Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 39 r
+
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÚRSLITIN í DANMÖRKU
að kom flestum í opna skjöldu
í júní árið 1992 er danska
þjóðin hafnaði Maastricht-
samkomulaginu, sem leiðtogar
Evrópusambandsins höfðu orðið ás-
áttir um hálfu ári fyrr, í þjóðara-
tkvæðagreiðslu. Var því spáð að
Danir myndu einangrast innan
Evrópusambandsins, þeir myndu
missa áhrif og að úrslitin myndu
hafa alvarlegar efnahagslegar af-
leiðingar fyrir dönsku þjóðina.
Fæstir áttu von á að önnur ESB-
ríki myndu hafa áhuga á að koma til
móts við sérþarfir Dana og Frangois
Mitterrand Frakklandsforseti efndi
til þjóðaratkvæðagreiðslu til að
sanna, að hin háleitu áform Maast-
richt nytu stuðnings meðal almenn-
ings. Raunin varð hins vegar önnur
og litlu munaði að samkomulagið
yrði einnig fellt í Frakklandi.
Atkvæðagreiðslan í Danmörku
nær lamaði starfsemi Evrópusam-
bandsins um margra mánaða skeið
og það var ekki fyrr en á leiðtoga-
fundi í Edinborg í desember 1992 að
málamiðlun náðist sem Danir gátu
sætt sig við. Fólst m.a. í henni að
þeir fengu undanþágu frá áformun-
um um sameiginlegan gjaldmiðil,
evruna, og frá þátttöku í sameigin-
legri varnar- og öryggismálastefnu.
Var Maastricht-samkomulagið í
kjölfarið samþykkt í annarri at-
kvæðagreiðslu í Danmörku.
Átta árum síðar hafa Danir nú
enn á ný í þjóðaratkvæðagreiðslu
ákveðið að hafna einu af grundvall-
aratriðum Maastricht-samkomulag-
sins. í stað þess að fylgja flestum
öðrum Evrópuþjóðum í því að taka
upp evruna hefur öruggur meiri-
hluti Dana ákveðið að halda frekar í
dönsku krónuna.
Aftur heyrast sömu hrakspár og
árið 1992 og sagt er að Danir muni
missa áhrif og að höfnun evrunnar
eigi eftir að koma illa við efnahag
þeirra.
Næstu mánuðir og ár munu leiða í
ljós hvort áhrifin á starfsemi
Evrópusambandsins verði jafnvíð-
tæk og árið 1992. Að mörgu leyti má
færa rök fyrir því að þá hafi Danir
orðið til að slá á áform evrópskra
stjórnmálamanna er höfðu fjarlægst
almenningsálitið um of. Þegar á
reyndi kom í ljós að undirstöður
hinna háleitu Evrópuáforma voru
ekki nægjanlega traustar enda
greinilegt að markmið Evrópusam-
bandsins hafa verið mun jarðbundn-
ari síðan.
Það er ljóst að í ríkjum Evrópu-
sambandsins er takmarkaður vilji
fyrir því að Evrópusamruninn nái
til nær allra sviða. Hvert ríki hefur
sín sérkenni, sína sögu og sínar
hefðir er liggja að baki sjálfsmynd
íbúa þeirra. Vissulega sameinar
einnig margt okkur Evrópubúa sem
eina heild en greinilegt er að takm-
arkaður vilji er fyrir því meðal íbúa
Evrópu að láta troða tilbúinni
evrópskri sjálfsmynd upp á sig. Ef-
laust er það þessi tilfinning sem
liggur að baki niðurstöðunni í Dan-
mörku frekar en kalt mat á efna-
hagslegum áhrifum þess að taka
upp evruna eða hafna henni.
Hugsanlega verða afleiðingar
dönsku þjóðaratkvæðagreiðslunnar
þær að hægja á samrunanum og
opna fyrir aukinn sveigjanleika inn-
an ESB. Það myndi koma í veg fyrir
að spenna hlaðist upp í samskiptum
Evrópuríkjanna og auðvelda stækk-
un sambandsins í austurátt.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar í Danmörku styrkja stöðu evru-
andstæðinga bæði í Bretlandi og í
Svíþjóð. Stuðningsmenn aðildar að
evrunni í Bretlandi munu hugsa
sinn gang.
Úrslitin hafa einnig áhrif á póli-
tískar umræður hér á íslandi. Við-
leitni Framsóknarflokksins til þess
að efna til víðtækra umræðna um
afstöðu íslands til ESB fær ekki
byr í seglin eftir þessi úrslit. Þau
styrkja stöðu þeirra, sem telja, að
frekari tenging við ESB verði okkur
ekki til hagsbóta.
I skýrslu, sem gerð var fyrir rík-
isstjórnina fyrir nokkrum misserum
um áhrif evrunnar fyrir okkur ís-
lendinga, kom fram, að því aðeins
að Bretar, Danir og Svíar gerðust
aðilar að evrusvæðinu gætum við
þurft að endurskoða afstöðu okkar.
Úrslitin í Danmörku draga verulega
úr líkum á því að til þess komi í ná-
inni framtíð.
NEYTENDUR HALDIVÖKU SINNI
Viðhorf alls almennings hefur
verið að breytast undanfarin ár
í afstöðunni til neyzluvara er hann
kaupir og annarra þeirra vara, sem
heimilin nota í daglega lífinu. Kröf-
ur um hollustu og gæði hafa farið
vaxandi, svo og kröfur um, að hið
opinbera sinni eftirlitshlutverki
sínu til að tryggja almannaheill.
Þetta á ekki aðeins við um sóttvarn-
ir heldur einnig hollustu og öryggi
hvers konar neyzluvarnings, tækja
og tóla, sem almenningur notar.
Eitt af því, sem Hollustuvernd
ríkisins gerir, er að fylgjast með
svonefndum varnarefnum í græn-
meti og ávöxtum, fyrst og fremst
leifum skordýraeiturs, sveppalyfja
og illgresiseyða. Hefur þetta eftirlit
verið frá árinu 1991. Athuganir,
sem gerðar voru árin 1996-1999,
sýndu varnarefni í 35-55% sýna af
innfluttum ávöxtum og grænmeti og
í 10-18% sýna úr innlendum vörum.
Mest mælist af varnarefnum í
ávöxtum og oft fleiri en ein tegund
efnanna. Meirihluti þeirra er á hýði
ávaxtanna. Neytendur geta losn-
að við mest af þessum óæskilegu
efnum með því að þvo grænmeti og
ávexti eða afhýða þá.
Ein ástæðan fyrir vaxandi smit-
hættu eða óhollustu matvæla er
aukin tilhneiging fólks til að kaupa
tilbúna rétti. Það þýðir einfaldlega,
að smithættan vex eftir því sem
fleiri hendur meðhöndla matvælin
við mismunandi aðstæður, svo og
eykst notkun hvers konar varnar-
efna til að lengja sölutíma réttanna,
t.d. rotvarnarefna. Tryggast fyrir
heimilin er að velja hráefnið og
beita ýtrasta hreinlæti við mat-
reiðslu og geymslu.
‘ílr:
IMk *
• ?
Framkvæmdir í fullum gangi við
verslunarmiðstöð Smáralindar í Kópavogi
Hönnunarvii
fer fram saml
framkvæmd
Tölvumymi/ONNO
Hér sést hvernig verslunarraiðstöðin raun Iíta út fullbúin, séð frá suðaustri.
Framkvæmdir við verslunarmiðstöðina, sem verður rúmlega 60.000 fermetrar að stærð, hófust í mars og er stefnt að því að hún verði opnuð í september á næsta ári.
Við hönnun verslunarmiðstöðvarinnar
Smáralindar hefur tölvutækni orðið til
þess að auðvelda og hagræða allri vinnu til
muna. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við
Helga Má Halldórsson, arkitekt og verk-
efnisstjóra, um hvernig unnið sé að því að
hanna svo gríðarstórt mannvirki.
Morgunblaðið/Golli
Hér má sjá nokkra þeirra starfsmanna hjá Arkitektum Skógarhlíð sem vinna að hönnun Smáralindar.
Morgunblaðið/ Kristinn.
Helgi Már Halldórsson, arkitekt og verkefnisstjóri hjá Arkitektum
Skógarhlíð, aðalhönnuða verslunarmiðstöðvar Smáralindar.
STÆRSTA hús sem byggt
hefur verið á íslandi er
verslunarmiðstöð Smára-
lindar sem nú rís í Smár-
anum í Kópavogi og er stefnt að
því að hún verði opnuð í septem-
ber á næsta ári. Arkitektar Skóg-
arhlíð ehf. eru aðalhönnuðir
verslunarmiðstöðvar Smáralindar
og eru þeir í samvinnu við breska
hönnunarfyrirtækið Building
Design Partnership (BDP).
Tölvutækni hefur verið nýtt til
hins ýtrasta í samvinnu fyrirtækj-
anna sem og í allri hönnunar-
vinnu við þetta gríðarstóra verk-
efni.
Helgi Már Halldórsson arkitekt
hefur umsjón með verkefninu fyr-
ir hönd Arkitekta Skógarhlíð og
segir hann að þegar arkitekta-
stofan hafi tekið þetta verkefni að
sér hafi þurft að stækka hana
verulega. Aður hafi sex arkitekt-
ar starfað á stofunni, en nú séu
starfsmenn 17 og þar af vinni sjö
til tíu þeirra eingöngu að þessu
verkefni.
Arkitektar Skógarhlið hófu
störf tengd uppbyggingu í Smára-
lind árið 1995 þegar þeir teiknuðu
tillögu að verslunarhúsnæði á
horni lóðarinnar þar sem nú rís
Smáralind. Byggingafélagi Gylfa
og Gunnars hafði verið úthlutað
þessum lóðarhluta og segir Helgi
Már að í upphafi hafi staðið til að
byggja þar um 2.500 fermetra
verslunarmiðstöð. Þróuðust mál
hins vegar þannig að ákveðið var
að byggja mun stærri verslunar-
miðstöð og seinna voru lögð drög
að því að hún yrði ennþá stærri.
Að sögn Helga Más var það svo
fyrir um tveimur og hálfu ári að
tekin var ákvörðun um að byggja
þá stóru verslunarmiðstöð sem nú
er verið að reisa og er í eigu
Smáralindar ehf. Byggingin sjálf
verður um 61.000 fermetrar að
stærð, á tveimur til fimm hæðum
og verður húsnæði leigt út til um
100 fyrirtækja.
Tölvusamskipti forsenda
samstarfs milli landa
Helgi Már segir að þegar um-
fang verkefnisins var orðið ljóst
hafi verið ákveðið að leita sam-
starfs við erlenda hönnuði og
varð breska stofan BDP fyrir val-
inu. Samið var um að Arkitektar
við Skógarhlíð sæju um megin-
part vinnunnar, eða % hluta og að
BDP sæi um Va hluta hennar.
BDP er stórt hönnunarfyrirtæki
með um 1.000 starfsmenn, þar af
250 í aðalstöðvum þess í London.
Fyrirtækið er með skrifstofur
víða um heim og segir Helgi Már
það búa yfir mjög mikilli reynslu
í hönnun verslunarmiðstöðva.
Hann segir að sú reynsla BDP sé
afar gagnleg í allri vinnunni og að
hún sé ákveðin trygging fyrir því
að allt gangi eins og til sé ætlast.
„Það er mikið öryggi að geta
sótt í þá miklu reynslu sem þeir
búa yfir og einnig er mjög lær-
dómsríkt fyrir litla stofu eins og
okkar að kynnast vinnubrögðum
hjá svona stórri stofu,“ segir
Helgi Már og bætir því við að
kollegar þeirra hjá BDP segist
líka hafa lært ýmislegt af sam-
starfinu, meðal annars þyki þeim
fólk hér á landi komið lengra á
veg í tölvuvæðingu en þeir eigi að
venjast.
Stöðug og náin tölvusamskipti
eru reyndar ein helsta forsenda
þess að samvinna við erlent fyrir-
tæki í vinnu sem þessari gengur
upp. Helgi Már segir að fyrirtæk-
in tvö hafi komið sér upp sér-
stöku tölvusvæði þar sem allar
teikningar og nauðsynlegar upp-
lýsingar séu settar inn og upp-
færðar eftir því sem við á. Þannig
hafi starfsmenn beggja fyrir-
tækja stöðugan aðgang að öllum
teikningum og því gangi sam-
starfið afar vel og greiðlega.
Sá tími sem ætlaður er til
hönnunar og framkvæmda við
Smáralind er að sögn Helga Más
afar naumur og því fer hluti
hönnunarvinnunnar fram sam-
hliða framkvæmdum. Hönnuninni
var ekki fulllokið þegar fram-
kvæmdir hófust nú í mars og því
eru hönnuðir í miklu og nánu
samstarfi við þá sem sinna fram-
kvæmdum. Hann segir þessa að-
ferð hafa ýmsa kosti í för með
sér, en að hún geri um leið aukn-
ar kröfur bæði til þeirra sem
hanna og þeirra sem eru að
byggja.
„Við orðum þetta stundum sjálf
þannig að við séum á flótta undan
byggingarkrönunum. Allir þeir
sérfræðingar sem koma að tækni-
legri útfærslu eru ennþá að vinna
og það er okkar hlutverk að fylgj-
ast með og sjá til þess að allt
passi inn í heildarmyndina," segir
Helgi Már. Hann segir að stærri
mannvirki séu í síauknum mæli
unnin með þessum hætti. Áður
hafi hönnunarvinnu yfirleitt verið
lokið áður en framkvæmdir hóf-
ust, en nú fari þetta tvennt sífellt
oftar saman.
Hann segir að samvinna hönn-
uða og byggingaraðila, eftir að
framkvæmdir eru hafnar, geti fal-
ið í sér ákveðna hagræðingu, því í
sameiningu geti þeir komið auga
á hagkvæmar lausnir við fram-
kvæmdina. Þar að auki taki þessi
aðferð mun skemmri tíma og seg-
ir hann skipta gífurlega miklu
máli þegar lagt sé út í slíka fjár-
festingu, að hún byrji að skila
arði sem allra fyrst. Líftími versl-
unarmiðstöðva af þessu tagi sé
talinn vera um tuttugu ár, en þá
þurfi að taka allt í gegn og endur-
nýja og segir hann því muna
mjög miklu um hvert einasta ár
sem fjárfestingin skilar arði.
Allar teikningar settar á sér-
stakt skráarsvæði á Netinu
Helgi Már segir að í stóru
verkefni sem þessu skipti útgefn-
ar teikningar af öllum þáttum
byggingarinnar þúsundum, sér-
staklega þegar hönnunin fer að
hluta til fram samhliða fram-
kvæmdum. Því hafi verið ákveðið
að nýta tölvutæknina til að auð-
velda og hagræða allri vinnu við
samræmingu teikninga af hinum
ýmsu þáttum framkvæmdarinnar.
„Á okkur hvílir ákveðin sam-
ræmingarskylda. Það eru aðrir
hönnuðir sem hanna til dæmis
loftræstikerfið, frárennslislagnir,
vatnslagnir, hitalagnir, eldvarnir,
lóðina, lýsingu, fjarskiptakerfið
og fleira. Við erum með mikið
flæði af teikningum og þegar
svona hratt er unnið er mjög mik-
ilvægt að samlesturinn og sam-
ræmingin gangi auðveldlega fyrir
sig. Við þurfum að passa upp á að
frekari hönnun hússins samræm-
ist aðalteikningunum. Til þess að
auðvelda okkur þessa vinnu höfð-
um við hjá Arkitektum Skógar-
hlíð frumkvæði að því að setja
upp skráarsvæði á Netinu þar
sem allar teikningar verksins eru
geymdar. Engin teikning fer til
prentunar og dreifingar fyrr en
hún hefur farið um okkar hendur
og verið sett því til staðfestingar
inn á skráarsvæðið," segir Helgi
Már.
Hann segir að hönnuðir og
framkvæmdaraðilar, byggingar-
fulltrúi og fleiri hafi aðgang að
þessu svæði og geti því stöðugt
fylgst með teikningunum og séð
hvar verkið er statt.
Fjöldi arkitekta- og
verkfræðistofa tekur þátt
„Þetta er alveg gríðarlegur
kostur og hefur hagrætt allri
vinnu mjög mikið og flýtt fyrir
okkur. Nú geta viðkomandi aðilar
sótt teikningar á Netið og
fjölfaldað eins og þeim þóknast
vegna sinna starfa,“ segir Helgi
Már.
. Hann segir að þar sem ótal
margir taki þátt í hönnun hinna
ýmsu þátta, sé hlutverk þeirra
sem aðalhönnuða að miklu leyti
að hafa yfirsýn yfir allt verkið.
„Við höldum utan um hönnun
hússins í heild og erum ábyrgir
gagnvart verkkaupa og yfirvöld-
um varðandi allt sem snertir
hönnunina. En það eru ótalmarg-
ir sem vinna að þessu. Hérna er
verið að búa til stærsta hús
landsins og að þessu koma til
dæmis allar stóru verkfræðistofur
landsins á einn eða annan hátt.
Innan tíðar munu fjölmargar
arkitektastofur koma að þessu
líka, því hér eru hundrað stærri
og smærri aðilar og hver hefur
sinn hönnuð," segir Helgi Már og
bætir því við, að þó að þeir hanni
alla sameign og leggi línuna fyrir
útlit þess sem snýr að sameign-
inni, svo sem framhliðum versl-
ana, sleppi þeir því þegar inn í
verslanirnar sé komið, en þar hafi
hver nokkuð frjálsar hendur.
Verslunarmiðstöðin er þannig
úr garði gerð að meginhluti henn-
ar er á tveimur hæðum og í hvor- ,
um enda fyrir sig verða stórar
verslanir, 4.500 fermetra Deben-
ham’s deildaverslun í öðrum end-
anum og um 10.000 fermetra
Hagkaupsverslun í hinum endan-
um, en til samanburðar má geta
þess að hin nýja verslun Hag-
kaups í Smáranum er um 4.500
fermetrar. Á milli stóru verslan-
anna liggur „gata“ og við hana
verða smærri verslanir og þjón-
ustufyrirtæki. Á þriðju hæð verð-
ur yfirbyggt torg með um 2.000
fermetra gólfplássi og segir hann
að þar sé hægt að hugsa sér sýn-*
ingar og uppákomur af ýmsu tagi.
Helgi Már segir að þetta sé í
raun sama grunnhugmynd og
liggur að baki gömlu Kringlunni
og segir hann reynslu af verslun-
armiðstöðvum erlendis sýna að
þetta snið þyki heppilegast. Sé of
mikið af öngum og göngum í ólík-^
ar áttir verði fólk frekar áttavillt
og því hafi þessi leið verið valin.