Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðræður halda
áfram um sölu
••
Olgerðarinnar
VIÐRÆÐUR hafa haldið áfram á
milli stjórnenda Ölgerðarinnar Eg-
ils Skallagrímssonar og hugsan-
legra kaupenda fyrirtækisins. Eig-
endur ákváðu að einungis yrði ieitað
tilboða frá fjórum aðilum í Ölgerð-
ina, en þeir aðilar sem leitað var til
eru Kaupþing, Íslandsbanki-FBA,
Landsbankinn og Búnaðarbankinn.
Erfltt getur þó reynst að átta sig á
verðmæti fyrirtækisins, en þó er
ljóst að það getur numið milljörðum
króna.
Eigendur Ölgerðarinnar eru
bræðurnir Jóhannes og Tómas Agn-
ar Tómassynir, en þeir eru synir
Tómasar Tómassonar, stofnanda
fyrirtækisins. Hlutur þeirra í fyrir-
tækinu nemur 96,5%, en 3,5% eru í
dreifðri eign fjölmargra aðila. Þegar
hafa eigendur 1,5% af þeim hluta
ákveðið að vera með í sölunni, og því
er 98% hlutur í fyrirtækinu til sölu.
Jón Snorri Snorrason, fram-
kvæmdastjóri Ölgerðarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að við-
ræður væru komnar skammt á veg,
enda hafí fyrstu viðræður við hugs-
anlega kaupendur átt sér stað á
mánudag. í gær hefði verið rætt aft-
ur við aðila frá Landsbankanum og
Búnaðarbankanum, en þessir bank-
ar hafa verið viðskiptabankar fyrir-
tækisins. Jón Snorri sagði að engin
tilboð lægju fyrir ennþá, en línur
ættu að geta farið að skýrast í næstu
viku, þegar fjármálafyrirtækin hafa
skoðað upplýsingar um fyrirtækið
nánar, en þá munu þau fá í hendur 8
mánaða uppgjör Ölgerðarinnar á
þessu ári. Þá ætti einnig að verða
Ijóst hver tímasetningin á kaupun-
um verður, en nú er miðað við að
kaupin fari fram um miðjan október.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá þeim fjármálafyrirtækj-
um sem gefinn er kostur á að gera
tilboð í Ölgerðina, hefur enginn
þessara aðila tekið ákvörðun um
hvorttilboð verður gert í fyrirtækið.
Morgunblaðið/Ómar
Yiðbrögð vegna konm Madeleine Albright
Mannréttinda-
Táp og fjör
BÖRNIN á leikskólanum Sæborg
höfðu í nógu að snúast þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins var á ferð
í Vesturbænum í vikunni.
Fjárlagatillögur Landspítala - háskólasjúkrahúss 2001
Farið fram á rúmlega
tveggja milljarða króna
hækkun fjárveitingar
brot verði rædd
við Albright
LANDSPÍTALINN - háskóla-
sjúkrahús fer fram á rúmlega
tveggja milljarða króna hærri fjár-
veitingu á fjárlögum næsta árs, mið-
að við fjárlög þessa árs, en að sögn
Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs-
inga hjá Landspítalanum, hljóða
fjárlagatillögur frá spítalanum fyrir
næsta ár upp á rúmlega 21 milljarð
króna, en fjárveiting til hans á þessu
ári nam rúmlega nítján milljörðum.
Anna Lilja segir að tillögurnar
hafi verið kynntar bæði ráðuneytum
og þingnefndum, en ekki verði Ijóst
hvort umrædd fjárveiting fáist fyrr
en fjárlagafrumvarpið verður kynnt
í næstu viku.
900 milljónir í viðhald, stofn-
framkvæmdir og tækjakaup
Af þeirri upphæð sem farið er
fram á til viðbótar eru 900 milljónir
króna ætlaðar til viðhalds, stofn-
framkvæmda og tækjakaupa.
„Stærsti liðurinn þarna eru utan-
hússviðgerðir í Fossvógi,“ segir
Anna Lilja. „Einnig stendur til að
endurnýja húsnæði slysa- og bráða-
móttökunnar. Þarna er líka verið að
tala um endurnýjun á ýmsu hús-
næði, til dæmis á skurðstofu og
rannsóknarstofu. Einnig er talað
um að stækka húsnæði barna- og
geðdeildar og þar að auki er verið að
efla mikið endurhæfingarþjónust-
una og þarf því að endurbæta hús-
næði endurhæfingardeilda."
Anna Lilja segir að tækjakaup
vegi einnig þungt í þessum lið.
Þarna á meðal sé til dæmis hluti af
kostnaði við hjartaþræðingatækiog
kostnaður við annan tækjabúnað
svo sem segulómunartæki og tölvu-
búnað. Einnig nýtt kerfi fyrir rönt-
gendeildir, tæki fyrir svæfingu,
gjörgæsludeildir og skurðstofur.
Efling deilda og þjónustu
og stytting biðlista
750 milljónir eru ætlaðar til sér-
stakra málefna, sem að sögn Önnu
Lilju eru til dæmis aukinn lyfja-
kostnaður og aukinn kostnaður
vegna vinnutímatilskipunar EES.
„Þarna er líka um að ræða álag
vegna fjölgunar sjúklinga. Bæði
fjölgar Islendingum og svo hefur
slysaaldan aukið álag á bráðadeild-
irnar. Einnig þarf að efla fleiri
deildir, til dæmis göngudeildir,"
segir Anna Lilja
500 milljónir er svo ætlaðar í það
sem kallast ný og styrkt starfsemi.
„Það sem flokkast undir nýja
stai-fsemi er til dæmis efling þjón-
ustu vegna langveikra barna og efl-
ing endurhæfingarþjónustu og
göngudeildarþjónustu. Þarna er
líka um að ræða átak til að stytta
biðlista eftir aðgerðum," segir Anna
Lilja
Hún segir að einnig þurfi að efla
slysa- og bráðasviðið í heild og að
þar standi meðal annars til að efla
áfallamiðstöðina. Hún segir að
margt fleira falli undir liðinn nýja
starfsemi, þar á meðal standi til að
styrkja gjörgæsluþjónustu og efla
þjónustu barna- og unglingageð-
deildar.
ÍSLANDSDEILD mannréttinda-
samtakanna Amnesty International
hvetur Halldór Asgrímsson, utan-
ríkisráðherra, til að ræða mannrétt-
indabrot í Bandaríkjunum við
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þegar hún
kemur í opinbera heimsókn hingað
til lands á laugardag. Samtökin
hafa sent ráðherra bréf þar sem
þau vekja athygli á mannréttinda-
brotum í Bandaríkjunum sem
skýrslur samtakanna greina frá.
Þar megi nefna lögregluofbeldi,
slæma meðferð á föngum, niður-
lægjandi meðferð á flóttafólki sem
sækir um hæli og dauðarefsingar
sem eru heimilaðar í 38 ríkjum
Bandaríkjanna.
í bréfinu segir að samtökin hafi
fjallað um alþjóðlega mannréttinda-
sáttmála sem Bandaríkin hafa ekki
samþykkt, eða samþykkt með fyrir-
vörum. Þar á meðal Alþjóðasamn-
ing um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi en samtökin benda á að
Bandaríkin hafi gert fyrirvara við
ákvæði hans sem kveður á um að
dauðadómi skuli ekki beitt fyrir
glæpi sem menn undir átján ára
aldri hafa framið. 24 fylki í Banda-
ríkjunum leyfa aftökur ungra
brotamanna. Utanríkisráðherra ís-
lands er hvattur til að fara fram á
það við utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna að þessu verði breytt.
I bréfinu er vakin sérstök athygli
á dauðadómi yfir Miguel Angel
Flores. Hann var dæmdur til dauða
árið 1990 og til stendur að taka
hann af lífi í Texas í nóvember. Is-
landsdeild Amnesty International
hvetur Halldór til að taka mál Flor-
es upp við Albright, því Flores sé
ekki bandarískur ríkisborgari.
Óskað eftir samstöðu
ungliða um aðgerðir
Ungliðar Vinstrihreyfingannar,
græns framboðs, hafa sent ungliða-
hreyfingum annarra stjórnmála-
flokka bréf þar sem óskað er eftir
samstarfi um aðgerðir til að vekja
athygli á afleiðingum viðskipta-
banns á írak. í bréfinu segir að
Madeleine Albright hafi verið einn
öflugasti talsmaður viðskiptabanns-
ins. Það hafi hins vegar sýnt sig að
það bitnaði ekki á Saddam Hussein
heldur á írösku þjóðinni sem liði
stórkostlegar þjáningar.
Samtök herstöðvarandstæðinga
hafa einnig brugðist við heimsókn
Albright og sent frá sér ályktun. I
henni segjast þau viija minna á að
öldin hafi einkennst af yfirgangs-
stefnu Bandaríkjanna sem á síðustu
áratugum hafi komið j ljós í árásum
og viðskiptabanni á írak og Júgó-
slavíu. Samtökin lýsa í bréfinu yfir
meðábyrgð íslenskra stjórnvalda á
verkum Bandaríkjanna, vegna þátt-
töku í NATO og hernaðarsamstai'fi
við Bandaríkin.
Horfur á 400 milljóna króna halla á Landspítalanum
Frávikin skoðist í ljósi
stærðar rekstrarins
JÓN Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir, í samtali
við Morgunblaðið, að þó að Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi beri
vissulega að halda rekstrarkostnaði
sínum innan ramma fjárlaga verði að
skoða stöðu mála í ljósi þess að þarna
er um rekstur upp á 20 milljarða
króna að ræða, en eins og fram kom í
Morgunblaðinu á miðvikudag er gert
ráð fyrir 400 milljóna króna halla á
rekstri spítalans á árinu.
Verið að skoða allar leiðir til að
koma í veg fyrir hallarekstur
Jón segir að mikil vinna hafi farið í
það innan sjúkrahússins, að greina
af hverju þetta stafi og komið hafi
fram sundurliðaðar skýringar sem
verði skoðaðar og ræddar þegar haf-
ist verður handa við fjárlagagerðina.
„Menn hafa einangrað kostnaðinn
vegna slysaöldunnar og einnig eru
skýringar á öðrum kostnaðarþátt-
um. En þarna er náttúrlega um gíf-
urlega stórt batterí að ræða og töl-
urnar og frávikin verða að skoðast í
ljósi þess. En auðvitað ber að stefna
að því að sjúkrahúsin séu innan
ramma fjárlaga og ég veit að verið er
að skoða allar leiðir til að koma í veg
fyrir hallarekstur það sem eftir er
ársins,“ segir Jón.
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar Alþingis,
segir að á fjárlögum árið 2000 hafi
Landspítalanum - háskólasjúki'a-
húsi verið ætlaðir fjármunir sem
voru meiri en þeir sem forráðamenn
spítalans hafi farið fram á. Einar
Oddur bendir á að ríkisstjórnin hafi
þegar rætt hvemig bregðast eigi við
aukinni slysatíðni og kostnaði sem
henni fylgir. í október verði fjár-
aukalög lögð fyrir Alþingi og þá
komi þessi mál á ný til umræðu. Ein-
ar Oddur segir að fjárlaganefnd hafi
lagt á það áherslu við gerð fjárlag-
anna að stofnanir og fyrirtæki á fjár-
lögum haldi sig innan þeirra. I heild
hafi það gengið mun betur en t.d. í
fyrra og því útlit fyrir að kostnaður
ríkissjóðs vegna fjáraukalaga verði
mun minni í ár en í fyrra.
Hrefnukjötið
eftirsótt
HREFNUKJÖT er ekki algengt á
borðum okkar Islendinga, enda
veiðar á hval við Island bannaðar.
Það kemur þó fyrir að ein og ein
hrefna veiðist fyrir slysni og er þá
reynt að nýta hana eins og mögu-
legt er. Um þessar mundir býður
Fiskbúðin Vör upp á hrefnukjöt,
sem fékkst frá Akureyri og segir
eigandi verzlunarinnar, Kristján
Berg, að mikil spurn sé eftir kjötinu
og seljist það íjdtt upp. „Þetta er
eins og bezta nautasteik, ef það er
eldað rétt, en við seljum kjötið í um
það bil eins sentimetra þykkum
sneiðum sem eru alveg fitulausar,"
segir Krislján. En hvernig á þá að
matreiða krásina? Kjötið er snögg-
steikt á pönnu og kryddað með salti
og pipar. Síðan er það bakað í ofni í
7 minútur við 150 stiga hita. Þá er
gott að hafa með þessu rauðvíns-
Morgunblaðið/Golli
Ásgeir Baldursson í Fiskbúðinni
Vör með vænar hrefnusteikur.
sósu og bryija smátt lauk, sveppi og
beikon og steikja svolítið á pönnu.
Kristján segir að ekki þurfi að láta
kjötið liggja í mjólk til að ekki verði
lýsisbragð af því, það eigi fyrst og
fremst um hnísukjötið.