Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 24

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ S Arsskýrsla Lánasýslu ríkisins gefin út í fyrsta skipti Afkoman í fyrra tals- vert lakari en 1998 HALLI varð af rekstri Lánasýslu ríkisins á síðasta ári upp á 89 milljón- ir króna, samanborið við 27 milljóna króna tekjuafgang á árinu 1998. Þegar tekið hefur verið tillit til fram- lags ríkissjóðs á síðasta ári, sem nam 53 milljónum króna, var hallinn 36 milljónir. Þetta kemur fram í nýút- kominni ársskýrslu Lánasýslunnar fyrir árið 1999, sem er fyrsta árs- skýrslan sem stofnunin gefur úr. Þórður Jónasson, forstjóri Lána- sýslunnar, segir að þrjár skýringar séu á miklum umskiptum í afkomu stofnunarinnar á milli áranna 1998 og 1999. Lánasýslan hafi ekki áður verið rekin með halla. I fyrsta lagi hafí þóknunartekjur stofnunarinnar á árinu 1999 verið 30 millljónum króna lægrí en árið 1998. Astæða þess sé sú að stofnunin fái þóknun af seldum verðbréfum en fái hins vegar ekki greiðslur fyrir að kaupa upp verðbréf, eins og mikið hafi verið gert af á árinu 1999. í annan stað hafi Framkvæmdasjóður Islands verið lagður niður í byrjun árs 1999 en Lánasýslan hafi yfirtekið þann rekstur. Rekstrargjöld Fram- kvæmdasjóðs á árinu 1998 hafi num- ið tæplega 40 milljónum króna. Þórður segir að þriðja ástæðan fyrir lakari afkomu Lánasýslunnar á ár- inu 1999 en árið áður stafi af smíði á nýju heildarumsýslukerfi ríkisverð- bréfa. Hveisu mmgir lesa þessa auglysingu, skilia hana og gera svo eitthvað í malinu? Viltu vita það? Þú getur talið þá á námskeiðinu með bneska ^ölmiðlasérfræðingnum Peter Masson - nú á þriðjudaginn. Misstu ekki af alvöru námskeiði í geið birtingaáætlana Er hægt að spara tugi milljóna króna með kunnáttu, réttum tækjum og tólum, eins og haldið hefrir verið fram í umræðu um birtingamál? Eyddu 24.000 kiónum í spamað, bókaðu þig núna. X NÁMSKEDE) ME» ÁHERSLU Á MARGMTOLAÁÆTLANIR Gallup heldur námskeið í gerð birtingaáætlana þriðjudaginn 3. okt. í Ásbyrgi á Broadway. Ttlkynningar um þátttöku berist til Gallup í síma 5401000, eða á ggllup@img.is, fyrir kL 16, mánudaginn 2. okt Námskeiðið kostar24.000 kr. (16.000 kr. fyrir hvem til viðrótar fiá sama fyrirtæki). Innifalið í venfi er hádegismatur og kaffiveitingar. BREYTUM ÞEKKINGU í KUNNÁTTU Peter Masson, framkvæmdastjóri Sesame Systems, fjaliarum gmndvallaratriði í geið birtingaáætlana Hann mun leggja sérstaka áheislu á nýjar leiðir í geið sameiginlegra áætlana íyrir ljásvaka- og pæntmiðla (Multi Media planning). Masson hefiir yfir 25 ára ieynslu af geið birtingaáætlana víða um heim. FIíhk Héðinsson hjá Islenskinn fröhniðlaraiuisóknnni Ijallar, í lok námskeiðsins, um fjölmiðlarannsóknir og ffamtíðaiþióun í geið birtingaáætlana. EJías er einn helsti sérfiæðingur landsirts í fjölmiðla- rannsóknum. SESAME Nýjusla og údtreiddwita lÁrtmgakeifi laruisuus GALLUP LAUGAVEGI170 SÍMI5401000 GaUupahlutiaf | Tækniframfarir kalla eftir breyttum áherslum hjá Lánasýslu ríkisins Morgunblaöiö/Þorkell Þórður Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir að með virkum ríkis- verðbréfa- og ríkisvíxlamarkaði verði Lánasýslunni fyrst. mögulegt að stunda virka áhættu- og lánsfjárstýringu, sem sé ein af forsendum þess að lágmarka íjármögnunarkostnað ríkissjóðs. Markmiðið að lágmarka fjár- mögnunarkostn- að ríkissjóðs LÁNASÝSLA ríkisins hefur í um- boði fjármálaráðuneytis lagt fram stefnumótun þar sem fram koma breyttar áherslur í samræmi við tækniframfarir á innlendum fjár- málamarkaði. Þórður Jónasson, forstjóri Lánasýslunnar, sagði á blaðamannafundi sem stofnunin efndi til í gær, að það sem hefði komið út úr stefnumótuninni væri að aukin áhersla yrði lögð á að lág- marka fjármögnunarkostnað ríkis- sjóðs. Tekin verður upp virk áhættu- og lánsfjárstýring, áhætta ríkis- sjóðs vegna lána og ábyrgða lág- mörkuð, innlendur markaður fyrir ríkisskuldabréf styrktur og starfað að bættu lánshæfismati Islands. Hann sagði að grunnurinn að þessu væri virkur skuldabréfa- markaður, rafræn skráning og bætt upplýsingagjöf. Markmíðið að lágmarka vaxtagjöld ríkissjóðs Fram kom hjá Þórði að þessar nýju áherslur væru í samræmi við breytingar sem orðið hafa hjá hlið- stæðum stofnunum á Norðurlönd- unum og annars staðar í Evrópu. Þar hafi áhættu- og lánsfjárstýr- ing fengið stöðugt meira vægi auk þess sem mikið sé lagt upp úr því að stofnunum séu sett mælanleg viðmið sem gera mat á árangri mögulegt. „Við teljum að með þeim þáttum sem hafa orðið til á undanförnu einu til tveimur ái-um og sem eru að ganga í gegn núna sé kominn grundvöllur til að fara út í faglegri áhættu- og lánsfjárstýringu en verið hefur,“ sagði Þórður. „Þarna er í fyrsta lagi um að ræða raf- ræna skráningu ríkisverðbréfa, bætta upplýsingagjöf útgefenda og viðskiptavakasamninginn sem gerður var í sumar. Markmiðið er einfalt, að lágmarka vaxtagjöld ríkissjóðs, sem eru einn af stærri útgjaldaliðum í rekstri hans. Þann- ig bætist hagur ríkissjóðs og þar með hagur allra landsmanna." Markaðurinn verði vænlegri fyr- ir innlenda og erlenda fjárfesta Þórður sagði að skuldir ríkis- sjóðs á markaðsvirði næmu nú lið- lega 200 milljörðum króna. Ef tækist að spara 0,1% af þessari fjárhæð á ári, þ.e. ef ríkissjóður næði 0,1% betri vaxtakjörum, spöruðust um 200 milljónir króna við það. Því hefði það mikið að segja ef vel tækist til hjá Lána- sýslunni. Að sögn Þórðar eru hátt í millj- ón skuldabréf á ríkisbréfamarkað- inum. Með rafrænni skráningu verðbréfa losnar um mikla um- sýslu sem verið hefur með pappír. Hann sagði að erlendir fjárfestar hefðu sett það fyrir sig að þessi viðskipti voru ekki rafræn. Nú yrði hins vegar breyting þar á. Með rafrænni skráningu gæfist sá möguleiki að Lánasýslan beitti sér í auknum mæli fyrir kynningu á ís- lenskum ríkisverðbréfum erlendis, sem gæti í framtíðinni stuðlað að lægri fjármögnunarkostnaði ís- lenska ríkisins, sérstaklega með tilkomu NOREX-samstarfs Verð- bréfaþings Islands. Upplýsingagjöf stóraukin á síðustu mánuðum Þórður sagði að góður árangur hefði orðið í framhaldi af samningi Lánasýslunnar við fjóra markaðs- aðila um viðskiptavakt með ríkis- bréf, sem gerður var síðastliðið sumar. Veltan á markaði með rík- isverðbréf hefði fjórfaldast frá sama tíma í fyrra og munur á kaup- og söluávöxtun væri nú fjór- ir til fimm punktar en hefði áður verið allt upp undir 40 punkta. Hann sagði að Lánasýslan ynni nú í samstarfi við markaðsaðila að sambærilegum viðskiptavakasamn- ingum á ríkisvíxlamarkaði. Með virkum ríkisverðbréfa- og ríkis- víxlamarkaði yrði Lánasýslunni fyrst mögulegt að stunda virka áhættu- og lánsfjárstýringu. Fram kom hjá Þórði að Lána- sýslan hefur á undanförnum mán- uðum stóraukið uplýsingagjöf sína til innlendra og erlendra fjárfesta. Þar má helst nefna mánaðarlega útgáfu Markaðsupplýsinga, sem er samantekt um stöðu á ríkisbréfa- markaði, og Ársyfirlits þar sem gefin eru upp helstu áform ríkis- sjóðs á árinu. Lánasýslan hefur sett sér að halda áfram að bæta upplýsingagjöf í því skyni að gera íslenska ríkisbréfamarkaðinn sýni- legri og vænlegri kost fyrir inn- lenda og erlenda fjárfesta, innan þeirra marka sem lántökuþörf rík- issjóðs krefst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.