Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Bréf frá
Barbate
Á smyglaraslóðum á Suður-Spáni
Hvíldarstundin
helga er að skella
á og því vakna
vonir um að ung-
mennin, sem fara
hraðþjótandi um á nöðrum sín-
um með tilheyrandi hvellum,
skellum, drunum og ýlfri, haldi
senn til heimila sinna. Verslanir
eru nú þegar flestar lokaðar og
eigendur þeirra munu tæpast
snúa til baka fyrr en um klukk-
an sex. Ibúar Barbate, hér í suð-
vesturhluta Spánar, taka sér
jafnan langa „síestu“.
Samfélög sem þetta nefna
Spánverjar þorp, pueblo, en á
íslandi teldist Barbate stór bær.
Hér búa um 20.000 manns. Fisk-
veiðar hafa löngum verið lifi-
brauð íbúanna; betri túnfisk en
þann sem kemur frá Barbate fá
menn hvergi í heiminum.
Barbate heitir raunar fullu
nafni Barbate de Franco.
Nafnið vísar til þess að það
var einræðisherrann lífseigi,
Francisco
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
Franco, sem
ákvað að
þessi bær
skyldi rísa.
Ibúar Barbate skammast sín
ekki fyrir þessa sögu, alltjent
fer því fjarri að pólitísk rétt-
hugsun hafi náð hér sömu tök-
um á fólki og í mörgum löndum
Evrópu þar sem nöfnum er hafa
óþægilega skírskotun til for-
tíðarinnar er iðulega breytt.
Aðalgatan í Barbate heitir enn
Avenida del Generalísimo eða
„Breiðgata yfirhershöfðingjans“
í virðingarskyni við Franco.
Barbate og nágrannasveitirn-
ar hafa enn sem komið er slopp-
ið furðuvel frá grjótmulnings-
vélum samtímans. Hingað koma
að vísu ferðamenn, flestir þeirra
Spánverjar, en umhverfið hefur
enn ekki goldið þeirra heim-
sókna. Strandirnar eru undur-
samlega hvítar og enn fer því
fjarri að hér hafi myndast sú
þétta byggð, sem einkennir
strandlengju Spánar allt frá
Katalóníu og vestur undir
Gíbraltar.
Það á eftir að breytast.
Fíngerðari sandur er vand-
fundinn. Þegar hvessir fyllast
híbýli manna af þessu hvíta
dufti. Hér bölva menn vindinum
af engu minni ákefð en þeir
kvarta undan hitanum. Austan-
vindurinn, el levante, þykir sér-
lega hvimleiður.
Fáar fréttir berast að öllu
jöfnu frá þessum hluta Andalús-
íu en þeim hefur farið fjölgandi
síðustu misserin og kemur það
ekki til af góðu. Hingað upp á
þessar lítt snortnu strendur
rekur oftlega lík fólks, sem
drukknað hefur við að freista
þess að flýja fátækt og vonleysi
í heimalöndum sínum í Afríku.
Mest ber vitanlega á fólki frá
Marokkó enda er norðurströnd
Afríku lygilega nálæg. Þegar
komið er til hafnarbæjarins
forna, Tarifa, á syðsta odda
Evrópu er engu líkara en þang-
að megi kasta steini.
En hér úti fyrir lætur einnig
lífið fólk frá löndum sunnan
Sahara, sem greitt hefur smy.gl-
urum stórfé fyrir að komast
með ólöglegum hætti til Evrópu.
Vindasamt er á þessum slóðum
og undan ströndinni eru straum-
ar miklir og varasamir. Bátarn-
ir, sem notaðir eru í þessu
skyni, eru margir stórhættuleg-
ir. Iðulega fær því draumurinn
um betra líf í nýju landi þann
endi að fulltrúar spænskra yfir-
valda draga líkamshulstur þessa
ógæfusama fólks upp úr fjöru-
borðinu.
Smygl á fólki er enda orðin
arðvænleg atvinnugrein á Suð-
ur-Spáni og í Marokkó. Og út-
smognir eru þeir að sönnu, sem
fást við þessa iðju; ótrúlegt er
til þess að hugsa að fyrir fáein-
um vikum var upprætt miðstöð
slíkra smyglara í Vejer de la
Frontera, fallegu og friðsömu
þorpi hér skammt frá.
Barbate og nágrenni hefur
löngum verið vinsæll dvalarstað-
ur hippa, jafnt frá Spáni sem
öðrum löndum.
Enn má hér sjá nokkur prýði-
lega lífsþreytt sýnishorn þeirrar
merku stéttar. Nálægðin við
Marokkó tryggir að framboð á
fíkniefnum er jafnan í mjög
góðu lagi. Kjörbúð ein nærri
Trafalgar-vita nefnist „Hass-
vindlingurinn" eða E1 Porro og
ekki þarf að dveljast hér lengi
til að greina þau áhrif, sem
fíkniefnin hafa á samfélagið.
Þegar kvölda tekur safnast
ungt fólk saman við fjölbýlishús
eitt skammt frá miðbæ Barbate.
Hér hittast „hasshausarnir",
sem á máli innfæddra kallast los
porristas. Hassilmurinn fyllir
loftið og þetta reynist hið mesta
friðsemdarfólk þótt aðstæður
þess hljóti að teljast heldur dap-
urlegar.
Enda er það svo að smygl á
fólki og fíkniefnum hefur veru-
leg áhrif á hagkerfið hér í
Barbate og nágrenni.
„Þegar engan fisk er að fá
eykst smyglið og neyslan. Þessu
fylgja margvísleg vandamál. En
þegar fiskimennirnir fá að veiða
er ástandið miklu skárra,“ segir
menntaskólakennari, sem búið
hefur í Barbate í nokkur ár.
Fiskimennirnir hafa flestir lít-
ið sem ekkert hreyft báta sína í
ár. Því ræður ákvörðun
Evrópusambandsins, sem sett
hefur bann við veiðum á þessum
slóðum. En vegna samninga við
Marokkó er útgerðarmönnum
þar heimilað að nýta sér auð-
lindina, sem spænsku sjómenn-
irnir telja sig eiga. Síðustu vik-
urnar hafa íbúar Barbate fylgst
með risastóru skipi frá Hollandi
að veiðum undan ströndinni.
Þetta skip er, að sögn, að nýta
veiðiheimildir þær, sem Mar-
okkó hefur fengið frá Spáni í
gegnum Evrópusambandið.
Ekki er að undra að á þessum
slóðum er hinni sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu Evrópu-
sambandsins líkt við náttúru-
hamfarir.
Atvinnuleysið er enda víða
geigvænlegt í þessum hluta
Andalúsíu. Algengt er að ung-
menni nýti hvellnöðrur sínar til
að aka meðfram ströndinni og
leita uppi fíkniefnapakka, sem
smyglarar hafa neyðst til að
varpa í sjóinn. Mörg þessara
ungmenna eru raunar á mála
hjá smyglurunum; aðra vinnu er
vart að fá. Eldra fólkið er flest
ýmist á bótum eða eftirlaunum
og lifir lífinu í samræmi við þá
nægjusemi, sem er þessari
réttnefndu menningarþjóð svo
eiginleg.
Hávaðinn er tekinn að aukast,
sem jafnan er merki þess á Suð-
ur-Spáni að „síestan" er senn
úti. Nöðrurnar hvæsa sem
aldrei fyrr er þær skjótast eftir
Avenida del Generalísimo.
Akandi, gangandi,
glaðvakandi
TILLITSSEMI, að-
gætni, virðing fyrir
sjálfum sér, náunganum
og umhverfi sínu eru
mikilvæg gildi sem
nauðsynlegt er að hafa í
heiðri eigi maður ekki
að vera í stöðugum
árekstrum við lífið og
tilveruna. Því má segja
að brýnt sé að þessir
þættir séu í góðu lagi
hjá hverjum og einum
þegar fólk ferðast um
stræti og torg, akandi
og gangandi. Mannlegir
árekstrar í hinu daglega
lífi geta verið slæmir en
verða þó hjóm eitt í
samanburði við árekstrana og þau
skelfilegu slys sem þeim fylgja allt of
oft í umferðinni. Allir eru sammála að
margt megi betur fara í umferðarmál-
um og allir eru sammála um að eitt-
hvað þurfi að gera og það róttækt og
sem fyrst. Talað er um efla löggæsl-
una, herða viðurlög, bæta vegasam-
göngur og fleira hefur verið nefiit.
Ekki er vafi á að þessi atriði munu
hafa áhrif til góðs. Fyrst og síðast tel
ég þó að fólk þurfi að líta meira í eigin
barm í þessum efnum og hafa þá að
leiðarijósi þau atriði sem ég nefndi hér
í upphafi. Það er nefnilega oft ótrúlegt
að sjá hversu ökumenn eru sjálfselsk-
ir og tillitslausir og skeiða eins og veð-
hlaupahestar áfram veginn á öku-
tækjum sínum. Á öðrum vettvangi
fara sumir þessara sömu ökumanna
ekki síður geyst og heimta hraða-
hindranir í sína götu til höfuðs ökuníð-
ingunum. Tvískmnungsháttminn er
stundum mikill og sjóndeildarhringur
fólks í þessum efnum nær oft á tíðum
ekki ýkja langt fram fyrir nefið á því
sjálfu. Oftar en ekki hefur það komið í
Ijós þegar gerðar hafa verið hraða-
kannanir í íbúðarhverfum, jafiivel að
beiðni íbúanna sem þar búa, að það er
einmitt fólkið sem býr í viðkomandi
hverfi sem ekur hvað hraðast.
Það má orðið heita regla frekar en
undantekning að öku-
menn sjáist orðið tala í
GSM-síma „í gríðarlega
mikilvægum samtölum“
meðan þeir aka. Þetta
kalla ég tillitsleysi og
virðingarleysi gagnvart
öðrum vegfarendum.
Þessi tæki eru ágæt til
síns brúks en það er
með þá eins og svo
margt annað að það er
hægt að ofnota þá.
Notkun símanna truflar
og heftir eðlileg viðbrög
við stjómun bflsins og
skerðir athyglisgáfu
ökumanna gagnvart
umferðinni sem gerir
það að verkum að þeir verða sjálfum
sér og öðrum stórhættulegir. Hægt
er að fá sér handfrjálsan símabúnað í
bfla og mæli ég með slíkum búnaði
þurfi fólk mikið að tala í síma meðan
það ekur. Þá er einnig hægt að stöðva
Umferð
Petta er annað árið í
röð, segir Valgarður
Valgarðsson, sem um-
ferðarvika er haldin í
Hafnarfirði.
á næsta hentuga stað og afgreiða sín
símtöl án þess að það valdi öðmm
vegfarendum óþægindum eða hættu.
Eitt af nútíma sjálfsköpuðum
vandamálum fólks í umferðinni yfir
vetrartímann er akstur foreldra með
böm sín í skólann á morgnana. Það er
að sjálfsögðu falleg og góð hugsun
sem býr þar að baki. Bamið þarf þá
ekki að ganga í myrkri, kulda og
trekki í skólann. Vandamálið er hins
vegar það að gríðarleg umferð með
tilheyrandi óþægindum og hættum
verður við skólana og nærliggjandi
götum. Aðkoma að skólastofnunum
er ærið misjöfn. Þegar nokkrir tugh’
biireiða bætast ofan á aðra venju-
bunda umferð á miklum umferðaræð-
um í kringum skóla rétt fyiir klukkan
átta á morgnana segir sig sjálft að
slíkt endar með ósköpum. Víða hefur
verið reynt að bæta aðkomuna að
skólunum með tilliti til þessa seinni
tíma vandamáls. Það getur þó vart
talist mjög æskilegt að slíkur umferð-
arþungi sé til staðar nærri skólalóð-
um. Laga má þetta ástand mikið með
því einfaldlega að láta bömin ganga í
skólann í meira mæli. Með þessum
hætti drögum við stórlega úr tveimm-
nútíma vandamálum. Annai’s vegar
umferðarhnút við skólana á álagstím-
um og síðan hreyfingarleysi bama í
dag sem er mjög svo í deiglunni. Víða
hafa gönguleiðir verið bættar mjög
mikið með upplýstum göngustígum,
gangbrautum og hraðahindmnum og
síðast en ekki síst með undirgöngum.
Því ætti bömunum í mörgum tilfell-
um alls ekki að vera nein vorkunn í
því að ganga vel búin og með endur-
skinsmerki í skólann.
Dagana 29. september til 6. októ-
ber nk. verður umferðarvika í Hafn-
arfirði. Þar ætla bæjaryfirvöld,
heilsugæsla, foreldrasamtök, lögregla
og fleiri aðilar að leggjast á eitt og
vinna í sameiningu að úrbótum í um-
ferðarmálum. Þetta er annað árið í
röð sem slík umferðarvika er haldin í
Hafnarfirði en með þessu verkefni er
verið að reyna leggja smálóð á vogar-
skálarnar til að fækka slysum og
óhöppum í umferðinni. Þegar þessi
mál em rædd þá er af nógu að taka og
sem betur fer þá er ekki allt og allir
alslæmir. Obbinn hlýtir lögum og
reglum stóráfalla- og vandræðalaust.
Slysin og óhöppin tala hins vegar sínu
máli og margir eiga um sárt að binda
og það ætti að vera okkur öllum næg
áminning um að vera alltaf glaðvak-
andi í umferðinni.
Höfundur er lögregluvarðstjóri.
Valgarður
Valgarðsson
Ljúkum byggingu
Náttúrufræðihúss
Húsnæðisskortur
Háskóla íslands er
geigvænlegur. Stúd-
entar og háskólayfir-
völd hafa lýst yfir
þungum áhyggjum
vegna ört vaxandi að-
stöðuleysis. Bygging-
arframkvæmdum mið-
ar hægt en samtímis
fjölgar nemendum ört.
Ljóst er að húsnæðis-
vandi Háskólans verð-
ur ekki leystur nema
með sérstöku framlagi
úr ríkissjóði.
Aðstöðuvandi Há-
skólans er bein afleið-
ing þess fjársveltis
sem skólinn hefur þurft að búa við
undanfarin ár. í nýútgefinni
skýrslu OECD um menntamál
kemur fram að fjárframlög Islend-
inga til háskólastigsins eru þau
lægstu meðal allra OECD-land-
anna. Framlög okkar ná ekki helm-
ingi af framlögum hinna Norður-
landanna. Hvernig á Háskóli
íslands að vera samkeppnisfær við
aðra skóla á Norðurlöndunum sem
hljóta tvöfalt hærri framlög frá
stjórnvöldum?
Aðstöðuvandann
verður að leysa
Uppbygging háskólasvæðisins
hefur alls ekki fylgt örri nemenda-
fjölgun undanfarinna ára. Kennslu-
rými og lesaðstaða er ekki næg fyr-
ir rúmlega 6000 stúd-
enta. Kennsla á fyrsta
ári í viðskipta- og hag-
fræði fer fram í 600
manna námskeiðum í
sal 1 í Háskólabíói,
Þjóðarbókhlaðan ann-
ar ekki lengur eftir-
spurn nemenda eftir
lesborðum og fjöldi
nemenda þarf að
sækja kennslu langt
utan háskólasvæðisins.
Fyrir tæpum þremur
áratugum var líffræði-
nemum sagt að þeir
þyrftu timabundið að
hafa aðstöðu á Grens-
ásvegi. Þessi tíma-
bundna ráðstöfun varir enn og svo
verður áfram uns Náttúrufræði-
húsið í Vatnsmýrinni verður klárað.
Nær eingöngu byggt
fyrir sjálfsaflafé
Síðustu áratugi hefur nær allt
fjármagn til nýbygginga komið frá
Happdrætti Háskóla íslands. Þetta
fjármagn dugir hins vegar ekki
lengur til að standa undir viðhaldi
og áframhaldandi uppbyggingu.
Háskólinn hefur ekki bolmagn til
að byggja kennsluhúsnæði þrátt
fyrir brýna þörf. Náttúrufræðihús-
ið stendur enn óklárað í Vatnsmýr-
inni og útlit er fyrir að það taki
mörg ár að ljúka við byggingu þess
komi ekki annað fé til auk happ-
drættisfjár.
Ég hvet þingmenn, seg-
ir Þorvarður Tjörvi, til
að hverfa af braut fjár-
sveltis og samþykkja
sérstakt framlag til að
ljúka við Náttúrufræði-
húsið á næstu 2 árum.
Rektor Háskóla íslands og Stúd-
entaráð hafa lýst því yfir að það sé
forgangsverkefni að fá fjárveitingu
til að ljúka við Náttúrufræðihúsið á
næstu 2 árum. Það er fyrsta skrefið
til að leysa húsnæðisvanda Háskól-
ans og forsenda fyrir frekari upp-
byggingu á háskólasvæðinu.
Alþingi samþykki framlag
Á næstu dögum kemur Alþingi
saman og þá hefjast umræður um
nýtt fjárlagafrumvarp. Eg hvet
þingmenn til að hverfa af braut
fjársveltis og samþykkja sérstakt
framlag til að ljúka við Náttúru-
fræðihúsið á næstu 2 árum. Þannig
getur Alþingi íslendinga sýnt vel-
vilja sinn til Háskóla Islands í
verki.
Höfundur situr í Stúdentaráði Há■
skóla íslands fyrir hönd Röskvu.
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson