Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Brýnt að leysa umferðarvandann á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Mislæg gatna eina framtíðarla s Alag í umferðinni á höf- uðborgarsvæðinu er mikið snemma morguns og síðdegis. Margs kon- ar framkvæmdir eru framundan til að auka afköst stærstu gatna- mótanna. Jóhannes Tómasson kynnti sér hvað helst er á döfínni. UMFE RÐARÞUN GI á nokkrum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu er orðinn slíkur að á viss- um álagstímum kvölds og morgna er hart á því að gatnakerfið anni honum. Siiast raðirnar þá áfram en eftir tiltölulega stuttan tíma leysast þær upp og umferðin verð- ur greið á ný. Morgunblaðið ræddi við Stefán Hermannsson borgar- verkfræðing og Baldvin Baldvins- son, yfirverkfræðing umferðar- deildar, og hleraði hjá þeim hvar væri helsti vandinn í Reykjavík og hvar væri helst þörf úrbóta. „Mest umferð er á nokkrum stórum gatnamótum, svo sem Reykjanesbraut-Breiðholtsbraut, Víkurvegi-Vesturlandsvegi, Miklu- braut-Kringlumýrarbraut og síðan í vesturhluta borgarinnar, á Hringbraut við háskólasvæðið," segir Stefán og Baldvin bætir við að á morgnana séu þessir toppar í stuttan tíma, kannski 20-30 mínút- ur og þá einkum á bilinu frá 7.45 til 8.15 eða þar um bil en síðdegis taki þeir miklu lengri tíma eða milli klukkan 16 og 18 og jafnvel til 18.30. Baldvin segir það líka einkenni á umferðinni í Reykjavik miðað við margar aðrar borgir að hér sé þunginn mikill í báðar áttir, þ.e. bæði til vesturs og austurs sé horft á Miklubraut-Hringbraut og norður-suður þar sem Kringlu- mýrarbrautin er, svo og um Reykjanesbraut, og þetta sé ein- kenni á umferðinni bæði kvölds og morgna. Morgunblaðið/Kristinn Mikill fjöldi bfla ekur á hverjum morgni að flestum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu eins og sjá má við Menntaskólann við Hamrahlíð. Morgunblaðið/Ami Sæberg Byggja verður mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi við Víkurveg til að anna aukinni umferð þar vegna nýja hverfísins í Grafarholtinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brúin yfir Miklubraut við Skeiðarvog/Réttarholtsveg hefúr greitt mjög umferð um aðliggjandi hverfi og inn og út af Miklubrautinni. gerðir í vegamálum sýna hvar end- urbóta er helst þörf,“ segir borg- arverkfræðingur og segir hugmyndirnar snúast um að auka afkastagetu gatnakerfisins og auka umferðaröryggið. Það sem komið er á dagskrá eru fram- kvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar en kostnaðar- áætlun er yfir 800 milljónir króna. Þar á að hefjast handa í vetur. Tveimur árum síðar verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Stekkjarbakka. Þá eru að hefjast framkvæmdir við breikkun Miklu- brautar milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar og á næstunni verða einnig gerð mislæg gatna- mót á mótum Vesturlandsvegar og Víkurvegar en í Grafarholtinu er nú að rísa 5 þúsund manna byggð sem veldur auknu álagi á þessi gatnamót. Umferð er þegar orðin þung á Ve3turlandsvegi og gengur hægt á kaflanum við Víkurveg, bæði kvölds og morgna, og því knýja Mosfellingar mjög á um úr- bætur. Kringlumýri - Miklabraut sérstakur kafli Hvellur á haustin Þá segja þeir umferðina breyt- ast mjög á haustin þegar skólar byrja. Þá verði eins konar hvellur, menn þurfi að breyta ferðum sín- um frá síðasta hausti og finna nýj- ar leiðir vegna skólaaksturs og það geti stundum tekið nokkra daga á haustin fyrir menn að finna takt- inn í morgunumferðinni. Skóla- starfið hafi mikil áhrif á sveiflur í umferðinni því þegar fri standa yf- ir eða próf minnki hún talsvert og yfirleitt sé ástandið allt erfiðara þegar skólarnir eru starfandi. Fylgst er með umferðinni í Reykjavík með margs konar taln- ingum. Teljarar eru á ákveðnum götum og síðan eru tekin svokölluð snið, þ.e. hvernig umferðarflæðið er frá einum borgarhluta til ann- ars og er umferðin þá mæld í aust- ur og vestur á nokkrum götum og tölur bornar saman frá einu ári til annars. Til dæmis er eitt sniðið um Lækjargötu, annað snið liggur við Kringlumýrarbraut og enn eitt liggur umhverfis Grafarvoginn og mælir umferð út úr hverfinu og inn í það. Talningarnar í sniðunum fara fram í september og október. En hvað segja verkfræðingamir um úrbætur? Hvar er brýnast að greiða fyrir umferðinni? „Tillögur borgaryfirvalda um að- Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 66 þúsund bflar fara til norðurs um Kringlumýrarbraut á hverjum sólarhring. Hluti umferðarinnar fer á Bústaðaveg eða Hamrahlíð þótt mestur hlutinn fari norður á gatnamótunum við Miklubraut. Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru kapítuli út af fyrir sig. Verkfræðingarnir segja mislæg gatnamót einu framtíðar- lausnina en uppi eru einar sex hugmyndir um útfærslu þeirra. Lengi vel fannst yfirvöldum slík mislæg gatnamót geta aukið um of á umferðarflæði í átt til miðborg- arinnar en nú er vaxandi þrýsting- ur á gerð þeirra vegna tafa í um- ferðinni. Ekki er enn ákveðið hvor gatan yrði brúuð og sömuleiðis er spurning hvort umferð yrði ljósa- stýrð að einhverju leyti, líkt og á gatnamótum Höfðabakka og Vest- urlandsvegar. Mislæg gatnamót myndu greiða fyrir umferð um Kringlumýrarbrautina og trúlega beina meiri umferð norður að Sæbraut. Mislæg gatnamót á þessum stað yrðu talsvert mannvirki og kostn- aðarsamt en vegna umhverfissjón- armiða er líka rætt um að setja umferðina í göng. Hver sem lausn- in verður eru framkvæmdir trú- lega verk upp á um tvo milljarða. Ekki treysta verkfræðingarnir sér til að spá fyrir um hvenær af þeim gæti orðið, enda fjármögnun á hendi ríkissjóðs, en telja má víst að þau gætu orðið að veruleika eft- ir fimm til sjö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.