Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 46

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN Bráðaþjónusta fyrir vímuefnaneytendur REYKJAVlK og nágrenni gefur stór- borgum Evrópu og Norður-Ameríku lítið eftir þegar kemur að vímuefnaneyslu. Er- lendum lögreglu- mönnum sem litið Yiafa á ástandið í mið- borginni um helgar hefur þótt nóg um. Þó að fínna megi verra ástand einhvers stað- ar annars staðar á byggðu bóli er það nógu slæmt og verra en íslendingar hafa áður þekkt. Fréttir sem okkur berast af ölvun, ofbeldi, átökum og slysum sem verða vegna vímuefnaneyslu ganga fram af okkur. Fréttir frá lögreglunni um auðgunarbrot og önnur afbrot tengd ólöglegri vímu- efnaneyslu taka sífellt stærra rúm í fréttum. Dómsmál vegna fíkni- -ftfnabrota og fréttir af versnandi ástandi frá meðferðarstofnunum hafa sett sinn svip á þjóðmálaum- ræðuna. Mitt í þessu öllu hefur gleymst hversu mikinn vanda þetta ástand skapar heilbrigðis- þjónustunni og hvernig vandinn kemur niður á sjúkrahúsum í Reykjavik, einkum bráðaþjónustu þeirra. Fyrir 40 árum byrjuðu ungl- ingar á Vesturlöndum sem bjuggu við góðar félagslegar aðstæður og vjienntun að nota ólögleg vímuefni í stað áfengis þegar þeir voru að skemmta sér. Efnin sem notuð voru í fyrstu voru aðallega kannab- isefni og LSD. Síðan þá hefur neysla ólöglegra vímuefna stöðugt farið vaxandi þegar á heildina er litið meðal unglinga og ungs fólks í hinum vestræna heimi og neyslu- venjurnar orðið fjölbreyttari. Milljónir unglinga hafa prófað að notað ólögleg vímuefni og hundruð þúsunda ungmenna hafa þróað þessa neyslu yfir í alvarlega vímu- efnafíkn. Þúsundir sprautufíkla hafa orðið til og í flestum stórborg- um Vesturlanda má nú fínna stóra hópa heróínfíkla sem ekki sáust þar áður. Þessi vímuefnaneysla hefur valdið það viða- miklum þjóðfélags- breytingum og verið svo almenn að tala má um ólöglegan vímu- efnafaraldur sem ekki sér fyrir endann á enn. Þessi vandi er kominn til að vera, hverfur ekki á næst- unni og til þess að takast á við hann duga engar skyndi- lausnir eða vettlinga- tök. Við íslendingar höf- um ekki farið varhluta af þessum faraldri og ástandið hjá okkur hef- ur versnað í stórum stökkum. Það fyrsta kom með hassneyslunni á sjöunda áratugnum. Annað stökkið kom með amfetamíninu og sprautufíklunum á áttunda ára- tugnum. Það þriðja erum við nú að taka með vaxandi vímuefnaneyslu unglinga frá 1995 og almennri E-pilluneyslu við skemmtanahald. Á Reykjavíkursvæðinu má nú áætla að séu um 500 illa staddir vímuefnafíklar á aldrinum 20^40 ára sem margir hverjir sprauta sig í æð. Til viðbótar eru svo allir hinir vímuefnafíklarnir sem ekki eru eins illa staddir en þurfa mikillar aðstoðar við eigi að síður. Þetta ástand hefur aukið gríðar- lega á vanda og verkefni heilbrigð- isþjónustunnar og einkum þó þess hluta hennar sem fæst við bráða- þjónustu. Vímuefnafíklar, þar með taldir sprautufíklar, hafa í vaxandi mæli þurft á bráðaþjónustu að halda vegna slysa, sýkinga, eitr- ana, slæmra fráhvarfseinkenna, sturlunar og sjálfsvígstilburða og -tilrauna. Þeir hafa í vaxandi mæli tekið upp tíma lækna og hjúkrun- arfólks á bráðamóttökum og al- mennum deildum sjúkrahúsanna í Reykjavík og um leið gefst minni tími og fjármagn til að sinna öðru. Þetta hefur kallað á aðgerðir í heil- brigðismálum og gert uppbygg- Vímuefni Ástandið hjá okkur, seg- ir Þdrarinn Tyrfíngs- son, hefur versnað í stórum stökkum. ingu Sjúkrahússins Vogs nauðsyn- lega. Enn er verk að vinna í þessum efnum ef marka má fréttir frá stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og ályktanir sem borist hafa frá heilbrigðisstarfsmönnum. Hlutur Sjúkrahússins Vogs í heilbrigðisþjónustunni hefur vaxið ár frá ári og sjúkrahúsið og starfs- fólk þess hefur í vaxandi mæli lagt hinum sjúkrahúsunum lið við að annast bráðaþjónustu. Með bættri aðstöðu og betur menntuðu og þjálfuðu starfsfólki getur hlutur Sjúkrahússins Vogs hvað þetta varðar enn vaxið. Með góðu skipu- lagi, vaxandi samvinnu og aðhaldi í rekstri hefur tekist að sinna bráða- þjónustunni að hluta á ódýran hátt. Við það hafa sparast miklir fjár- munir. Þannig hefur Sjúkrahúsið Vogur létt stórkostlega álaginu af almennum geðdeildum, bráðamót- tökum og öðrum deildum sjúkra- húsanna sem þurfa að hafa uppi dýrari og annars konar viðbúnað. Þó að margt hafi þokast í rétta átt einkum hvað varðar langtíma- úrræði fyrir unglinga vantar þó enn upp á að horfst sé í augu við fíkniefnavandann eins og hann birtist okkur nú hjá þeim sem eru á aldrinum 20-40 ára og leggja þarf meiri áherslu en áður á að tryggja að hafður sé nægur við- búnaður á sjúkrahúsum sem fást við bráðaþjónustu, því að bráða- þjónusta er starfsemi sem getur forðað sjúklingum frá frekari þján- ingum og þjóðfélaginu frá miklum fjárútlátum. Höfundur er forstöðulæknir sjúkra- stofnana SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi Stofnun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fer fram í Staðarskála 1. október kl. 13.00 Dagskrá: 1. Stofnun kjördæmisráðsins 2. Samstarfið milli gömlu kjördæmasvæðanna á næstu misserum og í framtíðinni Allt Samfylkingarfólk er hvatt til að mæta Samfylkingin Stjórnir Samfylkingarfélaganna i Norðvesturkjördæmi. Háskóli íslands skilinn eftir ÞANN 31. ágúst samþykkti Stúdenta- ráð ályktun þar sem skipting ríkisútgjalda til skóla á háskólastigi var gagnrýnd. I álykt- uninni kom fram að Háskóli íslands fékk næstminnst framlag á hvern nemanda af hin- um átta skólum á há- skólastigi á fjárlögum ársins 2000. Einnig kom fram að Háskóli Islands fékk 7% minna framlag á hvem nem- anda en Háskólinn í Reykjavík. Mennta- málaráðuneytið brást samdægurs við gagnrýninni með fréttatilkynn- ingu auk þess sem menntamálaráð- herra svaraði Morgunblaðsgrein undirritaðs á heimasíðu sinni. Þau Svör menntamálaráðu- neytisins við gagnrýni Stúdentaráðs, segir Eiríkur Jónsson, vekja jafnvel enn stærri spurningar um mennta- stefnu stjórnvalda. svör sem bárust vekja jafnvel enn stærri spurningar um menntastefnu stjórnvalda og það hvort hérlendis sé verið að festa í sessi allt annað fyr- irkomulag en ríkir hjá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við. Fjárlög vitna um staðreyndirnar í tilkynningu menntamálaráðu- neytisins segir að Stúdentaráð byggi á öðrum forsendum en gert sé í samningum menntamálaráðuneytis- ins við háskólana án þess að skýrt sé hvaða forsendur það séu. I tilkynn- ingu Stúdentaráðs kom skýrt fram að miðað væri við fjárlög ársins 2000 og þá var að sjálfsögðu tekið mið af heildarframlögum til skólanna. Óháð allri umræðu um þjónustusamninga menntamálaráðuneytisins og þeim reiknilíkönum sem lögð eru til grundvallar, opinbera fjárlögin bein- harðar staðreyndir um heildarfram- lög til skólanna. Hallað á Háskóla Islands I tilkynningu menntamálaráðu- neytisins segir einnig að samanburð- urinn gefi ekki rétta mynd þar sem Háskólinn í Reykjavík fái húsaleigu- kostnað ^greiddan af fjárlögum en Háskóli íslands ekki þar sem Happ- drætti Háskóla Islands greiði hann að mestu leyti. Að sjálfsögðu var húsaleigukostnaðurinn ekki dreginn frá framlögum til Háskólans í Reykjavík, ekki frekar en kostnað- urinn vegna rannsóknarskyldu var dreginn frá Háskóla íslands. Væri það gert yrði samanburðurinn enn óhagstæðari fyrir Háskóla íslands enda er rannsóknarkostnaður HI mun meiri en húsaleigukostnaður Háskólans í Reykjavík. í stað þess að grípa til slíkra talnaleikja taldi Stúdentaráð eðlilegra og hreinlegra að miða við heildarframlög á fjárlög- um enda staðfesta þær hin raun- (bébécár]| Barnavagnar verulegu ríkisframlög til skóla á háskólastigi. Það er líka einkennileg röksemdafærsla að það sjálfsaflafé sem Há- skóli íslands skapar sér með happdrættinu skuli lækka ríkisfram- lagið en ekki það sjálfs- aflafé sem Háskólinn í Reykjavík aflar sér með skólagjöldum. Vonlaus samkeppnisstaða Það er ekki síst at- hyglisvert að til varnar fjárlögum grípur menntamálaráðuneytið til þeirrar röksemdafærslu að framlög vegna kennslu fylgi reiknilikani þar sem gert er ráð fyrir sömu reglum fyrir alla skóla. Sú stefna er í algjöru ósamræmi við þá almennu reglu sem miðað er við annars staðar á Norður- löndunum, þ.e.a.s. að ríkisframlag lækki í takt við upphæð skólagjalda. Menntamálaráðuneytið lýsir því með öðrum orðum yfír að einkaskólamir muni framvegis fá fjárveitingar á ná- kvæmlega sömu forsendum og Há- skóli Islands. Það segir sig sjálft að við slíkar aðstæður er samkeppnis- staða Háskóla Islands vonlaus gagn- vart þeim skólum sem skapa sér aukatekjur með innheimtu skóla- gjalda. Líkleg afleiðing þessarar stefnu er að háskólastig á íslandi færist smám saman inn á braut skólagjalda enda verður umræða um skólagjöld við Háskóla íslands sífellt háværari við þessar aðstæður. Slíkt má ekki gerast enda verður ríkið að axla þá ábyrgð að halda úti öflugum ríkisháskóla án skólagjalda. Heildarumræðu er þörf Ég tel að þær staðreyndir sem Stúdentaráð hefur bent á undanfarið gefí tilefni til heildarumræðu um uppbyggingu háskólanáms hérlend- is. Menntamálaráðherra hefur brugðist illa við gagnrýni Stúdenta- ráðs og um Morgunblaðsgrein undir- ritaðs segir hann meðal annars á heimasíðu sinni: „Þetta er í samræmi við þá vinstrimennsku sem vill að all- ir séu reyrðir á sama bás og eru á móti því að einstaklingar eða fyrir- tæki þeirra fái frelsi til að njóta dugnaðar síns eða áræðis, með opin- berum aðgerðum eigi að halda öllum á sama stigi, enginn megi fá heimild til að skara fram úr á neinu sviði.“ Það er sorglegt að ráðherra skuli svara málefnalegri gagnrýni með slíkum klisjum. Það kemur svo sem ekki á óvart að menntamálaráðherra telji að einkaskólarnir eigi að fá tækifæri til að skara fram úr á sínu sviði, þá stefnu hefur hann lengi sýnt í verki. Mér koma þessi svör hins- vegar á óvart í ljósi þess að hér var með dæmum sýnt fram á að sam- keppnisstaða Háskólans er nánast vonlaus og að stefna menntamála- ráðherra er í ósamræmi við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Eflum Háskóla Islands Það er fullvíst að Háskóli Islands hefur þann „dugnað" og „áræðni" sem til þarf. Nauðsynlegt er hins- vegar að fjárveitingarvaldið veiti honum svigrúm til að nýta þann dugnað svo að skólinn standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Háskóli Islands á að vera al- þjóðlegur rannsóknaháskóli sem er frumkvöðull í vísinda- og þróunar- starfi Islendinga. Menntastofnun án skólagjalda sem veitir öllum tæki- færi til að Jeggja sitt af mörkum við að skapa íslendingum bjarta fram- tíð. Ég skora sem fyrr á ráðamenn að hafa hlutverk Háskóla íslands í huga við afgreiðslu og umræðu um fjárlög ársins 2001 og veita honum þann stuðning sem honum er nauð- synlegur. Eiríkur Jónsson Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.