Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 52
FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ZZ
UMRÆÐAN
Kolviðarhóll - Viðey -
Staðsetning á
nýjum golfvelli
ÞAÐ er alltaf
ánægjulegt þegar nýj-
ar hugmyndir koma
Jram um hvernig megi
*em best styðja
íþróttafólk borgarinn-
ar. Hugmynd um golf-
völl í Viðey hefur nú
skotið upp kollinum. í
stuttu máli snýst um-
ræðan um að golf-
íþróttin sé svo vinsæl
núna að erfitt sé að
komast að á þeim
völlum sem fyrir eru í
nágrenni borgarinnar
og efla megi aðdrátt-
arafl eyjarinnar með
byggingu golfvallar
þar. Hugmyndin er að mörgu leyti
skemmtileg. Að spila golf í Viðey á
fallegu sumarkvöldi hlýtur að vera
•fffdislegt fyrir þá sem aðhyllast
golfíþróttina. Hætt er þó við að
ekki verði allir á eitt sáttir um
byggingu golfvallar í Viðey og
hann verði ekki aðdráttarafl fyrir
aðra en þá sem stunda golf og geti
jafnvel orðið til þess að fólk veigri
sér við að heimsækja Viðey.
Ef Reykjavíkurborg hyggst ráð-
ast í byggingu golfvallar, hvernig
væri þá að byggja hann við Kolvið-
arhól? Reykjavíkurborg hefur átt
Kolviðarhólsjörðina frá árinu 1956
l öll þau ár hefur ekkert verið
'gert þar að hálfu borgarinnar. í
nágrenni við Kolviðarhól, það er í
Hamragili og Sleggjubeinsskarði,
hafa skíðadeildir IR og Víkings
rekið skíðasvæði í mörg ár og nú
síðustu átta árin í samvinnu við
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur. Skíðasvæðin hafa verið rek-
in undir nafninu Hengilssvæðið. A
Hengilssvæðinu, sem er miklu
stærra en skíðasvæðin gefa til
kynna, hefur verið staðið myndar-
lega að gerð göngustíga og reistir
hafa verið gönguskálar á tveimur
stöðum. Svæðið er eitt mest
spennandi útivistarsvæði í ná-
grenni borgarinnar, en jarðfræði
þess og náttúra er stórkostleg.
^ Fyrir nokkrum árum var skíða-
íþróttin ein vinsælasta fjölskyldu-
íþróttin og mikil uppbygging átti
sér stað þegar skíðasvæðið í Blá-
fjöllum var tekið í notkun. í Skála-
felli hefur verið rekið skíðasvæði
um árabil, fyrst á vegum skíða-
deildar KR, en nú á vegum
Iþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur og Bláfjallanefndar. Það
voru sjálfboðaliðar innan skíða-
Auður Björg
Sigurjónsdóttir
deildanna sem í byrj-
un unnu að því að
koma upp viðeigandi
aðstöðu fyrir skíða-
fólk á öllum skíða-
svæðum sem nú eru
rekin í nágrenni höf-
uðborgarinnar. En nú
eru öll skíðasvæðin
rekin af Bláfjallan-
efnd og íþrótta- og
tómstundaráði
Reykjavíkur. Blá-
fjallanefnd er skipuð
fulltrúum frá tíu
sveitarfélögum sem
eiga aðild að nefnd-
inni. Reykjavíkurborg
hefur einn fulltrúa
sem jafnframt er formaður nefnd-
arinnar en borgar allt að 60% af
kostnaði við rekstur og fram-
kvæmdir skíðasvæðanna.
Nú er svo komið að skíðaíþróttin
er ekki eins vinsæl og áður, en
Utivistaríþróttir
Skíðasvæðin hafa verið
látin „drabbast“ niður,
segir Auður Björg
Sigurjónsdóttir. Það
er ekki til fjármagn
fyrir eðlilegu viðhaldi
mannvirlga.
samt eru starfræktar öflugar
skíðadeildir og Reykvíkingar eiga
marga góða skíðamenn. Engin ein
ástæða er fyrir því að skíðaíþróttin
er ekki eins vinsæl nú og fyrir fá-
einum árum og erfitt að fullyrða
um nokkuð í þeim efnum. Hinsveg-
ar hafa skíðasvæðin nánast verið
látin „drabbast“ niður. Það er ekki
til fjármagn fyrir eðlilegu viðhaldi
mannvirkja, ekki til að ráða starfs-
menn eins og til þarf, ekki til að
standa undir eðlilegum öryggis-
kröfum, ekki til að endurnýja tæki
og tól, ekki til að kaupa búnað til
að halda skíðamót, og ekki að til
reka snjógerðarvél. Það leikur
enginn vafi á að það sem hér er
upp talið á stóran þátt í því að
dregið hefur úr aðsókn að Hengils-
svæðinu, Bláfjöllum og Skálafelli.
En nú er lag og nú eru til pen-
ingar. Nýtt fjölskyldusport er vin-
B A K N A íj. PJÖLSKYLDU
LJOSM YNDIR
Núpalind 1 Sfmi 564 6440
www.ljosmyndir.net
sælt og því rétt að byggja aðstöðu
til að hægt sé að stunda það.
Byggja skal golfvöll. Hvernig væri
þá að byggja golfvöll við Kolviðar-
hól þar sem landrými er nóg og lít-
il hætta á að ósátt verði um stað-
setningu vallarins? Ekkert varp,
engar náttúruminjar, engar forn-
minjar, ekkert sem verið er að
skemma. Of hátt yfir sjávarmáli,
kunna einhverjir að segja, en að
óathuguðu máli má ætla að snjór
sé farinn af Kolviðarhólstúninu um
svipað leyti og snjór er farinn af
golfvöllum Norðlendinga. Kolvið-
arhólsjörðin er að mestu á hrauni.
Túnin eru þurr og grasgefin og um
þau liðast lækur. Nýta má bygg-
ingar sem fyrir eru á svæðinu,
bæði geymslur og skála fyrir starf-
semi golfvallarins. Bílastæði eru
fyrir hendi, rafmagn og meira að
segja jarðhiti svo koma mætti upp
heitum pottum fyrir þreytta golf-
ara eftir að þeir hafa spilað í
fersku fjallalofti. Starfsmenn golf-
vallarins yrðu ráðnir í heilsárs-
störf, á sumrin við golfvöllinn og á
veturna við skíðasvæðin. Fjöl-
skyldumeðlimir sem spila ekki golf
geta farið í gönguferðir um Heng-
ilssvæðið eftir fjölbreyttum göngu-
leiðum sem þar hafa verið lagðar
og merktar af starfsmönnum
Orkuveitu Reykjavíkur.
Golfvöllur á Kolviðarhóli kæmi
til með að styrkja Hengilssvæðið
sem útvistarsvæði, en möguleikar
á svæðinu eru óþrjótandi allt árið
um kring. Ferðaþjónusta sem rek-
in er í dag í nágrenni við Kolviðar-
hól ætti ekki að verða fyrir neinum
truflunum við rekstur golfvallar á
Kolviðarhóli. Á veturna er mikið
farið með ferðamenn um svæðið á
snjósleðum og á sumrin hafa verið
farnar skipulagðar hestaferðir um
svæðið. I Skíðaskálanum í Hvera-
dölum er rekin veitingaþjónusta
sem gæti haft hag af golfvelli á
Kolviðarhóli. Það er fátt sem mæl-
ir gegn því að gera Kolviðarhól og
reyndar Hengilssvæðið allt að
framtíðarútivistarsvæði sem byði
upp á fjölbreytta afþreyingu og
þjónustu allan ársins hring.
í lokin vil ég benda borgarfull-
trúum á að lesa Stefnumótun 2002
í atvinnu- og ferðamálum sem gef-
in var út 1997, og Landnýtingar-
áætlun borgarjarðanna sem gefin
var út í vönduðu riti í júní 1997 og
athuga hvort staðsetning golfvall-
ar við Kolviðarhól samræmist ekki
þeim hugmyndum sem fram koma
í þessum skýrslum.
Höfundur er áhugamanneskja um
skíðaíþróttina og Hengilssvæðið.
Hver býður
best í veðrið?
RÍKISÚTVARPIÐ,
útvarp allra lands-
manna, er í erfiðri
stöðu. Það fær ekki
nægilegt fé til að
standa undir því hlut-
verki sem því er falið
með lögum og sætir
stöðugu aðkasti af
hálfu þeirra sem vilja
það feigt. Afnotagjöld-
in, sem eru megin-
tekjustofn RÚV, hafa
árum saman ekki fylgt
verðlagsþróun þar
sem menntamálaráð-
herra treystir sér ekki
til að taka á málinu
vegna nöldurs eigin
flokksmanna. Það er ekki ofsögum
sagt að Ríkisútvarpið engist í
greipum Sjálfstæðisflokksins.
I þessari þröngu fjárhagsstöðu
er ekki að undra þótt starfsmenn
fjármála- og markaðsdeildar leiti
allra hugsanlegra leiða til að auka
tekjur RÚV. Þær eru reyndar ekki
margar og fyrst og fremst tengdar
auglýsingum og kostun dagskrár-
RUV
Þótt fjárhagurinn sé oft
þröngur, segir Kristín
Halldórsdóttir, ber
---7--------------------
RUV að halda ákveðinni
reisn og forðast að
láta markaðsöflin
taka völdin.
efnis. Um þær hafa spunnist nokkr-
ar umræður í útvarpsráði enda
flestir þeirrar skoðunar að rétt sé
að feta slíkar brautir varlega.
Þau vildu selja veðrið
Fyrr á þessu ári kom til kasta út-
varpsráðs sú hugmynd markaðs-
deildar að leita til aðila um kostun
veðurfregna í sjónvarpinu eins og
tíðkast hefur mánuðum saman hjá
Stöð 2. Mörgum þótti þar seilst inn
á grátt svæði þar sem í útvarps-
lögum er skýrt tekið fram að ekki
sé heimilt að afla kostunar við gerð
frétta eða fréttatengdra þátta og er
hnykkt á því enn frekar í kostunar-
reglum Ríkisútvarpsins. Vakti það
undrun margra þegar útvarpsrétt-
arnefnd sá ekki ástæðu til að gagn-
rýna þá ráðstöfun Stöðvar 2 að láta
Tal færa landsmönnum veðrið eins
og sagt er. Hvað sem því líður hlaut
RÚV að taka sjálfstæða ákvörðun í
því efni.
Svo fór eftir nokkrar umræður í
útvarpsráði að gengið var til at-
kvæða um þá tillögu formanns út-
Kristín
Halldórsdóttir
- Gœðavara
Gjafavdra - malar og kaífistcll.
Allir veröílokkar. ,
5y6V)ó/)xV\\^- , yr.no,
ffeimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
,n VERSLUNIN
Lniigavegi 52, s. 562 4244.
I DAG
Frá kl. 9-11
■a imiifiiin..........
Frá kl. 11 -16.30
Laugavegi 126, ofan við Hlemm (gamli Kínamúrinn).
P*antanir, matseðill eða tilboð dagsins
á netfangi: tomasb@simnet.isSími 561 2929, Fax 561 1110
varpsráðs að kostun
veðurfregna yrði
heimiluð í sjónvarpi
RÚV og var tillagan
samþykkt með at-
kvæðum fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks og Sam-
fylkingar. Innan tíðar
má því allt eins búast
við að við fáum veður-
fregnir sjónvarpsins í
boði Landsvirkjunar
eða einhvers annars
fyrirtækis sem þarf að
bæta ímynd sína. Full-
trúar Samfylkingar
virðast nú telja sig
hafa gengið þessa götu
á enda miðað við ný-
legar yfirlýsingar í fjölmiðlum.
Sérstöðuna ber að rækta
Undirrituð, sem er fulltrúi
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs í útvarpsráði, greiddi at-
kvæði gegn tillögunni ásamt full-
trúa Framsóknarflokksins. í fund-
argerð þess fundar frá 28. mars sl.
segir m.a. svo: „KH lýsti sig and-
víga því að Ríkisútvarpið leitaði
kostunar veðurfregna. Hugsanlega
væri verið að færa í form kostunar
tekjur sem annars myndu skila sér
í auglýsingum. RÚV hefur
ákveðnar skyldur við landsmenn
umfram aðra fjölmiðla, það á að
veita ákveðna þjónustu og það er
skylda stjórnvalda að gera því
kleift að veita hana án þess að fyrir-
tæki geti keypt sér velvild út á það.
í rauninni þarf að endurskoða frá
grunni reglur um kostun með sér-
stakt hlutverk RÚV í huga og var-
ast að eltast um of við stefnu einka-
stöðvanna.“
Hér eru að sjálfsögðu dregnar
saman í stuttu máli þær ástæður
sem ég lagði til grundvallar minni
afstöðu. Af sömu ástæðum lýsti ég
mig mótfallna þeirri hugmynd sem
nú er til athugunar hjá markað-
sdeild að skjóta auglýsingum inn í
sýningar kvikmynda í sjónvarpi
RÚV og ítrekaði um leið að móta
þyrfti skýrari stefnu RÚV hvað
auglýsingar og kostun varðar.
Framhjá því verður ekkert litið að
Ríkisútvarpið hefur algjöra sér-
stöðu meðal fjölmiðla og þá sér-
stöðu ber að tryggja og rækta.
RÚV gegnir afar mikilvægu menn-
ingarlegu hlutverki og hefur ríkar
skyldur gagnvart landsmönnum.
Þótt fjárhagurinn sé oft þröngur
ber RÚV að halda ákveðinni reisn
og forðast að láta markaðsöflin taka
völdin. Þau eiga ekki að ráða dag-
skrá RÚV, hvorki í útvarpi né sjón-
varpi.
Höfundur er fulltrúi Vinstrihreyf-
ingarinnur - græns framboðs í út-
varpsráði.
JLfa
wmm.
tsSll(úhreinsunin
gsm 897 3634
Þrif i rimlagluggatjöldum.
ÍSFUGL
I
BAWTIIAI
@ ka'rate
Karatedeild Fylkis
Byijendanámskeiðin eru hafln
Stundaskra:
Böm byijendun
Mán. og Föstud. kl. 18:15
Fullorðnir byrjendun
Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15
Upplýsingar i síma:
896 3010 eða 567 6467