Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 8
8 FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stuttbuxnalið flokkanna er ekki á einu um hvað er hvurs og hver áhvað
af skraninu í pólitísku ruslakompunni.
Akraneskaupstaður samþykkir nýtt skipurit
Starf veitustjóra lagt
niður vegna breytinga
BÆJARSTJÓRN Akraness sam-
þykkti á fundi sínum á þriðjudag,
með sex atkvæðum gegn þremur,
að fela bæjarstjóra að segja upp
ráðningarsamningi við fram-
kvæmdastjóra Akranesveitu,
Magnús Oddsson. Sveinn Kristins-
son, formaður bæjarstjórnar, segir
uppsögnina koma til vegna breyt-
inga á skipuriti Akraneskaupstað-
ar, en þær feli það m.a. í sér að
starf veitustjóra falli niður og að
störf hans verði þess í stað dreift á
þrjá aðila innan hins nýja skipurits.
„Eg tek það fram að ég hef sem for-
maður stjórnar Akranesveitu ekk-
ert nema gott um störf Magnúsar
að segja,“ segir Sveinn í samtali við
Morgunblaðið.
Magnús hefur gegnt starfi veitu-
stjóra í rúm fjögur ár en þar áður
var hann rafveitustjóri á Akranesi
til margra ára. Að sögn Sveins tek-
ur uppsögnin gildi eftir þrjá mán-
uði. Atkvæðin sex sem samþykktu
uppsögnina komu frá fulltrúum
Akraneslistans og Framsóknar-
flokksins en atkvæðin þrjú sem
voru henni mótfallinn komu frá
sjálfstæðismönnum.
Magnús Oddsson segir í samtali
við Morgunbiaðið í gær að hann
hafi átt von á uppsögninni þótt hon-
um hefði enn ekki borist formleg
tilkynning um samþykkt hennar á
fundi bæjarstjómar. Magnús telur
að uppsögnina megi rekja til þess
að honum hafi ekki hugnast þær
breytingar sem standa fyrir dyrum
á starfsemi veitunnar. Þær breyt-
ingar feli m.a. í sér að færa eigi
fjármál og bókhald veitunnar undir
nýtt svið sem verið væri að koma á
með nýju skipuriti Akraness -
svokallað fjármála- og stjórnsýslu-
svið sem einnig sæi um fjármál,
starfsmannamál og bókhald bæjar-
sjóðs. „Ég sagði mínum stjómar-
mönnum að mér hugnuðust ekki
þessar breytingar og ætti erfitt
með að fylgja þeim eftir. Þar með
má segja að ég hafi lagt starf mitt
að veði því þegar ágreiningur er
milli framkvæmdastjóra og stjóm-
ar [í þessu tilviki stjómar veitu-
stofnunar] er ekki óalgengt að
framkvæmdastjóri sé látinn víkja,“
segir Magnús.
Magnús segir að þegar hann hafi
tekið við starfi veitustjóra fyrir nær
fimm ámm hafi hann lagt áherslu á
sjálfstæði veitunnar og telur nær að
vinna að breytingum innan veitunn-
ar sem miði að boðuðu lagafmm-
varpi um raforkumál en að fella
starfsemi hennar undir skrifstofu-
hald Akraneskaupstaðar. „í boðuðu
lagaframvarpi [sem miðað er við að
taki gildi árið 2002] er gert ráð fyr-
ir því að samkeppni muni ríkja í
raforkusölu og að öll fyrirtæki sem
komi inn í þá sölu þurfi að vera
hlutafélög," segir Magnús. „Mér
finnast hins vegar breytingar þær
sem nú er verið að vinna að gangi í
þveröfuga átt við þetta.“
Felur í sér stofnun
þriggja sviða
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness samþykkti einnig á fundi sín-
um á þriðjudag breytt skipurit
Akraneskaupstaðar, sem hér hefur
verið vitnað til, en það felur m.a. í
sér stofnun þriggja sviða; fjármála-
og stjórnsýslusviðs, tækni- og um-
hverfissviðs og fyrirtækjasviðs.
Undir fjármála- og stjórnsýslu-
svið eiga að sameinast fjármál,
starfsmannamál og bókhald bæjar-
ins, Akranesveitu og annarra fyrir-
tækja og stofnana kaupstaðarins.
Undir tækni- og umhverfissvið á að
sameinast í einni deild starfsemi
sem tilheyrt hefur framkvæmda- og
tæknisviði Akranesveitu, bygginga-
og skipulagsfulltrúa og garðyrkju-
stjóra, og undir fyrirtækjasviði á að
heyra m.a. starfsemi Akranesveitu
og Gámu, Andakílsárvirkjun, þjón-
usta við Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar o.fl. Þess er getið í
tillögum að skipulaginu að fjárhag-
ur þeirra stofnana sem breyting-
arnar varða verði áfram haldið að-
skildum eins og lög kveði á um.
Ennfremur er þess getið að nýjum
sviðum tilheyri sviðsstjórar sem
heyri undir bæjarstjóra.
Að sögn Sveins Kristinssonar er
markmiðið að breytingarnar nái
fram að ganga fyrir 15. desember
nk. Hann segir ennfremur um upp-
sögn veitustjórans að afstaða
Magnúsar til hins nýja skipurits
hafi ekkert að gera með uppsögn-
ina, honum hafi þurft að segja upp
vegna þess að starfið hafi verið lagt
niður.
Voru með falsað
atvinnuleyfi
TVÆR konur frá Litháen vom
handteknar í vikunni með falsaða
pappíra þegar þær hugðust hefja
störf hjá fyrirtæki í Sandgerði.
Að því er kemur fram á frétta-
vef Víkurfrétta keyptu konumar
tilskilin leyfi í heimalandi sínu,
þ.e. dvalar- og atvinnuleyfi og
ráðningasamninga sem reyndust
vera falsaðir. Þær töldu pappír-
ana vera í góðu lagi og snem sér
beint til fyrirtækis í Sandgerði til
að byrja að vinna en þar kannaðist
enginn við að þær ættu að hefja
þar störf.
Haft er eftir rannsóknarlög-
reglu í Keflavík að allt bendi til
þess að saga kvennanna sé sönn
en þær vom sendar heim til sín á
miðvikudagsmorgun.
Danskennsla í grunnskólum
Léttir dansar
af ýmsu tagi
NYLEGA kom út
kennslubókin
Danskennsla 1.
til 4. bekkur, eftir Kol-
finnu Sigurvinsdóttur
íþróttakennara og dóttur
hennar Huldu Sverris-
dóttur grunnskólakenn-
ara.
Bókin er ætluð til
danskennslu í gmnnskól-
um og henni fylgja tveir
geisladiskar. Kolfinna var
spurð hvers konar dansar
væru í þessari bók?
„Þetta era léttir dans-
ar, alþjóðlegir og einnig
íslenskir. Ég kalla þetta
barnadansa. Þarna eru
dansar frá Norður-
löndum, Rússlandi,
Belgíu, Frakklandi, Am-
eríku, Júgóslavíu, Israel,
Mexikó, Þýskalandi, Rúmeníu,
Skotlandi og frá íslandi."
- Hefur þú sjálfsamið eitthvað
afíslensku dönsunum?
„Já, ég hef samið dansa við
nokkur vinsæl íslensk lög, svo
sem Á Sprengisandi eftir Kalda-
lóns, Ó, fögur er vor fósturjörð,
Kvæðið um fuglana eftir Atla
Heimi Sveinsson, Maístjörnuna
eftir Jón Ásgeirsson, Krummi
krunkar úti og Sumarkveðju eft-
ir Inga T. Lámsson. Einnig hef
ég samið dans við lagið úr kvik-
myndinni um Línu langsokk eftir
Jan Johansen.“
- Er þetta fyrsta dansbókin
sem þú hefur átt hlut að?
„Ég tók saman bók sem heitir
Barnadansar árið 1982 og síðan
var gert hljóðband við hana
nokkru síðar. Ég hef einnig tekið
saman, ásamt Maríu Einarsdótt-
ur tónmenntakennara, fjögur
hefti með léttum söngleikjum og
dönsum sem ætlað er jafnvel
leikskólabörnum. Svo samdi ég
dansa við bókina Syngjum sam-
an sem tónmenntakennarar gáfu
út. Einni hef ég tekið saman
námsefni í íþróttum fyrir börn.“
- Eru barnadansar mikið frá-
brugðnir dönsum fyrir fullorðna?
„Nei, grunnurinn er sá sami en
auðvitað era dansmynstur og
ýmis spor einfaldari í barnadöns-
unum en fyi'ir þá fullorðnu.“
- Lætur þú börnin syngja með
dansinum?
„Já, mikið. Það er sungið í
mjög mörgum dönsunum. Eg
legg áherslu á að þau læri texta
og læri þá rétt.“
- Hvað er dansinum ætlað að
gera fyrir börnin?
„Hann á efla sjálfsvitund
nemandans, stuðla að frjálsari
framkomu í umgengni við annað
fólk, auka eðlileg samskipti og
samvinnu kynja, gefa tækifæri
til hefðbundinnar líkamsþjálfun-
ar, gera nemendur færari um að
skemmta sér á heilbrigðan hátt
og loks að vekja athygli á að
danskennsla styrkir ýmsar
námsgreinar, svo sem stærð-
fræði, móðurmál tónmennt,
íþróttir og samfélagsfræði.
Börnum er meðfædd þörf til að
hreyfa sig. Kemur hún _________
meðal annars skýrt
fram í ýmsum hoppum
og stökkum með tali
og söng. Dansinn er
barninu sjálfsagður
hlutur fyrstu skólaár-
in og túlkun með hreyfingum
víkkar reynsluheim þess. Leikir
með söng og dansi eru því kær-
komin tilbreyting í skólastarfi.
Þeir era mikilvægur hluti í upp-
eldi barnsins."
- Hvernig var háttað sam-
starfí þínu og Huldu dóttur þinn-
ar við gerð bókarinnar?
„Við fóram í smiðju mína og
Kolfinna Sigurvinsdóttir
► Kolfínna Sigurvinsdóttir
fæddist í Reykjavík 1944. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
íþróttakennaraprófi frá Iþrótta-
kennaraskóla Islands 1963. Hún
hefur starfað við íþróttakennslu
frá námslokum í Miðbæjarskóla
og í Seljaskóla. Kolfinna er gift
Sverri M. Sverrissyni endur-
skoðanda og eiga þau þrjár dæt-
ur og tvö bamaböm.
Börnum er
meðfædd
þörftil að
hreyfa sig
völdum úr þá dansa sem hafa
verið vinsælastir hjá okkar nem-
endum. Ég á óhemju mikið magn
af dönsum frá langri starfsæfi.
Ég hafði þýtt flesta þessa dansa
sem við notum og samið suma.
Hulda vann alla tölvuvinnu og í
sameiningu unnum við almenn
hugtök, spor. Dansstöður teikn-
aði Selma Jónsdóttir. Texta
gerði Guðmundur Guðbrands-
son. Tónlistin er spiluð af Guð-
mundi Hauki Jónssyni af mikilli
snilld. Við fengum styrk úr verk-
efna- og námsstyrkjasjóði Kenn-
arasambands íslands til þess að
gera þessa handbók og síðan
styrk frá menntamálaráðuneyti
til að gefa bókina út en við gefum
hana sjálfar út.“
-Er dans vaxandi þáttur í
kennslu ígrunnskólum?
„Já, nú er dans kominn á nám-
skrá. Áður fyrr var þetta hluti af
íþróttakennslu. Samkvæmis-
dansar era líka kenndir í sumum
skólum af danskennurum. Mér
finnst allt sem heitir dans af hinu
góða fyrir börnin. Þeim veitir
ekki af að hreyfa sig, börn hreyfa
sig mun minna í dag en áður var,
það sýna rannsóknir."
-Kennir þú dans öðrum en
börnum?
„Já, hjá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur, á námskeiðum hjá
íþróttakennarafélagi íslands og
á námskeiðum hjá Tónmennta-
kennarafélaginu, hjá Félagi
áhugafólks um íþróttir aldraðra
og nú í sumar á þjóðlagahátíð á
Siglufirði. Einnig hef ég kennt á
námskeiðum erlendis. Nú stend-
ur yfir námskeið fyrir
kennara og leiðbein-
endur á ýmsum skóla-
stigum. Þar kennum
við Hulda dansa úr
þessari nýju bók okk-
ar, svo og að lesa úr
danslýsingum og hvernig setja
eigi saman danstíma. Einnig get-
um við boðið kennurum úti á
landi upp á námskeið.
Þess má geta að ég er nýkomin
úr námsleyfi, því varði ég í Finn-
landi og Danmörku þar sem ég
kynnti mér allt frá ungbarna-
hreyfingum upp í danskennslu
fyrir aldraða."