Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 18

Morgunblaðið - 24.09.2000, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * Viský og haggis Skoskir dagar voru á Hótel Holti í vikunni. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Skota sem komu til landsins af því tilefni um viský og haggis. ÞEGAR rætt er '5*jm skoska matar- gerð dettur lík- lega flestum fátt annað í hug en haggis, slátrið þeirra Skota. Það var því vart við öðru að búast en það yrði á boðstól- um hjá Stewart Jarvie, sem var gestakokkur á Hótel Holti í tilefni af skoskum dög- um. Jarvie fer hins vegar ekki hina hefðbundnu leið, haggis-ið hans er látið liggja í saffranblöndu áður en því er rúllað upp úr brauðmylsnu og kryddjurtablöndu fyrir djúpsteik- j. ingu. Þetta er því nokkuð ólík út- færsla frá því sem hefðbundnar uppskrifír segja til um. „Það hefur mikið gerst í skoskri matargerð á síðustu árum og við í kokkalandslið- inu náðum til að mynda sjöunda sæti í síðustu heimsmeistarakeppni," segir Jarvie. Hann er 29 ára og seg- ist ekki viss um hvort hann geti talið i sig lengur til yngri kokka Skotlands. Yngstu kokkana segir hann daðra mikið við s.k. „fusion“-matargerð þótt að sjálfur telji hann að það sé fyrst og fremst nýtt orð. „Þessi mat- v argerð gengur fyrst og fremst út á að finna nýtt bragð og það hafa menn jú alltaf verið að gera.“ Maltviský í sókn Samhliða skoska matseðlinum var haldin viskýkynning í Þingholti þar sem helstu tegundir, sem á boð- stólum eru á íslenska markaðnum, voru kynntar. Ken Lindsay starfar fyrir stórfyrirtækið Ailied-Domecq sem „sendiherra" þeirra viskýteg- unda, er fyrirtækið framleiðir. Þekktust þeirra er líklega Ballan- tine’s en einnig má nefna eyjaviský- , ið Laphroig. Ferðast hann um heim- inn til að halda merki viskýsins á lofti. Hann segir að skipta megi heiminum í tvo flokka, annars vegar þróaða markaði, þar sem löng hefð er fyrir viskýneyslu og salan stöðug og hins vegar þró- unarmarkaði, þar sem viský er tiltölulega ný af- urð og gjarnan tískudrykkur og sveiflur þar af leiðandi meiri. Dæmi um þróaða markaði eru Vestur- Evrópa og Bandaríkin en Suður- Ameríka og Austur-Evrópa væru dæmi um markaði í þróun. Austur- lönd fjær eru síðan nokkuð sér á parti. Neysla þar á flestum öllum innfluttum lúxusafurðum tók mikla dýfu niður á við er efnahagurinn hrundi fyrir nokkrum árum en Lindsay segir að hann virðist nú vera að rétta úr kútnum og markað- ur að skapast á ný fyrir dýr 17 og jafnvel 30 ára viský. í Evrópu og Bandaríkjunum hef- ur þróunin hins vegar verið sú að maltviský njóta sífellt aukinna vin- sælda. Ef litið er á viskýframleiðslu í heild sinni þá eru blönduð viský um 95% en maltviský einungis 5%. Innan þessara fimm prósenta má aftur á móti finna allt að 130 mis- munandi maltviský og því hafa unn- endur maltviskýs úr miklu að moða. Lindsay segir þó að þessar auknu vinsældir maltviskýsins muni ekki breyta miklu í grundvallaratriðum hvað varðar viskýneyslu í heimin- um. ,AHs eru seldar um 70 milljónir kassa af viskýi á ári og þar af er maltviský 3-4 milljónir kassa. Jafn- vel þótt einhver milljón kassa bætt- ist við hefði það lítil áhrif á heild- ina.“ A það ber líka að líta að maltviský er afurð sem á erfítt með að bregð- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Stewart Jarvie með haggis-hleifinn. Morgunblaðið/Porkell Kenneth Lindsay i Skotapilsinu. ast við tískusveiflum. Framleiðsla á maltviskýi tekur að minnsta kosti tíu ár og sum eru geymd á ámum í tuttugu ár eða lengur. Því verður að taka ákvarðanir um framleiðslu- aukningu með góðum fyrirvara. „Ef okkur yrði sagt að eftir nokkra daga myndi allur heimurinn byrja að neyta maltviskýs væri lítið sem við gætum gert til að bregðast við því,“ segir Lindsay. Hann bætir við að framleiðendur vilji líka flestir hafa vaðið fyrir neðan sig. Enginn hefði áhuga á að lenda í því að eftir áratug stæðu menn uppi með „viskýhaf1, sem ekki væri markaður fyrir. Betra væri að taka lítil skref í einu. Annar þekktur drykkur, koníak, hefur átt við ýmis vandamál að stríða á síðustu árum og þá ekki síst að yngra fólk telur drykkinn þung- lamalegan og gamaldags og kýs frekar að neyta annarra drykkja. Lindsay segir að það sama eigi ekki við um viský þótt vissulega eigi viský undir högg að sækja á sumum mörkuðum gagnvart t.d. bjór og Ijósu áfengi. Hann leggur þó áherslu á að viskýframleiðendur beini ekki spjótum sínum að yngsta hópnum, þeim sem sækir bari og nætur- klúbba, heldur fyrst og fremst hópn- um á aldrinum 25-35 ára, sem hafi ögn þroskaðri smekk og eigi auð- veldara með að meðtaka flókinn drykk á borð við viský. Tungumál garðyrkjunn- ar: Viðskiptavinirnir SÉRHVERT fag, sama hvaða nafni það nefnist, hefur á að skipa fagorðum sem eru lýsandi fyr- ir sérstöðu fagsins á einn eða annan hátt. Fagorð þessi geta til dæmis náð yfír hluti eins og verk- færi eða hugtök eða athafnir sem tengj- ast faginu. Fag- mennirnir eru auð- vitað með sitt tungumál á hreinu en oft kemur babb í bátinn þegar við- skiptavinirnir ætla að láta ljós sitt skína. Garðyrkja er þar engin undantekning og oft koma fram grátbroslegar afbakan- ir á orðum sem garðyrkjufólki eru töm en eru ekki endilega hluti af daglegum orðaforða almennings. Orðið „fjölær“ er dæmi um slíkt. Fjölærar plöntur eru plöntur sem lifa í mörg ár. Yfirleitt er þá verið að tala um jurtkenndar plöntur sem vaxa upp að sumri til, blómstra, þroska aldin og falla svo niður að vetri til. Næsta sumar taka þær aftur við sér, vaxa upp, blómstra, þroska aldin og svo koll af kolli. í raun og veru eru tré og runnar líka fjölærar plöntur því þessir plöntuhópar lifa lengur en tvö ár. Þetta orð er því gegnsætt og merk- ing þess rökrétt. Við- skiptavinir gróðrar- stöðva eru þó margir að stíga sín fyrstu spor í ræktun og hafa kannski ekki tileinkað sér svona fagorð. Hér á eftir eru dæmi um afbakanir á þessu orði og hugsanleg merking á afbökuninni fylgir á eftir, innan sviga. Komið hafa fram beiðnir um „fjölærðar" plönt- ur (margar plöntur settar saman í hóp og öskrað á þær þar til þær hreinlega ærast), „fjölhærðar" plöntur (með mörgum hárum, hugsanlega verið að biðja um loð- víði, loðkvist eða einhverjar aðrar loðnar plöntur), „fjölyrtar“ plöntur (plöntur sem samkjafta ekki, hafa tekið auglýsinguna „Látið blómin tala“ bókstaflega), „fjölhæfar" plöntur (er margt til lista lagt, geta haft ofan af fyrir eigendum sínum með ýmsum hætti) og „fjöl- rænar“ plöntur (andstaðan við ein- rænar, eru ákaflega félagslyndar). Birki úr Bæjarstaðaskógi hefur komið ákaflega vel út í ræktun sunnanlands og var lengi vel til sölu hjá garðplöntuframleiðend- um. A merkimiðum var gjarnan skammstafað Bæjarst.birki og vissu innanbúðarmenn hvað við var átt. Því vakti það nokkra kát- ínu þegar kona ein hringdi í ónefnda gróðrarstöð og bað um bæjarstjórabirki. Hugmyndin er ef til vill ekki svo slæm, hugsan- lega mætti nota þetta til flokkunar á birkiplöntum, efst trónir borgar- stjórabirki, svo bæjarstjórabirki, þá sveitarstjórabirki og síðast en ekki síst kæmi svo oddvitabirkið. AJlar plöntur hafa alþjóðlegt latneskt plöntuheiti og þannig get- ur garðyrkjufólk um allan heim borið saman bækur sínar varðandi ræktun á tilteknum tegundum. Þessi latnesku heiti eru þó hálf- gert torf í daglegu tali og mun auðveldara að nota íslensk heiti. Islensku heitin og beygingar á þeim geta þó líka vafist fyrir fólki. Þannig er ekki óalgengt að þegar viðskiptavinir vilja fá fleiri en eitt stykki af morgunfrú þá biðji þeir BLOM VIKUJVNAR 444. þáttur Ijmsjón SigríAur lljartar Morgunfrúr um nokkrar morgunfrýr. Brúðar- auga er ákaflega fallegt fínlegt sumarblóm í bláum, bleikum og hvítum litum. Það hefur verið kall- að ýmsum nöfnum, sumir vilja fá brúðarslör, aðrir brúðareyra og einn viðskiptavinur bað um glóð- arauga og vildi hafa það blátt... Fjölæru plönturnar fá oft á tíð- um skemmtileg nöfn eins og fóta- skinn og fjandafæla en stundum hefur maður það á tilfinningunni að nafngefandinn sé tunguliprari en fólk er flest. Kannski er tilvalið að líta á það sem æfingu í tungu- leikfimi að biðja um þrjátíu og þrjá luðrukofra eða þrettán snoð- hnyðrur. Afgreiðslufólk í gróðrarstöðvum þarf að vera vel með á nótunum og í sumum tilfellum að hafa dálít- inn skammt af dulrænum hæfileik- um til að viðskiptavinirnir fái ör- ugglega réttu plönturnar, við- skiptavinurinn verður jú að vera ánægður með þjónustuna. Erfið verkefni eru ögrandi og reyna oft á hugvit afgreiðslufólks. Eitt erf- iðasta verkefni sem rekur á fjörur afgreiðslufólks og getur virkilega reynt á tengsl þess við huliðs- heima er hugsanlega falið í eftir- farandi setningu: „Ég er að leita að ákveðnu blómi, það blómstrar með svona gulum blómum, áttu það til?“ Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.