Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson um sigur evruandstæðinga í Danmörku Kemur á óvart hve úrslitin eru afgerandi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að það kæmi á óvart hve úrslitin í dönsku kosningunum um aðildina að evrópska myntbandalaginu væru afgerandi. Hann telur niðurstöðuna líklega verða til þess að Dan- mörk, sem og Bretland og Svíþjóð, sem enn hafa ekki tekið afstöðu til aðildar að evrópska mynt- bandalaginu, verði lengi utan evrunnar, jafnvel um alla framtíð. Það þýddi fyrir okkur íslendinga að við þyrftum ekki að taka afstöðu til þess hvort við þyrftum að tengjast myntinni með einhverjum hætti þar sem markaður okkar á evrusvæðinu væri enn lítill. „Það kemur á óvart hvað þessi úrslit eru afger- andi. Sérstaklega vegna þess að síðustu spár bentu til þess að þetta yrði mjög tvísýnt og að evrusinnar væru að sækja á. I annan stað átti maður von á því að evrusinnar myndu vinna vegna þess að stærstu flokkarnir, nánast öll blöðin, at- vinnurekendur, launþegahreyfingin og nánast allt kerfið var með í þeirri baráttu og með miklu meira fjármagn á bak við sig en þeir sem börðust hinum megin frá þannig að maður átti ekki von á því að svona færi,“ segir Davíð. „En fyrst þetta er svona afgerandi þá held ég að það hafi þau áhrif að Danir muni ekki hlaupa eftir því að kasta krónunni á næstu árum. Það þarf mikið að_ gerast til að þeir helli sér út í þá baráttu aftur. Ég hygg einnig að Svíar muni draga af þessu lærdóm vegna þess að þar er andstaðan orðin meiri en meðbyr með því að kasta sænsku krónunni.“ Davíð telur hins vegar að niðurstaðan í Dan- mörku hafi ekki eins mikil áhrif í Bretlandi. „Þó held ég að þessi nei-afstaða hafi meiri áhrif en já- afstaðan hefði haft. Ég held að svo afgerandi nei hjá Dönum muni draga úr ákafa bresku ríkis- stjómarinnar í að fara út í svona atkvæðagreiðslu því ljóst er af skoðanakönnunum að yfir 70% Breta er andvíg því að kasta pundinu. Hefur ekki áhrif á evruna til lengri tíma litið Davíð telur sömuleiðis að úrslitin í Danmörku hafi ekki mikil áhrif á evruna til lengri tíma litið. Alltjént bendi efnahagsleg rök ekki til þess því hlutfall danskra viðskipta á evrusvæðinu sé ekki nema um 2%. „En þar sem staða evrunnar snýst dálítið um trú á henni þá getur verið að þessi nið- urstaða ýti undir vantrú á henni til að byrja með. Ég geri þó ekki ráð fyrir því að það verði langvar- andi áhrif.“ Skógræktin missir jörð í Skorradal JÓN Loftsson, skógræktarstjóri rík- isins, segir að ágreiningur sé á milli Skógræktarinnar og eigenda jarðar- innar Hvamms í Skorradal um eign- arhald á skógi þeim sem Skógræktin hefur ræktað upp þar síðustu 30 ár- in. Skógræktin hefur haft stærstan hluta jarðarinnar á leigu í 30 ár og rann leigusamningurinn út í sumar. Jörðin er í eigu erfingja Hauks Thors. Að sögn Jóns vildi Skógrækt- in leigja landið áfram en samningar tókust ekki við eigendur sem vilja selja jörðina og hefur hún þegar ver- ið auglýst til sölu. Skógræktarfélagið hefur greitt leigu af jörðinni með hlutfalli af sölu jólatrjáa. Ekkert sé því til fyrirstöðu að félagið nýti skóginn áfram verði hann ekki keyptur af því. Skógrækt- in telji að skógurinn sé í þeirra eigu. Eigendur eru ekki sama sinnis og verða þessi mál skoðuð á næstunni. Halldór Ásgrímsson um evru- kosningarnar í Danmörku Áfall fyrir ríkissljórnina Morgunblaðið/Þorkell Loftfímleikar á Náttúrufræðihúsi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að sigur evruand- stæðinga í kosningunum í Dan- mörku um aðild að evrópska myntbandalaginu komi ekki á óvart. Segir hann að allar skoðana- kannanir hafi bent til þessarar nið- urstöðu að undanförnu og að mikið hefði mátt gerast til að snúa þeirri þróun við. Hann segir þó niður- stöðuna áfall fyrir ríkisstjórnina í Danmörku. „Ríkisstjórnin fór út í þessa at- Salmon- ellufar- aldurinn að fjara út SALMONELLUFARALDURINN sem hefur herjað á landsmenn síðustu vikur er að íjara út, að sögn Haraldar Briem sóttvamarlæknis. Enn megi þó búast við að einhverjir sýkist til viðbótar. Alls hafa 127 manns greinst með salmonellusýkingu, þar af hafa a.m.k. 16 lagst inn á spítala. Þetta mun vera einhver skæðasti salmonellufaraldur sem upp hefur komið hér á landi. Haraldur segir að búast megi við að allt að tíu sinnum fleiri hafi veikst af völdum salmonell- unnar en hafi ekki leitað sér læknisað- stoðar og því ekki verið greindir með sýkinguna. Salmonellan hefur hlotið auðkennið DT204b og er af gerðinni Salmonella typhimurium sem er fjölónæmur stofn. Haraldur segir staðfest að sami stofninn hafi valdið sýkingum á Eng- landi en einnig leikur grunur á að rekja megi salmonellusýkingar í Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og víð- ar til sama sýkilsins. „Þetta er mjög sjaldgæfur og sér- kennilegur stofn,“ segir Haraldur. Það gerir það að verkum að auðveld- ara ætti að reynast að rekja upptök hans en líklegt má telja að þau séu í sömu matvælum. Grunur hefur beinst að því að salmonellusýkinguna megi rekja til jöklasalats. Haraldur segir að nú sé verið að leita að upptökum faraldursins í samvinnu við rannsókn- arstofurerlendis. kvæðagreiðslu á undan öðrum og nokkuð löngu áður en nauðsynlegt var. Hún tók því mikla áhættu og margt hefur snúist í höndunum á henni í umræðunni fyrir kosning- arnar.“ Halldór segir jafnframt að það sé umhugsunarvert í lýðræðis- ríki að allir helstu stjórnmálaflokk- arnir hafi barist fyrir því að Danir tækju upp evruna; stjórnmála- flokkar sem hefðu að jafnaði mik- inn meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. „Þjóðin hafnar hins vegar evrunni og kosningaþátttakan er meiri en oftast áður.“ Halldór segir að það verði fróð- legt að fylgjast með næstu skrefum í Danmörku og þeim efnahagsráð- stöfunum sem farið yrði í í kjölfar niðurstöðunnar og bendir á að Danir hafi þegar boðað að ef þetta yrði niðurstaðan þá myndu þeir m.a. fara út í aðgerðir til að treysta gengi krónunnar. Þegar Halldór er spurður að því hvort þessi niðurstaða hafi einhver áhrif á Islendinga segir hann svo ekki vera. „í sjálfu sér skiptir þetta ekki neinu grundvallarmáli fyrir okkur,“ segir hann. Hann telur þó að Islendingar geti um margt lært af því sem muni gerast í Danmörku í kjölfarið, ekki síst þar sem danska hagkerfið sé tiltölulega lítið eins og okkar miðað við Evrópumarkaðinn. FYRSTA íslenska vefsíðan, Inter- Seafood.com, sem helgar sig al- þjóðlegum viðskiptum með sjáv- arafurðir auk þess að leggja áherslu á fréttir og þjónustuupp- lýsingar fyrir sjávarútveginn, verð- ur opnuð í fyrramálið. Að sögn Darra Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra InterSeafood.com, verður sérstakt markaðstorg kjarninn í vefnum. Darri segir að hugmyndin hafi fæðst innan fámenns hóps í febrúar sl. og þá hafi vinna við vefinn hafist en síðan hafi bæst við nokkrir fjár- festar auk þess sem viðræður við HANN var í sannkölluðum loftfim- leikum, iðnaðarmaðurinn á þaki hins nýja Náttúrufræðihúss Há- skóla Islands sem verið er að reisa í sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að félaginu standi nú yfir. Auk Darra starfa tveir til viðbótar hjá félaginu. Eiríkur Steinn Eiríksson er fréttastjóri og Örn Arason sér um þróun vefjarins og tæknimál. „Þetta er markaðs-, frétta-, upp- lýsinga- og þjónustuvefur fyrir sjávarútveginn," segir Darri. A markaðshlutanum geta notendur sett fram kaup- og sölutilboð á skil- greindum afurðum eins og frystum fiski, saltfiski, uppsjávarfiski og rækju. Fréttirnar verða skrifaðar á íslensku, færeysku, norsku og ensku en fyrirtækið er með frétt- Vatnsmýrinni í Reykjavík. Unnið er af krafti við bygginguna þessa dag- ana og þegar Ijósmyndara Morgun- blaðsins bar að garði var unnið að aritara í Færeyjum og Bretlandi og er í samvinnu við norska frétt- astofu. í þessu sambandi nefnir Darri að íslenskir notendur fái upp íslenska fréttaforsíðu en færeyskir færeyska og svo framvegis. „Auk þess verður byggður upp umfangs- mikill þjónustu- og gagnagrunnur, bæði fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og fyrir fyrirtæki sem þjóna hon- um,“ segir Darri. Vegna góðs aðgengis að sjávar- útvegnum er gott að opna svona vef á Islandi og í Færeyjum, að sögn Darra. „Vefurinn er byggður upp sem alþjóðlegur vefur en við þaki hússins, sam lagt verður gleri, eftir kúnstarinnar forskrift frá arkitekt Háskólans, dr. Magga Jónssyni. byrjum á íslandi og í Færeyjum. Ef við náum að sýna að þetta geti gengið á þessum litlu svæðum og í þeim viðskiptum sem eiga sér stað hérna og héðan skapar það okkur möguleika til að útvíkka starfið. Við bjóðum upp á tilboðstorg sem ætti að vera öflugra en fax og sími.“ Að sögn Darra opnar Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra vefinn í Sjóminjasafninu í Hafnar- firði klukkan 11 í fyrramálið. „Við viljum tengja opnunina sjónum og þarna er gott andrúmsloft í góðu húsi,“ segir Darri. Markaðstorg með sjávar- afurðir á íslenskri vefsíðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.