Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 1/
FRÉTTIR
Fyrirlestur um
meistaraprófs-
verkefni
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 26.
september, kl. 13:15 mun Arnór
Bergur Kristinsson halda fyrirlestur
á vegum rafmagns- og tölvuverk-
fræðiskorai’ um rannsóknarverkefni
sitt til meistaraprófs við skorina.
Verkefnið ber heitið Local Area Aug-
mentation System, LAAS, sem er ná-
kvæmnisaðflugskerfi fyrir Akureyr-
arfiugvöll.
Rannsóknarverkefnið fjallar um
notkun svonefiids Local Ai'ea Aug-
mentation System (LAAS) leiðsöguk-
erfis sem byggir á Differential GPS
(DGPS) tækni og er ætlað til ná-
kvæmnisaðflugsleiðsögu flugvéla við
lendingar á flugbrautum. Verkefnið
tekur sérlega mið af því hvemig
búast má við að LAAS kerfi muni
vh'ka við íslenskar aðstæður og þá
sérstaklega til leiðsögu við lendingar
á flugbraut Olflending tU norðurs) á
Akureyrarflugvelli.
í fyrirlestrinum mun verða skýrt
frá niðurstöðum sem fengust við
notkun prófunarkei'fis sem Amór
hannaði og er ætlað að hernia sem
flesta eiginleika LAAS kerfísins.
Flugmálastjórn hefur gert flugpróf-
anir með þetta kerfi og má ætla
frammistöðu LAAS kerfisins og ná-
kvæmni þess út frá þeim niðurstöðum
sem kynntar verða. Einnig era skoð-
aðir þættir svo sem truflanir á fjar-
skiptahluta kerfisins vegna ytri þátta,
séraðstæður vegna landslags á Akur-
eyri á kerfi af þessu tagi era skoðaðar
og kynnt er til sögunnar ný aðflugs-
hönnun sem slík LAAS leiðsaga gæti
byggt á að flugbraut 01 á Akureyrar-
flugvelli, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu
V-248 í húsi verkfræði- og raunvís-
indadeildar, VR-II, Hjarðarhaga 2-6.
Hann er öllum opinn meðan hús-
rúmleyfir.
Atkvöld
hjá Helli á
mánudag
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur
eitt af sínum mánaðarlegu at-
kvöldum mánudaginn 25. sept-
ember og hefst mótið kl. 20.00.
Atkvöld hafa verið haldin í
hveijum mánuði frá september
1995 og er þetta því fimm ára
afmæli atkvöldanna.
Fyrst verða tefldar 3 hrað-
skákir, þar sem hvor keppandi
hefur 5 mínútur til að ljúka
skákinni, ogsíðan þrjár atskák-
ir með tuttugu mínútna um-
hugsun.
Sigurvegarinn fær verðlaun,
mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu.
Þá verður annar keppandi einn-
ig dreginn út af handahófi og
fær hann einnig máltíð fyrir tvo.
Þar eiga allir jafna möguleika,
án tillits til árangurs á mótinu.
Þátttökugjald er 300 kr. fyrir
félagsmenn (200 fyrir 15 ára og
yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300
fyrir 15 ára og yngri).
Orkudagar á Norðurlandi
EFNT verður til Orkudaga á fimm
stöðum á Norðurlandi frá 25.-29.
september nk. Orkudagar er
átaksverkefni sem efnt er til á
„köldu svæðunum" með það að
markmiði að vekja almenning til
umhugsunar um orkusparnað og
betri nýtingu orku til húshitunar,"
eins og segir í fréttatilkynningu.
Verkefnið er skipulagt í samstarfi
við sveitarstjórn á hverjum stað.
Opið hús verður frá kl. 16:00 í
félagsheimilum á eftirtöldum stöð-
um: Hofsós mánudaginn 25. sept-
ember, Skagaströnd þriðjudaginn
26. september, Raufarhöfn mið-
vikudaginn 27. september, Þórs-
höfn fimmtudaginn 28. september,
Vopnafjörður föstudaginn 29. sept-
ember. Gestir á Orkudögum geta
fengið upplýsingar um eigin orku-
notkun og -kostnað og leitað ráða
um hvernig þeir geti nýtt orkuna
betur til upphitunar.
Fulltrúar og sérfræðingar frá
framkvæmdanefnd um Orkudaga,
frá orkufyrirtækjum og Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins sitja fyrir svörum og gefa góð
ráð.
Fyrirtæki í byggingariðnaði
kynna vörur og þjónustu á sýningu
í Opnu húsi: BYKO, Húsasmiðjan,
íspan, Steinullarverksmiðjan. Fyr-
irtæki á hverjum stað verða með
sýningar og ýmsar uppákomur.
AUGLÝSING VEGNA ÚTGÁFU RAFBRÉFA í
KERFI VERÐBRÉFA-SKRÁNINGAR (SLANDS HF.
Stjórn X18 hf. The Fashion Group, kt. 600298-2759,
Fiskislóð 75, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27.
gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 hefur stjórnin tekið
ákvörðun um að hlutir í félaginu verði gefnir út með
rafrænum hætti í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf.
mánudaginn 2. október árið 2000 kl. 9.00 árdegis.
Vakin er athygli allra þeirra sem eiga takmörkuð
réttindi til hluta í X18 hf. The Fashion Group, svo sem
veðréttindi, á að koma réttindunum á framfæri við
svokallaðar reikningsstofnanir, þ.e.a.s. banka, sparisjóði
eða verðbréfafyrirtæki sem gert hafa aðildarsamning
við Verðbréfaskráningu íslands, fyrir 2. október næst-
komandi.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar nálgast
hluti sína í X18 hf. The Fashion Group sem og arð með
því að stofna VS-reikning hjá reikningsstofnum.
Hluthöfum verður nánar tilkynnt um þetta bréfleiðis.
NÁMSAÐSTOÐ 1
við þá sem vil a ná lengra í
• grunnskóla • háskóla
• framhaldsskóla • flestar námsgreinar
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19
Nemendabiónustan sf. t-~- Þanabakka 10, Mjódd.
Á
Fijáls verslun og Fiskifélag fslands efna til opins fundar á Grand hóteli
Reykjavíkur mánudaginn 26. september kl. 15.00 - 17.00. Yfirskrift
fimdarins er „heimsendir".
Flallað verdur um bókina Hið sanna ástand heimsins eftir Danann
Bj0m Lomborg. Bjpm mætir á fundinn og heldur fiamsögu
ásamt U-yggva Felixsyni, hagfiræðingi og framkvæmdastjóra
Landvemdar. Fisldfélagsútgáfan gaf bókina út á dögunum
Þrir spyrlar verða á fundinum, þeir Jón G. Hauksson, ritsljóri Fijálsrar
verslunar, Stefán Jón Hafstein, framkvæmdastj óri fiölmiðlafyrirtækisins
íslands ehf, og Guðmundur Frímannsson, heimspekingur og deildarforseti
við Háskólann á Akureyri. Þá munu Jón Bjamason, þingmaður Yrnstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs, Glúmur Jón Bjömsson efnafræðingur,
Ámi Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruvemdarsamtakaíslands, ogAlda
Möller matvælafræðingur leggja orð í belg á fundinum.
Framkvæmdastjóri Fiskifélags fslands, Pétur Bjamason, setur fundinn.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, sem gefur út
Frjálsa verslun, verður fundaistjóri.