfir í Björk á ný Tónlistin í myndinni er mjög ein- læg og sársauki Selmu skín alls stað- ar í gegn. Björk segist þakka fyrir að hafa aldrei þurft að upplifa jafnmikla sorg og Selma. „Það var nóg að hafa fyrst lesið handritið og reynt að skilja Selmu og skilað hennar tilfinningum í tónlistinni í heilt ár. Og síðan að fara inn í Selmu og vera hún í sinni geð- veiki þar sem hún, Selma, samþykkir að vera tekin af lífi. I lok myndarinnar er Selma í raun og vera enn að bjarga hlutunum en er samt sem áður dáin sjálf. Hún fórnaði sér fyrir málstað, eins harðneslqulegt og það er. Ég er í raun fyrst núna að átta mig á því að í marga mánuði á eftir hafði ég gengið í gegnum það að deyja. Ég hafði dáið. Það er mjög skrýtið að kynnast slíkri þjáningu en samt sem áður hefur ekk- ert komið fyrir mann sjálfan. Ekkert áþreifanlegt heldur er einungis verið að gera kvikmynd. Eitthvað sem á að teljast til skemmtanaiðnaðarins. Það tók mig töluverðan tíma að átta mig á því. Og að gera það upp við sig hvort það er réttlætanlegt að búa til þján- ingu úr lausu lofti þegar maður hefur það bara alveg ágætt í sínu lífi. En það var ekkert öðruvisi með myndina og annað sem ég geri. Ég vil gera hlutina vel. Stundum er það spurning um hvort maður gengur of langt í þeim efnum. Enda sagði leik- stjórinn mér við tökurnar að ég væri að ganga allt of langt og að ég þyrf^ ekki að taka þetta svona alvarlega. En ég er bara svona gerð. Hvort sem það er gott eða slæmt og ég er alveg til í að standa með sjálfri mér í því. Ég var því ekki að leika í einhverri bíó- mynd. Þetta gerðist í raunveraleikan- um hjá mér.“ Björk segir að hún sé tónlistarmað- ur, ekki leikkona, og ekki sé hægt að bera þessi tvö hlutverk saman. „Þeg- ar þú leikur í kvikmynd þá hoppar þú inn í annan heim og síðan þarftu að hoppa heim aftur. Þú getur bara hoppað til baka og látið eins og ekkert hafi gerst en ég er bara ekki þanrýg, Það er sennilega skýringin á því hversu langan tíma það tók mig að losna úr hlutverkinu því ég þurfti að vaxa út úr Selmu á náttúralegan hátt. Breyta hverri frumu úr Selmufrumu í Bjarkarframu. Jafnframt að upplifa það, eins og ég geri í dag, að ég hafi lært af þessu. Þetta hafi ekki verið til einskis. Að þetta hafi verið óskaplega verðmætt þó svo að manni hafi fund- ist þetta allt alltof sárt til þess að vera þess virði fyrir einhverja bíómynd. Mér finnst mjög skrítið að þegar ég hitti hina leikarana úr myndinni í dag þá eru þeir kannski búnir að gera fjórar myndir frá þvi að tökum á Myrkradansaranum lauk. Þeir kunna þetta og þetta er þeirra starf. Ég er tónlistarmaður en ekki leikari. Það ei frábært að hafa þennan hæfileika að geta gengið inn í eitthvert hlutverk og skipt síðan út úr því aftur en þetta er eitt af því sem gerir góða leikara að góðum leikuram.“ Myrkradansarinn var undantekning Björk segist ekki telja að hún eigi nokkurn tíma eftir að leika í kvik- mynd framar en hún hefur fengið mjög mörg tilboð um kvikmyndaleik bæði fyrir og eftir gerð Myrkra- dansarans. „Eg hef fengið allskonar tilboð um kvikmyndahlutverk og meðal annars stór Hollywood-hlut- verk áður en Myrkradansarinn kom til sögunnar. Ég var hins vegar svo heppin að fá að leika í Glerbroti á sín- um tíma og í mynd þegar ég var tví- tug þannig að ég vissi að þetta ætti ekki við mig. Þessi ákvörðun um að leika ekki framar í kvikmynd kemur ekki út af þvi hversu erfið myndin var heldur gerði ég undantekningu með því að leika í henni þar sem hún var svo heillandi. Ég er hins vegar mjög upp með mér yfir þeim tilboðum sem ég er að fá en málið er að ég þekki mig betur en þetta fólk og ég gæti ekki gert þetta mörgum sinnum á ári. Þáð er til fólk sem hefur leikhæfileika í sér en ég vil einbeita mér að tónlistinni enda margt sem ég á eftir að læra þar. Hver veit nema ég verði enn að upplifa mín ævintýri í tónlistinni um sextugt. Já, hvers vegna ekki?“ segir Björk Guðmundsdóttir. NGIN ÞESS VIRÐI? Morgunblaöið/Asdís . Sfw t Björk ásanit Cather ine Deneuve, David Morse og Joel Grey á blaðamannafundi i New York.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.