Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Gerðu svo vel. Fleytifullur daUur af vatni. Engin sítrónusneið? BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ofurskattar skapa fátækt Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: ÞVÍ miður eigum við enn við að búa óréttlátt skattkerfi, sem hreint og beint stuðlar að því að hinir fátæku verði enn fátækari, hvort sem um er að ræða ófaglærða á vinnumarkaði með laun undir hundrað þúsund krónum ellegar bótaþega almanna- trygginga, sjúka og aldraða. Með öðrum orðum: Engan veginn hefur tekist nægilega vel til með að fram- kvæma skattabreytingar til handa þessum hópi. Hvers vegna er það svo? Fyrir- tæki þau er greiða laun í landinu hafa heldur ekki mátt meðtaka lækkun skatta til handa starfsemi sinni og meðan svo er breytist varla mjög mikið. Greiðsluhlutfall ein- staklings í formi tekjuskatts, virðis- aukaskatts og eignaskatts er enn allt of hátt, og vil ég hér með lýsa eftir tölulegum upplýsingum um slíkt frá til þess bærum aðilum. Góðærið er goðsögn Því miður er tal um góðæri nokk- uð fjarri hluta almennings í landinu, svo fjarri að halda mætti að aðferðir Bakkabræðra forðum, er þeir báru sólina í húfum inn í gluggalausan kofann og töldu sig hafa með því birtu, gætu verið leiðarljós þeirra er hæst hrópa um góðæri. Vissulega hefur mátt finna góðæri til handa þeim er hafa efni á hlutabréfakaup- um, og hafa um það vitund hvar skal fjárfesta og klukkan hvað, en þorri almennings, er hefur nóg með af- borganir af fjárfestingu í þaki yfir höfuðið ellegar greiðslu hárrar leigu á húsnæðismarkaði, skipar ekki hóp hlutabréfafjárfesta. Bótaþegar al- mannatrygginga, sjúkir og aldraðir, geta sjálfkrafa afskrifað umhugsun um hlutabréfakaup, sem og lág- launafólk landsins, til sjávar og sveita. Það þarf því ekki að koma á óvart að fátækt skuli enn vera að finna hér á Islandi við þessi alda- mót, eins og hin, en eðli máls sam- kvæmt hefur bilið breikkað, þar sem hin ýmsu nútímaþægindi alls- nægta, sem hluta þjóðarinnar hefur tekist að höndla, eru nokkuð mikil andstæða þess að öðrum hluta þegnanna er áskapað að lifa við fá- tæktarmörk til lifibrauðs, vegna stöðu sinnar og stéttar í samfélag- inu. Breytinga er þörf Taka þarf upp tvö tekjuskatts- þrep fyrir það fyrsta. í öðru lagi þarf að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hvað varðar skattlagningu almennt, og sam- ræma þar ákveðna þætti. I þriðja lagi þarf að lækka prósentuhlutfall virðisaukaskatts, í áföngum, með það að markmiði að minnka svarta atvinnustarfsemi og auka skatttekj- ur á móti lækkun tekjuskatts. Þessu til viðbótar er það ekki of- verkið stjórnmálamanna að reyna að höndla sýn á fleira en eigin vin- sældir og brautargengi, hvar í flokki sem þeir standa, og taka nú til við það að hlusta á fólkið í landinu og ræða einnig erfiðar aðstæður þess á löggjafarþinginu. Raddir eldri borgara, öryrkja og fátækra hefðu nú þegar átt að ná eyrum lýð- ræðislega kjörinna fulltrúa þjóðar- innar, við stjórnvöl lands og sveita. Tvö kjörtímabil við valdstjórn eiga ekki að þurfa að þýða verri að- búnað til handa þegnunum, þvert á móti eiga menn að hafa vitund um ríkjandi ástand, og taka mið af því. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, ritari hjá Samtökum gegn fátækt. Lokun gatna í Reykjavík Frá Þorsteini Kristmannssyni: NÚ ÞEGAR Grafarvogsbúar mót- mæla enn og aftur sinnuleysi borg- aryfirvalda gagnvart umferðarör- yggi í Rimahverfi finnst undir- rituðum tilefni til að minna á annað mál og bera saman en það lýtur að Fossvogshverfi. Álandi, sem m.a. liggur meðfram Borgarspítalanum, var lokað í báða enda við aðeins þijú hús. Þarna er greinilega verið að hlífa fáeinum íbúum húsa, sem standa við götuna við umferð en lok- uninni var dembt yfir á meðan verið var að byggja það eina sem byggt hefur verið þar í yfir fimmtán ár. Álandið hefur verið öll þessi ár eðli- leg og sjálfsögð umferðaræð án telj- andi slysahættu. Þarna er starfs- mönnum Borgarspítalans gert efitt fyrir en þeir eru jú fjölmargir. Á þessum spotta við þessi hús hafa ver- ið sett upp fjögur bannmerki og standa tvö þeirra úti á miðri götunni beggja vegna spottans. Mætti ætla að þarna væri um stórhættulega um- ferðaræð að ræða. Er svo? Einnig lokar þetta leiðum úr þessum hluta Fossvogs. Þessu hafa íbúar Foss- vogs mótmælt en þessi lokun virðist engum tilgangi þjóna nema til að færa örfáum aðeins meira næði á kostnað fjölda fólks. Hver eni rökin fyrir lokun Álands og hvaða hags- munir liggja að baki? Fróðlegt væri að fá því svarað. Á meðan íbúar Graf- arvogs mótmæla aðgerðaleysinu í af- ar barnmörgu hverfi loka borgaryf- irvöld, án nokkurrar sýnilegar ástæðu, götu sem aðeins þrjú hús standa við og valda mörgum ama og óþægindum. Umferð um bratt Eyr- arlandið eykst auðvitað í kjölfarið, þar sem mörg börn eiga leið yfir. Umferð um Fossvogsveg eykst að sama skapi en við hann er fjöldi húsa. Hvers vegna ekki loka Foss- vogsvegi líka? ÞORSTEINN KRISTMANNSSON, Brautarlandi 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.