Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 33 LISTIR Sérensk kamnier- söngverk TONLIST F r í k i r k j a n KAMMERSÖNGUR Þórunn Guðinundsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Sigurður Hall- dórsson, Kristinn Örn Kristinsson, Hallfríður Ólafsdóttir og Eydís Franzdóttir fluttu ensk kammer- söngverk. Miðvikudagurinn 27. september 2000. ENSK tónlist hefur ávallt þótt sér- stæð hvað snertir stíl og vinnubrögð og hafa Bretar sjálfír ritað um þetta vandamál, sem þeir segja, að liggi í þeim kennsluaðferðum sem viðhafðar eru í breskum skólum í hljómfræði og kontrapunkti. Það er t.d. töluverður munur á þýskri og enskri hljómfræði, hvað snertir liðleika í hljómskiptum og tilfærslum á milli tóntegunda (modulation) og þá ekki síður er varð- ar kontrapunkt. Breskir fræðimenn hafa jafnvel haldið því fram, að J.S. Bach hafi ekki kunnað að semja fúgur og ekki farið að reglum varðandi tón- ferli og samskipan radda. Þessi af- staða hefur komið fram hjá þeim, er sömdu kennsluefni í þessum greinum, og það er vitað, að lengi býr að fyrstu gerð og að hljómfræði- og kontra- punktnám heíitr áhrif á rithátt til framtíðar, jafnvel hjá þeim er annars teljast til byltingannanna á sviði tón- sköpunar. Það var ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar, sem Englend- ingar hrökkva upp við vondan draum, að tónlistarbann Olivers Cromwell hafði stöðvað þróun enskrar tónsköp- unar og fram komu menn eins og Sull- ivan, Parry og Stanford, sem hrintu af stað því sem kallað hefur verið „enska endurreisnin". Þrír þeirra sem áttu verk á efnisskrá tónleikanna í Frí- kirkjunni sl. miðvikudag lærðu hjá Stanford, þau Vaughan-Williams, Rebecca Clarke og Frank Bridge. Roger Quilter lærði tónsmíði í Frank- furt hjá prússneska tónskáldinu Iwan Knorr, sem starfaði síðustu ár ævi sinnar í Frankfurt og kenndi nokkr- um Englendingum tónsmíði, m.a. C. Scott, Gardiner og Quilter. Sá er átti síðasta og besta verkið á efnisskránni var Philip Heseltine, er var fræðimað- ur á sviði tónlistar en tók upp tónskáldanafnið Peter Warlock. Hes- eltine ritaði margt um enska tónlist og gaf m.a. út tónlistarblaðið Sackbut. Tónleikamir hófust á átta sönglög- um undir yfirheitinu ,Along the Field“, eftir Vaughan-Williams, fyrir söngrödd og fiðlu. Það sem einkum er sérkennilegt við þessi lög er að fiðlu- röddin þjónar ekki sem undirleikur við söngröddina, heldur er þama um að ræða tvær sjálfstæðar raddir, sem á köflum eiga sérlega fátt sameigin- legt í samhljóman og stefgerðum. Þó er þetta ekki óáheyrileg tónlist og var vel flutt, einkum lögin „In the Mom- ing“ og „Good-bye“ og í Along the Fieid var fiðluleikurinn fallega mót- aður. Þrír Pastoral-söngvar, eftir Quilter (sem hélt h'tið upp á Beethoven), fyrir söngrödd, fiðlu, selló og píanó, voru næst á efnisskránni. Þetta em ekta enskir söngvar, nokkuð kröfuharðir í söng, jaðra við það að vera dægurlög og minnir stfll þessara laga á ensku söngvana eftir Sveinbjöm Svein- bjömsson. Þama fékk Þórunn að beita röddinni meira en í Vaughan-lögun- um. Rebecca Clarke átti „Three Old English Songs“ og em kvæðin þekkt og sum tónsett af ensku madrigalist- unum frægu, með lögum við „It Was a Lover and His Lass“, „Philips on the New Made Hay“ og „The Tailor and His Mouse“, nokkuð skemmtilega leikræn lög fyrir söngrödd og fiðlu, er Þórunn söng aldeilis vel. Frank Bridge átti „Three Songs“, íyrir söngrödd, lágfiðlu og píanó, við texta eftir Amold, Heine og Shelley og var þama meiri alvara á ferðinni en í fyrri verkefnunum, vel unnin tónlist og að mörgu leyti kröfuhörð um vandaðan flutning, sem var mjög góður. Besta verk tónleikanna var „The Curlew" (Spóinn), eftir War- lock, við ]jóð eftir Yeats en þar komu til samstarfs við söngvarann flauta, enskt hom og strengjakvartett og var margt í þessu fallega verki mjög vel flutt. Verk þetta mætti allt eins kalla hljóðfæraverk, jafnvel miklu fremur en söngverk, fyrfr langt og fallegt for- spil og ekki síður fallega milliþætti og eftirspil. Þetta kammersöngverk var eins og fyrr segir mjög vel flutt og söngur Þómnnar frábær, ekki aðeins í síðasta verkinu heldur einnig í öllum viðfangsefnunum á þessum sérensku söngtónleikum. Jón Ásgeirsson Sinfóníutónleikar á Selfossi SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 15 í íþróttahúsinu á Selfossi. Eru þetta jafnframt síð- ustu tónleikarnir sem haldnir eru áður en hljómsveitin heldur í langa tónleikaferð til Ameríku í október. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar sem fyrirhugaðir voru á Isafirði nk. sunnudag, 1. október, falla nið- ur. Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að halda tónleika á lands- byggðinni með aðalhljómsveitar- stjóra Sinfóníunnar, Ricos Saccani, og þekktum einleikara en Judith Ingolfsson mun leika einleik í fiðlu- konsert Khachaturian á tónleikun- um, segir í frétt frá hljómsveitinni. Judith Rico Ingólfsson Saccani Það gerðist á dögunum í Stykkis- hólmi og nú aftur á Selfossi. Auk fiðlukonsertsins mun Sinfón- íuhljómsveitn flytja 1. sinfóníu Siebeliusar. Bæði verkin verða á boðstólum í Ameríkuferð hljóm- sveitarinnar. Lítil aðsókn á Myrkradansarann LITIL aðsókn er að mynd Lars von Triers, „Myrkradansaranum", í kvikmyndahúsum á Norðurlöndun- um, að því er norska viðskiptablað- ið Dagens næringsliv greinir frá. Misjöfn gagnrýni fjölmiðla á Myrkradansarann hefur minnkað aðsókn á kvikmyndina en hún var frumsýnd bæði í Noregi og Svíþjóð fyrir rúmri viku. Viðtökur á heimamarkaði leik- stjórans í Danmörku hafa valdið áhyggjum þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Fyrstu sýningarvik- una fengu 12 kvikmyndahús sem samsvarar 15 milljónum fslenskra króna í tekjur af myndinm og ann- að eins vikuna á eftir, en þá eftir sýningar f 49 hálftómum söium. Danska dreifingarfyrirtækið Angel Films á að hafa keypt sýning- arréttinn á myndinni á Norðurlönd- unum fyrir sem samsvarar rúmum 800 milljónum íslenskra króna. DN greinir einnig frá því að FilmFour, einn af aðstandendum Myrkradansarans, hafi lagt í auglýsingaherferð þar sem fram kemur að kvikmyndahúsagestir fái miðaverð endurgreitt ef þeir yfir- gefa salinn á fyrsta hálftíma kvik- myndasýningarinnar. Eldri borgarar! UTIFUNDUR! Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Landssamband eldri borgara efna til útifundar við Alþingishúsið mánudaginn 2. okt. nk. kl. 15:00. Enn og aftur verður krafist leiðréttinga á skerðingum greiðslna frá Tryggingastofnun ríkis- ins, hækkunar grunnlífeyris til samræmis almennrar launaþróunar í landinu, hækkunar skattleysismarka, lægri skattlagningar lífeyrissjóðstekna, styttri biðtíma á sjúkrastofnunum o.fl. Stjórnvöld hafa lítilsvirt aldraða með skeytingarleysi gagnvart kröfum þeirra í mesta góðæri allra tíma; góðæri sem aldraðir lögðu grunninn að. Mikill tekjuafgangur ríkisins ætti að gefa svigrúm til að bæta verulega kjör þeirra verst settu, í stað þeirra „hundraðkalla“ sem stjórnvöld hafa rétt lífeyrisþegum. Á fundinum munu formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, Ólafur Ólafsson, og formaður Landssambands eldri borgara, Benedikt Davíðs- son, flytja stutt ávörp og afhenda forseta Alþingis áskorun um að nú þegar verði gerð veru- leg bragarbót á kjörum aldraðra. Lífevrisþegar! Eftirlaunafólk! Tökum höndum saman. fjölmennum og svnum samstöðu. því fleiri sem mæta. því áhrifameiri verður fundurinn. Krefjumst sanngirni og réttlætis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.