Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 14

Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir við nýtt, íþróttahús á svæðinu milli Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Hofsstaðaskóla munu hefjast árið 2002. Nýtt íþróttahús og sundlaug í Garðabæ kennslustundum vegna þess að við núverandi þrengsli og aðstöðuleysi fá þau ekki lög- boðna kennslu. Pað er krafa okkar að nemendur Lækjar- skóla sitji við sama borð og önnur börn. Við höfum ekki efni á að bíða þegar mjög ásættanleg lausn er í sjón- máli,“ segir í greinargerðinni. skóla Garðabæjar og Hofs- staðaskóla og kemur til með að nýtast þeim báðum. Ingi- mundur sagði að auk þessa að nýtast skólunum myndi húsið nýtast undir almenna íþróttaiðkun í bænum. Hann sagði að íþróttahúsið í As- garði yrði samt áfram helsta keppnishús bæjarins. Mikil eftirspurn eftir íþróttaaðstöðu Ingimundur sagði að þótt það væru tvö íþróttahús í bæjarfélaginu væri brýn þörf á einu til viðbótar, þar sem mikil eftirspurn væri eftir íþróttaaðstöðu í bæn- um. Auk íþróttahúsanna tveggja er íþróttasalur við Hofsstaðaskóla, en Ingi- mundur sagði að hugsanlega yrði nýtingu hans breytt með tilkomu nýja íþróttahússins. Undirbúningsnefndin, sem bæjarstjórnin skipaði, verð- ur skipuð einum fulltrúa til- nefndum af stjórn UMF Stjörnunnar, bæjarverk- fræðingi og þremur fulltrú- um kosnum af bæjarstjórn. Haustlauk- ar í Hall- argarðinum Morgunbiaðið/Ómar FALLEGT veður var í höfuðborginni í gær, hægur vindur og glaða- sólskin og það nýttu starfsmenn garðyrkju- deildar Reykjavíkurborg- ar sér vel. Þeir létu hendur standa fram úr ermum og gróð- ursettu haustlauka í Hall- argarðinum. Laukarnir eru snemmblómstrandi plöntur og því er þeim jafnan plantað í septem- ber eða október, áður en frost kemur í jörðu. Fyrstu laukarnir geta síðan byrjað að blómstra í febrúar ef tíð er góð, en algengast er að þeir byrji að blómstra upp úr miðj- um maí. Foreldraráð styður skólabyggingu við Hörðuvelli Garðabær UNDIRBÚNINGUR er haf- inn að byggingu nýs íþrótta- húss við Skólabraut í Garða- bæ, en einnig er gert ráð fyrir kennslusundlaug við húsið og félagsaðstöðu. Ingi- mundur Sigurpálsson bæjar- stjóri sagði að bæjarstjórnin hefði nýlega samþykkt að skipa undirbúningsnefnd til að vinna með hönnuðum nýbyggingarinnar, en ráð- gert er að húsið rými tvo handknattleiksvelli og að framkvæmdir við það hefjist árið 2002. Stefnt er að því að ljúka byggingu íþróttahússins árið 2003 eða 2004, en Ingimund- ur sagði að kostnaðaráætlun lægi ekki fyrir. Húsið verður staðsett á milli Fjölbrauta- Hafnarfjörður FORELDRARÁÐ Lækjar- skóla í Hafnarfirði lýsir stuðningi við byggingu nýs Lækjarskóla á Sólvangs- svæðinu við Hörðuvelli. „I öll- um þeim mótmælum og hamagangi sem risið hefur nú í sumar hefur enginn komið með aðra raunhæfa lausn á húsnæðismálum Lækjarskóla sem er betri en sú sem er uppi á borði í dag. Bygging nýs Lækjarskóla við Hörðuvelli hefur verið gerð að pólitísku fárviðri sem er öllum sem að koma til skammar," segir í greinargerð foreldraráðsins. Ennfremur segir að fjöl- margir foreldrar barna við Lækjarskóla hafi sett sig í samband við foreldraráðið og lýst áhyggjum af framtíð skólans. „Þessar áhyggjur eru fyrst og fremst sprottnar af umræðu undanfarna mán- uði eftir að lítill hópur Hafn- firðinga tók sig saman um að mótmæla því að byggður verði nýr Lækjarskóli við Hörðuvelli. Foreldrar hafa áhyggjur af því að lítið hefur heyrst opinberlega í þeim sem eru hlynntir nýrri skóla- byggingu á Sólvangssvæðinu við Hörðuvelli. Hins vegar hefur heyrst hátt í andmæl- endum þessarar tillögu og hafa þeir farið mikinn,“ segir ennfremur og foreldraráðið segir, að því sé gjörsamlega nóg boðið. Þá er rakið að tækifærin sem bjóðast í skólamálum með tilkomu nýju byggingar- innar séu fjölmörg. „Með nýj- um Lækjarskóla við Hörðu- velli býðst frábært tækifæri til uppbyggingar öflugs og kraftmikils skólastarfs. Skól- astofur verða í stærri kantin- um þannig að vel fari um bömin okkar, aðstaða fyrir kennara verður til fýrirmynd- ar, sérdeild fyrir allan Hafn- arfjörð verður starfrækt við skólann, íþróttaaðstaða verð- ur eins og best verður á kosið og með tilkomu skólasund- laugar verður loksins hægt að bjóða upp á fullt sundnám í öllum grunnskólum Hafnar- fjarðar. Og Hörðuvellir, sem mestur styrinn stendur um, þeir fá að halda sér. Verða gerðir að góðu útivistarsvæði ásamt öllu umhverfi Lækjar- ins. Sem verður mikil breyt- ing til batnaðar frá því mýrar- flæmi sem þeir eru í dag.“ Ekki lögboðin kennsla vegna þrengsla „Nú er nýtt skólaár hafið í Lækjarskóla. Okkar sem eru í foreldraráði bíður sama verkefni og áður. Að telja kennslustundir barna okkar og gera athugasemd, eini sinni enn, um að börnin okkar fá ekki þá kennslu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum þessa lands. Börnin okkar koma heim með sundurslitnar stundaskrár, með of fáum Forseti bæjarráðs segir að umræðum um Vatnsenda hafí verið hætt þar sem eng- inn hafí verið á mælendaskrá „Mig furðar þessi hamagangur K-listans í málinu“ Kópavogur ÁSTÆÐAN fyrir því að borin var upp dagskrártil- laga í bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudaginn, um að vísa tillögu Kópavogslistans um skipulag á Vatnsenda frá og ljúka umræðum um Vatns- enda, var sú að enginn var lengur á mælendaskrá og búið var að ræða málið und- ir þremur dagskrárliðum á fundinum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar I. Birgisson, bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og formann bæjarráðs í gær. „Það var búið að ræða þetta mál í einhverja tvo eða þrjá tíma og menn voru því ekkert að byrja að ræða rnálið," sagði Gunnar. „Það hefði samt ef til vill verið kurteislegra að vísa tillög- unni frá og leyfa mönnum að ræða málið ef þeir vildu það, kannski hefði einhver farið á mælendaskrá - ég veit það ekki.“ Ekki beittir fundar- tæknilegu ofbeldi í Morgunblaðinu í gær sagði Flosi Eiríksson, odd- viti Kópavogslistans, að með því að samþykkja dagskrár- tillöguna hefði meirihlutinn verið að beita minnihlutann fundartæknilegu ofbeldi, sem fælist í þvi að leyfa honum ekki tjá skoðanir sín- ar um málið. Þá sagði hann þessa aðferðafræði lýsa veikri málefnastöðu meiri- hlutans. Gunnar þvertók fyrir þetta. „Menn gerðu þetta af því að það var enginn á mæl- endaskrá og því vísum við þessu frá okkur. Okkar mál- efnastaða er mjög góð. Það sem hefur einkennt K-list- ann í þessu máli er að skipta um skoðun, eftir því hvaða átt er og hvaða vika er og þeirra málflutningur hefur ekki verið heill og hvorki bæjarfélaginu né þeim til framdráttar. Mig furðar þessi hama- gangur K-listans í þessu máli. Eg held þeir vilji bara alls enga byggð upp í Vatns- enda, eða þessa samninga við landeigendur en samt eru þeir búnir að samþykkja þetta allt saman. Síðan koma þeir núna og vilja rifta öllu. Hvað er þá að marka þetta fólk?“ Miðborg Borgarráð samþykkir að kanna möguleika á hátíð helgaðri ljósi og orku í febrúar Árleg- vetrarhátíð verði í borginni Reykjavík BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu borgarstjóra um að fela verkefnisstjóm menn- ingamætur í Reykjavík að skoða möguleika sem felast í því að halda árlega vetrarhátíð í Reykjavík. Hátíðin, sem stæði í nokkra daga, t.d. í febrúar, yrði helguð ljósi og/eða orku. I tillögu borgarstjóra segir að hátíðin hefði það að mark- miði að tengja saman ólíka menningarlega þætti sem allir tengdust þema hátíðarinnar, s.s. listsköpun, hönnun, verk- legum framkvæmdum, rann- sóknum, heilsuþjónustu. Hugsanleg aðkoma einkaaðila á sviði viðskipta og þjónustu að hátíðinni verði könnuð sérstak- lega. I greinargerð með tillögunni segir að menningarhátíðir af ýmsum toga skipi sífellt stærri sess í menningar- og efnahags- lífi borgarsamfélaga. Þær séu að flestra mati órjúfanlegur þáttur í hinu nýja hagkerfi og þjóni m.a. þeim tilgangi að efla listræna starfsemi og metnað, auka viðskipti og verslun og breyta eða bæta ímynd við- komandi borgar. „Þegar vel tekst til hafa þær bæði að- dráttarafl fyrir íbúa viðkom- andi borga og ferðamenn frá öðrum landsvæðum og lönd- um, eru mikil lyftistöng fyrir mannlíf og menningu borg- anna og auka lífsgæði þeirra sem þar búa. Forsenda þess er þó án efa sú að hátíðin eigi sér rætur í reynslu, þekkingu og menningu viðkomandi borga eða þjóða og nýttir séu þeir möguleikar sem búa í viðkom- andi samfélagi," segir í grein- argerðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að í Reykjavík væru haldnar ýmsar hátíðir sem settu svip á borgina, svo sem menningamóttin, hátíð hafsins á sjómannadaginn, 17. júní, Þorláksmessa og hátíðar- höldin um áramótin. Upplifa borgina án ljósa , JMér finnst hins vegar tíma- bilið frá jólum og fram á vor dauður tími,“ sagði Ingibjörg Sólrún og sagði að kannsld hefðu menn um of litið á hið neikvæða í sambandi við vetur- inn og litið á myrkur og kulda sem vandamál og veikleika í stað þess að nýta sér það með jákvæðum hætti. Borgarstjóri sagði að hátíð þyrfti að standa í um það bil viku til að koma fyrir sýningar- haldi, vörusýningum, sýning- um á hönnun og ýmsu sem tengist orkumálum og tengja inn í hátíðina, auk þess að halda samkomu fyrir allan al- menning. „Þar væru menn með sameiginlega upplifun á borð við það að slökkva götu- ljósin og upplifa borgina án Ijósa og nýttu sér myrkrið og ljósið og þessar andstæður sem það býðrn- upp á. Þetta er spuming um að gera sér mat úr því sem maður hefur, nýta það til ánægju og yndisauka og reyna um leið að laða að ferða- menn en þessi árstími er kannski dauðasti tíminn í ferðaþjónustunni." Hún sagði hugsanlegt að fara af stað með einhverja veti-arhátíð strax í febrúar 2001 og láta hátíðina síðan vinda upp á sig eins og menn- ingamóttin hefur gert. „Það var heldur ekki langur aðdrag- andi að henni þegar hún var haldin fyrst,“ sagði Ingibjörg Sólrún. En er ekki hætt við því að vetrarhátíðin fari fyrir ofan garð og neðan vegna veðurs og er hægt að treysta því að halda samkomur utandyra fyrir al- menningífebráai-? Ekki vont veður, bara vondur klæðnaður Borgarstjóri segir að ef há- tíðin stendur í heila viku ætti að öllum líkindum að finnast dagur til slíks enda liti hún svo á að ekki væri til vont veður heldur bara klæðnaður sem hæfði ekki veðri. Hún sagði að kveikjan að hugmyndinni hefði verið árleg Ijósahátíð Helsinki-borgar í nóvember og árleg hátíð vatns- ins í Stokkhólmi. í nóvember nk. tekur Reykjavíkurborg ásamt Bergen í Noregi og Helsinki þátt í verkefni sem minnir á ljósið og er það hluti af menningarborgarverkefn- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.