Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUK 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/ Kristinn ,Það eru engar góðar og göfugar hugsjónir lengur til,“ segir Jimmy Porter við Alison. Morgunblaðið/Þorkell ,Ég efast um að ég hefði kjark til að fara að lifa aftur einsamali, “ segir Cliff við Alison. Enn ungur og enn reiður Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne. Hávar Sigurjónsson hitti leikara og leikstjóra sýn- ingarinnar rétt fyrir síðustu æfíngu. Morgunblaðið/Þorkell „Þá gátum við orðið að litlum loðnum dýrum, með litla loðna heila, barmafull af þögulli og einfaldri ástúð,“ segir Alison. LEIKRITIÐ Horfður reiður um öxl var frumsýnt í Royal Court-leikhúsinu í London árið 1956. Höfund- urinn, John Osbome (1921-1995), var 25 ára gamall leikari sem hafði skrif- að leikritið á 17 dögum og það bar þess greinilega merki að nýr höfund- ur, nýtt afl væri komið fram í bresku leikhúsi. Það reyndust orð að sönnu því leikritið er jafnan talið marka vatnaskil í breskri leikritun á 20. öld, fyrir og eftir hina ungu reiðu menn, fyrir og eftir stofnun Royal Court- leikhússins. Jafnaldrar Osbomes og samferðamenn vom Harold Pinter, John Arden, Amold Wesker o.fl. og þótt þeir stefndu hver í sína áttina síðar bæði í lífi sinu og höfundarverki spmttu þeir allir úr sama jarðvegi Royal Court-leikhússins um miðjan 6. áratug aldarinnar. Osbome lagði leik fljótlega á hilluna og starfaði til ævi- loka sem leikritahöfundur og blaða- maður. Hann var þekktur í Bretlandi fyrir grimmilega hreinskilnar skoð- anir sínar, drykkjuskap, kvennafar og fyrir að vera einn orðheppnasti og snjallasti penni sinnar samtíðar. Hann lést árið 1995 og krafðist þess áður en hann dó að ákveðnum aðilum úr leikhúsheiminum breska yrði meinaður aðgangur að útförinni. Við því var orðið. Nú 44 ámm síðar tekur Þjóðleik- húsið Horfðu reiður um öxl til sýning- ar í annað sinn, fyrsta uppfærsla þess var 1958, þegar leikritið var énn ferskt og umdeilt og alls ekki útséð hvort það myndi lifa af hina miskunn- arlausu mulningsvél tímans. Blm.: Stenst leikritið hina mis- kunnarlausu tímans tönn? Rúnar: Já, mér finnst það. Persón- urnar em fólk sem gæti alveg verið til í dag. Maður sér þetta fólk og þessar aðstæður í kringum sig. Elva: Mér finnst verkið sígilt. Viss- ir þættir verksins em mjög breskir og ég held að verkið eigi alveg jafn mikið erindi og fyrir 44 árum þótt það verði aldrei sama sprengjan og þá. Margt hefur auðvitað breyst og lík- lega myndi fólk eins og Jimmy Porter leita sér hjálpar því hann er „border- line“-tilfelli. Hann beitir alla sem koma nálægt honum andlegu ofbeldi. Þetta emm við farin að horfast meira í augu við en áður. Þá var meiri felu- leikur í gangi. Blm.: Er Jimmy Porter andlega vanheill? Er hann ekki reiður ungur maður? Halldóra: Tækifærið gefst einmitt núna til að kryfja það. Skoða leikritið og velta persónunni fyrir sér. Leikarar og listrænir stjórnendur HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osbome. Þýðandi: Thor Vilhjálmsson. Leikarar: Elva Ósk Ólafs- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Halldóra Bjömsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir Leiksljóri: Stefán Baldursson. Blm.: Hvers vegna láta Cliff og Al- ison Jimmy fara svona með sig? Elva: Ég held að Alison láti bjóða sér þetta af því hún elskar hann alveg út af lífinu. Hún ætti kannski að fara í kvennathvarfið. (Hlær.) Rúnar: Mér finnst hann ekki vera geðveikur. Þá væm nú margir dæmdir geðveikir... Halldóra: Já... Rúnar: ...hann hefur sínar ástæður fyiir því hvemig hann hegðar sér. Lógískar ástæður. Maður finnur til með honum. Það er eitthvað við hann. Þess vegna hanga Cliff og Aiison yfir honum. Hann er heldur ekki aUtaf reiður, þótt hann sé frekar pirraður. Halldóra: Það er það sem er svo flott við þetta verk; maður fær að vita ástæðuna fyrir því hvers vegna allar persónumar em eins og þær em. Rúnar: Hann er menntaður úr verkalýðsstétt og rekur sjoppu. Hann er óánægður og bitur og skeytir skapi sínu á fólkinu í kringum sig. (Hilmir Snær bætist í hópinn) Blm.: Vill Jimmy nokkuð hækka sig í þjóðfélagsstiganum? Er hann ekki svo stoltur af lágstéttamppruna sínum? Hilmir: Hann hefur andstyggð á yfirstéttinni. Andstyggð á bakgmnni og fjölskyldu Alison og Helenu. Blm.: Gæti hann ekki gert eitthvað annað? Hilmir: Hann er aðallega fyrir að tala. Mjög mælskur. Eins og pers- ónur Tsékovs. Kemst ekki upp úr far- inu en talar sífellt um það. Elva: Hann hefur alla burði til þess, gagnrýna hugsun og er vel gef- inn, en það vantar eitthvað. Rúnar: Hann getur ekki hugsað sér að vinna undir einhverjum. Hilmir: Nei, það væri útilokað fyrir hann. Að hafa yfirmann. Blm.: Alison elskar hann út af lífinu sagðirðu. Hvers konar ást er það? Elva: Hún elskar andstæðuna við sig sem birtist í honum. Hún elskar kraftinn og dirfskuna í honum og ég held að þau eigi ofsalega góðar stund- ir inn á milli. Nái ágætlega saman. Blm.: Á milli leikþátta? Elva: Eitthvað svoleiðis. Hilmir: Þetta er maður sem þær þekkja ekki svo vel. Blm.: Eins og frummaður? Halldóra: Já, þær vita ekkert hvemig þær eiga að haga sér gagn- vart honum. Hilmir: Hann er allt öðmvísi en karlmennimir sem þær hafa kynnst. Þeir kunna mannasiði, em kurteisir og snyrtilegir. Jimmy lætur allt vaða. Blm.: Er þetta ekki klisja? Að kon- ur hrífist af mestu skepnunum, karl- rembunum sem fara illa með þær? (Þau horfa öll hvert á annað) Elva: Þær hafa bara sumar í sér svona björgunarelement. Halldóra: Þetta er spuming um að mætast á miðri leið. Elva: Það réttlætir samt ekkert að hann skuli beita svona andlegu of- beldi. Þótt hann hafi átt erfiða æsku og horft upp á pabba sinn deyja. Halldóra: Það er svo magnað að maður verður ekkert síður reiður út í hinar persónumar en Jimmy. Elva: Já. Blm.: Er það meðvituð ákvörðun hjá þeim, Chff og Alison, að takast aldrei á við Jimmy eða em þau bara svona miklar lyddur? Hilmir: Ég held að það sé meðvituð ákvörðun til að halda friðinn. Þegar leikritið hefst hefur þetta gengið svona í fjögur ár. Þau em búin að læra að eina leiðin til að halda honum í skefjum er að þegja. Elva: Þau vita hvemig best er að taka á málunum þegar hann er í sín- um versta ham. Rúnar: Cliff segir nú sjálfur að hann sé úr þannig fjölskyldu þar sem átök og læti vora daglegt brauð. Hann lærði snemma að best væri að halda kjafti og láta lítið fara fyrir sér. En hann er bjargarlaus og ósjálf- stæður. Þess vegna leitar hann til manna eins og Jimmys, sem sér um hlutina fyrir hann. Elva: Alison er orðin mjög sam- dauna þessu ástandi og vantar ein- hvem til að koma og ýta við sér. Svo kemur Helena og ýtir við henni. Ég held að hún myndi aldrei gera það á eigin spýtur. Halldóra: Helena er auðvitað alveg stórlega hneyksluð á þessu ástandi. Blm.: Hún gegnir mjög þakklátu hlutverki því áhorfendur em famir að bíða eftir því að einhver segi eitt- hvað við Jimmy. Standi upp í hárinu á honum. Halldóra: Já. Rúnar: Ég lít þannig á þetta að ef þau væm bara tvö, Jimmy og Alison, þá væm ekki þessi læti á milli þeirra. Jimmy espast upp við þriðja aðilann. Þegar þau em tvö er hann góður við hana. Elva: Þau hafa aldrei búið saman tvö í þau fjögur ár sem hjónabandið hefur staðið. Fyrst var það Hugh, vinur Jimmys, og síðan Cliff sem býr hjá þeim. Blm.: En af hverju er Jimmy svona reiður? Hilmir: Hann er reiður yfir fortíð sinni og því sem hefur mótað hann og gert hann að því sem hann er í dag. (Stefán Baldursson leikstjóri bæt- istíhópinn) Blm.: Leikritið þótti nýstárlegt að mörgu leyti, en er samt sem áður greinilega markað sínum ritunar- tíma. Stefán: Það opnaði alveg nýja gátt í breskri leikritun en líka víðar því það var sýnt næstu árin nánast um allan heim. Persónumar, orðfærið, að- stæðurnar í leikritinu vom allt öðm- vísi en sést hafði á breskum leiksvið- um. Við höfum kosið í þessari uppsetningu að njörva okkur ekki niður við árið 1956 þótt verkið beri þess ákveðin merki í skírskotunum. Sumt af því höfum við fellt út en emm samt ekki að fela hvenær verkið á að gerast. Við höfum reynt að draga það inn í óskilgreindan nútíma. Það sem lifir sterkast í leikritinu em þau mannlegu samskipti sem það fjallar um. Og reiði Jimmys beinist eins og Hilmir sagði að fortíðinni og hvemig hún hefur mótað hann. Hilmir: Hann segist vera uppi á vitlausum tíma. Það séu engar hug- sjónir lengur þess virði að berjast fyrir. Þetta á ágætlega við okkar tíma. Hvar em hugsjónirnar í dag? Er verið að berjast fyrir einhverju? Stefán: Hann segist vera fórnar- lamb aðstæðna. Aðrir geri ekki neitt. En hvað gerir hann sjálfur? Hilmir: Hann gerir ekki neitt. Nema að tala. Rúnar: Mér finnst þó alltaf eitt- hvað varið í menn sem reyna eitt- hvað. Mér finnst það virðingarvert. Þama er maður sem hefur einhverjar skoðanir. Blm.: Hvað verður svo um þetta fólk? Stefán: Við reynum að skilja þann- ig við leikritið að Alison sé hugsan- lega sú sem er orðin sterkari. Blm.: Höfundurinn sá sjálfan sig í Jimmy Porter. Stefán: Já, hann leyndi því ekkert á því sjálfur. Margt í lífi hans fram að þeim tíma sem hann skrifaði verkið kemur vel heim og saman við það. Blm.: Leikritið hefur verið gagn- rýnt fyrir að vera ekkert sérstaklega vel byggt upp, Jimmy sé svo afger- andi persóna í verkinu að hinar blikni við hlið hans. Stefán: Þetta finnst mér hafa verið ofmetið. Og Osbome þótti það líka. Hann var mjög bitur yfir því hvernig fjallað var um leikritið og sagðist reyndar ekki hafa séð almennilega uppfærslu á því fyn- en þrjátíu áram eftir írumsýninguna. Hann hélt því alltaf fram að þetta væri leikrit um ungt fólk sem væri í þessum ákveðnu aðstæðum. Mér ftnnst líka þegar maður fer að rýna í verkið að það væri ekki neitt neitt ef Jimmy hefði ekki hinar persónumar í kringum sig. Blm.: Þið sem leikið Cliff, Alison og Helenu. Hvað segið þið? Elva: Jimmy er auðvitað mjög af- gerandi og plássfrekur karakter. Rúnar: Það er heilmikið á bakvið hinar persónumar. Elva: Hann þarf á svona fólki að halda. Halldóra: Hann nærist á þeim. Stefán: Nema Helenu. Hún reynist verðugur andstæðingur. Halldóra. Já, hún kemur inn með nýja afstöðu til Jimmys. Elva: Þangað til málin taka óvænta stefnu. Blm.: Og síðan ekki orð um það meir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.